Bæjarstjórn

1195. fundur 23. apríl 2019 kl. 16:00 - 17:59 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Andri Steinn Hilmarsson varafulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Einar Örn Þorvarðarson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Elvar Páll Sigurðsson varafulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir aðalfulltrúi
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir lögfræðingur
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir lögfræðingur
Dagskrá

Önnur mál fundargerðir

1.1904003F - Velferðarráð - 44. fundur frá 08.04.2019

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

2.1901005F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 114. fundur frá 08.04.2019

Fundargerð í 7. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

3.1904586 - Fundargerð 469. fundar stjórnar SSH frá 08.04.2019

Fundargerð í 5. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

4.1904653 - Fundargerð 374. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 09.04.2019

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.1903022F - Leikskólanefnd - 106. fundur frá 11.04.2019

Fundargerð í 6. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.1903001F - Lista- og menningarráð - 100. fundur frá 11.04.2019

Fundargerð í 8. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.1904013F - Forsætisnefnd - 137. fundur frá 17.04.2019

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.1904012F - Bæjarráð - 2955. fundur frá 17.04.2019

Fundargerð í 30. liðum.
Lagt fram.

Dagskrármál

9.1811660 - Ársreikningur Kópavogsbæjar 2018

Frá fjármálastjóra, lagðir fram ársreikningar Kópavogsbæjar og stofnana bæjarins fyrir árið 2018. Bæjarráð samþykkti ársreikning Kópavogsbæjar fyrir árið 2018 ásamt ársreikningi stofnana bæjarins skv. 3. mgr. 61. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Ársreikningur Kópavogsbæjar fyrir árið 2018 er undirritaður og tilbúinn til endurskoðunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir helstu niðurstöðum ársreiknings Kópavogsbæjar, A og B hluta. Greindi hann frá rekstrarniðurstöðum og helstu frávikum. Þannig skýrði hann út sjóðsstreymi og niðurstöður efnahagsreiknings. Þá lagði bæjarstjóri til að ársreikningi Kópavogsbæjar yrði vísað til seinni umræðu.
Bæjarstjórn vísar afgreiðslu ársreiknings Kópavogsbæjar fyrir árið 2018 ásamt ársreikningum stofnana bæjarins til seinni umræðu með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

10.1904009F - Bæjarráð - 2954. fundur frá 11.04.2019

Fundargerð í 30. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.1903021F - Ungmennaráð - 10. fundur frá 08.04.2019

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.1903019F - Skipulagsráð - 49. fundur frá 08.04.2019

