Bæjarstjórn

1082. fundur 24. september 2013 kl. 16:00 - 18:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Margrét Björnsdóttir forseti
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Aðalsteinn Jónsson 1. varaforseti
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir varafulltrúi
  • Elfur Logadóttir varafulltrúi
  • Hreiðar Oddsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar óskaði forseti skáksveit Álfhólsskóla til hamingju með Norðurlandameistaratitil sinn en skólinn sigraði í keppni barnaskáksveita.

Áður en gengið var til dagskrár minntist forseti Sigurðar Grétars Guðmundssonar fyrrverandi bæjarfulltrúa, sem lést þann 8. september sl. Sigurður Gréta

1.1309008 - Félagsmálaráð, 17. september

1357. fundur

Lagt fram.

2.1103099 - Kosningar í barnaverndarnefnd

Signý Þórðardóttir kjörin aðalmaður í barnaverndarnefnd í stað Ingibjargar Sveinsdóttur.

3.1301111 - Kosning varamanna í forsætisnefnd

Kosning þriggja varamanna í forsætisnefnd.

Kosningu hlutu:

Af A-lista:

Gunnar Ingi Birgisson

Ómar Stefánsson

 

Af B-lista:

Ólafur Þór Gunnarsson

4.1301024 - Svæðisskipulagsnefnd hbsv. (áður Samvinnunefnd um svæðisskipulag

36. fundur

Lagt fram.

5.1301050 - Stjorn Sorpu bs., 9. september

323. fundur

Lagt fram.

6.1301048 - Stjórn skíðasvæða hbsv., 2. september

333. fundur

Lagt fram.

7.1308015 - Jafnréttis- og mannréttindanefnd, 4. september

21. fundur

Lagt fram.

8.1309120 - Fróðaþing 7. Umsókn um lóð

Borist hefur umsókn um lóðina Fróðaþing 7 frá Ríkharð Flemming Jenssen kt. 210169-4079 og Elvu Björk Sigurðardóttur kt. 271171-5289, auk þess sem farið er fram á leyfi til þess að skila lóðarréttindum Fróðaþingi 44. Lóðin Fróðaþing 7 hefur verið auglýst á heimasíðu Kópavogsbæjar. Framkvæmdaráð leggur til við bæjarstjórn að umsækjandum verði úthlutað lóðinni Fróðaþing 7 og jafnframt verði þeim heimilað að skila lóðarréttindum Fróðaþingi 44.

Bæjarstjórn samþykkir með ellefu atkvæðum að gefa Ríkharð Flemming, kt. 210169-4079 og Elvu Björk Sigurðardóttur, kt. 271171-5289 kost á byggingarrétti á Fróðaþingi 7.

9.1309007 - Framkvæmdaráð, 18. september

55. fundur

Lagt fram.

10.1309012 - Forsætisnefnd, 20. september

13. fundur

Lagt fram.

11.1301701 - Vinabæjasamstarf 2013

12.1309004 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 10. september

92. fundur

Bæjarstjórn samþykkir afgreiðslur byggingarfulltrúa einróma.

13.1210302 - Samkomulag um innlausn, Skeljabrekka 4.

Sviðsstjóri umhverfissviðs lagði fram drög að samkomulagi um innlausn Skeljabrekku 4. Framkvæmdaráð samþykkir drög að samkomulagi um innlausn Skeljabrekku 4 og vísar til afgreiðslu bæjarráðs, sem vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði til að afgreiðslu málsins væri frestað.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu Ármanns Kr. Ólafssonar með níu atkvæðum. Tveir bæjarfullrúar sátu hjá við afgreiðslu málsins.

14.1304099 - Vatnsendahlíð, gatnagerð 1. áfangi.

Framkvæmdaráð ítrekar samþykkt frá fundi 12. júní sl. um að heimilað verði opið útboð verksins "Vatnsendahlíð, gatnagerð 1. áfangi.", sem frestað var á fundi bæjarráðs þann 13. júní. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs, sem vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Hjálmar Hjálmarsson lagði til að afgreiðslu málsins verði frestað.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu Hjálmars Hjálmarssonar með tíu atkvæðum gegn einu.

Karen Halldórsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Vek athygli á því að verið er að samþykkja tillögu frá Hjálmari Hjálmarssyni.

Karen Halldórsdóttir"

15.1209335 - Vesturvör 38a, umsókn um lóð

Borist hefur umsókn frá Kynnisferðum ehf. um lóðina Vesturvör 38a. Framkvæmdaráð vísaði erindinu til afgreiðslu bæjarráðs, sem vísaði því áfram til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa lóðina Vesturvör 38a með tíu atkvæðum. Einn bæjarfulltrúi sat hjá við afgreiðslu málsins.

16.1309010 - Bæjarráð, 19. september

2700. fundur

Lagt fram.

17.1309146 - Beiðni um styrk vegna Norðurlandamóts barna í skák

Bæjarráð samþykkti að vísa erindinu til bæjarstjóra með þremur atkvæðum gegn tveimur.

Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með sex atkvæðum. Fimm bæjarfulltrúar sátu hjá við afgreiðslu málsins.

18.1309126 - Rekstraráætlun skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 2014

Tillaga að rekstraráætlun fyrir skíðasvæðin í Bláfjöllum og Skálafelli fyrir árið 2014. Bæjarráð vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu að rekstraráætlun fyrir skíðasvæðin í Bláfjöllum og Skálafelli fyrir árið 2014 með níu atkvæðum. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá.

19.1309005 - Bæjarráð, 12. september

2699. fundur

Lagt fram.

20.1309446 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 24. september 2013

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 12. og 19. september, afgreiðslna byggingarfulltrúa frá 10. september, barnaverndarnefndar frá 5. september, félagsmálaráðs frá 17. september, forsætisnefndar frá 20. september, framkvæmdaráðs frá 18. september, jafnréttis- og mannréttindanefndar frá 4. september, stjórnar skíðasvæða hbsv. frá 2. september, stjórnar Sorpu bs. frá 9. september og svæðisskipulagsnefndar frá 6. september.

Fundi slitið - kl. 18:00.