Bæjarráð

2698. fundur 05. september 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Guðríður Arnardóttir aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Arna Schram upplýsingafulltrúi
Dagskrá

1.1007101 - Markavegur 1, umsókn um byggingarleyfi.

Frá lögfræðistofunni Rökstólum, dags. 29. ágúst, varðandi bréf byggingarfulltrúa, dags. 26. ágúst vegna Markarvegar 1.

Lagt fram.

2.1301043 - Stjórn SSH, 12. ágúst.

391. fundur.

Lagt fram.  Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

3.1308063 - Auðar íbúðir. Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni.

Frá bæjarlögmanni, dags. 22. ágúst, svar við fyrirspurn í bæjarráði frá 8. ágúst 2013 um auðar íbúðir í Kópavogi.

Lagt fram.

4.1308609 - Bæjarlind 6, Spot. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi.

Frá bæjarlögmanni, dags. 2. september, lagt fram erindi Sýslumannsins í Kópavogi dags. 27. ágúst, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Borgarholtsskóla um tækifærisleyfi til að mega halda menntaskólaball, fimmtudaginn 5. september á SPOT, Bæjarlind 6, Kópavogi.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

5.1309061 - Bæjarlögmaður segir upp störfum

Frá bæjarlögmanni, dags. 4. september, þar sem hann segir starfi sínu lausu.

Lagt fram.

Bæjarráð þakkar Þórði vel unnin störf og óskar honum góðs gengis á nýjum vettvangi.

Guðríður Arnardóttir leggur fram eftirfarandi bókun: Undirrituð leggur til að staða bæjarlögmanns verði auglýst nú þegar enda lauk ráðningasamningi við afleysingalögmann í lok ágúst. Guðríður Arnardóttir.

Arnþór Sigurðsson tekur undir bókunina.

Bæjarstjóri leggur til að afgreiðslu þeirrar tillögu verði frestað. Samþykkt með þremur atkvæðum.

6.1309025 - 6. mánaða uppgjör

Lagt fram 6. mánaða uppgjör Kópavogsbæjar.

Lagt fram.

7.1211262 - Verkefnisstjórnarfundur, 28. ágúst.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 2. september, fundargerð 7. fundar verkefnahóps um framkvæmdir á Kjóavöllum frá 28. ágúst.

Lagt fram.

8.1308075 - Drög að frumvarpi um breytingar á skipulagslögum. Óskað eftir athugasemdum

Frá skipulagsstjóra, dags. 2. september, tillaga að umsögn um drög að breytingu á skipulagslögum, sem umhverfis- og auðlindaráðuneyti óskaði eftir fyrir 6. september.

Lagt fram.

9.1103297 - Kjarrið og Smárahvammur. Sameining leikskóla

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 3. september, samkomulag um endanlegt uppgjör vegna leikskólans Kjarrsins.

Lagt fram. Guðríður Arnardóttir óskar eftir því að uppgjörinu verið vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar. Samþykkt.

10.1305239 - Hamraborg 10, Café Dix. Skilti á gangstétt.

Frá Hauki Guðmundssyni hdl., dags. 28. ágúst, varðandi skilti á gangstétt við Hamraborg 10.

Vísað til umhverfissviðs.

11.1301026 - Stjórn Héraðsskjalasafns, 29. ágúst.

83. fundur.

Lagt fram. Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

12.1308596 - Beiðni um styrk vegna þátttöku barna úr Kópavogi í Evrópukeppni einstaklinga í skák í september 2013

Frá Helga Ólafssyni, f.h. Skáksambands Íslands, dags. 27. ágúst, varðandi beiðni um styrk vegna þátttöku barna úr Kópavogi í Evrópukeppni einstaklinga í skák sem haldin verður í Svartfjallalandi í september 2013.

Lagt fram.

Rannveig Ásgeirsdóttir leggur til að erindinu verði vísað til bæjarstjóra.

Hjálmar Hjálmarsson leggur til að erindinu verði vísað til íþróttaráðs. Arnþór Sigurðsson leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Telur bæjarfulltrúi Ómar Stefánsson eðlilegt að þetta mál sé afgreitt af geðþótta en allar aðrar íþróttir og tómstundir í bæjarfélaginu fari eftir reglum sem settar eru af viðkomandi nefndum?"

