Bæjarstjórn

1123. fundur 22. september 2015 kl. 16:00 í bæjarstjórnarsal
Fundinn sátu:
  • Margrét Friðriksdóttir aðalfulltrúi
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Guðmundur Gísli Geirdal aðalfulltrúi
  • Sverrir Óskarsson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
  • Hreiðar Oddsson varafulltrúi
  • Jón Finnbogason varafulltrúi
  • Ása Richardsdóttir aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarlögmaður
Dagskrá
Jón Finnbogason varabæjarfulltrúi sat fundinn í stað Ármanns Kr. Ólafssonar
Hreiðar Oddsson varabæjarfulltrúi sat fundinn í stað Theódóru S. Þorsteinsdóttur.

1.1501250 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 12. júní 2015.

351. fundur stjórnar Sorpu í 5. liðum.
Lagt fram.

2.1509006 - Félagsmálaráð, dags. 7. september 2015.

1396. fundur félagsmálaráðs í 3. liðum.
Lagt fram.

3.1509020 - Forsætisnefnd, dags. 17. september 2015.

54. fundur forsætisnefndar í 4. liðum.
Lagt fram.

4.1509594 - Tillaga um að allir bæjarfulltrúar komi að gerð fjárhagsáætlunar. Frá Pétri Hrafni Sigurðssyni, Ásu

Tillaga um að allir bæjarfulltrúar komið að gerð fjárhagsáætlunar bæjarins, forsætisnefnd vísaði tillögunni til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna með 10 atkvæðum og hjásetu Karenar Elísabetar Halldórsdóttur.

5.1509008 - Forvarna- og frístundanefnd, dags. 9. september 2015.

32. fundur forvarna- og frístundanefndar í 7. liðum.
Lagt fram.

6.1501326 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 31. ágúst 2015.

203. fundur heilbrigðisnefndar í 79. liðum.
Lagt fram.

7.1509004 - Skipulagsnefnd, dags. 14. september 2015.

1265. fundur skipulagsnefndar í 22. liðum.
Lagt fram.

8.1509013 - Skólanefnd, dags. 14. september 2015.

90. fundur skólanefndar í 5. liðum.
Lagt fram.

9.1501344 - Fundargerðir stjórnar Skíðasvæða hbsv., dags. 1. september 2015.

346. fundur stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins í 6. liðum.
Lagt fram

10.1501347 - Fundargerðir eigendafunda Strætó, dags. 31. ágúst 2015.

10. eigendafundur Strætó í 4. liðum.
Lagt fram.

11.1501250 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 21. ágúst 2015.

352. fundur stjórnar Sorpu í 11. liðum.
Lagt fram.

12.1501250 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 7. september 2015.

353. fundur stjórnar Sorpu í 9. liðum.
Lagt fram.

13.1501341 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 24. ágúst 2015.

418. fundur stjórnar SSH í 13. liðum.
Lagt fram.

14.1501341 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 7. september 2015.

419. fundur stjórnar SSH í 5. liðum.
Lagt fram.

15.1508014 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 27. ágúst 2015.

67. fundur umhverfis- og samgöngunefndar í 1. lið.
Lagt fram.

16.1509003 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 1. september 2015.

68. fundur umhverfis- og samgöngunefndar í 5. liðum.
Lagt fram.

17.1509729 - Kosningar nefnda

Bæjarstjórn samþykkir að Jón Kristinn Snæhólm víki úr umhverfisnefnd og í stað hans komi Ísól Fanney Ómarsdóttir sem aðalmaður.

Bæjarstjórn samþykkir að Guðrún Eyþórsdóttir víki úr jafnréttis- og mannréttindaráði og stað hennar komi Jón Kristinn Snæhólm sem aðalmaður.

18.1503337 - Kríunes. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 15. september, lögð fram að nýju tillaga Nexus arkitekta, f.h. lóðarhafa, að breyttu deiliskipulagi Kríuness. Tillagan var auglýst og athugasemdir bárust. Á fundi skipulagsnefndar 24.8.2015 voru athugasemdir lagðar fram ásamt greinargerð eiganda Kríuness. Einnig lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar vegna athugasemda sem bárust við kynnta deiliskipulagstillögu fyrir gistiheimilið Kríunes. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingu ásamt umsögn og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

19.1509007 - Bæjarráð, dags. 10. september 2015.

2787. fundur bæjarráðs í 11. liðum.
Lagt fram.

20.1509014 - Bæjarráð, dags. 17. september 2015.

2788. fundur bæjarráðs í 20. liðum.
Lagt fram.

21.15061922 - Austurkór 4 og 6. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 15. september, að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Ríkharðs Oddssonar f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Austurkórs 4 og 6.
Í breytingunni felst að í stað einbýlishúsa á tveimur hæðum verði reist tvö parhús á einni hæð á hvorri lóð. Á fundi skipulagsnefndar 22.6.2015 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu. Engar athugasemdir bárust. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

22.1505721 - Digranesvegur 32. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 15. september, að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Sudio F arkitekta f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir að íbúð í kjallara verði skráð sem séreign. Á fundi skipulagsnefndar 1.6.2015 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu. Engar athugasemdir bárust. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

23.1509183 - Gulaþing 25. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 15. september, lagt fram erindi Svövu Bjarkar Jónsdóttur arkitekts, f.h. lóðarhafa, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Gulaþings 25. Í breytingunni felst að stærð og lögun byggingarreits breytist. Aðkoma að lóð verður frá suðausturhlið í stað norðvesturhlið, en þó verði hægt að aka inn á lóð frá norðvesturhlið. Þrjú bílastæði verði á lóð. Skipulagsnefnd hafnaði erindinu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

24.1507047 - Hamraborg 3. Gistiheimili.

