Bæjarráð

2761. fundur 05. febrúar 2015 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir
  • Hjördís Ýr Johnson
  • Pétur Hrafn Sigurðsson
  • Birkir Jón Jónsson
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Margrét Júlía Rafnsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1501020 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 22. janúar

141. fundargerð í 5 liðum.
Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

2.1501382 - Skýrsla um sveitarfélagakönnun 2014

Lögð fram skýrslan sveitarfélagakönnun 2014.
Fulltrúi frá Capacent mætti til fundar og gerði grein fyrir skýrslu yfir sveitarfélagakönnun 2014.

3.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó bs. 2015

210. fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

4.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó bs. 2015

209. fundargerð í 1 lið.
Lagt fram.

5.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó bs. 2015

208. fundargerð í 8 liðum.
Lagt fram.

6.1501339 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga 2015

824. fundur í 38 liðum.
Lagt fram.

7.1501026 - Skólanefnd, 2. febrúar

82. fundur í 3 liðum
Lagt fram.

8.1501326 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits 2015

197. fundargerð í 76 liðum
Lagt fram.

9.1501027 - Hafnarstjórn, 2. febrúar

99. fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

10.15011094 - Reglur um fjárhagsaðstoð. Hækkun á kvarða

Lögð fram tillaga að breytingu á kvarða fjárhagsaðstoðar, sem samþykkt var á fundi félagsmálaráðs þann 2. febrúar, sbr. lið 3 í fundargerð.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

11.1501025 - Félagsmálaráð, 2. febrúar

1385. fundargerð í 6 liðum.
Lagt fram.

12.1501024 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 29. janúar

142. fundargerð í 3 liðum.
Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

13.905315 - Samstarfssamningur við Skógræktarfélag Kópavogs

Frá bæjarritara, dags. 30. janúar, tillaga um að samningur Kópavogsbæjar við Skógræktarfélag Kópavogs verði framlengdur um eitt ár, með breytingum sem finna má í meðfylgjandi samningsdrögum.
Bæjarráð samþykkir tillöguna með fimm atkvæðum.

14.1502119 - Hafnarbraut 12. Ósk um breyttar skilgreiningar á íbúðum skv. deiliskipulagi

Frá Upphafi, dags. 2. febrúar, óskað eftir breytingum á skilgreiningum íbúða fyrir aldraða.
Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til úrvinnslu.

15.15011187 - Frumvarp til laga um grunnskóla, 426. mál

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 29. janúar, óskað umsagnar um frumvarp til laga um grunnskóla (kæruleiðir, einkareknir skólar o.fl.), 426. mál.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til úrvinnslu.

16.15011126 - Frumvarp til laga um Menntamálastofnun (heildarlög), 456. mál

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, dags. 28. janúar, óskað umsagnar um frumvarp til laga um Menntamálastofnun (heildarlög), 456. mál.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til úrvinnslu.

17.1502049 - Akrakór 12, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 3. febrúar, lögð fram umsókn frá G.Á. byggingar ehf., kt. 660402-2680 um lóðina Akrakór 12, og lagt til að umsóknin verði samþykkt.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa G.Á. byggingar ehf., kt. 660402-2680, kost á byggingarrétti á lóðinni Akrakór 12 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

18.15011199 - Hlíðarendi 6, umsókn um hesthúsalóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 3. febrúar, lögð fram umsókn um lóðina Hlíðarendi 6 frá K.E. Bergmót ehf., kt. 471107-0930 og lagt til að umsóknin verði samþykkt.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gef K.E. Bergmót ehf., kt. 471107-0930 kost á byggingarrétti á lóðinni Hlíðarenda 6, og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

19.1409199 - Austurkór 12. Umsókn um lóð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 3. febrúar, umsögn um erindi frá Árna Kristni Gunnarssyni og Regínu Diljá Jónsdóttur að fá að skila lóðarréttindum og fá lóðagjöld endurgreidd. Lagt er til að heimila lóðarskil, en ekki endurgreiðslu hluta lóðagjalda.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að lóðinni Austurkór 12 verði skilað inn og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

20.1502053 - Hestheimar 14-16. Hestamannafélagið Sprettur. Umsókn um tækifærisleyfi 14.02.2015. Beiðni um umsögn

Frá lögfræðideild, dags. 3 febrúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 2. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Hestamannafélagsins Spretts, kt. 580713-0680, um tímabundið áfengisleyfi vegna Þorrablóts Spretts laugardaginn 14. febrúar 2015, frá kl. 16:00 - 02:00, í sal Spretts, að Hestheimum 14-16, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Ábyrgðarmaður er Linda Björk Gunnlaugsdóttir, kt. 120766-5709, og um öryggisgæslu annast starfsmenn Spretts.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

21.1502052 - Hestheimar 14-16. Hestamannafélagið Sprettur. Umsókn um tækifærisleyfi 06.02.2015. Beiðni um umsögn

Frá lögfræðideild, dags. 3 febrúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 2. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Hestamannafélagsins Spretts, kt. 580713-0680, um tímabundið áfengisleyfi til að mega halda veislu og kynningu föstudaginn 6. febrúar 2015, frá kl. 16:00 -1:00, í sal Spretts, að Hestheimum 14-16, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Ábyrgðarmaður er Linda Björk Gunnlaugsdóttir, kt. 120766-5709, og um öryggisgæslu annast starfsmenn Spretts.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

22.1502048 - Hestheimar 14-16, Hestamannafélagið Sprettur. Umsókn um tækifærisleyfi 05.02.2015. Beiðni um umsögn

Frá lögfræðideild, dags. 3. febrúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 2. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Hestamannafélagsins Spretts, kt. 580713-0680, um tímabundið áfengisleyfi vegna hestamannamótskeppni áhugamannadeildar Spretts fimmtudaginn 5. febrúar 2015, frá kl. 18:30 - 23:00, í sal Spretts, að Hestheimum 14-16, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Ábyrgðarmaður er Linda Björk Gunnlaugsdóttir, kt. 120766-5709, og um öryggisgæslu annast starfsmenn Spretts.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

23.1412512 - Umsókn um styrk fyrir árið 2015

Frá bæjarritara, dags. 29. janúar, tillaga um að veita 100.000 kr. styrk til fræðslustarfs Krabbameinsfélags Reykjavíkur.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita styrk að upphæð kr. 100.000,- til fræðslustarfs Krabbameinsfélags Reykjavíkur.

Fundi slitið.