Frá skipulagsstjóra, dags. 31. maí, lagt fram að nýju erindi Gláma-Kím arkitekta, dags. 26.1.2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Kópavogsbakka 2. Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kópavogsbakka 1, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 13 og 15. Kynning lauk 11.4.2016. Athugasemdir bárust frá Jónasi Haraldssyni, Kópavogsbakka 9, dags. 11.3.2016; frá Birni Inga Sveinssyni, Kópavogsbakka 8, dags. 14.3.2016; frá Jóni Daða Ólafssyni, Kópavogsbakka 7, dags. 1.4.2016; frá Páli Kristjánssyni, Kópavogsbakka 1, dags. 6.4.2016. Á fundi skipulagsnefndar 2.5.2016 var málinu frestað. Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 30.5.2016. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi Kópavogsbakka 2 ásamt umsögn dags. 30.5.2016, með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Jón Finnbogason sat fundinn í fjarveru Hjördísar Ýr Johnson.