Frá skipulagsstjóra, dags. 15. september, lagt fram að nýju erindi Alark arkitekta f.h. lóðarhafa, þar sem óskað er eftir að breyta veitingahúsi á 1. hæð í gistiheimili með þremur sjálfstæðum gistieiningum. Lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar dags. 14.9.2015. Skipulagsnefnd hafnaði framlagðri umsókn um gistiheimili í Hamraborg 3 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum og hafnar erindinu.

25.15062063 - Helgubraut 13. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 15. september, Aa lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Vektor ehf. f.h. lóðarhafa, þar sem óskað er eftir að byggja 11 m2 sólskála og anddyri á suðurhlið Helgubrautar 13. Á fundi skipulagsnefndar 16.6.2015 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu. Engar athugasemdir bárust. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

26.15062339 - Hrauntunga 62. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 15. september, lagt fram að nýju erindi Ragnheiðar Aradóttur, arkitekts, f.h. lóðarhafa vegna fyrirhugaðrar stækkunar við Hrauntungu 62. Í breytingunni felst að reist verði 25 m2 viðbygging við vesturhlið hússins. Á fundi skipulagsnefndar 17.8.2015 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu. Engar athugasemdir bárust og samþykktu nærliggjandi lóðarhafar fyrirhugaðar breytingar. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

27.1509554 - Fundargerðir nefnda. Afgreiðsla bæjarstjórnar þann 22. september 2015.

Lagðar fram fundargerðir bæjarráðs frá 10. og 17. september, afgreiðslna byggingarfulltrúa frá 3. og 10. september, eigendafunda Sorpu frá 31. ágúst, eigendafunda Strætó frá 31. ágúst, félagsmálaráðs frá 7. september, forsætisnefndar frá 17. september, forvarna- og frístundanefndar frá 9. september, heilbrigðiseftirlits frá 31. ágúst, skipulagsnefndar frá 14. september, skólanefndar frá 14. september, stjórnar Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins frá 1. september, stjórnar Sorpu frá 12. júní, 21. ágúst og 7. september, stjórnar SSH frá 24. ágúst og 7. september, og umhverfis- og samgöngunefndar frá 27. ágúst og 1. september.
Lagt fram.

28.1509308 - Naustavör 22-30. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 15. september, lagt fram erindi Archus f.h. lóðarhafa, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Naustavarar 22-30. Í breytingunni felst að um þriðjungur þakflatar fer 10 cm uppfyrir hámarkshæð byggingarreitar samkvæmt gildandi skipulagsskilmálum, en lægra þak hússins á þriðju og fjórðu hæð fer 0,5 metra upp fyrir leyfða hæð. Skipulagsnefnd taldi umrædda breytingu ekki varða hagsmuni annarra en lóðarhafa og samþykkti því breytinguna og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

29.1504558 - Nýbýlavegur 28. Grenndarkynning

Frá skipulagsstjóra, dags. 15. september, að lokinni kynningu er lögð fram að nýju tillaga frá Hús og skipulagi f.h. lóðarhafa, þar sem óskað er eftir að breyta tveimur vinnustofum á 2. hæð Nýbýlavegs 28 í tvær íbúðir. Á fundi skipulagsnefndar 4.5.2015 var samþykkt aðgrenndarkynna framlagða tillögu. Engar athugasemdir. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

30.15062169 - Skólagerði 40. Grenndarkynning.

Frá skipulagsstjóra, dags. 15. september, að lokinni kynningu er lagt fram að nýju erindi Skipulags-, arkitekta- og verkfræðistofunnar ehf, f.h. lóðarhafa, þar sem óskað er eftir breytingum á Skólagerði 40. Í breytingunni felst að reisa 60 m2 tvöfaldan bílskúr á norðausturhorni lóðarinnar. Að auki verða byggðar 6,6 m2 svalir á vesturhlið hússins á 2. hæð. Á fundi skipulagnefndar 22.6.2015 var samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu. Engar athugasemdir bárust. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

31.1509356 - Vatnsendablettur 72. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 15. september, lögð fram tillaga lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi Vatnsendabletts 72. Í tillögunni felst að lóðinni er skipt upp í þrjár lóðir, Ögurhvarf 4a, 4b og 4c. Núverandi lóð minnkar og lóðarmörk færast til norðurs, lóðin verður eftir breytingu 3490 m2. Suðurlóðarmörk Ögurhvarfs 4 breytast og lóð stækkar um 35m2. Nýja lóðin, Ögurhvarf 4b verður 1.150 m2 að stærð og gert er ráð fyrir að þar rísi fjórbýlishús á tveimur hæðum. Nýja lóðin, Ögurhvarf 4c verður 1.340 m2 að stærð og gert er ráð fyrir að þar rísi fjölbýlishús á tveimur hæðum, með fimm íbúðum. Hámarksflatarmál grunnflatar hússins er um 270 m2 og hámarksbyggingarmagn er um 600 m2. Opinn bílakjallari er undir húsunum. Skipulagsnefnd samþykkti að auglýsa framlagða tillögu og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar. Bæjarráð vísaði málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu skipulagsnefndar með 11 atkvæðum.

32.1509005 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 3. september 2015.

162. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 5. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslur byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

33.1509012 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 10. september 2015.

163. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 6. liðum.
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa með 11 atkvæðum.

34.1501342 - Fundargerðir eigendafunda Sorpu, dags. 31. ágúst 2015.

6. eigendafundur Sorpu í 6. liðum.
Lagt fram.

Fundi slitið.