Bæjarstjórn

1196. fundur 14. maí 2019 kl. 16:00 - 19:20 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen E. Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir aðalfulltrúi
  • Helga Hauksdóttir varafulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.1811660 - Ársreikningur Kópavogsbæjar 2018

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir helstu niðurstöðum samantekins ársreiknings Kópavogsbæjar 2018, A-hluta fyrirtækja samstæðunnar, sem eru Eignasjóður Kópavogsbæjar, Byggingarsjóður MK og Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, svo og B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar; Fráveitu Kópavogsbæjar, Vatnsveitu Kópavogsbæjar og Húsnæðisnefndar Kópavogsbæjar ásamt ársreikningum B-hluta fyrirtækjanna Tónlistarhúss Kópavogs, Bílastæðasjóðs Kópavogs og Hafnarsjóðs Kópavogs, sem höfðu verið samþykktir í viðkomandi stjórn/nefnd. Einnig var lagður fram samþykktur ársreikningur Vatna ehf., Fjarskiptafélagsins Rjúpnahæð ehf. og félagsins Músik og saga ehf. Þá var lögð fram skýrsla löggiltra endurskoðenda bæjarins. Lagði bæjarstjóri til að samantekinn ársreikningur Kópavogsbæjar 2018 ásamt fylgigögnum yrði samþykktur.
Hlé var gert á fundi kl. 16.35. Fundi var fram haldið kl. 16.48.

Fulltrúar Samfylkingar, BF-Viðreisnar og Pírata lögðu fram svohljóðandi bókun:
"Rekstur Kópavogsbæjar gekk vel á síðasta ári eins og ársreikningurinn ber með sér, enda hafa skatttekjur Kópavogsbæjar aukist um 1.6 milljarða króna frá síðasta ári. Frá árinu 2012 hafa skattekjur aukist um 40%. Ekki er hægt að reikna með að skatttekjur haldi áfram að vaxa með sama hraða á næstu árum. Það eru því blikur á lofti. Mikilvægt er að bæjarfulltrúar fari í ítarlega vinnu þar sem allir þættir í fjárhag Kópavogs verði skoðaðir og öllum steinum velt við. Slík endurskoðun hefur ekki farið fram síðan árið 2011 og því tími til kominn.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Bergljót Kristinsdóttir, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Theodóra S. Þorsteinsdóttir, Einar Örn Þorvarðarson"

Fulltrúar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks lögðu fram svohljóðandi bókun:
"Ársreikningur Kópavogsbæjar sýnir fyrst og fremst sterka stöðu bæjarsjóðs. Rekstrarafgangur nam 1,3 milljörðum króna árið 2018 sem er u.þ.b. helmingi hærri afgangur en áætlun gerði ráð fyrir. Þá er skuldaviðmið komið ofan í 108% í árslok 2018 en var 133% árið 2017. Fjárfest var fyrir 3,6 milljarða króna í eigum bæjarins og engin ný lán tekin til framkvæmda. Heildartekjur jukust úr 30,8 milljörðum króna í 32,1 milljarða. Þá varð meiri fjölgun í bænum en reiknað hafði verið með eða um 2,9%. Ársreikningurinn er afrakstur góðrar samvinnu við starfsfólk bæjarins og á milli kjörinna fulltrúa.
Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Johnon, Guðmundur Geirdal, Helga Hauksdóttir"

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Aðalsjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Eignasjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Byggingarsjóðs MK. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Húsnæðisnefnd Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Tónlistarhúss Kópavogs. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Bílastæðasjóðs Kópavogs. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Hafnarsjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Fráveitu Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Vatnsveitu Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning Vatna ehf. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning Fjarskiptafélagsins Rjúpnahæð ehf. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning félagsins Músik og saga ehf. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði í heild sinni samantekinn ársreikning Kópavogsbæjar, þ.e. ársreikning Kópavogsbæjar, A- og B-hluta fyrirtækja hans ásamt framlögðum ársreikningum B-hluta fyrirtækja og öðrum fylgigögnum. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

2.1904017F - Bæjarráð - 2956. fundur frá 02.05.2019

Fundargerð í 19. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

3.1905004F - Bæjarráð - 2957. fundur frá 09.05.2019

Fundargerð í 20. liðum.
Lagt fram.

