Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 26. mars, lagt fram bréf vegna fyrirhugaðs útboðs á byggingu íþróttahúss, búningsaðstöðu og fjögurra kennslustofa við Vatnsendaskóla. Ætluð hlutdeild Kópavogsbæjar vegna mannvirkisins er um kr. 720 milljónir vegna íþróttahúss og búnaðar og 140 milljónir vegna skóla, sem greiðist á árunum 2015-2018.
Lagt fram.
2.1501353 - Mánaðarskýrslur 2015.
Frá bæjarritara, lögð fram mánaðarskýrsla vegna starfsemi í febrúar.
Lagt fram.
Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.
3.1410366 - Glaðheimar, úthlutun lóða.
Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 14. apríl, lagðar fram tillögur vinnuhóps um úthlutun byggingarréttar á Glaðheimasvæði.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögur um úthlutun byggingarréttar á Glaðheimasvæði og vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar. Afgreiðslu á tillögu um úthlutun lóðanna Álalind 5 og Álalind 10 verði frestað vegna verkfalls lögfræðinga hjá Sýslumanni.
Bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
4.1504075 - Hafnarbraut 12. Beiðni um samþykki framsals og veðsetningu lóðar.
Frá bæjarlögmanni, dags. 14. apríl, lagt fram minnisblað vegna beiðni D fasteignafélags ehf. um heimild til að framselja og veðsetja lóðina Hafnarbraut 12.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu bæjarlögmanns og heimilar framsal og veðsetningu á lóðinni Hafnarbraut 12.
Bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
5.1504220 - Urðarhvarf 10. Beiðni um framsal og veðsetningu lóðar.
Frá bæjarlögmanni, dags. 14. apríl, lagt fram minnisblað vegna beiðni Landsbankans hf. um heimild til að framselja og veðsetja lóðina Urðarhvarf 10.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu bæjarlögmanns og heimilar framsal og veðsetningu á lóðinni Urðarhvarf 10.
Bæjarlögmaður sat fundinn undir þessum lið.
6.1410352 - Óskað eftir árlegu viðbótarframlagi frá Kópavogsbæ
Frá bæjarritara, dags. 9. apríl, lögð fram beiðni Skákstyrktarsjóðs Kópavogs um 500.000 kr. árlegt fjárframlag. Ekki lagt til að orðið verði við beiðninni.
Bæjarráð hafnar erindinu með fimm atkvæðum.
7.1502142 - Sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2015, 18 ára og eldri.
Frá garðyrkjustjóra, dags. 13. apríl, lagt fram minnisblað um stöðu ráðninga í sumarstörf.
Lagt fram.
8.1504137 - Athugasemdir við teikningar og samþykktir á sameiginlegri aðkomu Þorrasala.
Frá stjórn húsfélags Þorrasala 9-11, dags. 3. apríl, lagt fram bréf þar sem farið er fram á endurskoðun teikninga á sameiginlegri aðkomu Þorrasala 9-11 og 13-15, og krafist þess að innkeyrsla í bílakjallara Þorrasala 13-15 verði færð ofar samkvæmt teikningu.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.
9.1401801 - Ákvörðun Viðurlaganefndar Kauphallar Íslands.
Frá Kauphöll Íslands, dags. 13. apríl, lögð fram ákvörðun Viðurlaganefndar Nasdaq Iceland út af máli sem hefur verið í vinnslu í tengslum við upplýsingagjöf Kópavogsbæjar.
Lagt fram.
10.1504004 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 10. apríl 2015.
149. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 16. liðum.
Lagt fram.
11.1501250 - Fundargerðir stjórnar Sorpu, dags. 10. apríl 2015.
349. fundur stjórnar Sorpu í 12. liðum.
Lagt fram.
12.1501351 - Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar hbsv. dags. 27. mars 2015.
56. fundur svæðisskipulagsnefndar hbsv. í 3. liðum.
Lagt fram.
13.1503017 - Lista- og menningarráð, dags. 24. mars 2015.
40. fundur lista- og menningarráðs í 2. liðum.
Lagt fram.
14.1504127 - Gulaþing 11. Umsókn um lóð undir íbúðarhúsnæði.
Frá skrifstofustjóra umhverfissviðs, dags. 15. apríl, lögð fram umsókn frá Ásgeiri Hauki Einarssyni, kt. 041085-3129 og Sigríði Ölmu Gunnsteinsdóttur, kt. 190586-2279 um lóðina Gulaþing 11 og lagt til að úthlutun lóðarinnar verði samþykkt til umsækjenda.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Ásgeiri Hauki Einarssyni og Sigríði Ölmu Gunnsteinsdóttur kost á byggingarrétti á lóðinni Gulaþing 11 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
15.1504313 - Uppsögn á félagslegu íbúðarhúsnæði. Fyrirspurn frá Pétri Hrafni Sigurðssyni.
Pétur Hrafn Sigurðsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn: "Undirritaður óskar eftir upplýsingum um hversu mörgum fjölskyldum hefur verið sagt upp félagslegu íbúðarhúsnæði sínu hjá Kópavogsbæ á árunum 2011, 2012, 2013 og 2014 sundurliðað eftir ástæðum uppsagnar. a) Tekjur yfir hámarki b) Slæm umgengni c) Íbúar ekki staðið í skilum d) Annað Pétur Hrafn Sigurðsson"
16.1409571 - Málefni Sunnuhlíðar
Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun: ?Ég tel að bæjarbúa sé farið að lengja eftir lausn í málefnum Sunnuhlíðar. Ólafur Þór Gunnarsson?
Birkir Jón Jónsson tekur undir bókun Ólafs Þórs.
Meirihluti bæjarráðs lagði fram eftirfarandi bókun: "Meirihluti bæjarráðs tekur undir bókun Ólafs Þórs og ítrekar að málefni hjúkrunarheimilisins er á forræði ríkisins. Ármann Kr. Ólafsson, Theódóra Þorsteinsdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson"