Bæjarstjórn

1140. fundur 28. júní 2016 kl. 16:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Kristín Sævarsdóttir varafulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Kristín Sævarsdóttir sat fundinn í fjarveru Péturs Hrafns Sigurðssonar.

Forseti lagði fram tillögu um að fundargerð skipulagsnefndar frá 27. júní sl. verði tekin á dagskrá með afbrigðum skv. c. lið 16. gr. samþykkta um stjórn Kópavogsbæjar. Var það samþykkt með 11 atkvæðum.

1.1602267 - Þverbrekka 8. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 28. júní, að lokinni kynningu er lögð fram að nýju frá byggingarfulltrúa tillaga Sveins Ívarssonar arkitekts, f.h. lóðarhafa, dags. 10.2.2016 þar sem óskað er eftir breytingum á húsnæði við Þverbrekku 8. Í breytingingunni felst að bætt er við einni hæð ofan á húsið og því breytt í fjölbýli með 12 íbúðum. Í kjallara verða 7 bílastæði og á lóð verða 12 bílastæði eða 1,6 stæði pr. íbúð. Á fundi skipulagsnefndar 15.2.2016 var samþykkt með tilvísan til. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum nærliggjandi lóða. Kynningu lauk 20.4.2016. Athugasemdir bárust við kynnta tillögu. Þá lagt fram minnisblað með framkomnum athugasemdum og ábendingum ásamt tillögu að umsögn við framkomnar athugasemdir og ábendingar. Er minnisblaðið dags. 21. júní 2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlögð byggingaráform að Þverbrekku 8 ásamt ofangreindu minnisblaði með umsögnum um athugasemdir og ábendingar er bárust á kynningartíma og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

2.1606013 - Félagsmálaráð, dags. 20. júní 2016.

1413. fundur félagsmálaráðs í 6. liðum.
Lagt fram.

3.1606002 - Forsætisnefnd, dags. 23. júní 2016.

72. fundur forsætisnefndar í 1. lið.
Lagt fram.

4.1605009 - Íþróttaráð, dags. 2. júní 2016.

60. fundur íþróttaráðs í 30. liðum.
Lagt fram.

5.1606004 - Leikskólanefnd, dags. 14. júní 2016.

71. fundur leikskólanefndar í 3. liðum.
Lagt fram.

6.1605021 - Lista- og menningarráð, dags. 9. júní 2016.

61. fundur lista- og menningarráðs í 3. liðum.
Lagt fram.

7.1606008 - Skipulagsnefnd, dags. 27. júní 2016.

1278. fundur skipulagsnefndar í 20 liðum.
Lagt fram.

8.1307121 - Dalsmári 13. Stækkun Tennishallar. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 28. júní, að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga að stækkun tennishallarinnar frá Tennisfélagi Kópavogs og Tennishöllinni dags. 8.9.2015. Tillagan var til sýnis á skipulags- og byggingardeild frá 16.11.2015 til 11.1.2016. Þá var tillagan auglýst í Fréttablaðinu 13.11.2015 og í Lögbirtingarblaðinu 16.11.2015. Þá var dreifibréf sent 17.11.2015 í íbúðarhús í nágrenni Tennihallarinnar til að vekja athygli á auglýstri tillögu. Kynningu lauk 11.1.2016. Athugasemdir og ábendingar bárust á kynningartíma. Að auki bárust erindi til bæjaryfirvalda þar sem mælt var með stækkun Tennishallarinnar. Að auki barst undirskriftalisti með fyrirsögninni "Við styðjum stækkun Tennishallar" með 507 undirskriftum, mótt. 11.1.2016. Á fundi skipulagsnefndar 18.1.2016 var samþykkt að unnið yrði úr innsendum athugasemdum og málið lagt fyrir 1272. fund skipulagsnefndar til afgreiðslu. Lögð fram tillaga að umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 15.2.2016. Einnig lögð fram tillaga skipulagsstjóra að mögulegri lausn dags. 15.2.2016. Skipulagsnefnd samþykkti kynnta tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Dalsmára 13 og ofangreinda umsögn, og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Sverrir Óskarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaður vill vekja athygli á að framlögð skipulagstillaga, sem hefur verið til umfjöllunar hjá skipulagsnefnd vegna Dalsmára 13 (Tennishöllin) stenst að mati undirritaðs ekki skipulagslög og er í andstöðu við aðalskipulag Kópavogs (sjá mynd á glæru 5 í fundargerð svæðisskipulagsnefndar frá 18. mars). Ekki er heimilt að byggja mannvirki á svæði sem skilgreint er sem opið svæði og fara með byggingar yfir óskylda landnotkunarflokka, sbr. aðalskipulag Kópavogs, 12. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kærumál úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 79/2013. Farsælast væri að bjóða Tennisfélaginu og okkur sem höfum gaman af tennis nýja aðstöðu í nýju byggingarhverfi í efri byggðum Kópavogs, þar sem bæði er gott svæði fyrir svona hallir og aukið aðgengi fyrir íbúa í efri hverfum Kópavogs að tennisvöllum.
Sverrir Óskarsson"

