Bæjarstjórn

1137. fundur 10. maí 2016 kl. 16:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Hreiðar Oddsson varafulltrúi
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir varafulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
  • Kristinn D Gissurarson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1604009 - Leikskólanefnd, dags. 14. apríl 2016.

69. fundur leikskólanefndar í 5. liðum.
Lagt fram.

2.1601517 - Kársnesskóli. Skólagerði. Færanlegar kennslustofur.

Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lögð fram að nýju frá byggingarfulltrúa að lokinni kynningu tillaga sviðsstjóra umhverfissviðs dags. 18.1.2016 um heimild til að setja niður þrjár færanlegar kennslustofur vestan við Kársnesskóla við Skólagerði sbr. uppdrátt. Á fundi skipulagsnefndar 18.1.2016 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Skólagerðis 1, 3, 5, 7, 9, 10, 11, 12, 13, 14, 15 og 17; Holtagerðis 26, 28, 30, 32, 33, 34, 35 og 37. Kynningu lauk 29.4.2016. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

3.1604158 - Lundur 74-78. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lögð fram tillaga Guðmundar Gunnalaugssonar, arkitekts fh. lóðarhafa að breytingu á hæðarkóta við hús nr. 74, 76 og 78 við Lund sbr. uppdrætti í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 14.3. 2016 og 25.4. 2016 ásamt greinargerð. Í breytingunni fellst að hámarkshæð Lundar nr. 74 hækkar um 80 sm, Lundar 76 um 50 sm og Lundar nr. 78 um 20 sm. Skipulagsnefnd taldi framlagða tillögu að breyttu deiliskipulagi ekki varða hagsmuni annara en lóðarhafa og sveitafélagsins og samþykkti því tillöguna með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

4.1601641 - Selbrekka 20. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lagt fram að nýju erindi KRark, dags. 30.11.2015, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að breyta Selbrekku 20 úr einbýlishúsi í tvíbýlishús. Á fundi skipulagsnefndar 18.1.2015 var samþykkt með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Selbrekku 1, 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, 11, 12, 14, 16, 18, 20, 22, 24 og 26. Kynningu lauk 11.3.2016. Athugasemd barst frá Helga Magnússyni og Sigríði Jóhannsdóttur, Selbrekku 18, dags. 8.3.2016. Erindi lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 2.5.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu ásamt umsögn dags. 2.5.2016, með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til æjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

5.1604007 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 8. apríl 2016.

185. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 13. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

6.1604012 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 15. apríl 2016.

186. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 10. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

7.1604011 - Félagsmálaráð, dags. 18. apríl 2016.

1409. fundur félagsmálaráðs í 5. liðum.
Lagt fram.

8.1605002 - Forsætisnefnd, dags. 4. maí 2016.

70. fundur forsætisnefndar í 1. lið.
Lagt fram.

9.16011137 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 25. apríl 2016.

211. fundur heilbrigðisnefndar í 71. lið.
Lagt fram.

10.1604016 - Jafnréttis- og mannréttindaráð, dags. 20. apríl 2016.

46. fundur jafnréttis- og mannréttindaráðs í 1. lið.
Lagt fram.

11.16041206 - Kársnesbraut 135. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lagt fram frá byggingarfulltrúa erindi Verkfræðistofu Hauks Ásgeirssonar dags. í mars 2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breytingum á lóðinni Kársnesbraut 135. Í breytingunni felst að byggja ca. 68 m2 bílskúr við suður-lóðamörk sbr. uppdrætti dags. í mars 2016. Þá lagt fram samþykki lóðarhafa Holtagerðis 78, 80, 82; Kársnesbrautar 133, 137 og Kársnesbrautar 112, dags. 25.4.2016. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

12.1604014 - Skipulagsnefnd, dags. 2. maí 2016.

1276. fundur skipulagsnefndar í 23. liðum.
Lagt fram.

13.1604010 - Skólanefnd, dags. 18. apríl 2016.

102. fundur skólanefndar í 13. liðum.
Lagt fram.

14.16011142 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 22. apríl 2016.

