Bæjarstjórn

1145. fundur 28. október 2016 kl. 16:00 - 16:15 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir varafulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Ragnhildur Reynisdóttir varafulltrúi
Starfsmenn
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Til fundarins er boðað sem aukafundar með vísan til 2. mgr. 28. gr. bæjarmálasamþykktar fyrir Kópavogsbæ.

1.1609076 - Alþingiskosningar 2016

Frá kjörstjórn, dags. 26. október, lögð fram kjörskrá í Kópavogi með áorðnum breytingum vegna alþingiskosninga þann 29. október 2016. Einnig lögð fram breyting á skipan í undirkjörstjórnir vegna alþingiskosninganna, dags. 27. október sl.
Bæjarstjórn samþykkir með 10 atkvæðum framlagða kjörskrá í Kópavogi með áorðnum breytingum og samþykkir með 10 atkvæðum breytingar á skipan í undirkjörstjórnir.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn einróma að fela bæjarstjóra umboð til að úrskurða um vafaatriði er varða kjörskrá í Kópavogi eða önnur atriði er upp kunna að koma vegna alþingiskosninga þann 29. október 2016. Þá samþykkir bæjarstjórn að veita bæjarstjóra umboð til að gera breytingar á skipan í undirkjörstjórnir ef upp koma forföll á kjördag.

Fundi slitið - kl. 16:15.