Bæjarráð

2509. fundur 19. júní 2009 kl. 12:45 - 15:00 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.906162 - Quiznos Sub, Nýbýlavegi 32.

Frá Kviss ehf., tölvupóstur dags. 6/7, ítrekuð beiðni um að Kópavogsbær kaupi 400-500 matarmiða vegna tekjutaps í tengslum við framkvæmdir við Nýbýlaveginn.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

2.906122 - Umsókn kraftlyftingadeildar Breiðabliks um sérstyrk.

Frá Breiðabliki, dags. 10/6, umsókn um sérstyrk vegna íþróttakeppnisferðar og vegna keppnis- og lyfjaeftirlitsgjalds, samtals að upphæð kr. 27.672,10.

Bæjarráð vísar erindinu til ÍTK til afgreiðslu.

3.906164 - Skipulagsgjöld 2008, greiðsla úr ríkissjóði.

Frá fjármálaráðuneytinu, dags. 2/6, yfirlit yfir skipulagsgjöld greidd til Kópavogsbæjar frá Skipulagsstofnun fyrir árið 2008 að upphæð kr. 36.512.538,-.

Bæjarráð vísar erindinu til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.

4.906139 - Nautilus. Framlenging á samningi.

Frá Nautilus ehf. á Íslandi, dags. í júní, óskað eftir 10 ára framlengingu á samningi milli fyrirtækisins og Kópavogsbæjar um rekstur heilsuræktar í sundlaugum bæjarins.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs og íþróttafulltrúa.

5.806085 - Kársnes. Vesturhluti, breytt svæðisskipulag.

Afrit af bréfi Skipulagsstofnunar til umhverfisráðuneytisins, dags. 10/6, þar sem stofnunin telur ekki formgalla á afgreiðslu málsins og afgreiðir samþykkta tillögu til staðfestingar umhverfisráðherra.

Lagt fram og vísað til skipulagsnefndar.

6.906120 - Umsókn um styrk vegna þátttöku í Ólympíuleikum í stærðfræði.

Frá Ingólfi Eðvarðssyni, dags. 11/6, óskað eftir styrk sem nemur bæjarstarfsmannslaunum í 8 vikur til undirbúnings Ólympíukeppni framhaldsskólanema í stærðfræði í Þýskalandi í sumar.

Bæjarráð vísar erindinu til starfsmannastjóra til afgreiðslu.

7.906142 - Auðbrekka. Ósk um hraðahindrun

Frá Toyota á Íslandi, dags. 15/6, óskað eftir hraðahindrunum á Auðbrekku.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs og umferðarnefndar til afgreiðslu.

8.903004 - Kópavogsdeild Rauða kross Íslands, þakkarbréf.

Frá Kópavogsdeild Rauða kross Íslands, dags. 27/5, Kópavogsbæ eru færðar þakkir fyrir niðurfellingu fasteignaskatts á húsnæði deildarinnar.

Lagt fram.

9.906165 - Lögmenn Árbæ varðandi vinnuslys.

Frá lögmönnum Árbæ, dags. 9/6, óskað eftir tilkynningu um vinnuslys í Lindaskóla haustið 2008.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns og fræðslustjóra til úrvinnslu.

10.906119 - Tillaga stjórnar LSK varðandi skipun endurskoðunarnefndar.

Frá framkvæmdastjóra lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar, dags. 12/6, tilkynning um skipan Snorra Tómassonar, endurskoðanda hjá Bókun sf., í endurskoðunarnefnd.

Lagt fram.

11.810496 - Óveruleg breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024.

Frá Þóri J. Einarssyni og Guðbjarna Eggertssyni, dags. 11/6, afrit af bréfi til Skipulagsstofnunar með athugasemdir vegna auglýstra breytinga á skipulagi græna trefilsins.

Lagt fram.

12.906187 - Óskað aðstoðar

Frá íbúa í bænum, dags. 1/5, óskað hjálpar með húsnæði vegna örorku.

Bæjarráð vísar erindinu til félagsmálastjóra til úrvinnslu.

13.906121 - Leiðaþing 4, lóð skilað.

Frá Yrsu Eleonoru Gylfadóttur og Arnari Sæbergssyni, dags. 10/6, lóðinni að Leiðaþingi 4 skilað inn.