360. fundur stjórnar Sorpu í 14. liðum.
Lagt fram.

15.16011136 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 18. apríl 2016.

242. fundur stjórnar Strætó í 7. liðum.
Lagt fram.

16.1603009 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 19. apríl 2016.

75. fundur umhverfis- og samgöngunefndar í 14. liðum.
Lagt fram.

17.1408542 - Kosningar barnaverndarnefnd Kópavogs 2014-2018.

Kolbrún Þorkelsdóttir var kjörin aðalmaður í stað Braga Þórs Thoroddsen.

Bragi Þór Thoroddsen var kjörinn varamaður.

18.1406250 - Kosningar í stjórn Reykjanesfólkvangs

Helga Sigrún Harðardóttir kjörin fulltrúi Kópavogsbæjar í stjórn Reykjanesfólkvangs í stað Theódóru Þorsteinsdóttur.

19.1408262 - Kosningar í jafnréttis- og mannréttindaráð 2014 - 2018

Birkir Jón Jónsson kjörinn aðalmaður í stað Sigurbjargar Björgvinsdóttur.

20.16031311 - Tónahvarf 5, umsókn um atvinnuhúsalóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 27. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Tónahvarf 5 frá Ris byggingarverktökum ehf., kt. 421294-2409. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Ris byggingarverktökum ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Tónahvarf 5 og vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

21.1605026 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar 10. maí 2016.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 28. apríl og 4. maí, afgreiðslna byggingarfulltrúa frá 8. og 15. apríl, félagsmálaráðs frá 18. apríl, forsætisnefndar frá 4. maí, heilbrigðisnefndar frá 25. apríl, jafnréttis- og mannréttindaráðs frá 20. apríl, leikskólanefndar frá 14. apríl, skipulagsnefndar frá 2. maí, skólanefndar frá 18. apríl, stjórnar Sorpu frá 22. apríl, stjórnar Strætó frá 18. apríl og umhverfis- og samgöngunefndar frá 19. apríl.
Lagt fram.

22.1604020 - Bæjarráð, dags. 28. apríl 2016.

2819. fundur bæjarráðs í 46. liðum.
Lagt fram.

23.16041231 - Austurkór 151. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 26. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 151 frá Gauta Gunnarssyni, kt. 290980-3219 og Ósk Stefánsdóttur, kt. 120678-3814. Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda eru skilyrði uppfyllt fyrir úthlutun. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Gauta Gunnarssyni og Ósk Stefánsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 151 og vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

24.16041272 - Auðnukór 10, afturköllun lóðarúthlutunar.

Frá lögfræðideild, dags. 25. apríl, lagt fram erindi þar sem lagt er til að úthlutun lóðarinnar Auðnukór 10 verði afturkölluð þar sem lóðarhafar hafa ekki skilað inn framkvæmdaáætlun þrátt fyrir ítrekarnir þar um. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að lóðarréttindi Auðnukórs 10 yrðu afturkölluð og lóðarhöfum væru send formleg tilkynning þar um.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

25.16041279 - Austurkór 179, afturköllun lóðarúthlutunar.

Frá lögfræðideild, dags. 25. apríl, lagt fram erindi þar sem lagt er til að úthlutun lóðarinnar Austurkór 179 verði afturkölluð þar sem lóðarhafar hafa ekki skilað inn framkvæmdaáætlun þrátt fyrir ítrekanir þar um. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að lóðarréttindi Austurkórs 179 yrðu afturkölluð og lóðarhöfum væru send formleg tilkynning þar um.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, leggur til við bæjarstjórn að afturköllun úthlutunar á Austurkór 179 verði vísað til bæjarráðs vegna nýrra upplýsinga.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarstjóra með 11 atkvæðum.

26.16041276 - Dalaþing 32, afturköllun lóðarúthlutunar.

Frá lögfræðideild, dags. 25. apríl, lagt fram erindi þar sem lagt er til að úthlutun lóðarinnar Dalaþing 32 verði afturkölluð þar sem lóðarhafar hafa ekki skilað inn framkvæmdaáætlun þrátt fyrir ítrekanir þar um. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að lóðarréttindi Dalaþings 32 yrðu afturkölluð og lóðarhöfum væru send formleg tilkynning þar um.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

27.1604027 - Bæjarráð, dags. 4. maí 2016.

