Bæjarstjórn

1177. fundur 22. maí 2018 kl. 16:00 - 20:45 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Hreiðar Oddsson varafulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Önnur mál fundargerðir

1.1804011F - Skipulagsráð - 28. fundur frá 07.05.2018

Fundargerð í 27 liðum.
Lagt fram.
  • 1.2 0812063 Skíðasvæðið í Bláfjöllum, breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju tillaga Landslags að endurskoðuðu deiliskipulagi skíðasvæðisins í Bláfjöllum, uppdráttur í mkv. 1:5000 ásamt greinargerð, skipulagsskilmálum og umhverfisskýrslu. Halldóra Narfadóttir, landfræðingur og Finnur Kristinsson, landslagsarkitekt gera grein fyrir tillögunni. Á fundi skipulagsráðs 16. apríl 2018 var afgreiðslu tillögunnar frestað. Niðurstaða Skipulagsráð - 28 Skipulagsráð samþykkir að framlögð tillaga verði auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 1.3 1803193 Brú yfir Fossvog. Deiliskipulag. Tillaga á vinnslustigi.
    Lögð fram tillaga á vinnslustigi að deiliskipulagi brúar yfir Fossvog. Tillagan er unnin af Alta fh. Kópavogsbæjar og Reykjavíkurborgar og í samvinnu við Vegagerðina. Í tillögunni er gert ráð fyrir um 270 m langri brú yfir voginn frá Kársnesi, nánar tiltekið frá norðurenda Bakkabrautar að flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. Markmið tillögunar er að bæta samgöngutengingar milli Reykjavíkur og Kópavogs og styðja við vistvæna samgöngukosti. Brúin verður fyrir umferð gangandi, hjólandi og almenningssamgöngur.
    Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2500 ásamt skýringarmyndum og greinargerð með umhverfisskýrslu dags. 30. apríl 2018.
    Hrafnhlildur Brynjólfsdóttir, skipulagsfræðingur og Þóra Kjarval, arkitekt Alta gera grein fyrir tillögunni.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 28 Skipulagsráð samþykkir framlagða lýsingu og að skoðaðir verði kostir þess að koma fyrir sundlaug á brúnni og tillagan verði kynnt í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 samhljóða atkvæðum. Margrét Júlía Rafnsdóttir greiddi ekki atkvæði.
  • 1.5 1805021 Nýbýlavegur 10. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram tillaga Krark fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 10 við Nýbýlaveg. Í tillögunni felst fjölgun íbúða um 11, fjölgun bílastæða í kjallara og dregið er úr stærð atvinnuhúsnæðis á jarðhæð. Að öðru leiti gilda áður samþykktir skilmálar. Uppdrættir í mkv. 1:200 ásamt skýringarmyndum dags. í apríl 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 28 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 1.6 1706497 Húsnúmer í Dalbrekku. Tillaga að breytingu.
    Lagt fram að nýju erindi Franz Páls Sigurðssonar fh. eigenda fyrirtækja í Dalbrekku þar sem óskað er eftir að skipulagsráð taki til umfjöllunar beiðni um að húsnæði sem stendur við Dalbrekku fái eigin húsnúmer en séu ekki kennd við aðliggjandi götur. Niðurstaða Skipulagsráð - 28 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 1.7 1804613 Hvammsvegur 2. Gæsluvallarhús.
    Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar Kópavogs að breyttu fyrirkomulagi á gæsluvelli við Hvammsveg 2. Í breytingunni felst að núverandi gæsluvallarhús er fjarlægt og nýju komið fyrir í þess stað, uþb 93 m2 að stærð. Uppdráttur í mkv. 1:200 og 1:2000 dags. 23. apríl 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 28 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 1.10 1801305 Aflakór 6. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju að lokinni kynningu tillaga Krark fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 6 við Aflakór. Í tillögunni felst að í stað einbýlishúss verði byggt parhús á lóðinni, byggingarmagn er aukið úr 350 m2 í 420 m2, heimilaðar verði útbygging á efri hæð út fyrir byggingarreit 2,5 x 3,6 m á norður og suður hlið, hámarkshæð verði 6,7 m miðað við aðkomuhæð í stað 6,3m. Skipulagsráð samþykkti með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu og vísaði til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Athugasemdafresti lauk 7. maí 2018. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 28 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 1.12 1803626 Dalaþing 12. Einbýlishús í tvíbýli. Breytt deiliskipulag.
    Lögð fram að nýju umsókn Guðna Pálssonar arkitekts fh. lóðarhafa um breytt deiliskipulag á lóðinni við Dalaþing 12. Í breytingunni felst að íbúðum á lóðinni er fjölgað úr einni í tvær svoleiðis að ein íbúð sé á hvorri hæð hússins. Nýr inngangur í íbúð á neðri hæð er fyrirhugaður á suðausturhorni hússins.
    Á fundi skipulagsráðs 19. mars 2018 var óskað eftir umsögn skipulags- og byggingardeildar. Þá lögð fram umsögn dags. 16. apríl 2018.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 28 Skipulagsráð hafnar framlagðri tillögu og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Theódóra Þorsteinsdóttir og Andrés Pétursson greiða atkvæði gegn afgreiðslunni.

    Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 9 atkvæðum þeirra Margrétar Friðriksdóttur, Ásu Richardsdóttur, Ármanns Kr. Ólafssonar, Karenar Halldórsdóttur, Hjördísar Ýr Johnson, Guðmundar Geirdal, Birkis Jóns Jónssonar og Péturs Hrafns Sigurðssonar og hafnar erindinu. Theódóra Þorsteinsdóttir og Hreiðar Oddsson greiddu atkvæði gegn afgreiðslu skipulagsráðs en Margrét Júlía Rafnsdóttir greiddi ekki atkvæði.
  • 1.16 1803103 Kórsalir 1. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Jóns Guðmundssonar arkitekts f.h. lóðarhafa íbúðar og aukarýmis í kjallara þar sem óskað er eftir að rými í kjallara fái skráningu rýmis í kjallara breyttu í íbúð með sér fastanúmeri. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 6. september 2000 ásamt undirrituðu samþykki lóðarhafa í húsinu. Þá lögð fram umsögn byggingarfulltrúa Kópavogs dags. 25. apríl 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 28 Skipulagsráð hafnar erindinu á grundvelli umsagnar byggingarfulltrúa. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.
  • 1.17 18031127 Urðarbraut 5. Breyting á skráningu í Kastalagerði 2.
    Lagt fram erindi lóðarhafa Urðarbrautar 5 dags. 20. mars 2018 þar sem óskað er eftir að fá breyttri skráningu lóðarinnar í Kastalagerði 2 þar sem innkeyrsla og aðkoma að húsinu er frá Kastalagerði en ekki Urðarbraut. Niðurstaða Skipulagsráð - 28 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 1.24 1804464 Álalind 4-8. Fjölgun íbúða. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Orra Árnasonar arkitekts f.h. lóðarhafa Álalindar 4-8 þar sem óskað er eftir að fjölga íbúðum um eina á 6. hæð fjölbýlishússins með þeim hætti að áður fyrirhuguð íbúð á hæðinni, samtals 190 m2, verður skipt upp í tvær uþb. jafnstórar íbúðir. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 28. nóvember 2016 með breytingum dags. 14. febrúar 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 28 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 1.26 1805102 Dimmuhvarf 11b og 11c. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram erindi Andra Ingólfssonar arkitekts dags. 4. maí 2018 fh. lóðarhafa Dimmuhvarfs 11b og 11c. Í breytingunni felst að byggingarreitir bílageymslna verði sameinaðir byggingarreitum íbúða. Byggingarreitur bílgeymslna stækkar til suðausturs um 1,5 m og byggingarmagn eykst og verður 185 m2 á hvorri lóð. Nýtingarhlutfall eftir breytingu verður 0,24 fyrir Dimmuhvarf 11b og 0,29 fyrir Dimmuhvarf 11c. Uppdráttur í mkv. 1:500 og 1:1000 dags. 7. maí 2018. Niðurstaða Skipulagsráð - 28 Skipulagsráð samþykkir framlagða tillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Kosningar

2.1406247 - Kosningar í hverfakjörstjórnir

Kosning í hverfiskjörstjórn.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að veita bæjarráði umboð til að gera breytingu á skipan hverfiskjörstjórna fyrir sveitarstjórnarkosningar 26. maí nk.