Samþykkt að vísa til bæjarstjóra með þremur atkvæðum gegn tveimur. Ómar Stefánsson svarar fyrirspurn:

"Ég tel að afgreiðslur bæjarstjóra séu teknar að vel ígrunduðu máli." Hjálmar Hjálmarsson bókar: "Ég tel það líka."

Guðríður Arnardóttir bókar um atkvæðagreiðsluna:

"Ég tel eðlilegt að þessi beiðni fái sömu afgreiðslu og sambærilegar beiðnir vegna keppnisferða í íþróttum og íþróttaráð fjalli um málið."

13.1309021 - Árshlutauppgjör Sorpu janúar-júní 2013

Frá Sorpu bs., dags. 29. ágúst, árshlutauppgjör fyrir fyrstu sex mánuði 2013.

Lagt fram.

14.1203001 - Launamál. Fyrirspurn frá Guðríði Arnardóttur.

"Fyrir 18 mánuðum síðan  óskaði undirrituð eftir yfirliti yfir laun sviðsstjóra og deildarstjóra hjá Kópavogsbæ.  Með tilvísun í fyrri fyrirspurn er óskað eftir því að sá listi sé lagður fram tafarlaust og skuli koma fram hvort kona eða karl gegni hverri stöðu fyrir sig."

15.1108160 - Fyrirspurn um Hamraborgarhátíð frá Guðríði Arnardóttur:

"Það vakti eftirtekt að formaður bæjarráðs var titluð verkefnastýra Hamraborgarhátíðar.  Því er eftirfarandi spurningum beint til verkefnastýru:

Hvar í stjórnkerfi bæjarins var tekin sú ákvörðun að ráða formann bæjarráðs verkefnastýru Hamraborgarhátíðar?

Hvert var ábyrgðarsvið verkefnastýru og hvaða starfsmenn unnu undir hennar stjórn.

Hvaða nefndir bæjarins kom að skipulagningu Hamraborgarhátíðar?

Óskað er eftir sundurliðuðu yfirliti yfir kostnað vegna Hamraborgarhátíðar og nafnalista þeirra einstaklinga sem unnu við hátíðina."

16.1303112 - Upplýsingar um mannaráðningar. Fyrirspurn frá Guðríði Arnardóttur.

"Óskað er eftir uppfærðum lista yfir mannaráðningar á bæjarskrifstofur Kópavogs frá 2010 og skuli sá listi lagður fram með sama hætti og fyrri listi."

17.1206236 - Leigjendur í Kópavogi. Bókun frá Guðríði Arnardóttur.

"Bæjarstjóri nefndi í fjölmiðlum vanda þeirra einstaklinga sem eru á leigumarkaði.  Hafi hann þakkir fyrir að ljá máls á því máli. Vakin er athygli á því að í tíð fyrrverandi ríkisstjórnar var verið að móta hugmyndir um hvernig má byggja upp traustan langtíma leigumarkað á Íslandi og liggur m.a. fyrir skýrsla starfshóps vegna þessa.  Þar er m.a. bent á mikilvægi þess að opinberir aðildar komi að málinu og liðki fyrir með ívilnunum og jafnvel beinni aðkomu.

Í tíð fyrri meirihluta var verið að undirbúa aðkomu Kópavogs að uppbygginu leigumarkaðar í bænum.  M.a. voru unnin verkfræðiálit yfir kostnað vegna reksturs slíkra íbúða sem sýndu að slíkt verkefni myndi standa undir sér.  Óskað er eftir því að þau minnisblöð sem unnin voru á sínum tíma verði lögð fyrir bæjarráð.  Jafnframt verði leitað eftir upplýsingum frá Reykjavíkurborg vegna stefnumótunar þeirra í leigumarkaðsmálum. "

Ármann Kr. Ólafsson og Ómar Stefánsson leggja fram eftirfarandi bókun: "Hvers vegna var ekki búið að leggja fram þessa útreikninga eða vekja athygli á þeim töluvert fyrr?"

Guðríður Arnardóttir: "Það var vegna þess að málið var í vinnslu í tíð fyrri meirihluta og stóð ekkert annað til en að leggja þetta fram."

Ómar Stefánsson: "Það kemur ekki í veg fyrir að hægt hefði verið að vekja athygli á þeirri vinnu sem fyrrverandi formaður bæjarráðs var að láta vinna."