2820. fundur bæjarráðs í 25. liðum.
Lagt fram.

28.1604084 - Austurkór 177. Umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 27. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 177 frá Kjartani Antonssyni, kt. 300976-4849 og Hönnu Heiðu Bjarnadóttur, kt. 090780-5229. Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Kjartani Antonssyni og Hönnu Heiðu Bjarnadóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 177 og vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

29.1601139 - Ársreikningur 2015. Seinni umræða.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, gerði grein fyrir helstu niðurstöðum samantekins ársreiknings Kópavogsbæjar 2015, A-hluta fyrirtækja samstæðunnar, sem eru Eignasjóður Kópavogsbæjar, Byggingarsjóður MK og Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar, svo og B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar: Fráveitu Kópavogsbæjar, Vatnsveitu Kópavogsbæjar og Húsnæðisnefndar Kópavogsbæjar ásamt ársreikningum B-hluta fyrirtækjanna Tónlistarhúss Kópavogs og Hafnarsjóðs Kópavogs, sem höfðu verið samþykktir í viðkomandi stjórn/nefnd. Einnig var lagður fram samþykktur ársreikningur Vatna ehf., Fjarskiptafélagsins Rjúpnahæð ehf. og félagsins Músik og saga ehf. Þá var lögð fram skýrsla löggiltra endurskoðenda bæjarins. Lagði bæjarstjóri til að samantekinn ársreikningur Kópavogsbæjar 2015 ásamt fylgigögnum yrði samþykktur. Bæjarstjóri lagði fram til staðfestingar bæjarstjórnar ársreikning Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar, sem þegar hefur verið samþykktur í stjórn sjóðsins.
Birkir Jón Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Rekstrarniðurstaða Kópavogsbæjar árið 2015 er verri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Þannig var rekstrarniðurstaða A-hluta neikvæð um 222 m.kr. en gert var ráð fyrir 147 m.kr. afgangi. Þegar B-hluti samstæðunnar er tekinn inn þá er 161 m.kr. afgangur af rekstri bæjarfélagsins. Til samanburðar þá var rekstrarafgangur bæjarfélagsins árið 2014 660 m.kr. og hefur því lækkað um 500 m.kr. á milli ára. Þá er ljóst að lífeyrisskuldbindingar eiga eftir að hækka um hundruðir milljóna ef sömu forsendur verða notaðar og hjá Reykjavíkurborg.
Skuldir og skuldbindingar bæjarins hækka í krónum talið milli áranna 2014 og 2015 en lækka örlítið að raungildi þegar tillit er tekið til verðlagsbreytinga. Skuldahlutfallið lækkar úr 175,2% í 161,8% á milli ára og skýrist sú lækkun fyrst og fremst af því að fleiri íbúar eru á bak við skuldir og skuldbindingar bæjarins, en íbúum Kópavogs fjölgaði um 1010 á árinu 2015. Það er hins vegar ljóst að rekstur bæjarins verður mjög þungur ef verðbólgan fer á skrið, en síðustu 2 ár hafa verið mjög hagfelld í þeim efnum. 5% hækkun á verðlagi myndi leiða til allt að 1500 milljóna króna verri rekstrarniðurstöðu. Það er því mikilvægt að bæjaryfirvöld gæti aðhalds í rekstri og í raun dapurlegt að ekki hafi náðst betri árangur til lækkunar skulda en raun ber vitni.
Birkir Jón Jónsson"