Önnur mál fundargerðir

3.1805335 - 83. fundargerð svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 4.5. 2018

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Ása Richardsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirrituð fagnar því að allar sveitarstjórnir höfuðborgarsvæðsins hafa staðfest samgöngu- og þróunarása fyrir Borgarlínu. Ég hvet sveitarstjórnarfólk næsta kjörtímabils til að standa með Borgarlínunni og tryggja að íbúar höfuðborgarsvæðsins geti brátt ferðast með skjótvirkum, hágæða almenningsvögnum. Við búum í borgarsamfélagi, njótum þess!
Ása Richardsdóttir"

Önnur mál fundargerðir

4.1805353 - Fundargerð 457. fundar stjórnar SSH frá 07.05.2018

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.1805100 - Fundargerð 390. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 04.05.2018

Fundargerð í 5 liðum.
Jafnframt eru lögð fram tvö fylgiskjöl : "Niðurstöður útborðs í byggingu gas- og jarðgerðarstöðvar" og "Viljayfirlýsing sorpsamlaganna á Suðvesturlandi".
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.1805110 - Fundargerð 172. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 04.05.2018

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.1805052 - Fundargerð 859. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 27.04.2018

Fundargerð í 36 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.1805308 - 5. fundargerð skólanefndar Menntaskólans í Kópavogi frá 18. apríl 2018

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.1805032 - Fundargerð 233. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis 30.04.2018

Fundargerð í 67 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.1804023F - Velferðarráð - 28. fundur frá 14.05.2018

Fundargerð í 18 liðum.
Lagt fram.
  • 10.4 18031300 Félagslegar leiguíbúðir og gæludýrahald
    Niðurstaða Velferðarráð - 28 Velferðarráð samþykkir tillögu Kristínar Sævarsdóttur um breytingar á reglum um gæludýrahald í félagslegum íbúðum sem lögð var fram þann 9. apríl sl. Tillagan er um að leyfilegt verði að halda hund eða kött í félagslegum íbúðum í eigu Kópavogsbæjar. Leyfið verði háð eftirfarandi skilyrðum:

    a)Sé um sameiginlegan inngang að ræða er hunda- og kattahald háð samþykki 2/ 3 hluta eigenda sem hafa sameiginlegan inngang eða stigagang. (skv lögum um fjöleignarhús og reglum um katta- og hundahald í Kópavogi).
    b)Hunda- og kattahald í félagslegum íbúðum með sérinngangi er leyfilegt.



    Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum breytingu á reglum um gæludýrahald í félagslegum íbúðum.

Dagskrármál

11.1611147 - Fannborg 2, 4 og 6, sala fasteigna.

Lagður fram undirritaður kaupsamningur ásamt fylgigögnum vegna sölu Kópavogsbæjar á fasteignunum Fannborg 2, 4 og 6. Einnig lagt fram samkomulag vegna kaupanna. Þá var lagður fram húsaleigusamningur vegna Fannborgar 6.
Fulltrúar Framsóknarflokks, Samfylkingar og VG lögðu fram eftifarandi tillögu um frestun:
"Við mótmælum harðlega þeim vinnubrögðum sem meirihluti Bjartrar Framtíðar og Sjálfstæðisflokks hafa viðhaft vegna sölu á Fannborg 2, 4 og 6. Það á að horfa heilstætt á uppbyggingu svæðisins líkt og fulltrúar Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna hafa ítrekað lagt til.
Setning um "eins konar miðbæ" í 7. grein samkomulags um sameiginleg markmið er í besta falli hjákátleg. Hér er um að ræða eignir á besta stað á höfuðborgarsvæðinu, nálægt samgöngumannvirkjum, skólum og annarri þjónustu og því afar brýnt að vanda vel til verksins.
Það er jafnframt með öllu óásættanlegt að taka ákvörðun um svo stórt hagsmuna- og skipulagsmál nú rétt fyrir kosningar og rétt að ný bæjarstjórn taki ákvörðun sem þessa. Við leggjum því til að málinu verði frestað.
Birkir Jón Jónsson, Pétur Hrafn Sigurðsson, Ása Richardsdóttir, Margrét Júlía Rafnsdóttir"

Hlé var gert á fundi kl. 17:10. Fundi var fram haldið kl. 17:40.

