Bæjarstjórn

1139. fundur 07. júní 2016 kl. 16:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ása Richardsdóttir
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Til fundarins er boðað sem aukafundar með vísan til ákvæða 2. mgr. 8. gr. bæjarmálasamþykktar Kópavogs.

Jón Finnbogason sat fundinn í fjarveru Hjördísar Ýr Johnson.

1.16011137 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 19. maí 2016.

212. fundur heilbrigðisnefndar í 2. liðum.
Lagt fram.

2.1604031 - Forsetakosningar 2016.

Lagður fram listi yfir undirkjörstjórnir vegna forsetakosninga 25. júní 2016.
Bæjarstjórn samþykkir einróma að fela bæjarráði að kjósa í undirkjörstjórnir vegna forsetakosninga 25. júní 2016. Jafnframt samþykkir bæjarstjórn einróma að fela bæjarstjóra að ganga frá og undirrita kjörskrá í samræmi við lög og reglur þar um. Þá samþykkir bæjarstjórn einróma tillögu kjörstjórnar frá 18. maí sl. og felur bæjarráði umboð til að úrskurða um vafaatriði er varða kjörskrá í Kópavogi eða önnur atriði er upp kunna að koma vegna forsetakosninganna.

3.1406244 - Kosningar í yfirkjörstjórn vegna sveitarstjórnarkosninga, alþingiskosninga og forsetakosninga.

Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir kjörin varamaður í stað Jónasar Skúlasonar.

4.1406268 - Kosningar í umhverfis- og samgöngunefnd 2014 - 2018.

Hjörtur Sveinsson kjörin varamaður í stað Kristjáns Matthíassonar.

5.1408262 - Kosningar í jafnréttis- og mannréttindaráð 2014 - 2018.

Sigurbjörg Vilmundardóttir kjörin aðalmaður í stað Birkis Jóns Jónssonar.
Guðmundur H. Hermannsson kjörinn varamaður í stað Marlenu Önnu Frydrysiak.

6.16011136 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 13. maí 2016.

244. fundur stjórnar Strætó í 7. liðum.
Lagt fram.

7.16011142 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 25. maí 2016.

362. fundur stjórnar Sorpu í 2. liðum.
Lagt fram.

8.16011142 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 20. maí 2016.

361. fundur stjórnar Sorpu í 9. liðum.
Lagt fram.

9.1605018 - Skólanefnd, dags. 30. maí 2016.

104. fundur skólanefndar í 9. liðum.
Lagt fram.

10.1605011 - Skipulagsnefnd, dags. 30. maí 2016.

1277. fundur skipulagsnefndar í 29. liðum.
Lagt fram.

11.1605015 - Lista- og menningarráð, dags. 26. maí 2016.

60. fundur lista- og menningarráðs í 4. liðum.
Lagt fram.

12.1605017 - Leikskólanefnd, dags. 26. maí 2016.

70. fundur leikskólanefndar í 6. liðum.
Lagt fram.

13.1605010 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, dags. 18. maí 2016.

47. fundur jafnréttis- og mannréttindaráðs í 2. liðum.
Lagt fram.

14.16011137 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 30. maí 2016.

213. fundur heilbrigðisnefndar í 61. lið.
Lagt fram.

15.1403522 - Starfsumhverfi bæjarfulltrúa og valdmörk nefnda.

Lögð fram tillaga forsætisnefndar að samþykkt um starfskjör kjörinna fulltrúa ásamt greinargerð, dags. 2. júní, vegna breytinga á starfskjörum kjörinna fulltrúa. Lagt er til að samþykktin taki gildi þann 1. ágúst nk.
Bæjarstjórn samþykkir með 11 atkvæðum framlagða tillögu að samþykkt um starfskjör kjörinna fulltrúa.

16.1605008 - Forvarna- og frístundanefnd, dags. 25. maí 2016.

38. fundur forvarna- og frístundanefndar í 14. liðum.
Lagt fram.

17.1605014 - Félagsmálaráð, dags. 23. maí 2016.

1411. fundur félagsmálaráðs í 6. liðum.
Lagt fram.