Hlé var gert á fundi kl. 18.15. Fundi var fram haldið kl. 18:28.
Fulltrúar Samfylkingar, BF-Viðreisnar og Pírata lögðu fram svohljóðandi bókun:
"Þar sem forseti hefur úrskurðað að ekki verði greidd atkvæði um þessi uppkaup á hesthúsalóðum á Glaðheimasvæðinu í bæjarstjórn þá viljum við undirrituð, sem hefðum setið hjá, bóka eftirfarandi:
"Bæjarfulltrúar Samfylkingar, Pírata og BF Viðreisnar geta ekki samþykkt uppkaup á ónýtu hesthúsi á Glaðheimasvæðinu fyrir einbýlishúsaverð. Hér er verið að setja endapunkt á glórulausa vegferð Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sem hófst með því að bjarga uppkaupsmönnum á hesthúsum á svæði hestamannafélagsins Gusts á árinu 2006. Þessi vegferð hefur vægt áætlað, kostað Kópavogsbæ tæplega 6 milljarða króna á verðlagi dagsins í dag, fyrir kaup á landi sem var þrátt fyrir allt í eigu Kópavogsbæjar. Er leitun að annarri framkvæmd sveitarfélags á Íslandi sem hefur skilað álíka tapi.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Bergljót Kristinsdóttir, Theódóra Þorsteinsdóttir, Einar Örn Þorvarðarson, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir"

Hlé var gert á fundi kl. 18.30. Fundi var fram haldið kl. 18.38.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram svohljóðandi bókun:
"Á Glaðheimasvæðinu hefur þegar verið úthlutað lóðum fyrir um 330 íbúðir í fyrsta áfanga og er flutt inn í stóran hluta þeirra. Úthlutunin í þessum fyrsta áfanga gaf tæplega 1,4 milljarða króna í bæjarsjóð auk gatnagerðargjalds, þessu til viðbótar munu tekjur af svæðinu nema ríflega hálfum milljarði á ári hverju inn í framtíðina í formi útsvars og fasteignagjalda. Næsta úthlutun í öðrum áfanga mun gefa í kringum 1,5 milljarð og að sama skapi ríflega hálfan milljarð í tekjur ár hvert. Samtals eru þetta því tæpir þrír milljarðar í úthlutun byggingarréttar og ríflega milljarður í tekjur ár hvert. Ekki er ljóst hverju áfangar 3 og 4 munu skila en þar er um talsverðar fjárhæðir að ræða. Þá er rétt að benda á að árið 1988 þegar hreinn meirihluti vinstri flokkanna var við völd í Kópavogi var gerður 50 ára samningur við hestamenn um Glaðheimasvæðið sem sýnir hversu skammt var hugsað.
Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Helga Hauksdóttir"

Hlé var gert á fundi kl. 18.40. Fundi var fram haldið kl. 18.56.

Fulltrúar Samfylkingar lögðu fram svohljóðandi bókun:
"Fyrst verið er að vitna í gamla samninga sem gerðir voru við hestamannafélagið Gust er nauðsynlegt að koma því á framfæri að þeir samningar sem gerðir voru í tíð Alþýðuflokks og Alþýðubandalags voru með fyrirvara um að þeir séu uppsegjanlegir án fyrirvara og án bóta. Það hefði því verið Kópavogsbæ í lófa lagið að taka Glaðheimalandið fyrir margfalt lægri upphæð en raun varð á.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Bergljót Kristinsdóttir"

Fulltrúar Samfylkingar, BF-Viðreisnar og Pírata lögðu fram svohljóðandi bókun:
"Gagnrýnin snýr að því að hesthúsin voru keypt fyrir allt of háar fjárhæðir á sínum tíma sem endurspeglar verðið í dag. Ef faglega hefði verið staðið að málum hefði kostnaður orðið minni en Glaðheimalandið samt sem áður skilað Kópavogsbæ tekjum til framtíðar.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Bergljót Kristinsdóttir, Theódóra Þorsteinsdóttir, Einar Örn Þorvarðarson, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir"

Hlé var gert á fundi kl. 19.00. Fundi var fram haldið kl. 19.04.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks lögðu fram svohljóðandi bókun:
"Vegna bókunar fulltrúa Samfylkingar óskum við fært til bókar: Það hefði verið ómaklegt og fordæmalaust af hálfu bæjarins að eigendur hesthúsa fengju ekki sömu málsmeðferð og aðrir hafa fengið sem halda á lóðum Kópavogsbæjar.
Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Helga Hauksdóttir"

Önnur mál fundargerðir

4.1904015F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 266. fundur frá 17.04.2019

Fundargerð í 17. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

5.1902019F - Barnaverndarnefnd - 91. fundur frá 27.02.2019

Fundargerð í 9. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.1904019F - Barnaverndarnefnd - 93. fundur frá 30.04.2019

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.1905007F - Forsætisnefnd - 138. fundur frá 09.05.2019

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.1904990 - Fundargerð 245. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 29.apríl 2019

Fundargerð í 33. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.1904001F - Skipulagsráð - 50. fundur frá 29.04.2019