Pétur Hrafn Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun f.h. undirritaðra bæjarfulltrúa:
"A-hluti bæjarsjóðs er rekinn með 221 milljón króna halla. Kópavogsbær er með skuldsettustu sveitarfélögum landsins með skuldahlutfall upp á 161,8% sem hefur lækkað frá fyrra ári vegna aukinna skatttekna Kópavogsbæjar, en skuldir og skuldbindingar Kópavogsbæjar hafa aukist í krónutölu um 170 milljónir króna. Áhyggjuefni er hvernig afborgunum langtímaskulda er stillt upp, en á árinu 2019, þegar nýtt kjörtímabil er hafið, er áætlað að afborgun langtímalána nemi 6,3 milljörðum króna eða 3,6 sinnum hærri afborgun en undanfarin ár. Ljóst er að slíkt mun ekki ganga upp.
Kópavogsbær keypti aðeins 5 félagslegar íbúðir að verðmæti 110 milljónir króna á árinu. Ekki nóg með það þá seldi Kópavogsbær eina íbúð fyrir 30 milljónir þannig að raunkostnaður bæjarins var 80 milljónir. Gert var ráð fyrir að setja 200 milljónir til fjölgunar á félagslegu húsnæði. Við það var ekki staðið og er það algerlega úr takti við húsnæðisskýrslu Kópavogsbæjar sem þverpólitísk sátt náðist um.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Ása Richardsdóttir, Margrét Júlía Rafnsdóttir"
Hlé var gert á fundi kl. 16.45. Fundi var fram haldið kl. 17:10.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa meirihlutans:
"Ársreikningur Kópavogsbæjar sýnir sterka stöðu bæjarins þrátt fyrir að á árinu hafi launakostnaður og lífeyrisskuldbindingar hækkað um einn milljarð króna frá fjárhagsáætlun. Niðurstaða ársreiknings er jákvæð um 161 milljón króna. Þá má benda á að skuldir bæjarins reiknaðar á hvern íbúa eru 1,23 milljónir, sem er lægsta skuld á íbúa ef horft er til fimm stærstu sveitafélaga á landinu.
Á árinu 2015 voru keyptar og byggðar 11 félagslegar íbúðir og fljótlega upp úr síðastliðnum áramótum bættust við 9 íbúðir í þessu sama kerfi. Aðgerðir sem þessar samræmast að fullu þeirri stefnu sem mörkuð var í húsnæðisskýrslunni.
Meirihlutinn mun áfram gæta aðhalds í rekstri ásamt metnaðarfullri uppbyggingu á innviðum bæjarins og leggja sig fram við að veita fyrsta flokks þjónustu fyrir íbúa Kópavogs.
Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir, Hreiðar Oddsson"

Hlé var gert á fundi kl. 17.15. Fundi var fram haldið kl. 17.19.

Pétur Hrafn Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun f.h. undirritaðra bæjarfulltrúa:
"Ljóst er að samkvæmt ársreikningi Kópavogsbæjar fyrir árið 2015 voru settar 80 milljónir króna nettó, í kaup á félagslegum íbúðum en í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir að verja 200 milljónum króna.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Ása Richardsdóttir, Margrét Júlía Rafnsdóttir"

Hlé var gert á fundi kl. 17.20. Fundi var fram haldið kl. 17.23.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa meirihlutans:
"Frá því að húsnæðisskýrslan kom út hafa verið byggðar og keyptar 14 íbúðir. 1 í Sunnuhlíð, 4 í Gullsmára, 4 í Austurkór, 1 á Huldubraut og 4 af Íbúðalánasjóði.
Ármann Kr. Ólafsson, Margrét Friðriksdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Guðmundur Geirdal, Theódóra Þorsteinsdóttir, Hreiðar Oddsson"

Forseti bar undir fundinn til staðfestingar ársreikning Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar. Bæjarstjórn staðfestir ársreikninginn með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Aðalsjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Eignasjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Byggingarsjóðs MK. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning A-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Þjónustumiðstöð Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Húsnæðisnefnd Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Tónlistarhúss Kópavogs. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Hafnarsjóðs Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Fráveitu Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning B-hluta fyrirtækja Kópavogsbæjar - Vatnsveitu Kópavogsbæjar. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning Vatna ehf. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning Fjarskiptafélagsins Rjúpnahæð ehf. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði ársreikning félagsins Músik og saga ehf. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

Forseti bar undir atkvæði í heild sinni samantekinn ársreikning Kópavogsbæjar, þ.e. ársreikning Kópavogsbæjar, A- og B-hluta fyrirtækja hans ásamt framlögðum ársreikningum B-hluta fyrirtækja og öðrum fylgigögnum. Samþykktur með 11 greiddum atkvæðum.