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirrituð fagna því að komin sé kaupsamningur á sölu fasteigna bæjarins við Fannborg. Þetta þýðir að uppbygging þar mun komast á skrið og fjölga íbúðum í Kópavogi. Á bæjarráðsfundi þann 24. ágúst 2017 segir í bókun VG, Framsóknar og Samfylkingarinnar. "Undirrituð fagna því að húsnæðisskýrsla Kópavogs verði lögð til grundvallar uppbyggingu á reitnum. Hér er minnihlutinn að vísa til sölu á umræddum fasteignum bæjarins. Undirrituð lýsa yfir ánægju með þau tækifæri sem felast í sölu fasteigna Kópavogsbæjar". Skipulag í tengslum við söluna mun taka mið af húsnæðisskýrslu Kópavogsbæjar sem unnin var í þverpólitískri sátt allra flokka og felur í sér fjölgun félagslegra íbúða. Auk þess samþykkti bæjarráð fyrir skömmu að fela umhverfissviði að vinna tillögur/hugmyndir að heildrænni hönnun á miðsvæði Hamraborgarsvæðisins frá Neðstutröð að Kópavogskirkju.
Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Hreiðar Oddsson"

Hlé var gert á fundi kl. 17:41. Fundi var fram haldið kl. 17:49.

Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks og VG lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Sú aðferð sem meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartar framtíðar vill viðhafa í þessu mikilvæga máli, býður upp að hagnaðarsjónarmið verktakans verði ráðandi við uppbyggingu Fannborgarreitsins á kostnað hagsmuna heildarinnar og Kópavogsbúa allra.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Ása Richardsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Margrét Júlía Rafnsdóttir"

Hlé var gert á fundi kl. 17:50. Fundi var fram haldið kl. 17:52.

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar lagði fram eftirfarandi bókun:
"Minnihlutinn virðist ekki átta sig á því að það er komið á bindandi kauptilboð á milli aðila. Ef Kópavogsbær efnir ekki inntak þess kann bærinn að hafa skapað sér skaðabótaskyldu. Það væri ekki gott veganesti fyrir nýja bæjarstjórn.
Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Hreiðar Oddsson"

Hlé var gert á fundi kl. 18:00. Fundi var fram haldið kl. 18:16.

Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknarflokks og VG lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Við mótmælum harðlega þeirri túlkun bæjarstjóra að tillaga Samfylkingar, VG og Framsóknar um frestun málsins til næsta fundar geti valdið Kópavogsbæ skaðabótaskyldu.
Það er ámælisvert og ekki í samræmi við góða stjórnsýslu að gögn málsins skuli ekki hafa verið lögð fyrir bæjarráð áður en þau komu til bæjarstjórnar.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Ása Richardsdóttir, Birkir Jón Jónsson, Margrét Júlía Rafnsdóttir"

Hlé var gert á fundi kl. 18:18. Fundi var fram haldið kl. 18:20.

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ákvörðun um sölu fasteigna er á höndum bæjarstjórnar lögum samkvæmt.
Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir og Hreiðar Oddsson"

Tillaga fulltrúa Framsóknarflokks, Samfylkingar og VG um frestun var felld með atkvæðum Ármanns Kr. Ólafssonar, Margrétar Friðriksdóttur, Karenar Halldórsdóttur, Hjördísar Ýr Johnson, Guðmundar Geirdal, Theódóru Þorsteinsdóttur og Hreiðars Oddssonar en atkvæði með frestun greiddu Pétur Hrafn Sigurðsson, Ása Richardsdóttir, Birkir Jón Jónsson og Margrét Júlía Rafnsdóttir.

Forseti bar undir fundinn kaupsamning um Fannborg 2, 4 og 6 og var hann samþykktur með atkvæðum Ármanns Kr. Ólafssonar, Margrétar Friðriksdóttur, Karenar Halldórsdóttur, Hjördísar Ýr Johnson, Guðmundar Geirdal, Theódóru Þorsteinsdóttur og Hreiðars Oddssonar gegn atkvæðum Péturs Hrafns Sigurðssonar, Ásu Richardsdóttur, Birkis Jóns Jónssonar og Margrétar Júlíu Rafnsdóttur.

Þá bar forseti undir fundinn húsaleigusamning um Fannborg 6 og var hann samþykktur með atkvæðum Ármanns Kr. Ólafssonar, Margrétar Friðriksdóttur, Karenar Halldórsdóttur, Hjördísar Ýr Johnson, Guðmundar Geirdal, Theódóru Þorsteinsdóttur og Hreiðars Oddssonar gegn atkvæði Birkis Jóns Jónssonar. Pétur Hrafn Sigurðsson, Ása Richardsdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir greiddu ekki atkvæði.

Forseti bar undir fundinn samkomulag varðandi uppbyggingu í Fannborg 2 - 6 og var það samþykkt með atkvæðum Ármanns Kr. Ólafssonar, Margrétar Friðriksdóttur, Karenar Halldórsdóttur, Hjördísar Ýr Johnson, Guðmundar Geirdal, Theódóru Þorsteinsdóttur og Hreiðars Oddssonar gegn atkvæðum Péturs Hrafns Sigurðssonar, Ásu Richardsdóttur, Birkis Jóns Jónssonar og Margrétar Júlíu Rafnsdóttur.

Önnur mál fundargerðir

12.1804025F - Lista- og menningarráð - 90. fundur frá 03.05.2018

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.1804021F - Íþróttaráð - 82. fundur frá 24.04.2018

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.
  • 13.1 1609996 Samstarfsvettvangur íþróttafélaga í Kópavogi
    Lögð fram til kynningar lokadrög að samningi milli Kópavogsbæjar og Samstarfsvettvangs íþróttafélaga í Kópavogi ásamt fylgiskjölum, sem samþykkt voru á fundi starfsstjórnar SÍK 23. apríl sl. Niðurstaða Íþróttaráð - 82 Íþróttaráð fagnar því að nú liggi fyrir sameiginleg samningsdrög milli Kópavogsbæjar og SÍK. Með von um aukna samvinnu innan íþróttahreyfingarinnar í Kópavogi. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum samning við SÍK.

Önnur mál fundargerðir

14.1805001F - Hafnarstjórn - 108. fundur frá 07.05.2018

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.1805011F - Forsætisnefnd - 116. fundur frá 18.05.2018

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.
  • 15.2 1310464 Ungmennaráð Kópavogs
    Lögð fram tillaga að breytingu á erindisbréfi Ungmennaráðs Kópavogs. Bæjarráð vísaði erindinu til forsætisnefndar á fundi sínum 22. febrúar. Forsætisnefnd fól bæjarritara á fundi sínum þann 21. mars að gera tillögu að breytingu á gr. 2 og 4 í erindisbréfi er varðar fasta skipan á tengslum ungmennaráðs við bæjarstjórn. Niðurstaða Forsætisnefnd - 116 Forsætisnefnd samþykkir með tveimur atkvæðum tillögur að breytingum á erindisbréfi ungmennaráðs og vísar til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 akvæðum tillögu að breytingu á erindisbréfi Ungmennaráðs.

Önnur mál fundargerðir

16.1805003F - Forsætisnefnd - 115. fundur frá 03.05.2018

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.1805005F - Barnaverndarnefnd - 80. fundur frá 11.05.2018

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.1804022F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 240. fundur frá 26.04.2018

Fundargerð í 13 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.
Hlé var gert á fundi kl. 18:50. Fundi var fram haldið kl. 19:40.

Önnur mál fundargerðir

19.1805004F - Bæjarráð - 2914. fundur frá 17.05.2018

Fundargerð í 32 liðum.
Lagt fram.
  • 19.11 1801320 Sveitarstjórnarkosningar 2018
    Lagður fram listi með undirkjörstjórnum vegna sveitarstjórnarkosninganna 26. maí nk. Niðurstaða Bæjarráð - 2914 Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagðan lista með undirkjörstjórnum vegna sveitarstjórnarkosninganna 26. maí nk. með 11 atkvæðum.
    Jafnframt veitir bæjarstjórn bæjarráði heimild, með 11 atkvæðum, til að fara með umboð sitt varðandi mál er upp kunna að koma vegna sveitarstjórnarkosninganna þann 26. maí nk.

Dagskrármál

20.1804413 - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna

Tillaga um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna: Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að Kópavogsbær innleiði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Gerður verði samningur við Unicef á Íslandi um samstarf við innleiðinguna.
Ármann Kr. Ólafsson
Ása Richardsdóttir
Birkir Jón Jónsson
Guðmundur Geirdal
Hjördís Ýr Johnson
Hreiðar Oddsson
Karen Elísabet Halldórsdóttir
Margrét Friðriksdóttir
Margrét Júlía Rafnsdóttir
Pétur Hrafn Sigurðsson
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir með 11 atkvæðum að Kópavogsbær innleiði Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og að gerður verði samningur við Unicef á Íslandi um samstarf við innleiðinguna.

Fundi slitið - kl. 20:45.