- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
Fundi slitið - kl. 20:35.
"Bæjarstjórn Kópavogs leggst gegn samþykkt frumvarps um breytingar á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Engin knýjandi þörf er á að bæta aðgengi að áfengi, og umsagnir heilbrigðisyfirvalda eru allar á eina leið. Frumvarpið samræmist ekki lýðheilsumarkmiðum.
Allar rannsóknir sýna að aukið aðgengi að áfengi leiðir til aukinnar neyslu. Árangur Íslendinga í að draga úr áfengisneyslu barna og ungmenna er einstakur, á heimsvísu. Bæjarstjórn Kópavogs leggur áherslu á velferð og heilsu barna og ungmenna í sinni stefnumörkun og hvetur Alþingi Íslendinga til að hafna frumvarpinu."
Breytingar við tillöguna samþykktar með sjö atkvæðum gegn tveim atkvæðum Karenar E. Halldórsdóttur og Guðmundar Gísla Geirdal. Hjördís Ýr Johnson og Hreiðar Oddsson sátu hjá.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna í heild sinni með sjö atkvæðum gegn fjórum atkvæðum Karenar E. Halldórsdóttur, Hjördísar Ýr Johnson, Guðmundar G. Geirdal og Hreiðars Oddsonar.
Bókun Karenar E. Halldórsdóttur:
"Frumvarp um að leyfa áfengi í búðir sem nú liggur fyrir felur í sér ætlun um að borða fíl í einum bita. Það lýsir sér í 100% frelsi til þess að selja áfengi í búðum og lokun Vínbúða. Það var fyrirsjáanlegt að enginn málefnaleg umræða um einokun ríkisins á sölu á áfengi yrði þegar slíkt myndi vera lagt fram. Betur hefði farið að leggja til örlitla losun á einokunarhöftum með því að ræða sérleyfisverslanir í bland við vínbúðir eða jafnvel algert frelsi í að selja áfengi undir 5% vínanda í matvörubúðum.
Það er mitt mat að þegar heilu bæjarfélögin leggjast gegn frumvarpinu í nafni lýðheilsu eða heilsu þá ættu þau að ganga alla leið og banna vínbúðir sem þegar eru innan síns bæjarfélags sem og þau ættu að krefjast styttri opnunartíma Vínbúða. Annað er að mínu mati tvískinnungur og því getur undirrituð ekki tekið undir þá tillögu sem liggur hér til atkvæðagreiðslu."
Bókun Hjördísar Ýr Johnson:
"Ég tek undir bókun Karenar E. Halldórsdóttur."