18.16011467 - Kópavogsbakki 2. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 31. maí, lagt fram að nýju erindi Gláma-Kím arkitekta, dags. 26.1.2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Kópavogsbakka 2. Á fundi skipulagsnefndar 18.2.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Kópavogsbakka 1, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 13 og 15. Kynning lauk 11.4.2016. Athugasemdir bárust frá Jónasi Haraldssyni, Kópavogsbakka 9, dags. 11.3.2016; frá Birni Inga Sveinssyni, Kópavogsbakka 8, dags. 14.3.2016; frá Jóni Daða Ólafssyni, Kópavogsbakka 7, dags. 1.4.2016; frá Páli Kristjánssyni, Kópavogsbakka 1, dags. 6.4.2016. Á fundi skipulagsnefndar 2.5.2016 var málinu frestað. Lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 30.5.2016. Skipulagsnefnd samþykkti tillögu að breyttu deiliskipulagi Kópavogsbakka 2 ásamt umsögn dags. 30.5.2016, með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 7 samhljóða atkvæðum. Ólafur Þór Gunnarsson, Birkir Jón Jónsson, Pétur Hrafn Sigurðsson og Ása Richardsdóttir greiddu ekki atkvæði.

19.1507047 - Hamraborg 3. Gistiheimili. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 31. maí, lagt fram að nýju að lokinni kynningu erindi Studio apartments þar sem óskað er eftir að breyta hluta Hamraborgar 3 í gistiheimiili sbr. uppdrætti dags. 12.1.2016. Á fundi skipulagsnefndar 31.3.2016 var samþykkt með tilvísan til. 44. gr. skipulagslaga að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hamraborgar 1 og 5. Kynningu lauk 9.5.2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 7 samhljóða atkvæðum. Ólafur Þór Gunnarsson, Birkir Jón Jónsson, Pétur Hrafn Sigurðsson og Ása Richardsdóttir greiddu ekki atkvæði.

20.16041316 - Gulaþing 11. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 31. maí, lagt fram að nýju erindi KRark, dags. í apríl 2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Gulaþings 11. Í breytingunni felst að farið er út fyrir byggingarreit á suðvesturhlið hússins, svalir ná út úr byggingarreit til norðurs og hluti þakflatar á austurhlið hússins fer að hluta yfir hámarksvegghæð sbr. meðfylgjandi skilmálateikningu í mkv. 1:200 ódags. Á fundi skipulagsnefndar 2.5.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Gulaþings 9, 13, 15 og 17. Lagt fram ásamt skriflegu samþykki aðliggjandi lóðarhafa. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 9 samhljóða atkvæðum. Ólafur Þór Gunnarsson og Birkir Jón Jónsson greiddu ekki atkvæði.

21.1510546 - Breiðahvarf 15. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 31. maí, lagt fram að nýju erindi lóðarhafa Breiðahvarfs 15 dags. 22.11.2015 þar sem óskað er eftir að breyta deiliskipulagi Breiðahvarfs 15. Athugasemdir bárust við kynnta tillögu. Á fundi skipulagsnefndar 11.4.2015 var málinu frestað og skipulagsnefnd fól skipulagsstjóra að funda með aðilum málsins. Greint frá fundi sem haldinn var með hlutaðeigandi aðila. Skipulagsnefnd hafnaði framlagðri tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 9 samhljóða atkvæðum. Ólafur Þór Gunnarsson og Birkir Jón Jónsson greiddu ekki atkvæði.

22.1602252 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Skipulagslýsing: Smárinn vestan Reykjanesbrautar.

