Bæjarstjórn

1055. fundur 27. mars 2012 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir forseti
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Aðalsteinn Jónsson 1. varaforseti
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1201281 - Skólanefnd MK 28/2

17. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

2.1203001 - Skipulagsnefnd 7/3

1206. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

3.1203012 - Skipulagsnefnd 21/3

1207. fundur

Til máls tók Guðríður Arnardóttir um stjórn fundarins, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um stjórn fundarins, Guðríður Arnardóttir um stjórn fundarins, Ólafur Þór Gunnarsson um stjórn fundarins, Hjálmar Hjálmarsson um stjórn fundarins, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um stjórn fundarins, Ómar Stefánsson um stjórn fundarins, og um liði 2 og 3, Hjálmar Hjálmarsson um stjórn fundarins, Guðríður Arnardóttir, sem óskaði eftir því að bera af sér sakir, Rannveig Ásgeirsdóttir um stjórn fundarins, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um stjórn fundarins, Ólafur Þór Gunnarsson um stjórn fundarins og um liði 6 og 18, Margrét Björnsdóttir um liði 6 og 18, Ómar Stefánsson um liði 18 og 6 og Hjálmar Hjálmarsson um stjórn fundarins.

Hlé var gert á fundi kl. 18:53.  Fundi var fram haldið kl. 18:58.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Fulltrúar Samfylkingarinnar telja tillögu Gunnars I. Birgissonar að breyttu umferðarskipulagi á Dalvegi ekki viðunandi lausn.  Sátt ríkti um aðra tillögu sem var í vinnslu í umhverfis- og samgöngunefnd og hefði leyst umferðarvanda við Dalveg án ágreinings við lóðarhafa.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Pétur Ólafsson"

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

4.1203155 - Oddfellowblettur við Hólmsárbrú, deiliskipulag.

Með tilvísan til afgreiðslu skipulagsnefndar frá 18. maí 2010 er ofangreindu erindi hafnað.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar frá 21/3 og hafnar erindinu með 11 atkvæðum.

5.1201105 - Hellisheiðarvirkjun, ylræktarver, breytt deiliskipulag.

Bókun í fundargerð skipulagsnefndar 21/3:
Á grundvelli niðurstöðu heilbrigðisnefndar frá 27. febrúar 2012 gerir skipulagsnefnd Kópavogs ekki athugasemdir við skipulagslýsingu og kynningargögn vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsbreytingar ylræktarvers við Hellisheiðarvirkjun.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við skipulagslýsingu og kynningargögn vegna fyrirhugaðrar deiliskipulagsbreytingar ylræktarvers við Hellisheiðarvirkjun. Samþykkt með níu samhljóða atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá við afgreiðslu málsins.

6.905148 - Ástún 6, breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa ofangreinda breytingu á deiliskipulagi við Ástún 6.

Bæjarstjórn samþykkir með sjö atkvæðum að auglýsa ofangreinda breytingu á deiliskipulagi við Ástún 6. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.

7.1110159 - Austurkór 104 (áður 92), breytt deiliskipulag

Með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2012 samþykkir skipulagsnefnd umrædda tillögu.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og samþykkir einróma tillögu að breyttu deiliskipulagi Austurkór 104.

8.1203202 - Kópavogsbakki 2, breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd samþykkti á grundvelli 43. gr. skipulagslaga að kynna erindið fyrir lóðarhöfum Kópavogsbakka 1, 3, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 13 og 15.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með sex atkvæðum gegn fjórum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

9.1203006 - Skólanefnd 12/3

40. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

10.1203005 - Menningar- og þróunarráð 7/3

19. fundur

Til máls tóku Hjálmar Hjálmarsson um liði 7 og 6, Pétur Ólafsson um lið 7 og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um lið 7.

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

11.1201285 - Stjórn SSH 5/3

375. fundur

Til máls tók Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um lið 1, Ólafur Þór Gunnarsson um lið 1, Ómar Stefánsson um lið 2, Guðríður Arnardóttir, Hjálmar Hjálmarsson um lið 1, Guðríður Arnardóttir um lið 1, Rannveig Ásgeirsdóttir um lið 1, og Hjálmar Hjálmarsson um lið 1.

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

12.1201286 - Stjórn slökkviliðs hbsv. 16/3

110. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

13.1201287 - Stjórn Sorpu bs. 9/3

297. fundur

Til máls tók Ómar Stefánsson um lið 1.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

14.1203010 - Umhverfis- og samgöngunefnd 9/3

17. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

15.1006264 - Kosningar í almannavarnanefnd 2012

Kosning tveggja aðalmanna í almannavarnanefnd og jafnmargra til vara, frestað á fundi bæjarstjórnar 13/3 sl.

Kosningunni var frestað.

16.1006263 - Kosningar í stjórn Tónlistarskóla Kópavogs

Kosning tveggja varamanna í stjórn Tónlistarskóla Kópavogs.

Kosningu hlutu:

Af A-lista:

Sigurbjörg Björgvinsdóttir.

Af B-lista:

Unnur Flóvens.

17.1103104 - Kosningar í umhverfis- og samgöngunefnd 2012

Kosning fimm varamanna í umhverfis- og samgöngunefnd, frestað á fundi bæjarstjórnar 13/3.

Kosningu hlutu:

Af A-lista:

Aðalsteinn Jónsson, Eiríkur Ólafsson, Guðmundur Hákon Hermannsson.

Af B-lista:

Garðar Vilhjálmsson, Svava H. Guðmundsdóttir.

