Bæjarstjórn

1063. fundur 25. september 2012 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir forseti
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Aðalsteinn Jónsson 1. varaforseti
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Hafsteinn Karlsson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir varafulltrúi
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1201284 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga, 7. september

799. fundur

Til máls tóku Margrét Björnsdóttir, Guðríður Arnardóttir og Hjálmar Hjálmarsson. Þá tóku Ómar Stefánsson og Hjálmar Hjálmarsson til máls um stjórn fundarins. Þá tók Guðríður Arnardóttir til máls. Því næst tóku Hafsteinn Karlsson og Ómar Stefánsson til máls um stjórn fundarins.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

2.1209012 - Félagsmálaráð, 18. september

1337. fundur

Til máls tók Guðríður Arnardóttir um liði 1 og 6, Ómar Stefánsson um liði 1 og 6, Hjálmar Hjálmarsson um liði 1 og 6, Guðríður Arnardóttir um liði 1 og 6, Ólafur Þór Gunnarsson um liði 1 og 6 og Rannveig Ásgeirsdóttir um liði 1 og 6.

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

3.1209011 - Forvarna- og frístundanefnd, 13. september

11. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

4.1209005 - Lista- og menningarráð, 6. september

7. fundur

Til máls tók Hjálmar Hjálmarsson.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

5.1208018 - Skipulagsnefnd, 5. september

1215. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

6.1209007 - Skipulagsnefnd, 18. september

1216. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

7.1209010 - Skólanefnd, 17. september

47. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

8.1201281 - Skólanefnd MK, 4. september

20. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

9.1201282 - Stjórn Héraðsskjalasafns, 11. september

79. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

10.1209013 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 18. september

57. fundur

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa án umræðu.

11.1201287 - Stjórn Sorpu bs., 27. ágúst

303. fundur

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

12.1201288 - Stjórn Strætó bs., 31. ágúst

172. fundur

Til máls tóku Hjálmar Hjálmarsson um lið 5, Guðríður Arnardóttir um lið 5, Gunnar Ingi Birgisson um lið 5, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um liði 5 og 6, Hjálmar Hjálmarsson um liði 5 og 6 og Rannveig Ásgeirsdóttir um lið 5.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

13.1006253 - Kosningar í skólanefnd

Ásta Skæringsdóttir kjörin aðalmaður í skólanefnd í stað Alexanders Arnarsonar og Alexander Arnarson kjörinn varamaður í skólanefnd í stað Guðlaugs Sigga Hannessonar.

14.1202293 - Kosningar í lista- og menningarráð

Auður Arna Antonsdóttir kjörin varamaður í lista- og menningarráð í stað Unu Maríu Óskarsdóttur.

15.1103100 - Kosningar í forvarna- og frístundanefnd

Diljá Helgadóttir kjörin varamaður í forvarna- og frístundanefnd í stað Ómars Stefánssonar.

16.1208656 - Lánssamningur

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum þann 23. ágúst sl. að gengið yrði til samninga við Arionbanka um framlenginu erlendrar lánalínu og að henni yrði breytt í lán í íslenskum krónum.
Lögð fram eftirfarandi tillaga:
"Bæjarstjórn Kópavogs samþykkir að taka lán hjá Arion banka að fjárhæð allt að kr. 2.750.000.000,- til fjögurra ára, í samræmi við framlögð drög lánssamnings, frá 3. september 2012. Lánið er tekið til endurfjármögnunar á þar tilgreindum lánum sveitarfélagsins í erlendri mynt hjá Arion banka og ber lánið REIBOR vexti með 1,75% álagi.
Aukinheldur er Ármanni Kristni Ólafssyni, kt. 170766-5049, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Kópavogsbæjar að undirrita nefndan lánssamning við Arion banka, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari."

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, tók til máls og gerði grein fyrir tillögunni.

 

Bæjarstjórn samþykkir framlagða tillögu einróma.

17.1208340 - Tímatöflur íþróttamannvirkja 2012/2013

Tímatöflur íþróttamannvirkja bæjarins, sem íþróttaráð samþykkti á fundi sínum þann 15. ágúst sl.

Til máls tók Gunnar Ingi Birgisson og lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Undirritaðir leggja til að tímatöflur í íþróttahúsum Kópavogsbæjar sem ákveðnar voru í íþróttaráði verði endurskoðaðar. Niðurstöður endurskoðunar verði kynntar á næsta fundi bæjarstjórnar.

Málið var lítið sem ekkert kynnt fyrir bæjarfulltrúum utan bæjarráðs. Bréf barst frá Breiðabliki þann 14. ágúst, en var ekki tekið fyrir á fundi íþróttaráðs, þótt vitað væri um tilvist þess. Lítið sem ekkert samband var haft við Gerplu um þessa skiptingu, þrátt fyrir að 1.000 börn séu á biðlista eftir því að stunda fimleika.

Einnig er óskað eftir upplýsingum um samskipti bæjarins við Breiðabliks og Gerplu.

Gunnar Ingi Birgisson, Aðalsteinn Jónsson"

Þá tóku til máls Hafsteinn Karlsson, Arnþór Sigurðsson, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, Guðríður Arnardóttir, Gunnar Ingi Birgisson, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, Aðalsteinn Jónsson, Arnþór Sigurðsson, Hjálmar Hjálmarsson, Ómar Stefánsson, Aðalsteinn Jónsson, Rannveig Ásgeirsdóttir, Gunnar Ingi Birgisson, Hjálmar Hjálmarsson, Ómar Stefánsson og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sjö atkvæðum gegn fjórum.

18.1209154 - Almannakór 5, umsókn um byggingarleyfi.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar, sbr. lið 15 í fundargerð frá 18. september og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs einróma.

19.810518 - Samstarfssamningur milli Kópavogsbæjar og Skógræktarfélags Kópavogs.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, drög að samstarfssamningi við Skógræktarfélag Kópavogs. Bæjarráð vísar afgreiðslu samningsins til bæjarstjórnar.

Tillaga Guðríðar Arnardóttur um að vísa samningsdrögum til umhverfis- og samgöngunefndar var felld með sex atkvæðum en fimm greiddu atkvæði með henni.

Bæjarstjórn samþykkir drög að samstarfssamningi við Skógræktarfélag Kópavogs með sjö atkvæðum gegn fjórum. Hlé var gert á fundi kl. 16.34. Fundi var fram haldið kl. 16.36.

Guðríður Arnardóttir tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Fulltrúar Samfylkingarinnar og Næst besta flokksins eru á móti samstarfssamningi við Skógræktarfélag Kópavogs þar sem enn eru ágallar á samningnum og hann ekki nægilega skýr.  Spurningum Samfylkingarinnar er varðar samninginn hefur ekki verið svarað og umhverfisráð hefur ekki fengið tækifæri til þess að fjalla um seinni útgáfu samningsins en hann hefur tekið nokkrum breytingum frá fyrstu drögum.  Í því ljósi treystum við okkur ekki til þess að standa að málinu, þótt vissulega styðjum við gott og farsælt samstarf Kópavogs við Skógræktarfélagið.

Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson, Pétur Ólafsson, Hjálmar Hjálmarsson"

Ólafur Þór Gunnarsson tók til máls og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður hefði talið eðlilegt að gefa umhverfis- og samgöngunefnd færi á að tjá sig um samninginn áður en lokaafgreiðsla fór fram, en tel engu að síður að þær bragabætur sem gerðar eru séu til bóta og samþykki því samninginn.

Ólafur Þór Gunnarsson"

Bæjarstjórn samþykkir með sjö samhljóða atkvæðum tillögu Ármanns Kr. Ólafsson um að greiðslur vegna samningsins taki mið af fjárhagsáætlun ársins og kostnaður vegna hans sem rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2013.

20.1209014 - Bæjarráð, 20. september

2654. fundur

Til máls tók Hjálmar Hjálmarsson um liði 14 og 29.

Kl. 17:00 vék Pétur Ólafsson af fundi og tók Margrét Júlía Rafnsdóttir sæti hans.

Þá tóku til máls Ólafur Þór Gunnarsson um liði 13, 14 og 12, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um lið 14 og lagði til að tillaga starfshópsins verði samþykkt með eðlilegri hnikun á dagsetningum og þeirri breytingu að sérstakur verkefnastjóri verði ekki ráðinn en umhverfissviði falið að veita starfshópnum aðstoð og ráðgjöf.

Til máls tók Gunnar Ingi Birgisson um liði 22, 26 og 29, Hjálmar Hjálmarsson um lið 29, Margrét Júlía Rafnsdóttir um liði 14 og 29, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um lið 29 og Hjálmar Hjálmarsson, sem óskaði eftir að bera af sér sakir. Þá tók til máls Rannveig Ásgeirsdóttir um liði 14 og 29.

