Bæjarráð

2734. fundur 05. júní 2014 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1405023 - Leikskólanefnd, 3. júní

49. fundargerð í 10 liðum.

Lagt fram.

2.14011074 - Erindi vegna vinnu við leiðakerfisbreytingar 2015

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Hvað líður tillögum frá Kópavogsbæ varðandi úrbætur og breytingar á leiðakerfi Strætó sem fjallað var um á fundi umhverfis- og samgöngunefndar þann 17. febrúar sl.?  Undirritaður hefur áhyggjur af því að tímafrestur til að gera nauðsynlegar breytingar á leiðakerfinu í Kópavogi sé útrunninn.

Hjálmar Hjálmarsson"

3.1205409 - Kópavogsfélagið. Hressingarhælið, Kópavogsbærinn og Kópavogstún.

Lögð fram tillaga stjórnar Kópavogsfélagsins, dags. 4. júní um starfsemi í byggingum á Kópavogstúni.

Arnþór Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Samkvæmt  framkvæmdaáætlun samþykktri af bæjarstjórn var gert ráð fyrir því að hefja framkvæmdir og endurbætur á Kópavogsbænum á þessu ári 2014.

Bæjarstjórn er hvött til þess að halda áætlunina svo að það markmið náist að klára áætlaðar framkvæmdir fyrir 60 ára afmæli bæjarins.

Arnþór Sigurðsson"

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

4.1402523 - Grænatún 20. Byggingarleyfi. Grenndarkynning.

Lögð fram að nýju tillaga dags. 20. maí 2014 sem frestað var á fundi bæjarráðs þann 22. maí.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til úrvinnslu með fjórum atkvæðum gegn einu.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Það er búið að fresta málinu og fara yfir það og engar forsendur breyst.

Guðríður Arnardóttir"

5.1403264 - Langabrekka 2. Breytt deiliskipulag.

Lagt fram að nýju erindi Fagsmíðar ehf., dags. 13.3.2014, að breyttu deiliskipulagi Löngubrekku 2. Erindinu var frestað á fundi bæjarráðs 22. maí sl.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til úrvinnslu.

6.1405668 - Pylsuvagn. Umsókn um leyfi

Frá Birgi H. magnússyni, Daníel G. Steindórssyni og Pétri B. Þórarinssyni, ódags., óskað leyfis til að setja upp pylsuvagn á bílastæði við Salalaug.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Eins og ég hef sagt áður sé ég ekkert að því að hafa pylsuvagn við Salalaug. Slíkir vagnar standa við fjölmargar sundlaugar höfuðborgarsvæðisins. Hér væri um aukna þjónustu við sundlaugagesti að ræða.

Guðríður Arnardóttir"

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

Ómar Stefánsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Ef vilji er fyrir setja upp pylsuvagn við sundlaugar væri eðlilegt að auglýsa eftir áhugasömum aðilum, því fleiri hafa sýnt því áhuga að koma með veitingasölu við Salalaug.

Ómar Stefánsson"

Arnþór Sigurðsson tekur undir bókun Ómars Stefánssonar.

Hjálmar Hjálmarsson leggur fram eftirfarandi bókun:

"Undirritaður telur eðlilegt að þessi umsókn fái sambærilega meðferð og aðrar umsóknir um pylsuvagna við Salalaug. Umsókninni verði því vísað til umsagna íþróttaráðs og skólanefndar.

Hjálmar Hjálmarsson"

7.1303291 - Vesturvör 40 og 42-48.

Frá bæjarlögmanni, dags. 4. júní, lagt fram erindi OK fasteigna ehf., dags. 12. maí, þar sem óskað var eftir að draga til baka fyrra erindi varðandi endurgreiðslu á yfirtökugjaldi og gatnagerðargjaldi vegna lóðarinnar Vesturvör 40 og 42-48. Þar sem fyrra erindið hefur verið afturkallað er ekki ástæða til að veita umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði þann 16. apríl um fyrra erindið.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar og vísar erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

8.1406124 - Ásaþing 1, 3, 5, 7, 9, 11. Óskað eftir nafnbreytingu á lóðahafa

Frá bæjarlögmanni, dags. 4. júní, umsögn um beiðni Bjarka ehf. til að heimila að lóðirnar Ásaþing 1, 3, 5, 7, 9, 11 færist yfir á Leigugarða ehf., kt. 571208-0240.

Bæjarráð samþykkir að heimila framsal til Leigugarða ehf., kt. 571208-0240 á lóðunum Ásaþingi 1, 3, 5, 7, 9 og 11.

9.1405017 - Umhverfis- og samgöngunefnd, 2. júní

50. fundargerð í 8 liðum.

Lagt fram.

10.1401118 - Stjórn Strætó bs., 2. júní

196. fundargerð í 3 liðum.

Lagt fram.

11.1405011 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 13. maí

116. fundargerð í 11 liðum.

Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar.

 

Ómar Stefánsson vék af fundi undir þessum lið.

12.1404440 - Tillaga um opna hugmyndasamkeppni um framtíðarnýtingu Vallargerðisvallar

Umsögn sem óskað var eftir í bæjarstjórn þann 27. maí sl. varðandi tillögu um opna hugmyndasamkeppni um framtíðarnýtingu Vallargerðisvallar.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

13.1405331 - Tímatöflur íþróttamannvirkja Kópavogs - veturinn 2014-2015

Lagðar fram æfingatöflur íþróttamannvirkja í Kópavogi frá 2013. Gert er ráð fyrir að þær verði óbreyttar milli ára. Formenn knattspyrnudeilda Breiðabliks og HK óskuðu eftir breytingum og lagt er til að komið verði til móts við óskir þeirra frá haustinu 2014.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar.

Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Undirrituð gerir ráð fyrir löngum umræðum og hápólitískum að vanda.

Guðríður Arnardóttir"

14.1405022 - Íþróttaráð, 3. júní

37. fundargerð í 33 liðum.

Lagt fram.

15.1401094 - Heilbrigðiseftirlit, 2. júní

190. fundargerð í 6 liðum.

Lagt fram.

16.1405025 - Félagsmálaráð, 3. júní

1372. fundargerð í 11 liðum.

Lagt fram.

17.1405024 - Barnaverndarnefnd, 2. júní

38. fundargerð í 5 liðum.

Lagt fram.

18.1406001 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 3. júní

118. fundargerð í 13 liðum.

Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar.

19.1405020 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 27. maí

117. fundargerð í 6 liðum.

Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 10:15.