- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Okkar Kópavogur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
- Umsóknir og eyðublöð
"Undirrituð hefur ítrekað óskað eftir greinargerð frá bæjarstjóra varðandi starf sviðsstjóra sérstakra verkefna. Hvað hefur áunnist á því hálfa ári sem liðið er frá því staðan var stofnuð?
Guðríður Arnardóttir"
"Undirrituð leggja til að í fjárhagsáætlun ársins 2014 verið gert ráð fyrir 250 milljónum til byggingar leiguíbúða í Kópavogi. Þannig komi Kópavogur með virkum hætti að því að fjölga íbúðum á leigumarkaði og þar með lækka leiguverð. Skuldahlutfall Kópavogs fer ört lækkandi og ljóst að markmið um 150% hámark skulda af árstekjum verðu náð fyrr en reglur um fjármál sveitarfélaga gera ráð fyrir. Það er því mat undirritaðra að það sé svigrúm fyrir sveitarfélagið að koma að lausn þessa mikla vanda sem steðjar einkum að ungu fólki í dag og eins og biðlistar eftir félagslegu húsnæði bera glöggt vitni.
Guðríður Arnardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Hjálmar Hjálmarsson"
Hlé var gert á fundi kl. 11:50. Fundi var fram haldið kl. 11:53.
Bæjarráð felldi tillöguna með þremur atkvæðum en tveir fulltrúar greiddu atkvæði með henni.
Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Kópavogsbær á nú þegar 400 félagslegar leiguíbúðir sem er það mesta á hvern íbúa að Reykavík frátalinni. Á þessu ári verða keyptar umtalsvert fleiri íbúðir en undanfarin ár. Þá verður í fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 sérstaklega horft til félagslega íbúðakerfisins.
Ármann Kr. Ólafsson, Ómar Stefánsson, Hreiðar Oddsson"
"Í ljósi nýrrar bæjarmálasamþykktar óskar undirritaður eftir því að Næstbesti flokkurinn fái áheyrn að eftirtöldum 5 nefndum: umhverfis- og samgöngunefnd, jafnréttis- og mannréttindanefnd, lista- og menningarráð, framkvæmdaráð og forvarna- og frístundanefnd. Áheyrnarfulltrúar njóti sömu kjara og kjörnir fulltrúar.
Hjálmar Hjálmarsson"
Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögunnar.
"Undirrituð hefur ítrekað óskað eftir gögnum varðandi aðkomu Kópavogsbæjar að leigumarkaði. Eins og fram hefur komið hefur verkfræðistofan VSÓ metið áhrif slíkrar aðkomu á bæjarsjóð Kópavogs miðað við gefnar forsendur. Þann 5. september sl. óskaði undirrituð eftir því við bæjarstjóra að þessi gögn yrðu lögð fyrir fund bæjarráðs hið fyrsta. Núna einum og hálfum mánuði seinna er bæjarstjóri krafinn svara um það hvers vegna hann hefur ekki svarað þessari einföldu ósk og sinnt þar með lögbundinni skyldu sinni?
Guðríður Arnardóttir"
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun:
"Umrædd gögn hafa ekki fundist í skjalakerfi bæjarins en sviðsstjóri umhverfissviðs hefur upplýst að hann hafi gögn undir höndum frá VSÓ, sem fyrri meirihluti lét vinna, og verða þau lögð fram á næsta fundi. Minni á að það þótti ekki tiltökumál að láta undirritaðan bíða í fimm mánuði eftir svörum við fyrirspurnum í tíð fyrri meirihluta.
Ármann Kr. Ólafsson"
Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Bendi Ármanni á að beina kvörtun sinni þar að lútandi til forvera síns í starfi.
Guðríður Arnardóttir"
Bæjarráð vísar tillögu að nýjum samningi til fjármála- og hagsýslustjóra til umsagnar.
Bæjarráð vísar áætluninni til gerðar fjárhagsáætlunar Kópavogsbæjar.
Bæjarráð vísar áætluninni til gerðar fjárhagsáætlunar Kópavogsbæjar.
Bæjarráð vísar tillögu að gjaldskrám til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirrituð bendir á að það er gert ráð fyrir hundaeigendur á svæðinu greiða 4,1 milljón í leyfisgjöld á meðan kattaeigendur greiða ekkert. Þó gilda reglur um hvort tveggja. Er ekki eðlilegt að kattaeigendur borgi hóflegt gjald vegna skráningar og eftirlits með kattahaldi til jafns við hundaeigendur?
Guðríður Arnardóttir"
Ómar Stefánsson, Hreiðar Oddsson og Hjálmar Hjálmarsson tóku undir bókun Guðríðar Arnardóttur.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarritara.
Lagt fram.
Lagt fram.
Bæjarráð frestar umræðu til næsta fundar.
Bæjarráð samþykkir tillöguna með tveimur atkvæðum gegn einu. Tveir bæjarfulltrúar sátu hjá við afgreiðslu málsins
Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Tel rétt að við nýtum okkur umræddan samningstíma.
Hjálmar Hjálmarsson"
Sviðsstjóri umhverfissviðs og deildarstjóri framkvæmdadeildar sátu fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir drög að samkomulagi.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.
Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar tillögu að fjárhagsáætlun 2014 til bæjarstjórnar til fyrri umræðu.
Hlé var gert á fundi kl. 9:35. Fundi var fram haldið kl. 9:50.
Bæjarráð samþykkir framlagða viðbragðsáætlun með fjórum atkvæðum gegn einu.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu umhverfis- og samgöngunefndar og samþykkir framlagða tillögu.
Lagt fram.
Lagt fram.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs og samþykkir að leitað verði samninga við þá tvo verktaka, sem gerðu tilboð í verkið.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs og samþykkir að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Loftorku ehf.
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs og samþykkir að leitað verði samninga við S. Þ. verktaka ehf.
Guðríður Arnardóttir lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
"Undirrituð óskar eftir sundurliðuðu yfirliti yfir aðkeypta þjónustu umhverfissviðs venga skipulags- og byggingarmála síðustu 8 ára. Skuli þar taka fram þegar um stærri verk er að ræða hvort um útboð hafi verið að ræða eða verðkönnun.
Guðríður Arnardóttir"
Bæjarráð staðfestir afgreiðslu framkvæmdaráðs og samþykkir að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Baldur Jónsson ehf.
Lagt fram.
Bæjarráð samþykkir að fela sviðsstjóra umhverfissviðs að svara bréfritara á grundvelli umsagnarinnar.
Lagt fram.
Sviðsstjóri umhverfissviðs sat fundinn undir afgreiðslu fundargerðar framkvæmdaráðs.
Bæjarráð vísar málinu til umsagnar bæjarstjóra.
Lagt fram.
Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar.
Fundi slitið - kl. 10:15.
Bæjarráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og staðfestir að
staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.