18.1203014 - Bæjarráð 15/3

2634. fundur

Til máls tóku Hjálmar Hjálmarsson um liði 7 og 15, Ólafur Þór Gunnarsson um liði 4 og 25, Hjálmar Hjálmarsson um stjórn fundarins, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um stjórn fundarins, Hjálmar Hjálmarsson um lið 15, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um liði 15 og 26, Guðríður Arnardóttir um liði 15 og 26, Hafsteinn Karlsson um lið 15 og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um lið 26.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

19.1203003 - Jafnréttis- og mannréttindanefnd 7/3

10. fundur

Til máls tók Ólafur Þór Gunnarsson um lið 2, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um lið 2 og Ómar Stefánsson um lið 2.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

20.1202007 - Íþróttaráð 8/3

11. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

21.1203254 - Vallakór 2. Lóðarumsókn.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu framkvæmdaráðs um að úthluta S.S. Hellulögnum ehf. lóðinni Vallakór 2 með 10 samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi var fjarverandi.

22.1203277 - Verðkönnun í bifreiðar fyrir Kópavogsbæ

Frá fjármála- og hagsýslustjóra. Niðurstaða verðkönnunar. Framkvæmdaráð samþykkti fyrir sitt leyti tillögu fjármála- og hagsýslustjóra um að ganga til samninga við lægstbjóðanda Brimborg ehf.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs einróma.

 

Guðríður Arnardóttir tók til máls um stjórn fundarins.

23.1203024 - Framkvæmdaráð 27/3

27. fundur

Til máls tók Guðríður Arnardóttir um liði 2, 3, 4 og 5 Ólafur Þór Gunnarsson um liði 2, 3, 4 og 5, Ómar Stefánsson um liði 2, 3, 4, og 5, Guðríður Arnardóttir um liði 6 og 7, Hjálmar Hjálmarsson um liði 2, 3, 4 og 5, Ómar Stefánsson um liði 2, 3, 4, 5, 6 og 7, Guðríður Arnardóttir sem óskaði eftir að bera af sér sakir, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um liði 2, 3, 4 og 5, Gunnar Ingi Birgisson um liði 2, 3, 4, 5, 6 og 7, Guðríður Arnardóttir sem óskaði eftir því að bera af sér sakir, Hjálmar Hjálmarsson um liði 2, 3, 4, 5, 6 og 7, Aðalsteinn Jónsson um liði 2, 3, 4, 5, 6 og 7, Gunnar Ingi Birgisson um liði 2, 3, 4, 5, 6 og 7, Hafsteinn Karlsson um liði 2, 3, 4, 5, 6, og 7 og Ólafur Þór Gunnarsson um liði 2, 3, 4, 5, 6, og 7.

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

24.1203259 - Örvasalir 16. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Á fundi framkvæmdaráðs 21/3 er lagt til að Jóhanni Georg Möller og Guðrúnu Drífu Hólmgeirsdóttur verði úthlutað lóðinni Örvasalir 16.

Bæjarstjórn samþykkir að úthluta Jóhanni Georg Möller, kt. 220379-3029 og Guðrúnu Drífu Hólmgeirsdóttur, kt. 300980-4229 lóðinni að Örvasölum 16 með tíu samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

25.1203161 - Dalaþing 5-7

Á fundi framkvæmdaráðs 21/3 er lagt til að umsókninni verði hafnað.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs og hafnar erindinu með tíu samhljóða atkvæðum.  Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

26.1203229 - Austurkór 133-141. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði

Á fundi framkvæmdaráðs 21/3 er lagt til að Raftækjasölunni ehf. og Lindar ehf. verði úthlutað raðhúsalóðunum Austurkór 133-141.

Bæjarstjórn samþykkir að úthluta Raftækjasölunni ehf. og Lindum ehf. lóðunum Austurkór 133 - 141 með tíu samhljóða atkvæðum.  Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

27.1203019 - Framkvæmdaráð 21/3

26. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

28.1203002 - Forvarna- og frístundanefnd 7/3

7. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

29.1203015 - Félagsmálaráð 20/3

1326. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

30.1203013 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 13/3

38. fundur

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa án umræðu.

31.1203056 - Tillaga um breytingu á greiðsluskilmálum lóðagjalda

Tillaga að breytingu á greiðsluskilmálum lóðagjalda, sem samþykkt var í framkvæmdaráði, sbr. meðf. bókun í fundargerð ráðsins frá 21/3 og bókun í bæjarráði þar sem tillögunni er vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með sex samhljóða atkvæðum en fimm bæjarfulltrúar sátu hjá.

32.1203018 - Bæjarráð 22/3

2635. fundur

Til máls tóku Hafsteinn Karlsson um lið 30, Ólafur Þór Gunnarsson um liði 30, 28 og 29, Rannveig Ásgeirsdóttir um liði 21 og 30, Guðríður Arnardóttir um lið 21, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um liði 21 og 30,  og Margrét Björnsdóttir um lið 30.

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

33.1202572 - Íslandsmótið í skák 2012. Ósk um að Kópavogur hýsi mótið og styrki Skáksambandið vegna mótshaldsins

Ármann Kr. Ólafsson og Ólafur Þór Gunnarsson lögðu fram eftirfarandi tillögu á fundi bæjarráðs 15/3:
"Undirritaðir leggja til að kr. 200.000,- verði veitt í styrk til Skáksambandsins vegna mótsins.
Ólafur Þór Gunnarsson, Ármann Kr. Ólafsson"
Bæjarráð vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum.

 

Ómar Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 18:00.