Bæjarstjórn

1017. fundur 25. maí 2010 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar minntist forseti Heiðrúnar Sverrisdóttur, fyrrum bæjarfulltrúa, sem lést þann 14. maí sl.

1.1001160 - Hafnarstjórn 10/5

66. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

2.708167 - Bæjarmálasamþykkt. Seinni umræða

Drög að nýrri samþykkt fyrir stjórn og fundarsköp Kópavogsbæjar lögð fram til seinni umræðu. Drögin voru lögð fyrir bæjarstjórn til fyrri umræðu á fundi þann 25. september 2007.

Til máls tók Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, og gerði hann grein fyrir tillögu að breyttum samþykktum fyrir stjórn og fundarsköp Kópavogsbæjar. Þá tók til máls Gunnar Ingi Birgisson og lagði fram breytingartillögu og að við bætist 3. mgr. 23. gr.:

""Óæskilegt er að yfirmenn bæjarfélagsins, þ.e. sviðsstjórar og deildarstjórar séu jafnframt bæjarfulltrúar.

Gunnar Ingi Birgisson""

Þá tóku til máls Flosi Eiríksson, Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, Ingibjörg Hinriksdóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Jón Júlíusson, Gunnar Ingi Birgisson, Kristín Pétursdóttir, Margrét Björnsdóttir og Flosi Eiríksson.

Forseti bar undir fundinn breytingartillögu Gunnars Inga Birgissonar við 23. gr. og var hún felld með sex atkvæðum en einn greiddi atkvæði með henni. Fjórir bæjarfulltrúar sátu hjá.

Forseti bar þá undir fundinn tillögu að nýjum samþykktum um stjórn og fundarsköp Kópavogsbæjar. Var tillagan samþykkt með ellefu greiddum atkvæðum.

3.1001157 - Stjórnar Strætó bs. 14/5

139. fundur

Til máls tóku Flosi Eiríksson, Sigurrós Þorgrímsdóttir, Flosi Eiríksson, Sigurrós Þorgrímsdóttir, Gunnar Ingi Birgisson, Sigurrós Þorgrímsdóttir og Flosi Eiríksson um lið 1.

 

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

4.1001153 - Stjórn SSH 29/3

349. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

5.1005009 - Skólanefnd 17/5

10. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

6.1004032 - Skólanefnd 10/5

9. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

7.1005002 - Skipulagsnefnd 18/5

1178. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

8.1004024 - Lista- og menningarráð 11/5

358. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

9.1005003 - Lista- og menningarráð 5/5

357. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

10.1005004 - Leikskólanefnd 10/5

6. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

11.1005008 - Íþrótta- og tómstundaráð 17/5

250. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

12.1005007 - Bæjarráð 12/5

2549. fundur

Til máls tóku Ólafur Þór Gunnarsson um liði 14, 23 og 33, Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, um liði 14, 23 og 33, Gunnar Ingi Birgisson um liði 14 og 33, og Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, um lið 31 og lagði til að tillögu undir þeim lið, sem vísað var til bæjarstjórnar, yrði vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Þá tóku til máls Ingibjörg Hinriksdóttir um lið 31, Ólafur Þór Gunnarsson um liði 31 og 33, Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, um lið 31, Flosi Eiríksson um liði 31 og 33, og Gunnar Ingi Birgisson um liði 31 og 33, og lagði fram eftirfarandi tillögu:

""Bæjarstjórn Kópavogs skorar á Alþingi að búa til rannsóknarhóp, t.d. rannsóknarnefnd Alþingis varðandi hrunið, til að rannsaka Icesave málið svokallaða frá upphafi stofnunar þessara reikninga, síðan við Breta og Hollendinga frá síðasta sumri til dagsins í dag. Þetta er nauðsynlegt í ljósi þess að bætur þær sem Íslendingar verða að greiða hafa minnkað um 50-100 milljarða frá upphaflegum samningi sem hafnað var af forseta Íslands og síðar þjóðinni í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Gunnar Ingi Birgisson.""

Þá tók til máls Flosi Eiríksson um stjórn fundarins.

Hlé var gert á fundi kl. 16.38. Fundi var fram haldið kl. 16.45.

Þá tóku til máls Ragnheiður K. Guðmundsdóttir um lið 31, Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, um lið 31 og Flosi Eiríksson um liði 31 og 33 og lagði fram eftirfarandi bókun:

""Það er afar athyglisvert að við umræðu um stjórnsýslurannsókn í Kópavogi velji hinn raunverulegi oddviti meirihlutans að flytja tillögu um skoðun á Icesave málinu og þeim beinu afleiðingum af einkavæðingar stefnu Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna sem birtast í því máli. Þar sækir hann í skóla fyrrum leiðtoga síns í smjörklípufræðum, Davíðs Oddssonar. Þetta er vel þekkt leið þegar menn vilja beina athyglinni frá eigin verkum. Við gerum hins vegar enga athugasemd við þá hvatningu sem í tillögunni felst.