Guðmundur Gísli Geirdal tekur undir bókun Sverris Óskarssonar.

Ása Richardsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Kópavogsdalurinn er hjarta höfuðborgarlandsins alls. Hann er ekki bara okkar, heldur allra íbúa höfuðborgarsvæðsins, landsmanna allra og getur orðið aðdráttarafl fyrir ferðamenn sem heimsækja Ísland. Verðmæti Kópavogsdals felast ekki í því að brjóta land dalsins, hversu mikið eða lítið það er, undir byggð eða mannvirki. Verðmæti dalsins felast í því að halda dalnum grænum og leyfa aðeins starfsemi og aðstöðu sem allur almenningur getur notið.
Ása Richardsdóttir"

Sverrir Óskarsson, Karen Halldórsdóttir og Guðmundur Gísli Geirdal tóku undir bókun Ásu Richardsdóttur.

Theódóra Þorsteinsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Því hefur verið haldið fram að tillaga um stækkun Tennishallarinnar sér ósamrýmanleg aðalskipulagi Kópavogs og þar með gangi ekki upp. Í því sambandi og til rökstuðnings hefur verið bent á úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála nr. 79/2013. Ákvörðun um hvort aðalskipulag og deiliskipulag séu í innbyrðis samræmi er matskennd ákvörðun. Engar lagabreytingar hafa orðið á skipulagslögum sem ætti að breyta fyrri framkvæmd. Aðalskipulag felur í sér stefnu og stefnumið fyrir allt sveitarfélagið og þannig hefur það alltaf verið unnið. Eðli aðalskipulags er að vera gróf áætlun en ekki nákvæm útfærsla með tilliti til staðbundinna aðstæðna. Horfa verður til þess að ákvörðun um ógildingu í úrskurði nr. 79/2013 byggir á orðalagi "að öllu framangreindu virtu" sem segir mér að meta þurfi margar forsendur í þeim úrskurði og er því ekki gott að byggja á honum einum og sér til þess að breyta fyrri framkvæmd skipulagsyfirvalda. Við þurfum mun skýrari úrskurð og/eða helst dóma.
Theodóra S. Þorsteinsdóttir"

Sverrir Óskarsson lagði fram eftirfarandi
"Hvet bæjarstjórn Kópavogs til að leita eftir áliti Skipulagsstofnunar á því hvernig túlka beri landnotkunarflokka.
Sverrir Óskarsson"

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sex atkvæðum gegn fimm. Atkvæði með tillögunni greiddu Margrét Friðriksdóttir, Birkir Jón Jónsson, Ármann Kr. Ólafsson, Theódóra S. Þorsteinsdóttir, Hjördís Ýr Johnson og Ólafur Þór Gunnarsson. Atkvæði gegn tillögunni greiddu Sverrir Óskarsson, Karen Halldórsdóttir, Guðmundur Gísli Geirdal, Ása Richardsdóttir og Kristín Sævarsdóttir.

9.1409123 - Kársnesbraut 7 (Ásbraut 1-1a). Kynning á byggingarleyfi.

Frá skipulagsstjóra, dags. 28. júní, að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga THG arkitekta dags. 26.11.2015 f.h. lóðarhafa að uppbyggingu við Kársnesbraut 7. Í breytingunni felst að byggja tvö stakstæð íbúðarhús með þremur íbúðum hvort. Bílastæði eru á milli húsanna tveggja og undir syðra húsinu. Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2016 var samþykkt með tilvísan til. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna Tillögu C fyrir lóðarhöfum nærliggjandi lóða. Kynningu lauk 18.5.2016. Athugasemdir bárust við tillöguna. Þá lögð fram tillaga skipulags- og byggingarnefndar að umsögn við framkomnar athugasemdir og ábendingar. Er umsögnin dags. 24. júní 2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og ofangreinda umsögn, og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 11 atkvæðum.

10.1304237 - Smárinn. Endurskoðun deiliskipulags.

Frá skipulagsstjóra, dags. 28. júní, lögð fram tillaga Arkstudio/Tendra arkitektar að breyttu deiliskipulagi Smárans vestan Reykjanesbrautar. Í tillögunni felst fjölgun íbúða á svæðinu sem nemur 120 íbúum. Byggingarmagn á svæðinu er óbreytt sem og krafa um fjölda bílastæða á íbúð, þ.e. 1,0-1,2 bílastæðum á svæðinu mun því fjölga samsvarandi uppdrætti í mkv. 1:2000 ásamt greinargerð og skýringarmyndum og skilmálum dags. í júní 2016. Skipulagsnefnd samþykkti að framlögð tillaga verði kynnt í samræmi við 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með tíu samhljóða atkvæðum. Ólafur Þór Gunnarsson greiddi ekki atkvæði.

11.1606005 - Félagsmálaráð, dags. 6. júní 2016.

1412. fundur félagsmálaráðs í 8. liðum.
Lagt fram.

Kristín Sævarsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Í samræmi við samþykkt bæjarstjórnar frá 12. maí 2015 sem staðfest var í bæjarráði 28. apríl 2016 verður hrundið af stað hinsegin fræðslu fyrir starfsfólk grunnskólanna nú í haust. Því er beint til menntasviðs og íþróttaráðs að starfsfólki og forsvarsfólki íþróttafélaga í Kópavogi verði boðið að taka þátt í þeirri fræðslu. Mikilvægt er að sá hópur verði samferða grunnskólunum í að búa til nýja og mennskari tilveru fyrir börnin okkar sem tilheyra minnihlutahópum af ýmsu tagi.
Kristín Sævarsdóttir"

Ólafur Þór Gunnarsson og Ása Richardsdóttir tóku undir bókun Kristínar Sævarsdóttur.

12.16011140 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 18. mars 2016.

837. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga í 21. lið.
Lagt fram.

13.16011140 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 29. apríl 2016.

838. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga í 27. liðum.
Lagt fram.

14.16011140 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 27. maí 2016.

839. fundur stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga í 27. liðum.
Lagt fram.

15.16011141 - Fundargerðir stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dags. 31. maí 2016.

353. fundur stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í 4. liðum.
Lagt fram.

16.16011135 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 2. maí 2016.

429. fundur stjórnar SSH í 7. liðum.
Lagt fram.

Sverrir Óskarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Óska eftir greinargerð um möguleika þess að breyta akstursþjónustu fyrir fatlaða í Kópavogi og gera hana sveigjanlegri með einstaklingsbundnum leigubílaakstri eða með öðrum slíkum einstaklingsbundnum úrlausnum.
Sverrir Óskarsson"

17.16011136 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 27. maí 2016.

245. fundur stjórnar Strætó í 6. liðum.
Lagt fram.

Sverrir Óskarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaður hvetur íbúa til að kynna sér góða skýrslu frá Strætó um möguleika þess að leyfa gæludýr í vögnum strætó. Í þessari ítarlegu og vönduðu skýrslu koma fram mörg sjónarmið um kosti þess og galla að leyfa gæludýr í ferðum strætó. Það er skoðun undirritaðs að áhugavert væri að fara í tilraunaverkefni og þannig meta frekar árangur af slíkri þjónustu.
Sverrir Óskarsson"

18.16011143 - Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, dags. 18. mars 2016.

