Bæjarstjórn

1044. fundur 25. október 2011 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Hafsteinn Karlsson 1. varaforseti
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
  • Margrét Björnsdóttir aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir varafulltrúi
  • Erla Karlsdóttir varafulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varafulltrúi
  • Guðrún Pálsdóttir bæjarstjóri
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði forseti eftir heimild fundarins til að taka á dagskrá með afbrigðum tvo liði, sem ekki voru á boðaðri dagskrá. Annars vegar fundargerð menningar- og þróunarráðs ásamt stofnskrá Listasafns Kópavogs og hins vegar erindi frá Páli Magnússyni, bæjarritara. Var það samþykkt einróma.

Þá tók Ármann Kr. Ólafsson til máls um stjórn fundarins og gerði athugasemd við að fundur færi fram í félagsmálaráði á sama tíma og fundur bæjarstjórnar fer fram auk þess sem sá fundur hafi verið boðaður með skömmum fyrirvara.

1.1102013 - Smiðjuvegur 48 og 50. Óskað heimildar til gera bílastæði austan við lóð

Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sex samhljóða atkvæðum. Fimm bæjarfulltrúar sátu hjá.

2.1109024 - Umhverfis- og samgöngunefnd 10/10

9. fundur

Til máls tók Ómar Stefánsson um lið 5 og Margrét Júlía Rafnsdóttir um lið 5.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

3.1101878 - Stjórn Strætó bs. 18/10

161. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

4.1101996 - Stjórn Sorpu bs. 17/10

290. fundur

Til máls tók Hafsteinn Karlsson um lið 4 og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður gerir athugasemdir við umfjöllun Kastljóss um endurvinnslu fimmtudaginn 20. október. Á henni mátti skilja að sorp sem bærist SORPU væri ”allt urðað“ eins og sagt var. Rétt er að benda á að allur flokkaður úrgangur sem skilað er í endurvinnslustöðvar og í grenndargáma fer í endurvinnsluferli. Árskýrsla SORPU árið 2010 sýnir að af 143.000 tonnum mótteknum voru 38% endurunnin eða endurnýtt eða um 56.000 tonn.  Einnig var framleitt metan um 553.000 Nm3 sem jafngildir um 600.000 bensínlítrum. Tekjur af endurvinnsluafurðum voru um 205 milljónir og tekjur Góða hirðisins um 173 milljónir eða samtals um 380 milljónir.  Heildartekjur SORPU voru um 1850 milljónir og tekjur vegna endurvinnslu eru því um 21%.

Hafsteinn Karlsson"

Þá fjallaði Hafsteinn Karlsson um liði 1, 2 og 3.

Þá tóku til máls Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um lið 1, Ármann Kr. Ólafsson um lið 3, Ólafur Þór Gunnarsson um lið 3, Ómar Stefánsson um lið 4, Hafsteinn Karlsson um liði 3 og 4 og Margrét Júlía Rafnsdóttir um liði 4 og 3.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

5.1101865 - Stjórn skíðasvæða hbsv. 12/10

317. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

6.1101865 - Stjórn skíðasvæða hbsv. 29/9

316. fundur

Til máls tók Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um liði 1 og 2.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

7.1101641 - Stjórn Héraðsskjalasafns 26/9

74. fundur, sem frestað var í bæjarstjórn 11/10.

Til máls tók Gunnar Ingi Birgisson um lið 1, Ómar Stefánsson um lið 1, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um lið 1, Gunnar Ingi Birgisson um lið 1, Rannveig Ásgeirsdóttir um lið 1, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um lið 1, Ómar Stefánsson um lið 1, Ármann Kr. Ólafsson um lið 1 og Gunnar Ingi Birgisson sem óskaði eftir að bera af sér sakir. Þá tók Ármann Kr. Ólafsson til máls um stjórn fundarins. Þá tók til máls Rannveig Ásgeirsdóttir um lið 1.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

