Frá lögfræðideild, dags. 13. janúar, lagt fram bréf sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 13. janúar, þar sem óskað er eftir umsögn Kópavogsbæjar um umsókn Handknattleiksfélags Kópavogs (HK), kt. 630981-0269, um tímabundið tækifæris- og áfengisleyfi skv. lögum nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og reglugerð nr. 585/2007, til að mega halda Vetrarhátíð HK, fyrir 1200 manns laugardaginn 24. janúar 2015 frá kl. 19:00 til 03:00, í íþróttahúsinu Kórnum, að Vallakór 12, 203 Kópavogi. Ábyrgðarmaður er: Birgir Bjarnason, kt. 180253-3359. Öryggisgæsluna annast: Upp og niður, kt. 590509-1320.