66. fundur svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins í 1. lið.
Lagt fram.

19.16011143 - Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, dags. 10. júní 2016.

67. fundur svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins í 7. liðum.
Lagt fram.

20.1406406 - Sumarleyfi bæjarstjórnar.

Frá bæjarstjóra, tillaga að sumarleyfi bæjarstjórnar. Með vísan til 8. gr. samþykkta Kópavogsbæjar er lagt til að reglulegir fundir bæjarstjórnar falli niður í júlí og ágúst. Samkvæmt 35. gr. laga nr. 138/2011 og 32. gr. samþykkta Kópavogsbæjar fer bæjarráð með sömu heimildir og bæjarstjórn hefur ella í sumarleyfi hennar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu um sumarleyfi með 10 samhljóða atkvæðum. Sverrir Óskarsson greiddi ekki atkvæði.

21.1606006 - Bæjarráð, dags. 9. júní 2016.

2825. fundur bæjarráðs í 20. liðum.
Lagt fram.

Ása Richardsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Hjóla- og göngubrú yfir Fossvog getur orðið einstakt mannvirki á höfuðborgarsvæðinu. Mannvirki sem getur skipt sköpum fyrir borgarsvæði og íbúa þess sem vilja heilsubætandi umhverfisvænar samgöngur. Allar hugmyndir um að bæta framtíðarstrætó við þau farartæki sem fara brúna, bera að skoða en með gagnrýnum hætti og aðeins ef hagkvæmt og æskilegt reynist að ný borgarlína liggi um Fossvogsbrú.
Ása Richardsdóttir"

22.1406289 - Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.

Kosning 1. og 2. varaforseta bæjarstjórnar.
Birkir Jón Jónsson kjörinn 1. varaforseti með 11 atkvæðum.
Sverrir Óskarsson kjörinn 2. varaforseti með 11 atkvæðum.

23.1406289 - Kosning skrifara.

Kosning tveggja skrifara.
Karen Halldórsdóttir og Ása Richardsdóttir kjörnar skrifarar með 11 atkvæðum.
Hjördís Ýr Johnson og Ólafur Þór Gunnarsson kjörin varaskrifarar með 11 atkvæðum.

24.1406289 - Kosningar í bæjarráð, aðalmenn.

Kosning fimm fulltrúa sem aðalmenn.
Kjörnir aðalmenn í bæjarráð:
Af A-lista:
Theódóra Þorsteinsdóttir
Karen Halldórsdóttir
Hjördís Ýr Johnson

Af B lista:
Pétur Hrafn Sigurðsson
Ólafur Þór Gunnarsson

Tilnefndur áheyrnarfulltrúi: Birkir Jón Jónsson.

25.1406289 - Kosning í bæjarráð, formaður og varaformaður.

Kosning formanns og varaformanns bæjarráðs 2016.
Theódóra Þorsteinsdóttir var kjörin formaður bæjarráðs og Karen Halldórsdóttir varaformaður.

26.1406239 - Kosningar í hafnarstjórn 2014

Af B lista
Birkir Jón Jónsson kjörinn aðalmaður í hafnarstjórn í stað Helgu Margrétar Reinhardsdóttur.
Kristinn Dagur Gissurarson kjörinn varamaður í hafnarstjórn í stað Gísla Skarphéðinssonar.

27.1408542 - Kosningar barnaverndarnefnd Kópavogs

Af B lista:
Signý Þórðardóttir kjörin aðalmaður í barnaverndarnefnd og Margrét Júlía Rafnsdóttir kjörin varamaður.

28.1406248 - Kosningar í leikskólanefnd

Af B lista:
Margrét Sigurbjörnsdóttir kjörin aðalmaður í leikskólanefnd.

29.16061202 - Tillaga um rannsókn á launamuni kynja hjá Kópavogsbæ.

Tillaga frá Ásu Richardsdóttur og Kristínu Sævarsdóttur, þar sem lagt er til að bæjarstjórn Kópavogs samþykki að fela stjórnsýslusviði bæjarins að greina, út frá launagögnum ársins 2015, hvort og þá hver launamunur kynja er, hjá háskólamenntuðu starfsfólki Kópavogsbæjar og að allsherjar launakönnun verði gerð meðal alls starfsfólks bæjarins fyrir árslok 2016.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi afgreiðslutllögu: Í ljósi þess að nú þegar er hafin vinna við launarannsókn á stjórnsýslusviði, í samræmi við stefnu bæjarins í jafnréttismálum og fyrri ákvarðanir bæjarstjórnar, er lagt til að tillögunni sé vísað til meðferðar jafnréttis- og mannréttindanefndar og starfsmannastjóra bæjarins.

Hlé var gert á fundi kl. 17.01. Fundi var fram haldið kl. 17.08.

Tillöguflytjendur drógu tillögu sína til baka en bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum eftirfarandi:
Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að flýta þeirri vinnu sem þegar er hafin hjá stjórnsýslusviði bæjarins að greina, út frá launagögnum ársins 2015, hvort og þá hver launamunur kynja er, hjá starfsfólki Kópavogsbæjar. Vinnu verði lokið fyrir árslok 2016.

30.16061176 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 28. júní 2016.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 9., 16., 23., 24. og 25. júní, barnaverndarnefndar frá 3. júní, félagsmálaráðs frá 6. og 20. júní, forsætisnefndar frá 23. júní, íþróttaráðs frá 2. júní, leikskólanefndar frá 14. júní, lista- og menningarráðs frá 9. júní, stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 18. mars og 29. apríl, stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 31. maí, stjórnar SSH frá 2. maí, stjórnar Strætó frá 27. maí og svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 18. mars og 10. júní.
Lagt fram.

31.1406289 - Kosning forseta bæjarstjórnar.

Margrét Friðriksdóttir kjörin forseti bæjarstjórnar með 11 atkvæðum.

32.16051392 - Austurkór 85. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 6. júní, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 85 frá Burstabæ ehf., kt. 500300-2210. Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Burstabæ ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 85 og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

33.1606011 - Bæjarráð, dags. 16. júní 2016.

2826. fundur bæjarráðs í 11. liðum.
Lagt fram.

34.1606035 - Erindisbréf lista- og menningarráðs.

Frá forstöðumanni Listhúss Kópavogsbæjar, dags. 16. júní, lagt fram til samþykktar uppfært erindisbréf lista- og menningarráðs. Bæjarráð samþykkti að vísa uppfærðu erindisbréfi fyrir lista- og menningarráð til afgreiðslu bæjarstjórnar með áorðnum breytingum.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum uppfært erindisbréf lista- og menningarráðs.

35.1606016 - Bæjarráð, dags. 23. júní 2016.

2827. fundur bæjarráðs í 19. liðum.
Lagt fram.

36.1606887 - Álmakór 11, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 20. júní, lögð fram umsókn um lóðina Álmakór 11 frá Karli Eðvaldssyni, kt. 150979-3079 og Kristínu Ósk Leifsdóttur, kt. 120783-3519. Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Karli Eðvaldssyni og Kristínu Ósk Leifsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Álmakór 11 og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

37.1605351 - Fróðaþing 27. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 21. júní, lögð fram umsókn um lóðina Fróðaþing 27 frá Alberti Þór Magnússyni, kt. 250576-5529 og Lóu D. Kristjánsdóttur, kt. 191179-5369. Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Alberti Þór Magnússyni og Lóu D. Kristjánsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Fróðaþing 27 og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

38.1606017 - Bæjarráð, dags. 24. júní 2016.

2828. fundur bæjarráðs í 1. lið.
Lagt fram.

39.1606021 - Bæjarráð, dags. 25. júní 2016.

2829. fundur bæjarráðs í 1. lið.
Lagt fram.

40.1605022 - Barnaverndarnefnd, dags. 3. júní 2016.

56. fundur barnaverndarnefndar í 6. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið.