Bæjarstjórn

1174. fundur 10. apríl 2018 kl. 16:00 - 19:05 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Ragnhildur Reynisdóttir varafulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

Dagskrármál

1.1804117 - Staða leikskólamála.

Frá Pétri Hrafni Sigurðssyni, þar sem óskað er eftir að staða leikskólamála verði rædd.
Bæjarfulltrúar Samfylkingar lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar telja mikilvægt að vinna að bættu starfsumhverfi starfsfólks í leikskólum Kópavogs og skoða möguleika á að lækka starfshlutfall þess án þess að lækka laun þeirra. Því er beint til bæjarstjórnar að setja á stofn starfshóp sem fái það hlutverk að skoða starfsaðstæður starfsfólks á leikskólum í Kópavogi m.a. með því að lækka starfshlutfall þess, án þess að það hafi áhrif á launakjör þess.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Ása Richardsdóttir"

Birkir Jón Jónsson og Margrét Júlía Rafnsdóttir taka undir bókun bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar.

Hlé var gert á fundi kl. 17.45. Fundi var fram haldið kl. 18.00.

Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Á yfirstandandi kjörtímabili hefur verið ráðist í fjölmargar aðgerðir í leikskólamálum í Kópavogi. Meðal þeirra má nefna að ófaglærðir starfsmenn leikskólum hafa fengið sérstakar álagsgreiðslur og veruleg aukning á undirbúningstímum í leikskólum átta sér stað.
Mikil áhersla hefur verið á að bæta enn frekar aðstöðu og aðbúnað starfsmanna og barna á leikskólum. Húsgögn, tölvubúnaður og vinnuaðstaða verður endurnýjuð eftir þörfum. Í þessum framkvæmdum var sérstök áhersla lögð á að bæta hljóðvist og unnið eftir metnaðarfullri framkvæmdaáætlun í endurbótum skólalóða. Unnið að heilsueflingu og vellíðan barna og starfsmanna í anda lýðheilsustefnu Kópavogsbæjar. Þá er unnið markvisst að því að fjölga fagmenntuðum leikskólakennurum hjá Kópavogsbæ og fékk bærinn viðurkenninguna Orðsporið fyrir það frumkvæði árið 2015.
Áfram verður markvisst unnið að efla enn frekar starfsumhverfi leikskóla í Kópavogi.
Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Theódóra Þorsteinsdóttir, Ragnhildur Reynisdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal"
Hlé var gert á fundi kl. 18.53. Fundi var fram haldið kl. 18.55.

Önnur mál fundargerðir

2.1803021F - Bæjarráð - 2909. fundur frá 05.04.2018

Fundargeð í 21 lið.
Lagt fram.
  • 2.2 1708169 Skólagerði, Kársnesskóli, nýbygging. Stýrihópur. Erindisbréf o.fl.
    Frá deildarstjóra grunnskóladeildar, dags. 3. apríl, lagt fram erindi er varðar byggingu nýs Kársnesskóla.
    Jafnframt eru lög fram þrjú fylgiskjöl : "Forsögn: Kársnesskóli - nýtt skólahúsnæði við Skólagerði", "Nýbygging - útboð á hönnun" og "Niðurrif á húsnæði Kársnesskóla við Skólagerði".
    Niðurstaða Bæjarráð - 2909 Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að veita heimild til að bjóða út hönnun á nýju skólahúsnæði við Skólagerði og heimild til útboðs á niðurrifi á húsnæði Kársnesskóla.
  • 2.3 18031085 Arnarsmári 36/Nónhæð - samkomulag um uppbyggingu á svæðinu
    Frá lögfræðideild, lögð fram drög að samkomulagi um lóðina Arnarsmára 36 vegna uppbyggingu á Nónhæð. Bæjarráð frestaði afgreiðslu erindisins á fundi sínum 22. mars sl. Niðurstaða Bæjarráð - 2909 Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir samkomulag um lóðina Arnarsmára 36 vegna uppbyggingar á Nónhæð með níu samhljóða atkvæðum. Pétur Hrafn Sigurðsson og Ása Richardsdóttir greiddu ekki atkvæði.

Önnur mál fundargerðir

3.1803011F - Barnaverndarnefnd - 78. fundur frá 22.03.2018

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

4.1804002F - Forsætisnefnd - 113. fundur frá 04.04.2018

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.1803017F - Íþróttaráð - 81. fundur frá 22.03.2018

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.1803014F - Leikskólanefnd - 92. fundur frá 22.03.2018

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.1801025F - Lista- og menningarráð - 87. fundur frá 22.03.2018

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.1803010F - Menntaráð - 24. fundur frá 20.03.2018

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.1803019F - Velferðarráð - 26. fundur frá 26.03.2018

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.18031314 - Fundargerð 232. fundar Heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis frá 26.03.2018

Fundargerð í 75 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.18031216 - Fundargerð 170. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 26.02.2018

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.18031217 - Fundargerð 171. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. frá 21.03.2018

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

13.18031218 - Fundargerð 284. fundar stjórnar Strætó bs. frá 16.03.2018

Fundargerð í 6 liðum.
Jafnframt er lagt fram eitt fylgiskjal : Mælaborð Strætó janúar til febrúar 2018.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:05.