Frá skipulagsstjóra, dags. 12. apríl, lagt fram að nýju erindi Ólafs V. Björnssonar, f.h. lóðarhafa, dags. 7.3.2016, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Gnitaheiðar 8 og 8a. Á fundi skipulagsnefndar 21.3.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Gnitaheiðar 1, 3, 4a, 4b, 5, 6a og 6b. Lagt fram ásamt skriflegu samþykki allra tilgreindra lóðarhafa. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Hreiðar Oddsson sat fundinn í fjarveru Sverris Óskarssonar.
Pétur Hrafn Sigurðsson stýrði fundi í fjarveru Margrétar Friðriksdóttur.