Bæjarstjórn

1097. fundur 27. maí 2014 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir forseti
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Aðalsteinn Jónsson 1. varaforseti
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Elfur Logadóttir varafulltrúi
  • Tjörvi Dýrfjörð varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1401106 - Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, 16. maí

816. fundargerð í 41 lið.

Lagt fram.

2.1208477 - Stefnumótun um íþróttamál í Kópavogi

Lögð fram drög að íþróttastefnu Kópavogsbæjar. Bæjarráð vísaði stefnumótun í íþróttamálum til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir íþróttastefnu Kópavogsbæjar með níu atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

3.1405014 - Félagsmálaráð, 20. maí

1371. fundargerð í 10 liðum.

Lagt fram.

4.1405018 - Forsætisnefnd, 22. maí

24. fundargerð í 1 lið.

Lagt fram.

5.1405009 - Forvarna- og frístundanefnd, 14. maí

21. fundargerð í 25 liðum.

Lagt fram.

6.1405013 - Íþróttaráð, 15. maí

36. fundargerð í 45 liðum.

Lagt fram.

7.1405006 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, 7. maí

26. fundargerð í 9 liðum.

Lagt fram.

8.1404024 - Skipulagsnefnd, 20. maí

1239. fundargerð í 30 liðum.

Lagt fram.

9.1405015 - Skólanefnd, 19. maí

72. fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

10.1401102 - Skólanefnd MK, 13. maí

7. fundargerð í 4 liðum.

Lagt fram.

11.1401073 - Vesturvör 12. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Einars V. Tryggvasonar, arkitekts, dags. 16.12.2013, f.h. lóðarhafa að breytingum að Vesturvör 12. Óskað er eftir að að rífa hluta af eldra húsnæði eða samtals 225m2 og byggja nýja 604m2 lagerbyggingu á vesturhluta lóðarinnar. Heildarbyggingarmagn fyrir breytingu er 4456 m2 en verður 4835m2 eftir breytingar, aukning um 379m2. Nýtingarhlutfall lóðar hækkar úr 0,39 í 0,42 sbr. uppdráttum í mkv. 1:500 dags. 16.12.2013. Kynningu lauk 25.3.2014. Athugasemd barst frá lóðarhöfum Vesturvarar 13 dags. 25.3.2014.
Á fundi skipulagsnefndar 15.4.2014 var afgreiðslu málsins frestað og óskað eftir umsögn skipulags- og byggingardeildar.
Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 20.5.2014.
Skipulagsnefnd hafnaði erindinu. Bæjarráð hafnaði erindinu og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn hafnar erindinu með 11 atkvæðum.

12.1401107 - Stjórn SSH, 7. apríl

401. fundargerð í 7 liðum.

Lagt fram.

13.1401109 - Stjórn slökkviliðs hbsv., 16. maí

132. fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

14.1401098 - Stjórn Sorpu bs., 12. maí

335. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

15.1401100 - Svæðisskipulagsnefnd hbsv., 2. maí

47. fundargerð í 1 lið.

Lagt fram.

16.1404015 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 19. maí

49. fundargerð í 19 liðum.

Lagt fram.

17.1103160 - Kosningar í hverfakjörstjórnir

Lagðar fram tillögur að breytingum í undirkjörstjórnir:
Í 2. kjördeild í Smára kemur Anna Lísa Þorbergsdóttir, Lindasmára 81, (hún var áður skráð í 6. kjördeild í Kórnum) í stað Fríðu M. Pétursdóttur.
Í 14. kjördeild í Smára kemur Þórdís Halla Sigmarsdóttir, Melgerði 39 í stað Halldóru Gunnarsdóttur.
Í 4. kjördeild Kórnum kemur Bryndís Erla Eggertsdóttir, Vindakór 16 í stað Skúla Þór Jónassonar.
Í 3. kjördeild í Kórnum kemur Haukur Örn Davíðsson, Furugrund 28 í stað Davíðs A. Baldurssonar sem flyst í 6. kjördeild.
Í 5. kjördeil í Kórnum kemur Alexandra Orradóttir, Víðihvammi 19 í stað Áslaugar Björnsdóttur og í 6. kjördeild í Kórnum kemur Ágúst Orrason, Víðihvammi 19 í stað Nínu Ýr Nielsen.