Hjálmar Hjálmarsson leggur til að húsnæðismál í Kópavogi verði rædd sem sér liður á næsta fundi bæjarstjórnar.

Ármann Kr. Ólafsson bókar: "Til upplýsingar fyrir bæjarráð vil ég benda á að í viðræðum mínum við velferðarráðuneyti í tíð síðustu ríkisstjórnar vegna lánastíflu Íbúðalánasjóðs til félagslegs húsnæðis, komu aldrei fram nýjar hugmyndir í þessum málaflokki."

Guðríður Arnardóttir bókar: "Bæjarstjóri má ekki rugla saman félagslegu húsnæði og almennum leigumarkaði en það er tvennt ólíkt og félagslegt húsnæði mun ekki leysa vanda þorra þeirra sem búa í leiguhúsnæði í dag við erfiðar aðstæður. Bent er á skýrslu velferðarráðuneytisins sem bæjarstjóri virðist ekki hafa lesið.

Fram til þessa hefur verið nokkuð ljóst að núverandi meirihluti hefur ekki látið sig málefni leigumarkaðarins varða. Ekki er stafkrókur um slíkt í meirihlutasamningi Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Lista Kópavogsbúa. Orð bæjarstjóra í fjölmiðlum hafa hins vegar vakið upp vonir að sinnaskipti séu að verða innan meirihlutans og því er ljáð máls á málinu nú í þeirri von að bæjarstjórn muni grípa til aðgerða."

Ármann Kr. Ólafsson: "Bæjarstjóri hefur á engan hátt ruglað þessu tvennu saman. Það sem Guðríður kallar bókun er greinargerð og á ekki heima í fundargerð."

18.1307591 - Fyrirspurn um námsleyfisumsókn sviðsstjóra frá Guðríði Arnardóttur

"Á fundi bæjarráðs 8. ágúst óskaði fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogs eftir launuðu námsleyfi í sex mánuði.  Umræddur starfsmaður tók við stöðu verkefnastjóra hjá bænum í mars s.l. eftir rúmlega árs leyfi frá störfum.  Erindinu var vísað til bæjarstjóra til umsagnar.  Þar sem ætla mætti að mánuður væri ríflegur tími fyrir bæjarstjóra að vinna slíka umsögn er óskað svara við því hvers vegna bæjarstjóri hefur ekki sinnt þessu verkefni sem bæjarráð fól honum."

Ármann Kr. Ólafsson bókar: "Umsögnin mun verða til þannig að hægt verði að taka tillit til hennar, eins og annarra óska um námsleyfi, við gerð fjárhagsáætlunar."

19.1303230 - Launakönnun. Fyrirspurn frá Hjálmari Hjálmarssyni

"Hvað líður niðurstöðum launakönnunar um launamun kynjanna?"

20.1308288 - Desjakór 10. Sólskáli.

Lagt fram erindi Sigurðar Hafsteinssonar, byggingartæknifræðings f.h. lóðarhafa að byggingu sólskála við vesturenda hússins að Desjakór 10 sbr. uppdrætti í mkv. 1:500 og 1:100 dags. 22. júlí 2013
Enn fremur lagt fram samþykki lóðarhafa Desjakórs 7 og Dofrakórs 7 dags. 23. júlí 2013

Skipulagsnefnd telur umrædda breytingu ekki hafa grenndaráhrif og samþykkir hana með tilvísan í 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar. Fjórir samþykkja og einn situr hjá.

Guðríður Arnardóttir bókar eftirfarandi: Ég hef óskað eftir að fundargerðinni verði vísað til bæjarstjórnar eins og öðrum fundargerðum.

Ómar Stefánsson bókar eftirfarandi: Erindi sem afgreidd eru án mótatkvæða í bæjarráði hljóta þar með fullnaðarafgreiðslu.

21.1308008 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 27. ágúst.

91. fundur

Lagt fram. Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

22.1308016 - Félagsmálaráð, 3. september

1356. fundur

Lagt fram.  Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

"Undirrituð óskar eftir lögfræðiáliti þar sem farið er yfir mismunandi stöðu fasteignaeigenda sem horfa fram á missi fasteigna sinna.   Til að mynda í hvaða tilfellum eru þessir einstaklingar að fá vaxtabætur? Hversu lengi geta einstaklingar sem ekki hafa greitt af húsnæðisskuldum sínum búið áfram í fasteignum sínum?

Guðríður Arnardóttir."