Fundargerð í 22. liðum.
Lagt fram.
  • 9.4 1904536 Kársnesskóli, Skólagerði 8. Deiliskipulagslýsing.
    Lögð fram, með tilvísan í 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga Batterísins - arkitekta að deiliskipulagslýsingu fyrir nýbyggingu Kársnesskóla við Skólagerðis. Fyrirhugað deiliskipulagssvæði afmarkast af húsagötunni Skólagerði og lóðarmörkum Skólagerðis 6 til suðurs, lóðarmörkum Skólagerðis 10 og Holtagerði 33 til vesturs, húsagötunni Holtagerði til norðurs og lóðarmörkum Holtagerðis 15, Hófgerðis 12, 14, 16 til austurs. Áætlað er að fyrirhuguð nýbygging verði um 6.000 m2 að flatarmáli og að meginbyggingin verði á tveimur hæðum en þrjár hæðir að hluta. Í skólabyggingunni verður samrekinn leik- og grunnskóli ásamt frístund fyrir um 400 nemendur. Miðað er við að aðkoma verði frá Skólagerði og Holtagerði. Niðurstaða Skipulagsráð - 50 Skipulagsráð samþykkir framlagða deiliskipulagslýsingu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 9.6 1902262 Smárinn vestan Reykjanesbrautar. Breytt deiliskipulag.
    Á fundi skipulagsráðs 4. mars 2019 var lögð fram fyrirspurn Basalt arkitekta fh. lóðarhafa um breytt deiliskipulag á svæðum A05 og A06 í Smáranum vestan Reykjanesbrautar. Í breytingunni felst sameining tveggja lóða á svæðinu og endurskoðun byggingarreita. Greinargerð, uppdrættir og skýringarmyndir í mælikvarða 1:1000 dags. í febrúar 2019.

    Skipulagsráð samþykkti að unnin verði tillaga að breyttu deiliskipulagi á svæðum A05 og A06 á umræddu svæði í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 sbr. ofangreint. Tillagan verði lögð fyrir skipulagsráð til afgreiðslu.

    Lögð fram tillaga Basalt-arkitekta að breyttu deilisskipulagi á svæðum A05 og A06 í Smáranum vestan Reykjanesbrautar. Deiliskipulagsuppdráttur í mkv. 1:1000 ásamt, skipulagsskilmálum og greinargerð dag. 26. apríl 2019.
    Hrólfur Karl Cela frá Basalt arkitektum gerir grein fyrir tillögunni.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 50 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi reita A05 og A06 í Smáranum vestan Reykjanesbrautar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 9.7 1901024 Traðarreitir. Reitur B29. Breytt aðalskipulag. Skipulagslýsing.
    Lögð fram,með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 tillaga skipulags- og byggingardeildar að skipulagslýsingu vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Kópavogs 2010-2024 reit 29 í rammahluta aðalskipulagsins fyrir Digranes. Nánar tiltekið afmarkast fyrirhugað skipulagssvæði að Digranesvegi í suður, Skólatröð í vestur, Hávegi í norður og Skólatröð í austur. Umrætt svæði er um 7.800 m2 að flatarmáli og þar eru nú 8 stakstæð einbýlishús á einni til tveimur hæðum. Húsin er mörg hver steinsteypt en einnig byggð úr holsteini, vikursteini og timbri flest byggð á árunum 1952 til 1955. Ástand þessara húsa er misgott, yfirbragð þeirra af ýmsum toga og varðveislugildi þeirra er talið litið. Í framlagðri skipulagslýsingu er tagt til að núvernadi byggð verði rifin og í hennar stað verði byggð fjölbýlishús með allt að 180 íbúðum. Húsin verði á 2-4 hæðum auk kjallara og inndreginnar þakhæðar. Áætlað byggingarmagn ofanjarðar er um 16.600 m2 að samanlögðum gólffleti og nýtingarhlutfall um 2,2. Er lýsingin dags. 24. apríl 2019. Niðurstaða Skipulagsráð - 50 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan til 1. mgr. 30. gr. og 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 framlagða skipulagslýsingu enda verði gert ráð fyrir möguleika á atvinnustarfsemi á jarðhæð við Álftröð. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 9.9 1901510 Tónahvarf 5. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi KRark arkitekta dags. 16. janúar 2019 fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Tónahvarfs 5.
    Í breytingunni felst að auka byggingarmagn á lóðinni úr 3.349 m2 í 5.407 m2. Byggingarreitur kjallara stækkar til suðvesturs um 9,7 metra og um 1.5 metra til suðausturs og norðvesturs. Hámarks þak,- og vegghæð lækkar og verður 14 metrar. Fjöldi bílastæða breytist og er gert ráð fyrir einu stæði á hverja 35 m2 skrifstofu,- og verslunarhúsnæðis, einu stæði á hverja 50 m2 atvinnuhúsnæðis og einu stæði á hverja 150 m2 atvinnuhúsnæðis nýttu sem geymslur. Bílastæðum fjölgar og verða 97 stæði á lóð eftir breytingu. Á fundi skipulagsráðs 21. janúar 2019 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Tónahvarfs 2-12 og Víkurhvarfs 1, 3, 5 og 7. Kynningartíma lauk 15. apríl 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 50 Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 9.10 1901909 Auðnukór 8. Breytt deiliskipulag.
    Á fundi skipulagsráðs 8. apríl var lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Ívars Haukssonar fh. lóðarhafa Auðnukórs 8 að breyttu deiliskipulagi á lóðinni. Í breytingunni felst hækkun á hluta hússins, þannig að hámarkshæð þess fari upp í 7,0 metra. Leyfileg hámarkshæð hússins er 6,3 til 7,5 metrar eftir staðsetningu innan byggingarreits. Við breytinguna mun 20m2 hluti af þaki hússins ná upp fyrir ytri byggingarreit um 0,7 metra að hámarki. Á fundi skipulagsráðs 4. febrúar 2019 var samþykkt með tilvísan í 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Auðnukórs 4-10 og Arakórs 3, 5 og 7. Kynningartíma lauk 2. apríl 2019. Ábendingar og athugasemdir bárust.
    Skipulagsráð frestaði afgreiðslu málsins og vísaði því til umsagnar skipulags- og byggingardeildar.
    Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar, dags. 26. apríl 2019.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 50 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 9.13 1904537 Heimsendi 9. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Sveins Ívarssonar, arkitekts fh. lóðarhafa Heimsenda 9. Í tillögunni felst 8 m2 stækkun til norðurs á núverandi húsi sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 dags. í apríl 2019. Niðurstaða Skipulagsráð - 50 Hafnað. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.
  • 9.15 1811312 Hrauntunga 16. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram fram að nýju að lokinni kynningu erindi Aðalsteins V Júlíussonar tæknifræðings fh. lóðarhafa Hrauntungu 16 þar sem óskað er eftir að fá skráningu á einbýli breytt í tvíbýli. Í breytingunni felst að íbúðum á lóðinni er fjölgað úr einni í tvær svoleiðis að ein íbúð sé á hvorri hæð hússins. Íbúð á efri hæð verður 131 m2 og íbúð á neðri hæð verður 142,3 m2 og þrjú bílastæði á lóð. Á fundi skipulagsráðs 19. nóvember 2019 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Hrauntungu 6, 8, 10, 12, 14 og 18. Kynningartíma lauk 22. mars 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Á fundi skipulagsráðs 8. apríl 2019 var afgreiðslu málsins frestað. Niðurstaða Skipulagsráð - 50 Skipulagsráð samþykkir framlagt erindi. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