Bæjarstjórn samþykkir breytingar í hverfakjörstjórnir.

18.1403107 - Skíðaskálinn Lækjarbotnum. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Lögð fram að nýju tillaga að afgreiðslu styrkbeiðni Skíðadeildar Víkings, þar sem lagt er til að styrkumsókn til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 822.296,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkti tillögu að afgreiðslu með ágreiningi.

Bæjarstjórn samþykkir með fimm atkvæðum gegn fjórum tillögu að afgreiðslu styrks að upphæð kr. 822.296,-. Tveir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

19.1403111 - Skíðaskálinn Lækjarbotnum. Umsókn um styrk til greiðslu fasteignaskatts

Lögð fram að nýju tillaga að afgreiðslu styrkbeiðni Skíðadeildar ÍR, þar sem lagt er til að styrkumsókn til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 822.296,- verði samþykkt enda fellur starfsemi félagsins að reglum Kópavogsbæjar um styrkveitingar.
Bæjarráð samþykkti tillögu að afgreiðslu með ágreiningi.

Bæjarstjórn samþykkir með fimm atkvæðum gegn fjórum  tillögu að afgreiðslu styrks að upphæð kr. 822.296,-.  Tveir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

20.1405359 - Hlégerði 8. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Sigurðar Hafsteinssonar, byggingartæknifræðings, dags. 6.5.2014 f.h. lóðarhafa Hlégerðis 8. Óskað er eftir leyfi til að byggja 20,4m2 sólskála á vesturhlið íbúðarhússins sbr. uppdráttum dags. 6.5.2014. Samþykki lóðarhafa Hlégerðis 6 og Hlégerðis 10 liggur fyrir sbr. bréf dags. 7. maí 2014. Skipulagsnefnd samþykkti erindið með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulaglagslaga nr. 123/2010. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir erindið með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

21.1405515 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 27. maí 2014

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 15. og 22. maí, félagsmálaráðs frá 20. maí, forsætisnefndar frá 22. maí, forvarna- og frístundanefndar frá 14. maí, íþróttaráðs frá 15. maí, jafnréttis- og mannréttindaráðs frá 7. maí, skipulagsnefndar frá 20. maí, skólanefndar frá 19. maí, skólanefndar MK frá 13. maí, stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 16. maí, stjórnar SSH frá 7. apríl, stjórnar slökkviliðs hbsv. frá 16. maí, stjórnar Sorpu bs. frá 12. maí, svæðisskipulagsnefndar hbsv. frá 2. maí og umhverfis- og samgöngunefndar frá 19. maí.

Lagt fram.

Hlé var gert á fundi kl. 18:00.  Fundi var fram haldið kl. 18:08.

22.1405012 - Bæjarráð, 15. maí

2731. fundargerð í 15 liðum.

Lagt fram.

23.1405016 - Bæjarráð, 22. maí

2732. fundargerð í 39 liðum.

Lagt fram.

Hjálmar Hjálmarsson og Aðalsteinn Jónsson lögðu fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarstjórn samþykkir að efna til opinnar hugmyndasamkeppni um framtíðarnýtingu Vallargerðisvallar í Kópavogi.

Samkeppnin skal kynnt á heimasíðu Kópavogsbæjar og auglýst í öðrum fjölmiðlum ef henta þykir. Hún skal vera opin og öllum frjálst að senda inn tillögur; einstaklingum jafnt sem lögaðilum, félagasamtökum svo og arkitekta- og hönnunarstofum.

Valnefnd á vegum Kópavogsbæjar mun velja úr öllum innsendum tillögum fimm hugmyndir sem kosið yrði á milli í íbúakosningu.

Aðalsteinn Jónsson, Hjálmar Hjálmarsson"

Forsætisnefnd leggur til að afgreiðslu tillögunnar verði frestað þar til næsta fundar bæjarstjórnar þegar umsagnir íþróttaráðs og skipulagsnefndar liggja fyrir.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu forsætisnefndar með fimm atkvæðum gegn fjórum. Tveir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

24.1405330 - Íþróttafélög án barna og unglingastarfs. Afnot af íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar.

Lögð fram drög að reglum um afnot íþróttafélaga, sem ekki bjóða upp á barna- og unglingastarf á sínum vegum, af íþróttamannvirkjum Kópavogsbæjar, samþykkt á fundi íþróttaráðs þann 15. maí. Bæjarráð vísaði erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir reglurnar með níu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

 

Ómar Stefánsson vék af fundi undir umræðum og afgreiðslu á þessum lið.

25.1403263 - Kópavogsgerði 5-7. Breytt deiliskipulag.

Í breytingunni felst að staðsetning fyrirhugaðs fjölbýlishúss er færð 3m til suðurs og 2,7m til austurs. Íbúðum fjölgar um 4 í kjallara hússins og verða því alls 22 íbúðir. Bílastæðum fjölgar úr 36 í 44 stæði og þar af 20 í bílageymslu. Byggingarreitur bílageymslu er breikkaður um 2m og færður til norðurs sem nemur 0,5m. Rampur við austurhlið bílageymslu er felldur út og í hans stað kemur byggingarreitur fyrir sérgeymslur íbúða og fyrir hjól og vagna. Aðkoma að bílageymslu er breytt þannig að hún verður frá Kópavogsgerði frá suðri milli húsanna 1-3 og 5-7.
Miðað við gildandi byggingarreit þá breikkar reiturinn um 0,5-1,0 m að hluta til norðurs og suðurs, 1,0m. Útbyggingum á austur- og vesturgöflum, auk þess er gert ráð fyrir byggingarreit fyrir einnar hæðar anddyrisbyggingu á fyrstu hæð og innskotum í austur og vesturhluta fjórðu hæðar. Heildarbyggingarmagn hússins verður 3.900m² eftir breytingu og n.h. verður 1,35. Nýtingarhlutfall samkvæmt gildandi deiliskipulagi er 1,8.
Að öðru leyti gilda sömu skilmálar. Á fundi skipulagsnefndar 18.3.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Kópavogsgerðis 1-3, Kópavogstúns 10-12 og Líknardeild Landspítalans. Einn nefndarmaður sat hjá. Kynningartími er til 18. júní 2014 en fyrir liggur skriflegt samþykki þeirra lóðarhafa sem grenndarkynning var send til dags. 19.5.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingartillögu með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Elfur Logadóttir lagði til að erindinu verði vísað að nýju til skipulagsnefndar til úrvinnslu.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu Elfar Logadóttur með átta atkvæðum gegn tveimur. Einn bæjarfulltrúi greiddi ekki atkvæði.

26.1404286 - Vogatunga 15. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram erindi Sigurðar Hafsteinssonar, byggingatæknifræðings fh. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild skipulagsnefndar til að reisa sólskála við Vogatungu 15, sbr. uppdrætti í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 3. apríl 2014. Á fundi skipulagsnefndar 15.4.2014 var samþykkt að grenndarkynna tillöguna í samræmi við 44. gr skipulagslaga fyrir lóðarhöfum Vogatungu 11 og 13. Kynningartíma lýkur 16.6.2014 en fyrir liggur skriflegt samþykki þeirra lóðarhafa sem grenndarkynning var send til dags. 3.4.2014. Skipulagsnefnd samþykkti erindið með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir erindið með átta atkvæðum gegn einu. Tveir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

27.1312175 - Melahvarf 5. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sveins Ívarssonar, arkitekts, dags. 5.12.2013 f.h. lóðarhafa. Óskað er eftir að breyta hesthúsi í tvö gistirými sbr. uppdráttum dags. 5.12.2013 í mkv. 1:100 og 1:500. Erindinu var frestað á fundi skipulagsnefndar 10.12.2013. Á fundi skipulagsnefndar 18.3.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum við Melahvarf 1, 2, 4, 5, 6, 7 og 8 ásamt Grundarhvarf 6, 8 og 10. Kynningu lauk 6.5.2014. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkti erindið. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir erindið með átta atkvæðum. Þrír bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

28.1309369 - Lundur 8-18. Breytt deiliskipulag.

Að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Guðmundar Gunnlaugssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Lundar 8-18. Skipulagsnefnd frestaði erindinu þann 24.9.2013 og 10.12.2013 og óskaði eftir frekari gögnum. Á fundi skipulagsnefndar 21.1.2014 var samþykkt með tilvísan í 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa framlagða tillögu. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar 28.1.2014 var afgreiðsla skipulagsnefndar staðfest.
Tillagan var auglýst frá 10.3.2014-28.4.2014, auglýst í Fréttablaðinu 7.4.2014 og í Lögbirtingi 10.3.2014. Engar athugasemdir bárust á kynningartíma.
Skipulagsnefnd samþykkti erindið með fyrirvara um lóðamörk. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir erindið með níu atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

29.1402453 - Nýbýlavegur 26. Ný íbúð.

Lagt fram að nýju erindi Jakobs Líndal, arkitekts, dags. 4.2.2014, f.h. lóðarhafa. Óskað er eftir að breyta vinnusal á eystri helming 2. hæðar hússins í íbúð. Svalir verða á norðurhlið hússins, nýtingarhlutfall og heildarbyggingarmagn helst óbreytt sbr. uppdrætti dags. 4.2.2014. Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2014 var erindinu frestað. Skipulagsnefnd samþykkti erindið. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir erindið með 11 atkvæðum.

30.1405341 - Íbúakosningar um sameiningu sveitarfélaga. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni.

Á fundi bæjarráðs þann 15. maí var eftirfarandi tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni lögð fram og frestað:
"Bæjarráð samþykkir að láta fara fram á þessu ári íbúakosningu þar sem hugur bæjarbúa til sameiningar sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu verður kannaður. Kosningin fari fram með rafrænum hætti. Spurt verði um 5 kosti:
1) Sameiningu Kópavogs, Garðabæjar og Hafnarfjarðar
2) Sameiningu Kópavogs og Reykjavíkur
3) Sameiningu Kópavogs og Garðabæjar
4) Annan valkost að tillögu íbúa
5) Óbreytt ástand
Greinargerð:
Á kjörtímabilinu sem er að líða var samþykkt tillaga um sameiningu til suðurs að frumkvæði VG. Þá var ekki leitað álits íbúanna, en með vilja þeirra fengi málið meiri slagkraft. Umræða um íbúakosningar er mikil um þessar mundir. Samvinna sveitarfélaganna hefur aukist, og stór hluti íbúa lítur á svæðið sem eina heild. Mikilvægt er að eftir því sem sveitarfélögin takast á við fleiri verkefni að staða íbúanna verði jöfn á öllu svæðinu, og þjónusta og þjónustuframboð jöfnuð. Réttindi allra íbúanna til þjónustu eiga að vera þau sömu á öllu svæðinu og því mikilvægt að skoða hug íbúa til sameiningar.
Ólafur Þór Gunnarsson"
Á fundi bæjarráðs þann 22. maí var tillagan lögð fram að nýju og samþykkt með ágreiningi að vísa henni til afgreiðslu nýrrar bæjarstjórnar.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði til að tillögunni verði vísað til næstu bæjarstjórnar til úrvinnslu.

Kl. 17:06 vék Pétur Ólafsson af fundi og tók Tjörvi Dýrfjörð sæti hans.

