Frá skipulagsstjóra, dags. 22. nóvember, lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að skipulagslýsingu fyrir breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024. Lýsingin er lögð fram með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og fjallar um breytingu á landnotkun og talnagrunni í Nónhæð, sem skv. núgildandi aðalskipulagi er áætlað fyrir samfélagsþjónustu og opin svæði en breytist skv. ofangreindri lýsingu í íbúðarbyggð og opin svæði. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða lýsingu og að hún verði kynnt í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar. Bæjarstjórn frestaði afgreiðslu málsins á síðasta fundi þann 13. desember sl.