8.1101857 - Skólanefnd Menntaskólans í Kópavogi 27/9

14. fundur

Til máls tóku Ólafur Þór Gunnarsson um liði 1, 3 og 4, Ómar Stefánsson um lið 1, Margrét Júlía Rafnsdóttir um lið 1 og Rannveig Ásgeirsdóttir um lið 1.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

9.1109020 - Skólanefnd 17/10

34. fundur

Til máls tók Karen Halldórsdóttir um lið 5, Rannveig Ásgeirsdóttir um liði 4 og 5, Ármann Kr. Ólafsson um liði 4 og 5 og Rannveig Ásgeirsdóttir um lið 5. 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

10.1110193 - Hagasmári 2, breytingar á húsnæði og útfærsla lóðar.

Erindi varðandi breytingar á húsnæði Hagasmára 2 og fyrirkomulag lóðar.

Bæjarstjórn samþykkir erindið einróma.

11.1110020 - Beiðni um að draga uppsögn til baka

Lagt fram erindi frá Páli Magnússyni, bæjarritara, þar sem hann óskar eftir að draga uppsögn sína á starfi bæjarritara frá 30. september sl. til baka.

Bæjarstjórn samþykkir erindi Páls Magnússonar, bæjarritara, einróma um að draga til baka uppsögn á starfi.

Hlé var gert á fundi kl. 16:04.  Fundi var fram haldið kl. 16:06.

Forseti leitaði heimildar fundarins á því að gefa Páli Magnússyni heimild til að ávarpa fundinn. Var það samþykkt. Til máls tóku Páll Magnússon, bæjarritari, Ómar Stefánsson, Ármann Kr. Ólafsson, Hafsteinn Karlsson og Ólafur Þór Gunnarsson.

Eftirfarandi bókun var lögð fram sameiginlega af öllum bæjarfulltrúum ásamt bæjarstjóra:

"Bæjarstjórn Kópavogs harmar þá umræðu sem hefur átt sér stað í kjölfar ráðningar Páls Magnússonar í starf forstjóra Bankasýslu ríkisins, þar sem persóna hans sem og störf hafa verið dregin fram í umræðuna og snúið á versta veg.  Bæjarstjórn ber traust til starfsmanns síns og veit að hann mun starfa fyrir bæjarfélagið af heilindum hér eftir sem hingað til."

12.1107107 - Laxalind 13 og 15, umsókn um byggingarleyfi

Umsögn um erindi vegna Laxalindar 13-15, sbr. lið 2 í fundargerð skipulagsnefndar 17/10, þar sem erindinu er hafnað og vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu með tíu samhljóða atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

13.1110006 - Skipulagsnefnd 17/10

1195. fundur

Til máls tóku Ómar Stefánsson um liði 18 og 19, Gunnar Ingi Birgisson um liði 14, 16, 18, 19 og 24, Ólafur Þór Gunnarsson um liði 18, 2, 19 og 14.

 

Hlé var gert á fundi kl. 19:59.  Fundi var fram haldið kl. 20:02.

 

Gunnar Ingi Birgisson, Ómar Stefánsson og Ármann Kr. Ólafsson tóku til máls um stjórn fundarins.

Til máls tók Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um lið 14.

 

Bæjarstjórn tekur undir bókun skipulagsnefndar undir lið 18.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

14.1109214 - Stofnskrá Listasafns Kópavogs - Gerðarsafns

Lögð fram til staðfestingar stofnskrá fyrir Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn, sem samþykkt var á fundi menningar- og þróunarráðs þann 17/10 sl.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa stofnskrá Listasafns til bæjarráðs til fullnaðarafgreiðslu.