Forseti óskaði eftir leyfi fundarins til að gefa Smára Smárasyni, arkitekt á umhverfissviði orðið til að gera grein fyrir skipulagsmálum sem til afgreiðslu eru á fundinum. Var það samþykkt. Þá tók Smári Smárason til máls og gerði grein fyrir skipulagstillögum.

21.1205200 - Vatnsendablettur 4, Fagrabrekka - Ný íbúðarlóð

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar, sbr. lið 2 í fundargerð frá 18. september og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs einróma.

22.1204242 - Engjaþing 1, 3 og 5. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar, sbr. lið 3 í fundargerð frá 18. september og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs einróma.

23.1208332 - Þríhnúkagígur - aðgengi, aðkoma og þjónustubygging.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar, sbr. lið 4 í fundargerð frá 18. september og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs einróma.

24.1111541 - Kópavogsbraut 98, umsókn um byggingarleyfi.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar, sbr. lið 7 í fundargerð frá 18. september og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs með níu samhljóða atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

25.1103073 - Kársneshöfn. Athafnasvæði. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar, sbr. lið 12 í fundargerð frá 18. september og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs með sjö samhljóða atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.

26.1011193 - Kópavogstún - Kópavogsgerði. Breytt deiliskipulag.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar, sbr. lið 14 í fundargerð frá 18. september og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs einróma.

27.1209009 - Bæjarráð, 13. september

2653. fundur

Til máls tóku Hjálmar Hjálmarsson um lið 22, Gunnar Ingi Birgisson um liði 22 og 4, Guðríður Arnardóttir um lið 13 og lagði til að drögum að samningi við Skógræktarfélag Kópavogs verði vísað til umhverfis- og samgöngunefndar, Pétur Ólafsson um lið 22 og lagði til að bæjarráð setji sér reglur um styrkúthlutanir ráðsins, Ólafur Þór Gunnarsson um liði 13, 22 og 12, Pétur Ólafsson um lið 22, Hjálmar Hjálmarsson um liði 13 og 22 og lagði til að umræðu um tilfallandi styrki vegna tómstunda, íþrótta o.fl. verði vísað til fjárhagsáætlunargerðar, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, um liði 22, 4 og 13 og lagði til að greiðslur vegna samningsins taki mið af fjárhagsáætlun ársins og kostnaður vegna hans sem rúmast ekki innan fjárhagsáætlunar verði vísað til gerðar fjárhagsáætlunar ársins 2013, og Aðalsteinn Jónsson um liði 22 og 12.

Tillaga Péturs Ólafssonar um styrkúthlutanir var samþykkt með 10 samhljóða atkvæðum.

Tillaga Hjálmars Hjálmarssonar um að vísa tilfallandi styrkjum til gerðar fjárhagsáætlunar var felld með fjórum atkvæðum en tveir greiddu atkvæði með henni. Fimm bæjarfulltrúar sátu hjá.

28.1205409 - Starfshópur um Kópavogstún, Kópavogsbæinn og Kópavogshælið.

Bæjarráð vísar tillögum starfshóps um Kópavogstún, Kópavogsbæinn og Kópavogshælið til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu starfshópsins einróma með eðlilegri hnikun á dagsetningum og þeirri breytingu að sérstakur verkefnisstjóri verði ekki ráðinn, en umhverfissviði falið að veita starfshópnum aðstoð og ráðgjöf.

29.1207122 - Álmakór 17 - breytt deiliskipulag

Bæjarráð staðfestir samþykkt skipulagsnefndar.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs með tíu samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

30.1207228 - Digranesvegur 62, umsókn um byggingarleyfi

Bæjarráð staðfestir samþykkt skipulagsnefndar.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs með tíu samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

31.1206431 - Digranesvegur 64, umsókn um byggingarleyfi.

Bæjarráð staðfestir samþykkt skipulagsnefndar.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs einróma.

32.1208145 - Dalaþing 8, girðing og garðskýli.

Bæjarráð staðfestir samþykkt skipulagsnefndar.

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar og bæjarráðs einróma.

33.1206392 - Dagforeldrar - þjónustusamningar og breytingar á niðurgreiðslum

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 17. september og 19. september, tillögur varðandi reglur og framlög vegna barna hjá dagforeldrum. Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögur sviðsstjóra menntasviðs varðandi reglur og framlög vegna barna hjá dagforeldrum. Samþykkt með sex samhljóða atkvæðum en fimm bæjarfulltrúar sátu hjá.

34.1209008 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 11. september

56. fundur

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa án umræðu.

Fundi slitið - kl. 18:00.