Bæjarstjórn

1058. fundur 08. maí 2012 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir forseti
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varafulltrúi
  • Arna Schram starfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði: Arna Schram upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.1201283 - Stjórn Reykjanesfólkvangs 14/3

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

2.1204007 - Íþróttaráð 26/4

12. fundur

Til máls tók Hjálmar Hjálmarsson til að ræða lið 5.  Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

3.1204015 - Jafnréttis- og mannréttindanefnd 25/4

11. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

4.1204019 - Lista- og menningarráð 26/4

1. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

5.1205002 - Lista- og menningarráð 3/5

2. fundur

Til máls tók Karen Halldórsdóttir um fundargerðina. Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

6.1204009 - Skipulagsnefnd 26/4

1208. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

7.1201281 - Skólanefnd MK 2/5

19. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

8.1201282 - Stjórn Héraðsskjalasafns 26/4

78. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

9.1201283 - Stjórn Reykjanesfólkvangs 20/2

Til máls tók Margrét Björnsdóttir um fundargerðina. Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

10.1204017 - Forvarna- og frístundanefnd 26/4

9. fundur

Til máls tók Pétur Ólafsson og kvaðst þeirrar skoðunar að leggja ætti nefndina niður. Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu. 

11.1201284 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 27/4

796. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

12.1201286 - Stjórn Slökkviliðs hbsv. 27/4

111. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

13.1201288 - Stjórn Strætó bs. 27/4

169. fundur

Til máls tók Hjálmar Hjálmarsson um liði 1, 3 og 5 og Gunnar I. Birgisson til að svara fyrirspurnum Hjálmars Hjálmarssonar, Hjálmar Hjálmarsson til að bregðast við svarinu.

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

14.1204075 - Ársreikningur Kópavogsbæjar 2011

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir helstu niðurstöðum samantekins ársreiknings Kópavogsbæjar 2011, A - hluta fyrirtækja samstæðunnar, sem eru Eignasjóður Kópavogsbæjar, Byggingarsjóður MK og Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, sem eru undirritaðir af bæjarstjóra og löggiltum endurskoðendum bæjarins, svo og B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar: Fráveitu Kópavogsbæjar, Vatnsveitu Kópavogsbæjar og Húsnæðisnefndar Kópavogsbæjar, einnig undirritaðir af bæjarstjóra og löggiltum endurskoðendum bæjarins, ásamt ársreikningum B - hluta fyrirtækjanna Tónlistarhúss Kópavogs og Hafnarsjóðs Kópavogs, sem höfðu verið samþykktir í viðkomandi stjórn/nefnd og undirritaðir af löggiltum endurskoðendum bæjarins. Einnig var lagður fram samþykktur ársreikningur Vatna ehf., Fjarskiptafélagsins Rjúpnahæð ehf. og félagsins Músik og saga ehf. Þá var lögð fram skýrsla löggiltra endurskoðenda bæjarins. Lagði bæjarstjóri til að samantekinn ársreikningur Kópavogsbæjar 2011 ásamt fylgigögnum yrði samþykktur. Bæjarstjóri lagði fram til staðfestingar bæjarstjórnar ársreikning Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar, sem þegar hefur verið samþykktur í stjórn sjóðsins.

Til máls tók Gunnar I. Birgisson, Guðríður Arnardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, Hjálmar Hjálmarsson, Hafsteinn Karlsson, Gunnar I. Birgisson, Guðríður Arnardóttir til að bera af sér sakir, Hafsteinn Karlsson og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri.

Forseti bar undir fundinn til staðfestingar ársreikning Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Bæjarstjórn staðfestir ársreikninginn með ellefu atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Aðalsjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með tíu greiddum atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Eignasjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með tíu greiddum atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Byggingarsjóðs MK. Samþykktur með ellefu greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar -Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar. Samþykktur með tíu greiddum atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar, Húsnæðisnefnd Kópavogsbæjar.  Samþykktur með ellefu greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar,Tónlistarhúss Kópavogs. Samþykktur með ellefu greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning Vatna ehf.  Samþykktur með ellefu greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning Fjarskiptafélagsins Rjúpnahæð ehf. Samþykktur með ellefu greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning félagsins Músik og saga ehf. Samþykktur með tíu greiddum atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar, Hafnarsjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með tíu greiddum atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Fráveitu Kópavogsbæjar. Samþykktur með níu greiddum atkvæðum. Tveir sátu hjá.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B - hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Vatnsveitu Kópavogsbæjar. Samþykktur með tíu greiddum atkvæðum. Einn sat hjá.

