Frá skipulagsstjóra, dags. 20. september, lögð fram að nýju tillaga sviðsstjóra umhverfissviðs að breyttum lóðarmörkum Sunnubrautar 21, 23, 25, 27, 29, 31, 33, 35, 37, 39, 41, 43 og 45 vegna endurnýjunar á lóðaleigusamningum. Á fundi skipulagsnefndar 22.6.2015 var málinu frestað og vísað til umsagnar bæjarlögmanns. Lagt fram minnisblað lögfræðideildar dags. 20. júlí 2015; erindi Óskars Sigurðssonar hrl. fh. lóðarhafa Sunnubrautar 31, 35, 39, 43 og 45 dags. 21. desember 2015; erindi sviðsstjóra umhverfissviðs til Óskars Sigurðssonar hrl. dags. 5. janúar 2016; erindi sviðsstjóra umhverfissviðs til skipulagsnefndar dags. 7. janúar og 13. janúar 2016 og tölvupóstsamskipti Óskars Sigurðssonar hrl og sviðsstjóra umhverfissvið 8. og 9. febrúar 2016. Til umfjöllunar hefur verið í skipulagsnefnd tillaga að stækkun lóðanna Sunnubraut 21 til 45 (oddatölur), sbr. fundi skipulagsnefndar 18/1, 15/2, 11/4 og 27/6 2016. Fyrir liggur að endurnýja þarf lóðarleigusamninga fyrir umræddar lóðir. Núverandi afmörkun lóðanna er umfram upphaflega ætluð lóðarmörk og sýnd eru á þinglýstum lóðarleigusamningum og er ekki í samræmi við úthlutun lóðanna á sínum tíma. Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð og bæjarstjórn að lóðamörkum ofangreindra lóða verði ekki breytt sbr. þinglýsta samninga en að viðkomandi lóðarhafa verði heimiluð, á hans ábyrgð, afnot þess lands sem hann hefur afmarkað sér, á meðan Kópavogsbær þarf ekki á því landi að halda (sem er umfram þinglýsta samninga) svo sem vegna framkvæmda við veitumannvirki og stígagerð. Skipulagsnefnd samþykkti tillöguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.