Tillaga Ármanns Kr. Ólafssonar var samþykkt með fimm atkvæðum gegn fjórum. Tveir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

31.1403171 - Settjörn við Fornahvarf

Lögð fram tillaga að breyttri staðsetningu settjarnar við Fornahvarf sbr. uppdrætti dags. 20.5.2014 í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að kynna framlagða tillögu. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að kynna framlagða tillögu.

32.1405381 - Skíðasvæði. Bláfjöll. Færsla á dómarahúsi.

Lögð fram tillaga Landslags ehf., f.h. Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins að færslu dómarahúss í Kóngsgili í Bláfjöllum. Uppdrættir í mkv. 1:50.000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 9.5.2014. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna með tilvísan í 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu með 11 atkvæðum.

33.1402210 - Gulaþing 2. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Jakobs Líndal dags. 4.2.2014 f.h. Kópavogsbæjar að breyttu deiliskipulagi Gulaþings 2. Í breytingunni felst að lóðin stækkar úr 5000m2 í 5650m2, lega og stærð byggingarreits breytist og göngustígur sunnan við lóð mjókkar. Í stað leikskóla á einni hæð verður hann á einni hæð og kjallara. Lögun manar til vesturs breytist sem og lega göngustígs sbr. uppdrætti dags. 2.2.2014. Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2014 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Gulaþings 2-26, Hafraþings 1-3, 5-7, 9-11, Dalaþings 1 og 2. Kynningu lauk 28.3.2014. Athugasemdir bárust frá Ófeigi Fanndal, Dalaþingi 2, dags. 28.3.2014; frá Silfurtungli ehf., Gulaþingi 4, dags. 28.3.2014.
Á fundi skipulagsnefndar 15.4.2014 var afgreiðslu málsins frestað og óskað eftir umsögn skipulags- og byggingardeildar.
Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 20.5.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti erindið. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir erindið með níu atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

34.1402401 - Sæbólsbraut 34. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi frá Studio Strik arkitektum, f.h. lóðarhafa dags. 12.2.2014. Óskað er eftir heimild til að stalla hæðir hússins líkt og gert hefur verið í húsi nr. 34a í stað þess að húsið sé hæð og ris (séð frá götu). Þannig verður húsið fullar tvær hæðir. Byggingarreitur, hámarkshæð og þakform breytast ekki sbr. uppdrætti dags. 10.2.2014. Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2014 var samþykkt með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Sæbólsbrautar 33, 34a, 35, 36, 37, 39, 41, 43, 45. Kynningu lauk 9. apríl 2014. Athugasemd barst frá Birgi Ómari Haraldssyni, Sæbólsbraut 36, dags. 30.3.2014.
Á fundi skipulagsnefndar 15.4.2014 var afgreiðslu málsins frestað og óskað eftir umsögn skipulags- og byggingardeildar.Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 20.5.2014.
Skipulagsnefnd samþykkti erindið. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir erindið með átta atkvæðum. Þrír bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

35.1311396 - Auðbrekka 3. Viðbygging.

Lagt fram að nýju erindi Onyx ehf., dags. 27.11.2013, f.h. lóðarhafa Auðbrekku 3. Sótt er um að stækka við jarðhæð hússins sem nemur 3,5m x 14,8m eða 51,8m2 sbr. uppdráttum dags. í október 2013 í mkv. 1:100 og 1:500. Á fundi skipulagsnefndar 21. janúar 2014 var samþykkt með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða breytingartillögu fyrir lóðarhöfum Auðbrekku 1, 5 og Skeljabrekku 4. Samþykkt með fjórum atkvæðum, þrír fundarmenn sátu hjá. Kynningu lauk 27. febrúar 2014. Athugasemd barst á kynningartíma frá Svell ehf. dags. 1.2.2014. Á fundi skipulagsnefndar 18.3.2014 var erindinu frestað og skipulags- og byggingardeild falið að taka saman umsögn um innsendar athugasemdir. Á fundi skipulagsnefndar 15.4.2014 var málinu hafnað og því vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Á fundi bæjarstjórnar var samþykkt að vísa málinu aftur til skipulagsnefndar.
Við nánari skoðun er það mat skipulagsnefndar að fyrirhuguð viðbygging rýrir ekki aðkomu eða sameiginlega nýtingu bílastæða á lóð.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir erindið með sjö atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar greiddu ekki atkvæði.

