Bæjarstjórn

1168. fundur 09. janúar 2018 kl. 16:00 - 18:40 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Bergljót Kristinsdóttir varafulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Hreiðar Oddsson varafulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Áður en gengið var til dagskrár bar forseti undir fundinn tillögu um að Birkir Jón Jónsson gegndi embætti varaforseta fundinum í forföllum 1. og 2. varaforseta. Var það samþykkt með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

1.1712001F - Menntaráð - 19. fundur frá 05.12.2017

Fundargerð í 11 liðum.
Lagt fram.
Birkir Jón Jónsson vék af fundi undir þessum lið.

Önnur mál

2.1701009 - Sandskeiðslína 1. Umsókn um framkvæmdarleyfi.

Lögð fram að nýju umsókn Landsnets hf., dags. 29. desember 2016, um framkvæmdaleyfi Kópavogsbæjar fyrir Lyklafellslínu 1 (Sandskeiðslínu 1), 220/400 kV háspennulínu í upplandi Kópavogs. Málinu var frestað á fundi bæjarstjórnar 10. október 2017 og óskað eftir minnisblaði bæjarritara. Lögð fram greinargerð Lyklafellslína 1 í Kópavogi, dags. 27. september 2017, tillaga að framkvæmdaleyfi og minnisblað lögfræðideildar f.h. bæjarritara, dags. 9. janúar 2017.
Pétur Hrafn Sigurðsson lagði fram eftirfarandi tillögu ásamt bókun f.h. bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar:
"Undirrituð leggja til að veitingu framkvæmdaleyfis fyrir Lyklafellslínu verði frestað og að Kópavogur óski eftir mati frá Skipulagsstofnun á skýrslu Landsnets 2017 - 2019.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Bergljót Kristinsdóttir"

Bókun:
"Skýrsla Landsnets 2017-2019 er grundvöllur lögfræðiálits Kópavogs um að dómur Hæstaréttar eigi ekki við veitingu framkvæmdaleyfis til Landsnets vegna Lyklafellslínu. Það er því mikilvægt að sú skýrsla sé rýnd af þar til bærum aðila sem er Skipulagsstofnun. Slíkt mat ætti ekki að taka langan tíma og ekki verða til þess að tefja málið úr hófi.
Undirrituð telja þetta í anda góðrar stjórnsýslu og mikilvægt að hafa vaðið fyrir neðan sig þegar ákvörðun er tekin.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Bergljót Kristinsdóttir"

Hlé var gert á fundi kl. 18.20. Fundi var fram haldið kl. 18.28.


Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
Við meðferð málsins hefur verið aflað viðbótargagna á grundvelli rannsóknarskyldu Kópavogsbæjar sem leyfisveitanda og af þeim gögnum verður ályktað að jarðstrengur er ekki möguleiki sem framkvæmdarkostur vegna lagningar Lyklafellslínu 1 í Kópavogi þar sem ávallt er farið yfir vatnsverndarsvæði. Forsendur fyrir því að leyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 var fellt úr gildi eiga því ekki við um Lyklafellslínu 1. Þá er ljóst að mat Skipulagsstofnunar á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar liggur sannanlega fyrir en ekki er skylt að afla álits Skipulagsstofnunar á öðrum gögnum sem lögð hafa verið fram. Þá liggur fyrir ítarlegt og vel rökstutt lögfræðiálit sem kemst að þeirri niðurstöðu að þau sjónarmið sem byggt var á í dómi hæstaréttar nr. 575/2016 eigi ekki við hjá Kópavogsbæ enda liggur umrædd lína um land í eigu Kópavogbæjar. Telja verður að skilyrði séu til að veita umsótt framkvæmdaleyfi.
Margrét Friðriksdóttir, Ármann Kr. Ólafsson, Theódóra Þorsteinsdóttir, Hreiðar Oddsson, Karen Halldórsdóttir, Jón Finnbogason og Guðmundur Geirdal"

Bæjarstjórn hafnaði tillögu fulltrúa Samfylkingar um frestun á afgreiðslu málsins með sjö atkvæðum þeirra Margrétar Friðriksdóttur, Ármanns Kr. Ólafssonar, Theódóru Þorsteinsdóttur, Hreiðars Oddssonar, Karenar Halldórsdóttur, Jóns Finnbogasonar og Guðmundar Geirdal. Atkvæði með tillögunni greiddu þau Pétur Hrafn Sigurðsson, Bergljót Kristinsdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir.

Bæjarstjórn staðfesti afgreiðslu skipulagsráðs frá 2. október sl. með sjö atkvæðum þeirra Margrétar Friðriksdóttur, Ármanns Kr. Ólafssonar, Theódóru Þorsteinsdóttur, Hreiðars Oddssonar, Karenar Halldórsdóttur, Jóns Finnbogasonar og Guðmundar Geirdal. Þrír bæjarfulltrúar greiddu atkvæði gegn afgreiðslu skipulagsráðs, þau Pétur Hrafn Sigurðsson, Bergljót Kristinsdóttir og Margrét Júlía Rafnsdóttir.

Önnur mál fundargerðir

3.1712914 - Fundargerð 80. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 8.12.2017

Fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

4.1712612 - Fundargerð 79. fundar svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 24.11.2017

Fundargerð í 13 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

5.1712940 - Fundargerð 277. fundar stjórnar Strætó bs. frá 06.12.2017

Fundargerð í 5 liðum.
Jafnframt er lögð fram fréttatilkynning varðandi gjaldskrá Strætó.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

6.1712959 - Fundargerð 382. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 15.12.2017

Fundargerð í 7 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

7.1712982 - Fundargerð 451. fundar stjórnar SSH frá 4.12.2017

Fundargerð í 4 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

8.1712310 - Fundargerð 41. aðalfundar SSH 2017 frá 03.11.2017

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

9.1712895 - Fundargerð 364. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 07.12.2017

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

10.1712894 - Fundargerð 363. fundar Samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 16.11.2017

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

11.1712009F - Umhverfis- og samgöngunefnd - 94. fundur frá 19.12.2017

Fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

12.1712012F - Skipulagsráð - 20. fundur frá 18.12.2017

Fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.
  • 12.5 1711333 201 Smári. Sunnusmári 1-7. Reitur A08 og 09. Breytt deiliskipulag
    Lögð fram tillaga Tendra - arkitekta fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar Sunnusmára 1-17 reitir A08 og 09. Í tillögunni felst að reitir A08 og 09 eru sameinaðir og tilfærsla á byggingarreit ofanjarðar til að stækka garðsvæði (inngarð) innan reitsins. Í tillögunni felst jafnframt að fjölga íbúðum úr 133 í 165 og breyta fyrirkomulagi bílastæða. Innkeyrsla að lóðinni er færð frá Hæðarsmára í Sunnusmára sem fækkar innkeyrslum inn í reitinn. Einnig felst í tillögunni að hækka eina byggingu um 2 hæðir þannig að hún verði 9 hæðir í stað 7 hæða, auka byggingarmagn um 1.000 m2, (fer úr 15.428 m2 í 16.428 m2 án kjallara) og fjölga bílastæðum í kjallara. Bílastæðakrafan 1,2 stæði á íbúð er óbreytt miðað við gildandi deiliskipulag. Í tillögunni kemur fram staðsetning djúpgáma. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 13. desember 2017.
    Þórarinn Malmquist arkitekt og Ingvi Jónsson framkvæmdastjóri Klasa mæta á fundinn og gera grein fyrir málinu.
    Niðurstaða Skipulagsráð - 20 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 10 atkvæðum en Margrét Júlía Rafnsdóttir greiddi ekki atkvæði.
  • 12.7 17082386 Kaldalind 4. Breytt deiliskipulag.
    Lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Sigurðar Hafsteinssonar dags. 30. ágúst 2017 fyrir hönd lóðarhafa Köldulindar 4 þar sem óskað er eftir heimild til að reisa 27 m2 sólskála við íbúðarhúsið. Uppdrættir í mkv. 1:100 dags. 17. ágúst 2017. Kynningartíma lauk 15. desember 2017. Engar athugasemdir bárust. Niðurstaða Skipulagsráð - 20 Skipulagsráð samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.
  • 12.10 1712918 Akrakór 5. Breyting á deiliskipulagi.
    Lögð fram tillaga Krark fh. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar nr. 5 við Akrakór. Í tillögunni felst að í stað einbýlishúss verði byggt parhús á lóðinni, byggingarmagn er aukið úr 400 m2 í 544 m2, heimilaðar verði útbygging á efri hæð út fyrir byggingarreit 2,5 x 7,5 m á hvorri hlið, hámarkshæð verði 6,6 m miðað við aðkomuhæð í stað 6,3m og heimilaðar verði svalið á suðuhlið hússins 1,7 m út fyrir byggingarreit. Uppdrættir í mkv. 1:1000 og 1.500 ásamt greinargerð og skýringarmyndum dags. 13. desember 2017. Niðurstaða Skipulagsráð - 20 Skipulagsráð samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsráðs með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

13.1712015F - Bæjarráð - 2895. fundur frá 14.12.2017

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

14.1710020F - Lista- og menningarráð - 81. fundur frá 07.12.2017

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

15.1712013F - Leikskólanefnd - 89. fundur frá 14.12.2017

Fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

16.1712004F - Jafnréttis- og mannréttindaráð - 58. fundur frá 20.12.2017

Fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

17.1712003F - Íþróttaráð - 77. fundur frá 07.12.2017

Fundargerð í 71 lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

18.1712005F - Hafnarstjórn - 107. fundur frá 11.12.2017

Fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

19.1712008F - Barnaverndarnefnd - 74. fundur frá 08.12.2017

Fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

Önnur mál fundargerðir

20.1712011F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 232. fundur frá 07.12.2017

Fundargerð í 8 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

21.1711016F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 231. fundur frá 24.11.2017

Fundargerð í 8 liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

22.1712020F - Bæjarráð - 2897. fundur frá 04.01.2018

Fundargerð í 15 liðum.
Lagt fram.
  • 22.8 17121040 Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. til samþykktar
    Frá stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, dags. 15. desember, lögð fram beiðni um samþykki á gjaldskrá Slökkviliðsins.
    Jafnframt er lögð fram gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
    Niðurstaða Bæjarráð - 2897 Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá með 11 atkvæðum.

Önnur mál fundargerðir

23.1712018F - Bæjarráð - 2896. fundur frá 21.12.2017

Fundargerð í 16 liðum.
Lagt fram.
  • 23.7 17121005 Framlög Kópavogsbæjar vegna dvalar barna hjá dagforeldrum 2018
    Frá menntasviði, dags. 20. desember, gjaldskrá vegna framlaga til dagforeldra fyrir 2018.
    Lagt er til að hækkun gjaldskrár taki mið af áætlun um þróun launavísitölu þar sem framlög standa undir launakostnaði dagforeldra.
    Með gjaldskrá þessari er lagt til að framlög hækki um 6,5%, sbr. áætlaða hækkun launavísitölu.
    Niðurstaða Bæjarráð - 2896 Bæjarráð samþykkir tillögu að nýrri gjaldskrá með fimm atkvæðum og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Niðurstaða Bæjarstjórn samþykkir tillögu að nýrri gjaldskrá með 11 atkvæðum.

Fundi slitið - kl. 18:40.