Lagt fram.

14.906137 - Öldusalir 4, lóð skilað.

Frá Einari Einarssyni og Stefaníu Jörgensdóttur, dags. 10/6, lóðinni að Öldusölum 4 skilað inn.

Lagt fram.

15.906089 - Klukkuþing 22 og 24, lóðaskil

Frá Ágústi Friðgeirssyni og Trausta Ágústssyni, dags. 8/6, lóðinni að Klukkuþingi 22 og 24 skilað inn.

Lagt fram.

16.906133 - Ársskýrsla og Umhverfisskýrsla 2008.

Lögð fram.

17.906192 - Skipan umsjónaraðila um málefni LSK.

Erindi fjármálaráðuneytisins dags. 19/6, um skipan umsjónaraðila um málefni LSK og frávikningu stjórnar og framkvæmdastjóra sjóðsins.

Lagt fram.

18.906193 - Upplýsingar um vanskil leikskólagjalda og gjalda í dægradvöl.

Ómar Stefánsson óskar eftir upplýsingum um vanskil vegna greiðslu leikskólagjalda og gjalda í dægradvöl.

19.906194 - Fyrirspurn um fjárhagsáætlun.

Ólafur Þór Gunnarsson óskaði eftir upplýsingum um hvernig vinnu við endurskoðun fjárhagsáætlunar verði háttað.

20.903138 - Raf- og rafeindatækjaúrgangur.

Frá skrifstofustjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 16/6, umsögn um erindi umhverfisstofnunar varðandi meðhöndlun úrgangs, ásamt tillögu að svari.

Bæjarráð samþykkir tillögu að svari.

21.902023 - Fundargerð forvarnarnefndar 2/6.

16. fundur

Liður 1, 0811346. Bæjarráð frestar afgreiðslu forvarnarstefnu til næsta fundar.

22.901307 - Fundargerð stjórnar SSH 4/5

334. fundur

23.901307 - Fundargerð stjórnar SSH 12/5

335. fundur

24.906175 - Endurfjármögnun Strætó bs.

Frá framkvæmdastjóra SSH, dags. 16/6, óskað eftir afgreiðslu bæjarráðs á tillögu, sem samþykkt var á fundi stjórnar SSH 15/6 sl.

Bæjarráð samþykkir tillögu um endurfjármögnun Strætó bs.

25.901200 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. 15/6

120. fundur

26.901387 - Fundargerð stjórnar Tónlistarhúss 12/6

103. fundur

27.812194 - Skuldabréfaflokkur Kópavogs

Frá bæjarstjóra, tillaga að endurfjármögnun skammtímaskulda bæjarins.

Bæjarstjóra er heimilt að gefa út ný skuldabréf í opnum skuldabréfaflokki Kópavogsbæjar, KOP 08-1, sem útgefinn var 15. desember 2008.  Í þessum áfanga verða gefin út skuldabréf að nafnvirði allt að kr. 3 milljarðar.  Frekari stækkun skuldabréfaflokksins fer eftir ákvörðun bæjarráðs og bæjarstjórnar.

28.705300 - Boðaþing 5-9, Þjónustumiðstöð

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 16/6, varðandi ósk Hrafnistu um að tengja þjónustu- og öryggisíbúðir aldraðra að Boðaþingi 22-24 við þjónustumiðstöð að Boðaþingi 5-9 með göngum undir götu milli húsanna. Tillaga um að gerður verði samningur við Hrafnistu þess efnis, að Kópavogsbær sjái um gerð gangnanna innan lóðar Boðaþings 5-9 og undir götu, en Hrafnista innan lóðar Boðaþings 22-24.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

29.901303 - Fundargerð byggingarnefndar 16/6

1305. fundur, ásamt fylgiskjali nr. 6/2009

Bæjarráð staðfestir fundargerðina ásamt fylgiskjali.

30.707069 - Hörðuvallaskóli. Verðkönnun á húsgögnum.

Frá deildarstjóra hönnunardeildar, dags. 11/6, lögð fram verðtilboð á skólahúsgögnum og lagt til að tilboði lægstbjóðanda, Á. Guðmundssonar, verði tekið.