23.1301023 - Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar - og Kópavogssvæðis, 26. ágúst.

182. fundur

Lagt fram. Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Ómar Stefánsson óskar eftir skýringum frá heilbrigðisnefnd við lið 2.2. í aðalskipulagi Kópavogs: Við hvaða svæði er átt þegar talað er um syðri Landgeira í upplandi Kópavogs?

24.1308010 - Íþróttaráð, 29. ágúst

27. fundur

Lagt fram. Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar. Ómar Stefánsson víkur af fundi við umræðu um fundargerðina.

25.1308009 - Leikskólanefnd, 3. september

40. fundur

Lagt fram. Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

26.1308005 - Skipulagsnefnd. 27. ágúst.

1229. fundur

Lagt fram. Birgir Sigurðsson skipulagsstjóri sat fundinn undir þessum lið. Fundargerð vísað til bæjarstjórnar.

27.1306550 - Melgerði 20-22. Kynning á byggingarleyfi.

Lagt fram að nýju erindi Rafns Kristjánssonar f.h. lóðarhafa Melgerðis 20 og 22. Sótt er um að byggja ofan á svalir á 2. hæð og leggja núverandi býslag á suðurhlið hússins. Gluggum verður bætt við á vestur- og austurhlið sbr. uppdráttum dags. 3.6.2013 í mkv. 1:100.
Skipulagsnefnd samþykkti 2. júlí 2013 með tilvísan í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna umrædda breytingu fyrir lóðarhöfum Melgerðis 18, 19, 21, 24 og Borgarholtsbrautar 35, 37 og 39. Kynningu lauk 9.8.2013.
Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.
Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar. Fjórir samþykkja og einn situr hjá.

Guðríður Arnardóttir bókar eftirfarandi: Ég hef óskað eftir að fundargerðinni verði vísað til bæjarstjórnar eins og öðrum fundargerðum.

Ómar Stefánsson bókar eftirfarandi: Erindi sem afgreidd eru án mótatkvæða í bæjarráði hljóta þar með fullnaðarafgreiðslu.

28.1307075 - Perlukór 10, stækkun byggingarreits og bygging bílgeymslu.

Lagt fram að nýju erindi Kjartans Rafnssonar, K.J. Hönnun ehf., þar sem sótt er um að stækka byggingarreit til austur við Perlukór 10 og byggja þar auka bílskúr. Samþykki aðliggjandi lóðarhafa að Perlukór 12 liggur fyrir. Skipulagsnefnd samþykkti 2. júlí 2013 með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að senda tillöguna í grenndarkynningu til lóðarhafa Perlukórs 3 a, b, c, d og 12. Einnig var kynningin send til lóðarhafa Perlukórs 3e. Kynningu lauk 15.8.2013. Engar athugasemdir eða ábendingar bárust.

Samþykkt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar. Fjórir samþykkja og einn situr hjá.

Guðríður Arnardóttir bókar eftirfarandi: Ég hef óskað eftir að fundargerðinni verði vísað til bæjarstjórnar eins og öðrum fundargerðum.

Ómar Stefánsson bókar eftirfarandi: Erindi sem afgreidd eru án mótatkvæða í bæjarráði hljóta þar með fullnaðarafgreiðslu.

29.1305517 - Hólmaþing 7. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga Basalt arkitekta f.h. lóðarhafa að breyttu deiliskipulagi að Hólmaþingi 7. Í breytingunni felst að bílageymsla verði með aðkomu frá Vatnsendavegi og breytingum á byggingarreit sem samsvara breyttri legu bílageymslu. Hækkun gólfkóta 1. hæðar í 91,15. Heildarbyggingarmagn hækkar úr 340m2 í 398m2 sbr. uppdráttum dags. 21.5.2013. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Hólmaþings 3, 5, 5a, 9, 11, 13 og 15 ásamt landeiganda Vatnsenda. Kynningu lauk 11. júlí 2013. Athugasemd barst frá Sigurbirni Þorbergssyni, hrl, f.h. Þorsteins Hjaltested dags. 9.7.2013.

Með tilvísan í framkomna athugasemd er lögð fram ný og breytt tillaga dags. 14.8.2013 þar sem fallið er frá breytingu á aðkomu og legu bílskúrs í fyrirhuguðu húsi. Að öðru leyti er tillagan óbreytt frá fyrri umsókn.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu dags. 14. ágúst 2013. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar. Fjórir samþykkja og einn situr hjá.