15.1110008 - Menningar- og þróunarráð 17/10

11. fundur

Til máls tók Hafsteinn Karlsson um lið 2 og lagði fram tvær breytingartillögur. Að í gr. 6 falli setningin "Forstöðumaður safnsins starfar í umboði ráðsins og ber ábyrgð gagnvart því." á brott og að fremst í gr. 7 bætist við: "Forstöðumaður er ráðinn samkvæmt reglum bæjarstjórnar Kópavogs um ráðningar starfsmanna. Hann annast allan daglegan rekstur safnsins, gerir fjárhagsáætlanir, fer með fjármálaleg samskipti fyrir hönd ráðsins, ræður starfslið safnsins og er í forsvari fyrir það." Þá falli á brott úr 7. gr. setningin: "Menningar- og þróunarráð Kópavogsbæjar ræður forstöðumann sem sér um allan daglegan rekstur safnsins."

Þá fjallaði Hafsteinn Karlsson um liði 3 og 4.

Næst tóku til máls Ómar Stefánsson um liði 1, 2, 3 og 4, Gunnar Ingi Birgisson um liði 1, 2 og 3, Hafsteinn Karlsson um lið 2 og 1, Guðrún Pálsdóttir um lið 1 og Ármann Kr. Ólafsson.

16.1109012 - Hafnarstjórn 19/9

76. fundur

Til máls tóku um lið 1 Ómar Stefánsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Ómar Stefánsson, Margrét Júlía Rafnsdóttir, Gunnar Ingi Birgisson, Margrét Júlía Rafnsdóttr, sem óskaði eftir að bera af sér sakir, Margrét Björnsdóttir og Ármann Kr. Ólafsson.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

17.1110005 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa 11/10

24. fundur

Til máls tók Rannveig Ásgeirsdóttir um fundargerðina.

 

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa án frekari umræðu.

18.1110011 - Bæjarráð 20/10

2613. fundur

Til máls tóku Ármann Kr. Ólafsson um liði 10, 8, 15 og 18, Margrét Júlía Rafnsdóttir um liði 10, 12 og 13, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um liði 15 og 18, Rannveig Ásgeirsdóttir um lið 8, Gunnar Ingi Birgisson um liði 15, 17 og 18 og lagði fram eftirfarandi bókun:

"Á að halda minnihlutanum frá öllum gögnum varðandi fjárhagsáætlun?

Gunnar Ingi Birgisson"

Þá tóku til máls Ómar Stefánsson um liði 8, 7, 15 og 16, Ólafur Þór Gunnarsson um liði 8 og 15, Margrét Júlía Rafnsdóttir um lið 17, Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, um lið 15 og Margrét Björnsdóttir um liði 15 og 7.

Hlé var gert á fundi kl. 17:59.  Fundi var fram haldið kl. 18:02.

Þá tók til máls Ármann Kr. Ólafsson um lið 15 og lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Bæjarstjórn Kópavogs skorar á þingmenn kjördæmisins og innanríkisráðherra að setja þegar byggð undirgöng undir Reykjanesbraut sem tengja saman Digranesveg og Lindaveg inn á vegaáætlun 2012 svo Vegagerðin geti greitt skuld sína við Kópavogsbæ frá 2007/2008. Ef það verður ekki gert þá samþykkir bæjarstjórn Kópavogs jafnframt að vísa málinu til umboðsmanns Alþingis.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson, Margrét Björnsdóttir, Karen Halldórsdóttir"

Til máls tók Rannveig Ásgeirsdóttir um lið 15.

 

Tillaga bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokks var samþykkt einróma.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

19.1110007 - Bæjarráð 12/10

2612. fundur

Til máls tóku Gunnar Ingi Birgisson um liði 3 og 9, Margrét Júlía Rafnsdóttir um liði 7 og 8, Ómar Stefánsson um liði 7 og 9, Margrét Júlía Rafnsdóttir um lið 7, Rannveig Ásgeirsdóttir um lið 3, Ólafur Þór Gunnarsson um liði 7 og 9, Erla Karlsdóttir um lið 7, Ármann Kr. Ólafsson um lið 7, Margrét Björnsdóttir um lið 7 og Karen Halldórsdóttir um lið 3.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

Fundi slitið - kl. 18:00.