Forseti bar undir atkvæði í heild sinni samantekinn Ársreikning Kópavogsbæjar, þ. e. Ársreikning Kópavogsbæjar, A - og B - hluta fyrirtækja hans ásamt framlögðum ársreikningum B - hluta fyrirtækja og öðrum fylgigögnum. Samþykktur með tíu greiddum atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

15.1006258 - Kosningar í stjórn lífeyrissjóðs 2010 - 2014

Kosning tveggja fulltrúa og jafnmargra til vara, frestað á fundi bæjarstjórnar 14/2 og 28/2.

Kosningu frestað.

16.1202292 - Kosningar í atvinnu- og þróunarráð 2012-2014

Kosning eins aðalmanns í atvinnu- og þróunarráð í stað Guðmundar Sveinssonar. Kosning varamanna í atvinnu- og þróunarráð, sem frestað var í bæjarráði 18/4.

Kosningu hlaut sem aðalmaður: Theódóra Þorsteinsdóttir.

Kosningu hlutu sem varamenn:

Af A-lista: Una María Óskarsdóttir, Héðinn Sveinbjörnsson og Lárus Axel Sigurjónsson.

Af B-lista: Þorsteinn Ingimarsson og Þorleifur Friðriksson.

17.1202293 - Kosningar í lista- og menningarráð 2012-2014

Kosning fimm varamanna í lista- og menningarráð, sem frestað var í bæjarráði 18/4.

Kosningu hlutu:

Af A-lista: Hreiðar Oddsson, Una María Óskarsdóttir og Margrét Björnsdóttir.

Af B-lista: Sigrún Skaftadóttir og Einar Ólafsson.

18.1204119 - Skuldsett heimili í Kópavogi

Mál sem Guðríður Arnardóttir óskaði eftir að yrði á dagskrá bæjarstjórnar 24/4, en því var frestað á þeim fundi.

Til máls tók Guðríður Arnardóttir,sem lagði til að umræðunni yrði frestað og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, sem tók undir að umræðu yrði frestað. Samþykkt.

19.1202235 - Austurkór 7-13. Breytt deiliskipulag.

Guðríður Arnardóttir lagði til að afgreiðslu yrði vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Var það samþykkt með tveimur samhljóða atkvæðum, sbr. lið 9 í fundargerð bæjarráðs 3/5.

Bæjarstjórn samþykkti breytt deiliskipulag með níu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá og einn bæjarfulltrúi var fjarverandi.

20.1203141 - Beiðni um lækkun á vatnsskatti og holræsagjaldi á kirkjur í Kópavogsbæ

Umsögn bæjarritara dags. 23/4 um erindi sóknarnefnda í Kópavogi, vísað til bæjarstjórnar til afgreiðslu, sbr. lið 19 í fundargerð bæjarráðs 26/4.

Margrét Björnsdóttir vék af fundi undir þessum lið.

Bæjarstjórn samþykkti tillöguna með níu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá og einn var fjarverandi.

21.1204299 - Gjaldskrá þjónusturekinna og einkaleikskóla vegna sérkennslu

Frá sviðsstjóra menntasviðs, tillaga að nýrri gjaldskrá vegna sérkennslu í leikskólum, mál sem bæjarráð vísaði til bæjarstjórnar, sbr. lið 23 í fundargerð bæjarráðs 26/4.

Hafsteinn Karlsson vék af fundi undir þessum lið.

Bæjarstjórn samþykkti tillöguna með sex atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá. Einn var fjarverandi.

22.810015 - Leikskóli við Aðalþing, útboð á rekstri.

Frá sviðsstjóra menntasviðs, tillaga að viðauka við þjónustusamning leikskólans Aðalþing, mál sem bæjarráði vísaði til bæjarstjórnar, sbr. lið 24 í fundargerð bæjarráðs 26/4.

Hafsteinn Karlsson var ekki á fundi undir þessum lið.

Bæjarstjórn samþykkti tillöguna með sjö atkvæðum. Þrír bæjarfulltrúar sátu hjá. Einn bæjarfulltrúi var fjarverandi.

23.1204295 - Leikskólinn Kór, samningur

Frá sviðsstjóra menntasviðs, tillaga að viðaukasamningi við þjónustusamning við leikskólann Kór, mál sem bæjarráð vísaði til afgreiðslu bæjarstjórnar, sbr. lið 25 í fundargerð bæjarráðs 26/4.

Hafsteinn Karlsson var ekki á fundi undir þessum lið.