36.1405034 - Þrymsalir 1. Breytt deiliskipulag. Breyta einbýli í tvíbýli.

Lagt fram að nýju erindi lóðarhafa þar sem óskað er eftir að breyta þegar byggðu einbýlishúsi að Þrymsölum 1 í tvíbýli sbr. uppdráttum dags. 3.2.2014.
Lagt fram erindi Arinbjarnar Snorrasonar dags. 14. apríl 2014 þar sem óskað er eftir að tekið yrði upp að nýju erindi varðandi breytingu á deiliskipulagi Þrymsala 1 þar sem einbýli verði breytt í tvíbýli.
Skipulagsnefnd staðfestir bókun sína frá 18. febrúar 2014 um að hafna tillögu þess efnis að breyta Þrymsölum 1 úr einbýli í tvíbýli.
Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð hafnaði tillögunni og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn hafnar erindinu með tíu atkvæðum gegn einu.

37.1308322 - Þinghólsbraut 63. Viðbygging.

Lagt fram að nýju erindi arkitektastofunnar Kurt og Pí f.h. lóðarhafa. Í breytingunni felst að byggð er bílageymsla á norð-vestur horni hússins og svalir þar framan við, sem tengjast núverandi svölum. Núverandi stigi niður í garð er endurgerður. Innbyggð sorpgeymsla er á austurhlið bílageymslu. Undir bílageymslu er geymsla með dyrum til suðurs en einnig er innangengt í hana úr núverandi geymslu. Jafnframt er gluggum breytt á vesturhlið. Allur frágangur og efnisval viðbyggingar er í samræmi við núverandi hús sbr. uppdráttum í mkv. 1:100 og 1:500 dags. 30.7.2013. Á fundi skipulagsnefndar 27. ágúst 2013 var samþykkt með vísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Þinghólsbrautar 61, 62, 64, 65 og 66. Kynningu lauk 10. október 2013. Athugasemdir og ábendingar bárust. Lagt fram ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 5. nóvember 2013. Á fundi skipulagsnefndar 5.11.2013. var málinu frestað. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu dags. 20.5.2014 þar sem komið er til móts við framkomnar athugasemdir. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði til að erindinu verði vísað að nýju til skipulagsnefndar til úrvinnslu.

 

Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum að vísa erindinu til skipulagsnefndar að nýju til úrvinnslu.

38.1404312 - Markavegur 2, 3 og 4. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram erindi Kristins Valdemarssonar, lóðarhafa Markavegar 2-3 og 4, dags. 10.4.2014. Óskað er eftir að lóð að Markavegi 4 verði stækkuð um 5 metra, úr 20m í 25m og að það verði tekið af lóð nr. 2-3. Lóð nr. 2-3 verði þannig minnkuð um 5m. Á lóð nr. 4 verði hæðarkóti hækkaður um 20cm eða úr 101,6 í 101,8 og breiddin verði 12,25m í stað 12m.
Einnig samþykkir lóðarhafi að deiliskipulag fyrir Markaveg 2-3, samþykkt í bæjarstjórn 25.5.2014 og auglýst í B-deild Stjórnartíðinda 5.3.2014, verði afturkallað. Skipulagsnefnd samþykkti ofangreinda afturköllun og vísar til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar og með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Markarvegi 1, Heimsenda 4, 6 og 8. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir ofangreinda afturköllun og samþykkir með 11 atkvæðum að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Markarvegi 1, Heimsenda 4, 6 og 8. 

Fundi slitið - kl. 18:00.