Guðríður Arnardóttir bókar eftirfarandi: Ég hef óskað eftir að fundargerðinni verði vísað til bæjarstjórnar eins og öðrum fundargerðum.

Ómar Stefánsson bókar eftirfarandi: Erindi sem afgreidd eru án mótatkvæða í bæjarráði hljóta þar með fullnaðarafgreiðslu.

30.1308004 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 13. ágúst.

90. fundur

Lagt fram. Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

31.1211244 - Grænatún 20. Breytt deiliskipulag.

Á fundi skipulagsnefndar 20.11.2012 var lagt fram erindi Einars V. Tryggvasonar, arkitekts, f.h. lóðarhafa Grænatúns 20 þar sem sótt er um leyfi til að hækka núverandi hús um eina hæð og hafa þrjár íbúðir í húsinu í stað tveggja. Einnig sótt um leyfi til að byggja bílskúr og geymslur á lóð sbr. uppdráttum dags. 12.11.2012 í mkv. 1:100. Skipulagsnefnd samþykkti með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga að grenndarkynna tillöguna fyrir lóðarhöfum að Grænatúni 16, 18, 22, 24, Álfatúni 1, 3, Nýbýlavegi 100, 102 og 104. Kynningu lauk 15.1.2013. Athugasemdir og ábendingar bárust frá nágrönnum. Málinu var frestað og skipulags- og byggingardeild var falið að taka sama umsögn um framkomnar athugasemdir. Á fundi skipulagsnefndar 5.2.2013 var lagt fram minnisblað skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir. Málinu var frestað og var skipulags- og byggingarnefnd falið að boða til samráðsfundar með lóðarhöfum Grænatúns 18, 20 og 22. Bréf dags. 6.2.2013 var sent til lóðarhafa Grænatúns 18, 20 og 22 þar sem óskað var eftir samráðsfundi 14.2. 2013 kl. 15 í Fannborg 6. Þann 13.2. óskuðu ofangreindir lóðarhafar eftir frestun á umræddum fundi. Á fundi skipulagsnefndar 5.3.2013 var lögð fram breytt tillaga sem fólst í því að rífa húsið á lóðinni og byggja parhús á tveimur hæðum í staðinn. Skipulagsnefnd samþykkti með vísan í 43. gr. skipulagslaga að kynna tillöguna fyrir lóðarhöfum Grænatúns 16, 18, 22, 24; Álfatúns 1, 3 og Nýbýlavegi 100, 102 og 104. Tillagan var send út í kynningu 18.3. 2013 og athugasemdafrestur var til 19.4. 2013. Athugasemdir og ábendingar bárust dags. 16.4.2013.
Skipulagsnefnd - 1229 27. ágúst 2013
354
Lögð fram minnisblöð frá samráðsfundum sem haldnir voru 22.4.2013 og 6.5.2013 með lóðarhöfum Grænatúns 18 og 22. Einnig lagt fram minnisblað frá samráðsfundi sem haldinn var að Grænatún 20 þann 23.5.2013. Á fundi skipulagsnefndar 27. maí 2013 var lögð fram breytingartillaga dags. 23.5.2013 þar sem tekið hefur verið tillit til þeirra athugasemda sem bárust. Enn fremur lögð fram umsögn skipulags- og byggingardeildar um framkomnar athugasemdir og ábendingar dags. 23. maí 2013. Skipulagsnefnd samþykkti framlagða breytingartillögu ásamt umsögn dags. 23. maí 2013 og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar sem staðfesti framangreinda ákvörðun skipulagsnefndar 11. júní 2013. Umrædd breytingartillaga hefur ekki verið birt í B-deild Stjórnartíðinda hefur því ekki öðlast gildi sbr. skipulagslög. Lagt fram erindi frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála dags. 2. júlí 2013 þar sem m.a. fylgir afrit af kæru dags. 27. júní 2013, ásamt fylgigögnum þar sem kærð er ákvörðun skipulagsnefndar og bæjarstjórnar Kópavogsbæjar um samþykki á tillögu að breyttu deiliskipulagi við Grænatún 20. Í kærunni kemur m.a. fram "að mati kærenda hefur teikningin skv. síðustu deiliskipulagstillögu aldrei verið tekin til umræðu á samráðsfundum og því engin sátt um hana." Lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. 23. ágúst 2013.
Skipulagsnefnd samþykkir að leggja til við bæjarstjórn að afturkalla samþykkt sína frá 11. júní 2013 og varðar breytingu á deiliskipulagi við Grænatún 20. Skipulagsnefnd samþykkir með vísan í ábendingu bæjarlögmanns að endurauglýsa tillögu að breyttu deilisklipulagi fyrir Grænatún 20 sbr. uppdrátt og greinargerð dags. 27. maí 2013, sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Með vísun til afgreiðslu skipulagsnefndar, leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að hún afturkalli samþykkt sína frá 11. júní sl.og samþykki að auglýsa að nýju tillögu að breyttu deiliskipulagi fyrir Grænatún 20. Fjórir samþykkja og einn situr hjá.