Bæjarstjórn samþykkti tillöguna með sjö atkvæðum. Þrír bæjarfulltrúar sátu hjá. Einn var fjarverandi.

24.1205001 - Bæjarráð 3/5

2640. fundur

Til máls tók Ólafur Þór Gunnarsson um liði 25, 31, 32, 20 og 36, Hjálmar Hjálmarsson um liði 25, 35, 32, 17 og 16, Guðríður Arnardóttir, um liði 16, 20, 32 og 34, Gunnar Ingi Birgisson um lið 20, Hafsteinn Karlsson sem óskaði eftir að bera af sér sakir, Rannveig Ásgeirsdóttir um lið 20.

Hlé var gert á fundi kl. 18:29. Fundi framhaldið kl. 19:00.

Þá tók til máls Hjálmar Hjálmarsson um lið 20, Ólafur Þór Gunnarsson um lið 20, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um lið 20, Karen E. Halldórsdóttir um liði 20, 28 og 31, Rannveig Ásgeirsdóttir um liði 20 og 32, Guðríður Arnardóttir um liði 20 og 32 og óskaði eftir að bera af sér sakir, Gunnar I. Birgisson um lið 20, Guðríður Arnardóttir, sem óskaði eftir að bera af sér sakir, og því að hlé yrði gert á fundi, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um stjórn fundarins, Guðríður Arnardóttir um stjórn fundarins, Hjálmar Hjálmarsson sem óskaði eftir fundarhléi, Ólafur Þór Gunnarsson um stjórn fundarins, Ómar Stefánsson um stjórn fundarins, Pétur Ólafsson um stjórn fundarins, Rannveig Ásgeirsdóttir um stjórn fundarins, Hafsteinn Karlsson um stjórn fundarins, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um stjórn fundarins, Hjálmar Hjálmarsson um stjórn fundarins, Hafsteinn Karlsson um stjórn fundarins, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, sem óskaði eftir að bera af sér sakir.

Hlé var gert á fundi kl. 19:53. Fundi framhaldið kl. 20:10.

Til máls tók Guðríður Arnardóttir til að bera af sér sakir, Gunnar I. Birgisson til að bera af sér sakir, Guðríður Arnardóttir til að bera af sér sakir, Hafsteinn Karlsson til að ræða orðræðuna í bæjarstjórn, Margrét Björnsdóttir, forseti bæjarstjórnar, til að biðja bæjarfulltrúa um að vanda orðaval sitt.

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

25.1104301 - Reglur um dagþjónustu við fatlað fólk

Frá deildarstjóra í þjónustudeild fatlaðra, breytingar á reglum um dagþjónustu, samþykktar á fundi félagsmálaráðs 26/4, sbr. lið 8 í fundargerð.
Bæjarráð vísaði afgreiðslu til bæjarstjórnar, sbr. lið 2 í fundargerð bæjarráðs 3/5.

Bæjarstjórn samþykkti breytingar á reglum um dagsþjónustu með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi var fjarverandi.

26.1006175 - Víghólastígur 24, umsókn um byggingarleyfi.

Guðríður Arnardóttir lagði til að afgreiðslu yrði vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Var það samþykkt með tveimur samhljóða atkvæðum, sbr. lið 7 í fundargerð bæjarráðs 3/5.

Forseti óskaði eftir heimild fundarins til að veita Birgi Sigurðssyni skipulagsstjóra orðið og var það samþykkt einróma. Birgir Sigurðsson tók til máls og fór yfir þau sex mál sem þurfa staðfestingu bæjarstjórnar, þessi liður og næstu fimm liðir í fundargerð bæjarstjórnar. Til máls tók Ólafur Þór Gunnarsson um lið 15 (1011193) hér að neðan, Hjálmar Hjálmarsson um sama lið, Margrét Björnsdóttir um sama lið, Hjálmar Hjálmarsson um sama lið, Margrét Björnsdóttir til að svara spurningu Hjálmars, Ólafur Þór Gunnarsson um lið 15 hér að neðan, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um lið 15, Guðríður Arnardóttir um lið 15 og lagði fram svohljóðandi bókun:

"Nú hefur verið skipaður starfshópur sem hefur það hlutverk að fjalla um skipulag, umhverfi og nýtingu Kópavogstúns og bygginga á svæðinu.  Tillögur frá hópnum liggja ekki fyrir og er því ótímabært að reka í gegn breytingar á skipulagi á svæðinu.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Pétur Ólafsson og Ólafur Þór Gunnarsson."