Fundargerð í 13. liðum.
Lagt fram.
  • 12.3 1903480 Austurkór 72. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Austurkórs 72 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi þannig að einbýlishús verði tvíbýli. Á efri hæð væri 116,1 m2 íbúð og á neðri hæð 112 m2, 19,2 m2 bílgeymsla yrði sameign og bílastæðum fjölgað úr þremur í fjögur. Á fundi skipulagsráðs 18. mars 2019 var afgreiðslu málsins frestað. Þá lagt fram minnisblað skipulags- og byggingardeildar dags. 2. apríl 2019. Niðurstaða Skipulagsráð - 49 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum og hafnar erindinu.
    Bæjarfulltrúi Theódóra S. Þorsteinsdóttir sat hjá.
  • 12.4 1901823 Álfatún 2, leikskóli. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Landmótunar sf., teiknistofu landslagsarkitekta fh. Kópavogsbæjar að breyttu deiliskipulagi Álfatúns 2, leikskóla. Í breytingunni felst stækkun lóðar leikskólans til austurs um 760 m2 þannig að heildarstærð lóðarinnar eftir stækkun verði 2.620 m2. Við þetta myndi útisvæðið stækka verulega og hægt yrði að ná fram tiltölulega flatlendu svæði sem nýtist leikskólabörnunum vel. Tillagan gerir jafnframt ráð fyrir að umferðaröryggi verði aukið með því að gera gangbrautir yfir Kjarrhólma og Vallhólma og bæta þar lýsingu. Komið verði á einstefnuakstri inni á bílastæðum leikskólans. Bílastæðum á bæjarlandi við Kjarrhólma verði fjölgað um 3. Bætt verði aðgengi leikskólabarna að Fossvogsdal með hliði og stígtengingu að austanverðu. Gönguleið verði breikkuð og bætt frá Kjarrhólma. Þá er gert ráð fyrir að gerður verði áningar- og útsýnisstaður í brekkunni, austan leikskólalóðarinnar. Greinargerð Friðriks Baldurssonar garðyrkjustjóra dags. 28. janúar 2019 og uppdráttur í 1:500 dags. 25. janúar 2019.
    Á fundi skipulagsráðs 4. febrúar 2019 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Álfatúns 1-5, Grænatúns 20, 22 og 24 og Kjarrhólma 2, 4 og 6. Kynningartíma lauk 25. mars 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 1. apríl 2019.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 49 Skipulagsráð samþykkir tillöguna. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 12.7 1811693 Hlíðarvegur 31. Kynning á byggingarleyfi.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Jóns Hrafns Hlöðverssonar byggingafræðings dags. 22. október 2018 fh. lóðarhafa Hlíðarvegar 31 þar sem óskað er eftir að skipta upp lóðinni og koma fyrir nýju einbýlishúsi á nýrri lóð. Ný lóð, Hlíðarvegur 31a, verður 450 m2 og nýbyggingin 128 m2 timburhús án bílgeymslu. Gert er ráð fyrir tveimur bílastæðum á lóð. Á fundi skipulagsráðs 7. janúar 2019 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarvegs 28, 29, 30, 31, 32, 33, 34, 35, 36, 37, 38, 39, 40 og 72, lóðarhöfum Hrauntungu 48, 50 og 52 og Grænutungu 8. Athugasemdafresti lauk 8. mars 2019. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartímanum. Á fundi skipulagsráðs 18. mars 2019 var afgreiðslu frestað og vísað til umsagnar skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 4. apríl 2019. Niðurstaða Skipulagsráð - 49 Skipulagsráð hafnar tillögunni. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.
  • 12.9 1902259 Digranesheiði 23. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Þorgeirs Jónssonar arkitekts, ódagssett, fh. lóðarhafa Digranesheiðar 23 þar sem óskað er eftir að breyta einbýlishúsi, byggðu 1967, í tvær eignir. Á neðri hæð hússins verður 93,5 m2 íbúð ásamt 49,9 m2 innbyggðum bílskúr og 6,9 m2 sameign. Á efri hæð hússins verður 158,2 m2 íbúð ásamt 53,6 m2 svölum. Á fundi skipulagsráðs 18. febrúar 2019 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Digranesheiðar 12, 14, 16, 19, 21, 25, 27 og Lyngheiðar 1-2. Kynningartíma lauk 28. mars 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 49 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 12.10 1902044 Austurgerði 7. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Helga Ólafssonar byggingarverkfræðings, dags. 10. janúar 2019, fh. lóðarhafa að Austurgerði 7 þar sem óskað er eftir að reisa áfasta 46,7 m2 bílgeymslu við húsið. Byggingarmagn á lóðinni eykst í 178,9 m2 við breytinguna og nýtingarhlutfall hækkar úr 0,17 í 0,23.
    Fyrir liggur samþykki aðliggjandi lóðarhafa þar sem viðbyggingin liggur að lóðarmörkum Austurgerðis 9 og Kársnesbrautar 45 og 47. Á fundi skipulagsráðs 18. febrúar 2019 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Austurgerðis 5, 9, Kársnesbrautar 45, 47 og 49. Kynningartíma lauk 1. apríl 2019. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 49 Skipulagsráð samþykkir erindið. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 12.11 1902720 Kársnesbraut 123. Kynning á byggingarleyfi.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Helga Indriðasonar arkitekts, dags. 23. janúar 2019, fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að reisa stakstæða 48 m2 bílgeymslu á vesturhluta lóðarinnar. Á fundi skipulagsráðs 15. október 2018 var samþykkt að unnin yrði tillaga í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og hún grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Kársnesbrautar 121, 125 og Holtagerðis 70. Kynningartíma lauk 8. apríl 2019. Ábendingar bárust á kynningartíma. Niðurstaða Skipulagsráð - 49 Skipulagsráð hafnar erindinu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

Önnur mál fundargerðir

13.1903025F - Menntaráð - 41. fundur frá 02.04.2019

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.1904005F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 69. fundur frá 02.04.2019

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.1903012F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 68. fundur frá 21.03.2019

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.1904476 - Fundargerð 18. eigendafundar Strætó bs. frá 08.04.2019

Fundargerð í 1. lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.1903023F - Barnaverndarnefnd - 92. fundur frá 02.04.2019

Fundargerð í 3. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 17:59.