Bæjarráð samþykkir tillögu um að tilboði lægstbjóðanda verði tekið.

31.701022 - Vatnsendi. Eignarnám á landi úr jörðinni Vatnsenda

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 18/6, tillaga að svari við erindi Sigurbjörns Þorbergssonar hdl. varðandi meintar vanefndir á eignarnámssátt.

Lögð fram drög að svari.

32.805019 - Bryggjuvör 2, Bakkabraut 4. Rekstrarsamningur

Frá bæjarritara, ný drög að rekstrarsamningi við Hjálparsveit skáta, sem frestað var í bæjarráði 28/5 sl.

Bæjarráð samþykkir drögin.

33.906134 - Þróunarstjóri hugbúnaðar. Umsóknir og ráðning.

Frá forstöðumanni upplýsingatæknisviðs og starfsmannastjóra, dags. 12/6, tillaga að ráðningu Hlyns Inga Rúnarssonar, kt. 050679-5199, Lækjasmára 62, 201 Kópavogi, í starf þróunarstjóra hugbúnaðar.

Bæjarráð samþykkir tillögu um að ráða Hlyn Inga Rúnarsson í starf þróunarstjóra hugbúnaðar.

34.906158 - Námsleyfi til að ljúka BSc námi í viðskiptafræði.

Frá starfsmannastjóra, dags. 16/6, lögð fram umsókn Svanhildar Þengilsdóttur um þriggja mánaða launað námsleyfi, ásamt umsögn og tillögu að afgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir að veita Svanhildi Þengilsdóttur launað námsleyfi í 3 mánuði til framhaldsnáms við Háskóla Íslands og bindur leyfið því skilyrði, að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu.

35.906159 - Námsleyfi vegna mastersnáms í stjórnun menntastofnana.

Frá starfsmannastjóra, dags. 16/6, lögð fram umsókn Vigdísar Guðmundsdóttur um 6 mánaða launað námsleyfi, ásamt umsögn og tillögu að afgreiðslu.

Bæjarráð samþykkir að veita Vigdísi Guðmundsdóttur 6 mánaða launað námsleyfi til mastersnáms í stjórnun menntastofnana við HÍ.  Skilyrði fyrir leyfinu er að Vigdís komi til starfa hjá leikskólum Kópavogsbæjar að leyfi loknu.

36.906103 - Tillaga til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun 2009-2013.

Frá sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs, dags. 18/6, umsögn um þingsályktunartillögu um náttúruverndaráætlun 2009-2013, m.a. varðandi friðlýsingu 13 svæða.

Þar sem umrædd svæði eru ekki innan lögsögu Kópavogs, gerir bæjarráð ekki athugasemd við framlagða tillögu um náttúruverndaráætlun 2009-2013.

37.904149 - Umhverfisviðurkenningar 2009

Á fundi umhverfisráðs, dags. 4. maí 2009, var ákveðið að leita tilboða í hönnun og gerð viðurkenningaskjala og fróðleiksskilta ráðsins fyrir árið 2009. Haft var samband við sex auglýsingastofur en tilboð bárust frá fimm auglýsingastofum. Við yfirferð tilboða á fundi ráðsins voru tvö þeirra dæmd ógild, þar sem hugmyndir að útliti og gerð viðurkenningaskjala fylgdu ekki verðtilboðum. Eftirfarandi gild tilboð í viðurkenningaskjöl eru frá: 1. Fíton 1 - 391.460 kr. 2. Fíton 2 - 269.450 kr. 3. Frjálsri miðlun - 211.650 kr. 4. Næst - 319.965 kr. Öll ofangreind verð eru með VSK. Umhverfisráð leggur til við bæjarráð að tekið verði tilboði lægstbjóðanda í hönnun og gerð viðurkenningaskjala fyrir árið 2009. Farið var í skoðunarferð og þeir staðir skoðaðir sem voru tilnefndir til umhverfisverðlauna.

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu umhverfisráðs með tveimur atkvæðum gegn einu.

 

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

""Undirritaður telur ekki rétt að samþykkja tillögu umhverfisráðs.

Ólafur Þór Gunnarsson.""

 

Gunnar Ingi Birgisson, bæjarstjóri, vék sæti undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 15:00.