Þá tók Ómar Stefánsson til máls um lið 15, og óskaði eftir nafnakalli um þann lið. Þá tók til máls Guðríður Arnardóttir til að bregðast við ræðu Ómars, Ómar Stefánsson til að bera af sér sakir, Pétur Ólafsson til að tala um tillöguna um nafnakall, Ómar Stefánsson til að ræða um tillöguna um nafnakall og draga hana til baka, Pétur Ólafsson til að bera af sér sakir, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, til að ræða lið 15.

Til atkvæða var borin umsókn um byggingarleyfi að Víghólastíg 24 (1006175). Bæjarstjórn staðfesti það með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi var fjarverandi.

  

27.1201090 - Þorrasalir 37, breytt deiliskipulag.

Guðríður Arnardóttir lagði til að afgreiðslu yrði vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Var það samþykkt með tveimur samhljóða atkvæðum, sbr. lið 8 í fundargerð bæjarráðs 3/5.

Bæjarstjórn staðfesti breytt deiliskipulag með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi var fjarverandi.

28.1204018 - Bæjarráð 26/4

2639. fundur

Til máls tók Guðríður Arnardóttir um liði 30, 35, 37 og 38, og lagði fram eftirfarandi tillögu undir lið 35:

"Undirrituð leggur til að hafinn verði undirbúningur að stofnun ungmennaráðs í Kópavogi nú þegar og skuli drög að erindisbréfi lögð fyrir fund bæjarráðs eigi síðar en 20. maí.

Guðríður Arnardóttir"  

Bæjarstjóri, Ármann Kr. Ólafsson, lagði til að tillögunni yrði vísað til bæjarráðs.

Bæjarstjórn samþykkti að vísa tillögu Guðríðar Arnardóttur til bæjarráðs. Fjórir bæjarfulltrúar voru á móti. Einn sat hjá.

Þá tók til máls Hjálmar Hjálmarsson um liði 7, 8, 9, 10, 11, 12, 13, 18, 33 og 35, Gunnar Ingi Birgisson um liði 30, 33, 37 og 38, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um liði 19, 35, 37 og 38, Guðríður Arnardóttir um liði 38 og 37, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um lið 37, Guðríður Arnardóttir til að bera af sér sakir og Hjálmar Hjálmarsson um lið 38.

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

29.1204081 - Kópavogsbrún 1, breytt deiliskipulag

Guðríður Arnardóttir lagði til að afgreiðslu yrði vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Var það samþykkt með tveimur samhljóða atkvæðum, sbr. lið 10 í fundargerð bæjarráðs 3/5.

Bæjarstjórn samþykkti breytt deiliskipulag með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi var fjarverandi.

30.801003 - Skotfélag Kópavogs, ósk um æfingasvæði

Guðríður Arnardóttir lagði til að afgreiðslu yrði vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Var það samþykkt með tveimur samhljóða atkvæðum, sbr. lið 11 í fundargerð bæjarráðs 3/5.

Bæjarstjórn staðfesti synjun skipulagsnefndar með ellefu atkvæðum.

31.1011193 - Kópavogstún - Kópavogsgerði. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar, sbr. lið 12 í fundargerð bæjarráðs 3/5.

Ólafur Þór Gunnarsson óskaði eftir því að þessari tillögu yrði frestað. Sú tillaga var borin upp til atkvæða. Fimm bæjarfulltrúar sögðu já, sex bæjarfulltrúar sögðu nei. Tillagan var felld.

Bæjarstjórn samþykkti að auglýsa breytingu á skipulagi með sex atkvæðum. Fimm bæjarfulltrúar voru á móti.

32.1203351 - Stærðfræðikeppnin BEST fyrir 9. bekki grunnskóla

Mál sem lagt var fyrir bæjarráð og vísað til umsagnar skólanefndar þann 29. mars sl. Meirihluti bæjarráðs lagði til að styrkur að upphæð kr. 300.000 verði veittur til verkefnisins, en tillögunni var vísað til bæjarstjórnar, sbr. lið 20 í fundargerð bæjarráðs 3/5.

Hafsteinn Karlsson vék af fundi. Hjálmar Hjálmarsson vék af fundi. Bæjarstjórn samþykkti tillöguna með átta atkvæðum bæjarfulltrúa. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

33.1204016 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 24/4

42. fundur

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa án umræðu.

34.1204020 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2/5

43. fundur

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa án umræðu.

35.1204010 - Félagsmálaráð 26/4

1328. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

Fundi slitið - kl. 18:00.