Frá skipulagsstjóra, dags. 31. maí, lögð fram að nýju að lokinni kynningu, með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 8: Smárinn vestan Reykjanesbrautar, dags. 3. janúar 2016. Kynningu lauk 4.5.2016. Erindi bárust frá Skipulagsstofnun, dags. 22.4.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins; frá Vegagerðinni, dags. 3.5.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins; frá Mosfellsbæ, dags. 4.5.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins; frá Reykjavíkurborg, dags. 6.5.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins. Fyrir liggur tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, Smárinn vestan Reykjanesbrautar, dagsett 10. maí 2016. Um er að ræða 2. breytingu frá staðfestingu þess 24. febrúar 2014. Breytingin tekur á auknum fjölda íbúða í Smáranum vestan Reykjanesbrautar miðað við gildandi Aðalskipulag Kópavogs. Í breytingartillögunni er ekki gert ráð fyrir að hnika frá stefnu aðalskipulags um svæðið en lagt er til að fjölga íbúðum úr 500 í 620. Skipulagsnefnd lagði til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna til auglýsingar skv. 1. mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni kynningu fyrir íbúum og hagsmunaaðilum skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 9 samhljóða atkvæðum. Ólafur Þór Gunnarsson og Birkir Jón Jónsson greiddu ekki atkvæði.

23.1602251 - Aðalskipulag Kópavogs 2012-2024. Endurskoðun. Skipulagslýsing: Auðbrekka.

Frá skipulagsstjóra, dags. 31. maí, lögð fram að nýju að lokinni kynningu, með tilvísan í 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, lýsing á skipulagsverkefninu: Breyting á aðalskipulagi nr. 7: Auðbrekka, dags. 3. janúar 2016. Kynningu lauk 4.5.2016. Erindi bárust frá Skipulagsstofnun, dags. 22.4.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins; frá Vegagerðinni, dags. 3.5.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins; frá Mosfellsbæ, dags. 4.5.2016, sem gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu verkefnisins. Fyrir liggur tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2012-2024, Auðbrekka, dagsett 10. maí 2016. Um er að ræða 3. breytingu frá staðfestingu þess 24. febrúar 2014. Breytingin tekur á auknum fjölda íbúða og aukningu á atvinnuhúsnæði í Auðbrekku miðað við gildandi Aðalskipulag Kópavogs. Í breytingartillögunni er ekki gert ráð fyrir að hnika frá stefnu aðalskipulags um svæðið en lagt er til að fjölga íbúðum úr 165 í 365 og fermetrum í atvinnuhúsnæði um 20.000 ofanjarðar. Skipulagsnefnd lagði til við bæjarstjórn að samþykkja tillöguna til auglýsingar skv. 1 mgr. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að undangenginni kynningu fyrir íbúum og hagsmunaaðilum skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 9 samhljóða atkvæðum. Ólafur Þór Gunnarsson og Birkir Jón Jónsson greiddu ekki atkvæði.

24.1605020 - Bæjarráð, dags. 2. júní 2016.

2824. fundur bæjarráðs í 21. lið.
Lagt fram.

25.1605619 - Hæðarendi 7, umsókn um hesthúsalóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 23. maí, lögð fram umsókn um lóðina Hæðarenda 7 frá Halldóri Benediktssyni, kt. 221169-3019 og Lísu Bjarnadóttur, kt. 081269-5219. Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Halldóri Benediktssyni og Lísu Bjarnadóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Hæðarenda 7 og vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

26.1605016 - Bæjarráð, dags. 26. maí 2016.

2823. fundur bæjarráðs í 14. liðum.
Lagt fram.

27.1606410 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 7. júní 2016.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 26. maí og 2. júní, félagsmálaráðs frá 23. maí, forvarna- og frístundanefndar frá 25. maí, heilbrigðisnefndar frá 19. og 30. maí, jafnréttis- og mennréttindaráðs frá 18. maí, leikskólanefndar frá 26. maí, lista- og menningarráðs frá 26. maí, skipulagsnefndar frá 30. maí, skólanefndar frá 30. maí, stjórnar Sorpu frá 20. og 25. maí og stjórnar Strætó frá 13. maí.
Lagt fram.

Ása Richardsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Ég þakka félagsmálaráði og skólanefnd fyrir að bregðast strax og vel við hvatningu minni um samstarf ráðanna út frá skýrslu Unicef um fátækt barna á Íslandi.
Ása Richardsdóttir"

Ólafur Þór Gunnarsson tók undir bókun Ásu Richardsdóttur.
Bæjarstjórn samþykkir að næsti reglulegi fundur þann 14. júní nk. falli niður.

Fundi slitið.