Bæjarstjórn

1031. fundur 08. febrúar 2011 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundargerð ritaði: Þórður Clausen Þórðarson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1101848 - Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis 31/1

158. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

2.1102264 - Kosningar í stjórn Slökkviliðs hbsv. 2010 - 2014

Kosning varamanns í Stjórn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Guðríður Arnardóttir var kjörin varamaður í stað Páls Magnússonar í Stjórn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

3.1102213 - Þriggja ára fjárhagsáætlun 2012-2014

Páll Magnússon, starfandi bæjarstjóri, lagði fram fram þriggja ára fjárhagsáætlun 2012 - 2014. Lagt er til að þriggja ára áætlun verði vísað til seinni umræðu í bæjarstjórn.

Ómar Stefánsson kvaddi sér hljóðs og ræddi áætlunina. Þá tók Ármann Kr. Ólafsson til máls og ræddi áætlunina. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs.   Samþykkt að vísa þriggja ára áætlun til seinni umræðu með 11 samhljóða atkvæðum.

4.1101996 - Stjórn Sorpu bs. 24/1

282. fundur

Ómar Stefánsson kvaddi sér hljóðs og spurðist fyrir um lið 5. Hafsteinn Karlsson tók þá til máls og svaraði fyrirspurn Ómars Stefánssonar.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs og fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

5.1101867 - Stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins 21/1

97. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

6.1101862 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 28/1

783. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

7.1002171 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga 10/12

782. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

8.1101857 - Skólanefnd MK 25/1

11. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

9.1101022 - Skólanefnd 31/1

24. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

10.1101020 - Bæjarráð 27/1

2580. fundur

Ómar Stefánsson kvaddi sér hljóðs og ræddi önnur mál, lið 20 nýtt skipurit.   Þá tók Guðríður Arnardóttir til máls og ræddi sama lið og svaraði fyrirspurnum Ómars Stefánssonar.  Þá tók Ómars Stefánsson aftur til máls.  Næstur tók Ármann Kr. Ólafsson til máls og ræddi sama lið.  Þá tók Gunnar Ingi Birgisson til máls og ræddi sama lið, síðan lið 22, fyrirspurn um útboð.  Forseti svaraði fyrirspurn Gunnars Inga Birgissonar.  Þá tók Hafsteinn Karlsson til máls og ræddi lið 20.  Þá tók Ármann Kr. Ólafsson aftur til máls og ræddi sama lið og síðan Hjálmar Hjálmarsson sem ræddi lið 13, upplýsingar um atvinnu lausa og síðan lið 20.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs og fundargerðin afgreidd án frekari umræðu. 

11.1101019 - Framkvæmdaráð 26/1

6. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

12.1101018 - Forvarnanefnd 28/1

29. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

13.1101026 - Sérnefnd vegna tilflutnings málefna fatlaðra 31/1

14. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

14.1101017 - Sérnefnd vegna tilflutnings málefna fatlaðra 24/1

13. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

15.1101025 - Félagsmálaráð 1/2

1301. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

16.1101023 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 1/2

2. fundur

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa.

17.1102001 - Bæjarráð 3/2

2581. fundur

Ármann Kr. Ólafsson tók til máls og ræddi fyrst lið 13, síðan lið 15, svar við fyrirspurn um útboð, og óskar eftir því að þessum lið verði vísað aftur til bæjarráðs.  Næst ræddi Ármann lið 19 og síðan lið 40.   Forseti lýsti því yfir að liður 15 fæli ekki í sér afgreiðslu og því ekki unnt að vísan honum aftur til bæjarráðs en hægt að taka málið þar upp aftur.  Þá tók Hildur Dungal til máls og ræddi lið 5.  Þá spurðist Hildur fyrir um um það hvers vegna engir fundir hefðu verið haldnir í íþrótta- og tómstundaráði.  Þá tók Pétur Ólafsson til máls og ræddi lið 19. Þá tók Rannveig Ásgeirsdóttir til máls og ræddi yfirfærslu málefna fatlaðra.  Þá tók Guðríður Arnardóttir til máls og ræddi fyrst lið 13, síðan lið 15, þá lið 19 og síðan málefni fatlaðra.  Þá tók Ómar Stefánsson til máls og ræddi fyrst lið 2 og síðan yfirfærslu málefna fatlaðra.  Þá ræddi Ómar lið 43.  Þá tók starfandi bæjarstjóri, Páll Magnússon, til máls og svaraði fyrirspurn Hildar Dungal. Ræddi síðan skipulagsbreytingar sbr. lið 19 og svaraði Ármanni Kr. Ólafssyni. Næst tók Gunnar Ingi Birgisson til máls og ræddi lið 19.  og skipulagsbreytingar, þá lið 40 og yfirfærslu málefna fatlaðra. Þá tók Hildur Dungal til máls og svaraði fyrirspurn Ómars Stefánssonar varðandi fundargerð félagsmálaráðs lið 2 í fundargerð.  Þá tók Margrét Björnsdóttir til máls og ræddi lið 6.  Síðan tók Guðný Dóra Gestsdóttir til máls og ræddi lið 19 skipulagsbreytingarnar.   Þá tók Hjálmar Hjálmarsson til máls og ræddi skipulagsbreytingarnar sbr. lið 19, styrkveitingar og mælingar á þjónustu bæjarins.   Þá tók Ómar Stefánsson til máls varðandi lið 19 og svaraði Guðnýju Dóru Gestsdóttur.  Þá tók Guðríður Arnardóttir til máls og svaraði Ómari Stefánssyni. Þá tók Ármann Kr. Ólafsson til máls og svaraði ræðu Guðríðar Arnardóttur og ræddi síðan lið 15 og lið 19 og síðan yfirfærslu málefna fatlaðra.  Ármann Kr. Ólafsson kvaddi sér hljóðs varðandi stjórn fundarins. Þá tók Pétur Ólafsson til máls og bar af sér sakir.  Þá tók Hjálmar Hjálmarsson til máls og ræddi lið 19.  Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs og fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

Fundi slitið - kl. 18:00.