10.1904016F - Skipulagsráð - 51. fundur frá 06.05.2019

Fundargerð í 9. liðum.
Lagt fram.
  • 10.5 1810762 Brekkuhvarf 1a og 1b. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi lóðarhafa Brekkuhvarfs 1a og 1b, dags. 2. maí 2019 þar sem óskað er eftir að tillaga Rafaels Campos De Pinho, arkitekts að breyttu deiliskipulagi framangreindra lóða verði tekin til umfjöllunar og afgreiðslu í skipulagsráði. Í tillögunni felst að í stað tveggja lóða fyrir einbýlishús á 1-2 hæðum og nýtingarhlutfalli 0,38 er gert ráð fyrir þremur parhúsum á 2 hæðum. Hver íbúð er áætluð um 180 m2 að samanlögðum gólffleti. Gert er ráð fyrir tveimur bílastæðum á íbúð. Nýtingarhlutfall er áætlað 0,57. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:1000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 3. maí 2019. Niðurstaða Skipulagsráð - 51 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 10.8 1803757 Hundagerði í Kópavogi
    Á fundi Umhverfis- og samgöngunefndar nr. 114 dags. 8. apríl 2019 var kynnt tillaga að hundasvæði í Kópavogi, staðsett á svæði við göngustíga neðan Álfatúns. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti tillöguna og vísaði til umsagnar Skipulagsráðs. Niðurstaða Skipulagsráð - 51 Skipulagsráð samþykkir að unnin verði tillaga að breyttu deiliskipulagi austurhluta Fossvogsdals sbr. ofangreint. Tillagan verði kynnt með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

11.1904998 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 27.03.2019

Fundargerð í 4. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.1904699 - Fundargerð 870. fundar stjórnar Samands íslenskra sveitarfélaga frá 11. apríl 2019

Fundargerð í 24. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.1905083 - Fundargerð 181. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 03.05.2019

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.1904859 - Fundargerð 406. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 12.04.2019

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.1904772 - Fundargerð 302. fundar stjórnar Strætó bs. frá 12.04.2019

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.1904018F - Öldungaráð - 8. fundur frá 02.05.2019

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:20.