Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 9., 16., 23., 24. og 25. júní, barnaverndarnefndar frá 3. júní, félagsmálaráðs frá 6. og 20. júní, forsætisnefndar frá 23. júní, íþróttaráðs frá 2. júní, leikskólanefndar frá 14. júní, lista- og menningarráðs frá 9. júní, stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga frá 18. mars og 29. apríl, stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 31. maí, stjórnar SSH frá 2. maí, stjórnar Strætó frá 27. maí og svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 18. mars og 10. júní.
Forseti lagði fram tillögu um að fundargerð skipulagsnefndar frá 27. júní sl. verði tekin á dagskrá með afbrigðum skv. c. lið 16. gr. samþykkta um stjórn Kópavogsbæjar. Var það samþykkt með 11 atkvæðum.