Guðríður Arnardóttir bókar eftirfarandi: Ég hef óskað eftir að fundargerðinni verði vísað til bæjarstjórnar eins og öðrum fundargerðum.

Ómar Stefánsson bókar eftirfarandi: Erindi sem afgreidd eru án mótatkvæða í bæjarráði hljóta þar með fullnaðarafgreiðslu

32.1102243 - Kópavogsbakki 2-4. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram að nýju tillaga að breyttu deiliskipulagi við Kópavogsbakka 2-4. Vegna 2,5 til 3,0 m hæðarmunar á götu og landi sunnan við Kópavogsbakka 2 og 4 völdu lóðarhafar að reisa húsin á háum sökklum í stað þess að vera með jarðvegsbúða undir þeim eins og gert var á húsunum í Kópavogsbakka 6, 8 og 10. Heimiluð hefur verið nýting á hluta sökkulsrýmis í húsinu nr. 4 en ekki í nr. 2. Umrædd breyting felur í sér heimild til lóðarhafa Kópavogsbakka 2 og 4 að nýta umrædd sökkulrými undir einbýlishúsunum fyrir geymslur og íveruherbergi. Samanlagt flatarmál húsanna eykst og þ.m. lóðarnýting. Tillagan er sett fram á uppdætti í mkv. 1:2000 ásamt skýringarmyndum og greinargerð dags. 14. maí 2013 Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 46/2011 dags. 6.5.2013. Jafnframt er lagt fram erindi bréf frá Forum Lögmenn dags. 8.5.2013 vegna úrskurðar úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála nr. 46/2011. Þá er lagt fram samkomulag lóðarhafa Kópavogsbakka 4 og 6 dags. í febrúar 2011 um frágang lóða á
Skipulagsnefnd - 1229 27. ágúst 2013
355
milli Kópavogsbakka 4 og 6 og erindi lóðarhafa Kópavogsbakka 2 dags. í febrúar 2011 og lóðarhafa Kópavogsbakka 4 dags. 11. febrúar 2011 um mögulega nýtingu á óútfylltu sökkulrými. Skipulagnefnd samþykkti 27. maí 2013 með tilvísan í 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að auglýsa tillöguna. Auglýsing birtist í Fréttablaðinu og í Lögbirtingi 28.6.2013. Kynningu lauk 12. ágúst 2013. Athugasemdir og ábendingar bárust frá Sverri Matthíassyni og Ásdísi Ólafsdóttur, Kópavogsbakka 3, dags. 8.82013; Jóni D. Ólafssyni, Kópavogsbakka 7, dags. 11.7.2013; Birni Inga Sveinssyni, Kópavogsbakka 8, dags. 13.8.2013; Bjarnveigu Ingvarsdóttur og Magnúsi Vali Jóhannssyni, Kópavogsbakka 5, dags. 11.8.2013. Lögð fram greinargerð skipulags- og byggingardeildar þar sem fram koma ofangreindar athugasemdir og ábendingar, umsögn við þær og fylgiskjöl. Er greinargerðin dags. 23. ágúst 2013.
Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu ásamt greinargerð dags. 23. ágúst 2013. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Helga Jónsdóttir og Tjörfi Dýrfjörð sitja hjá.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar. Fjórir samþykkja og einn situr hjá.

Guðríður Arnardóttir bókar eftirfarandi: Ég hef óskað eftir að fundargerðinni verði vísað til bæjarstjórnar eins og öðrum fundargerðum.

Ómar Stefánsson bókar eftirfarandi: Erindi sem afgreidd eru án mótatkvæða í bæjarráði hljóta þar með fullnaðarafgreiðslu

33.1306829 - Sandskeið. Viðbygging við klúbbhús Svifflugfélags Íslands.

Lagt fram að nýju erindi Kristjáns Sveinbjörnssonar, form. Svifflugfélags Íslands dags. 21. júní 2013 þar sem óskað er eftir heimild til að stækka klubbhús félagsins á Sandskeiði.
Skipulagsnefnd hafnar erindi Kristjáns Sveinbjörnssonar fh. SÍ um viðbyggingu við klúbbhús félagsins en samþykkir fyrir sitt leyti stöðuleyfi til eins árs fyrir þrjár færanlegar kennslustofur staðsettar austan við núverandi flugskýli enda verði þær ekki teknar í notkun fyrr en samþykkt deiliskipulag liggur fyrir. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
11

Bæjarráð hafnar afgreiðslu skipulagsnefndar og vísar til bæjarstjórnar. Þrír samþykkja og tveir sátu hjá.

Guðríður Arnardóttir bókar eftirfarandi: Ég hef óskað eftir að fundargerðinni verði vísað til bæjarstjórnar eins og öðrum fundargerðum.

Ómar Stefánsson bókar eftirfarandi: Erindi sem afgreidd eru án mótatkvæða í bæjarráði hljóta þar með fullnaðarafgreiðslu

34.1108100 - Ennishvarf 6, breytt lóðarmörk.

Lagt fram að nýju erindi Einars V. Tryggvasonar fh. lóðarhafa Ennishvarfi 6, dags. 19. júlí 2011, þar sem óskað er eftir heimild til að stækka lóðina sem nemur um 300 m2 til austur sbr. meðfylgjandi uppdrátt í mkv. 1:500. Samþykki aðliggjandi lóðarhaf liggur fyrir sbr. erindi dags. 26. ágúst 2013.

Lögð fram tillaga skipulags- og byggingardeildar að breyttum lóðarmörkum Ennishvarfs 6 til austurs sem nemur um 130 m2. Er tillagan dags. 23. ágúst 2013 í mkv. 1:500.

Samþykkt enda verði greitt fyrir umrædda stækkun skv. verðskrá. Vísað til bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir afgreiðslu skipulagsnefndar. Fjórir samþykkja og einn situr hjá.

Guðríður Arnardóttir bókar eftirfarandi: Ég hef óskað eftir að fundargerðinni verði vísað til bæjarstjórnar eins og öðrum fundargerðum.

Ómar Stefánsson bókar eftirfarandi: Erindi sem afgreidd eru án mótatkvæða í bæjarráði hljóta þar með fullnaðarafgreiðslu

35.1201100 - Hundaleikvöllur í Kópavogi

Lögð fram hugmynd að útfærslu og kostnaðaráætlun.
Skipulagsnefnd - 1229 27. ágúst 2013
356
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð að gert verði hundagerði (hundaleikvöllur) í hluta gamla skeiðvallarins við Álalind. Svæðið verði girt og kynnt hundaeigendum sem tilraunaverkefni.

Bæjarráð vísar tillögunni til umsagnar bæjarstjóra.   

36.705018 - Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030. Tillaga.

Lögð fram tillaga að nýju Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Enn fremur lagt fram minnisblað skipulagsstjóra dags. 23. ágúst 2013 þar sem m.a. kemur fram tillaga að athugasemdum og ábendingum við hið nýja aðalskipulag borgarinnar.
Skipulagsnefnd samþykkir ofangreint minnisblað skipulagsstjóra dags. 23. ágúst 2013. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir framlagt vinnublað. Fjórir samþykkja og einn situr hjá.

Guðríður Arnardóttir bókar eftirfarandi: Ég hef óskað eftir að fundargerðinni verði vísað til bæjarstjórnar eins og öðrum fundargerðum.

Ómar Stefánsson bókar eftirfarandi: Erindi sem afgreidd eru án mótatkvæða í bæjarráði hljóta þar með fullnaðarafgreiðslu

37.1308012 - Skólanefnd, 2. september

61. fundur

Lagt fram. Bæjarráð vísar fundargerð til afgreiðslu bæjarstjórnar.

38.1301025 - Skólanefnd MK, 3. september

2. fundur

Lagt fram. Bæjarráð vísar fundargerðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 10:15.