Ólafur Þór Gunnarsson, Ingibjörg Hinriksdóttir, Kristín Pétursdóttir, Jón Júlíusson, Flosi Eiríksson""

 

Þá óskaði Gunnar Ingi Birgisson eftir að bera af sér sakir. Því næst óskaði Flosi Eiríksson efti því að bera af sér sakir.

Formaður bar undir fundinn tillögu Gunnars Inga Birgissonar og var hún samþykkt einróma.

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

13.1005001 - Forvarnanefnd 5/5

25. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

14.1005010 - Félagsmálaráð 18/5

1284. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

15.1004031 - Ferlinefnd 6/5

134. fundur

Fundargerðin afgreidd án umræðu.

16.1005066 - Tunguheiði 8, þakhýsi-fyrirspurn.

Bæjarráð hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn hafnar erindinu með níu samhljóða atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

17.1005018 - Fyrirspurn um skipulag í landi Gunnarshólma

Bæjarráð hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn hafnar erindinu einróma.

18.1003112 - Þrymsalir 13, breytt deiliskipulag.

Bæjarráð hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn hafnar erindinu einróma.

19.1005012 - Bæjarráð 20/5

2550. fundur

Til máls tók Ólafur Þór Gunnarsso um liði 31 og 53 og lagði fram eftirfarandi tillögu:

""Bæjarstjórn beinir því til formanns bæjarráðs að hann kalli oddvita þeirra flokka sem eiga fulltrúa í bæjarstjórn Kópavogs til fundar eigi síðar en 1. júní n.k. til að ná samkomulagi um hvernig afgreiða beri tillögu VG um rannsóknarskýrslu í Kópavogi.

 

Greinargerð:

Í samþykkt bæjarráðs frá 20.05. síðastliðnum eru engin tímamörk á hvenær eigi að kalla saman oddvita flokkanna í Kópavogi til að ræða framgang tillögunnar. Slíkt er afar óljóst og því mikilvægt að úr sé bætt. Tillaga um rannsóknarskýrslu hefur þegar verið samþykkt í Reykjavík og í ljósi allrar umræðu í samfélaginu er afar mikilvægt að sambærileg úttekt verði gerð hér.

Ólafur Þór Gunnarsson""

Þá tóku til máls Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, um lið 31 og Flosi Eiríksson um lið 31 og lagði til, að í stað ""1. júní"" komi ""15. júní"" í framlagðri tillögu Ólafs Þórs Gunnarssonar. Þá tóku til máls Ólafur Þór Gunnarsson um lið 31, Ómar Stefánsson um lið 31, Ingibjörg Hinriksdóttir um liði 31, 1, 2 og 26, Gunnar Ingi Birgisson um lið 1, Ingibjörg Hinriksdóttir um liði 1 og 30, Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri, um liði 1 og 2, Ragnheiður K. Guðmundsdóttir um lið 1, Gunnar Ingi Birgisson um lið 1 og Gunnsteinn Sigurðsson, bæjarstjóri um lið 1.

Forseti bar fram breytingartillögu Flosa Eiríkssonar við tillögu Ólafs Þórs Gunnarssonar og var hún samþykkt með tíu samhljóða atkævðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá. Þá bar forseti undir fundinn tillögu Ólafs Þórs Gunnarssonar svo breytta og var hún samþykkt einróma.

Fundargerðin afgreidd án frekari umræðu.

20.1004244 - Rekstrarstjórn Kórsins

Frá bæjarritara, tillaga sem ágreiningur var um í bæjarráði 12/5 varðandi rekstur Kórsins.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með sex samhljóða atkvæðum. Fimm bæjarfulltrúar sátu hjá.

21.1001092 - Málefni sundlauganna í Kópavogi 2010.

Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Samfylkingarinnar, sem vísað var til afgreiðslu bæjarstjórnar á fundi bæjarráðs þann 12/5:

""Fulltrúar Samfylkingarinnar leggja til að gjaldtaka eldri borgara verði afnumin í sundlaugar Kópavogs.
Það er ljóst að gjaldtaka á eldri borgara í Kópavogi var misráðin og ósanngjarnt að Kópavogsbær einn sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu bjóði ekki eldri borgurum í sund.
Bæjaryfirvöld hafa mætt mikilli andstöðu vegna þessarar gjaldtöku og ljóst að það má hagræða með öðrum hætti en þessum.
Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson""

Forseti bar upp tillögu Gunnsteins Sigurðssonar, bæjarstjóra, um að vísa tillögunni til endurskoðunar fjárhagsáætlunar. Var það samþykkt með fimm atkvæðum gegn fjórum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá.

Jón Júlíusson vék af fundi undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 18:00.