30.1604731 - Tónahvarf 6, umsókn um atvinnuhúsalóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissvsiðs, dags. 27. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Tónahvarf 6 frá Leigugörðum ehf., kt. 571208-0240. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Leigugörðum ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Tónahvarf 6 og vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

31.1602978 - Tónahvarf 8, umsókn um atvinnuhúsalóðir.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 27. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Tónahvarf 8 frá Idea ehf., kt. 601299-2249. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Idea ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Tónahvarf 8 og vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

32.1602979 - Tónahvarf 10, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 27. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Tónahvarf 10 frá Idea ehf., kt. 601299-2249. Lagt er til að bæjarráð samþykki útlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun. Bæjarráð samþykkti með fimm atkvæðum að gefa Idea ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Tónahvarf 10 og vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

33.1602980 - Tónahvarf 12, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 27. apríl, lögð fram umsókn um lóðina Tónahvarf 12 frá Idea ehf., kt. 601299-2249. Lagt er til að bæjarráð samþykki úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda fellur umsóknin að kröfum Kópavogsbæjar fyrir úthlutun. Bæjarráð samþykkitimeð fimm atkvæðum að gefa Idea ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Tónahvarf 12 og vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs með 11 atkvæðum.

34.16041211 - Álftröð 1. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lagt fram frá byggingarfulltrúa erindi Hildar Bjarnadóttur, arkitekts, dags. 20.3.2016, f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir heimild til stækkunar á bílskúrum á norðvestur hluta lóðar. Bílskúrar eru í dag 68,8 m2 en verða eftir stækkun 107,8 m2. Nýtingarhlutfall lóðar verður 0,33 eftir breytingu en er í dag 0,27 sbr. uppdráttum dags. 20.3.2016. Skipulagsnefnd hafnaði ósk um stækkun bílskúrs með vísan í fyrri ákvörðun skipulagsnefndar frá 21. mars 2016 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar og hafnar erindinu með 11 atkvæðum.

35.1002115 - Fífuhvammsland vesturhluti, breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lögð fram að nýju tillaga umhverfissviðs að breyttu deiliskipulagi Fífuhvammslands vesturhluta með lagfæringum á uppdrætti, greinargerð og umhverfisskýrslu, ásamt umhverfisskýrslu dags. 11.4.2016 og umsögn dags. 11.4.2016 með fyrrgreindum breytingum. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt umhvefisskýrslu dags. 11. apríl 2016 og umsögn dags. 11. apríl 2016, og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

36.1510610 - Hamraendi 25. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lagt fram að nýju erindi Sveins Ívarssonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa, dags. 20.10.2015, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Hamraenda 25. Í breytingunni felst að byggingarreitur stækkar um 2m til suðurs og lóð stækkar um 81 m2 til suðurs. Gert er ráð fyrir fjórum bílastæðum við snúningshaus sbr. uppdrætti dags. 20.10.2015. Á fundi skipulagsnefndar 21.3.2016 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hamraenda 24, 26, 28, 30 og 32. Erindi lagt fram að nýju ásamt skriflegu samþykki tilgreindra lóðarhafa. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

37.1512150 - Hlíðarendi 19. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 3. maí, lagt fram að nýju erindi Sveins Ívarssonar, arkitekts, f.h. lóðarahafa dags. 26.8.2015 þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Hlíðarenda 19. Í breytingunni felst að byggingarreitur og lóð stækka um 4 metra til suðurs sbr. uppdráttum dags. 26.8.2015. Á fundi skipulagsnefndar 14.12.2015 var samþykkt með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir lóðarhöfum Hlíðarenda 17, 18, 20 og 22. Lagt fram ásamt skriflegu samþykki tilgreindra lóðarhafa. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu með tilvísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

Fundi slitið.