Bæjarráð

2678. fundur 14. mars 2013 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Arnþór Sigurðsson varafulltrúi
  • Erla Karlsdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1210304 - Nýbýlavegur 1, erindi Olís vegna lóð í landi Lundar

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 12. mars, umsögn sem staðfestir lóðarréttindi Olís hf. að lóð í landi Lundar við Nýbýlaveg, þar sem fyrirhugað er að reisa þjónustustöð.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera drög að svari til bréfritara á grundvelli umsagnarinnar og leggja fram á næsta fundi bæjarráðs.

2.1303227 - Framkvæmdir við Hressingarhælið. Fyrirspurn frá Arnþóri Sigurðssyni.

Arnþór Sigurðsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Þann 25. september 2012 samþykkti bæjarstjórn einróma tillögu starfshóps um “að hefja undirbúning þess að gera nauðsynlegar lagfæringar á Hressingarhælinu og Kópavogsbænum og umhverfi bygginganna.” Í samþykkt bæjarstjórnar kemur fram að framkvæmdir vegna viðgerða utan húss skuli hefjast “svo fljótt sem unnt er og eigi síðar en í ársbyrjun 2013...” Í fjárhagsáætlun fyrir 2013 er gert ráð fyrir að 30 milljónum króna verði varið til framkvæmdanna í ár. Þann 22. janúar síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn svo einróma aðra tillögu starfshópsins sem kvað meðal annars á um að umhverfissviði yrði falið að “sækja um styrki vegna framkvæmdanna úr húsafriðunarsjóði á framkvæmdatímanum.”

 

Nú þegar komið er fram í miðjan mars 2013 óskar undirritaður eftir að bæjarstjóri veiti sem fyrst svör við eftirfarandi spurningum um stöðu málsins:

1. Á hvaða stigi er undirbúningur og hönnunarvinna vegna fyrirhugaðra framkvæmda við ytra byrði Hressingarhælisins, svo sem hönnun glugga og dyra og undirbúningur útboða?

2. Hvenær er gert ráð fyrir að framkvæmdir við lagfæringar á ytra byrði Hressingarhælisins hefjist, sbr. framkvæmdaáætlun og kostnaðaráætlun sem voru fylgiskjöl með tillögu starfshópsins sem bæjarstjórn samþykkti 22. janúar síðastliðinn?

3. Nú hefur Minjastofnun Íslands auglýst eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði vegna 2013 og er umsóknarfrestur til 1. apríl næstkomandi. Hefur verið lögð inn umsókn af hálfu Kópavogsbæjar eða er útlit fyrir að það verði gert innan tilskilins frests?

Arnþór Sigurðsson"

3.1303243 - Tillaga um að leggja niður forvarna- og frístundanefnd. Frá Pétri Ólafssyni.

Pétur Ólafsson lagði fram eftirfarandi tillögu:

"Undirritaður leggur til að forvarna- og frístundanefnd verði lögð niður og verkefni hennar færð til íþróttaráðs.  
Greinargerð. 

Forvarna- og frístundanefnd var stofnuð af fyrri meirihluta og er því ung að árum. Því má líta á tilveru hennar sem nokkurs konar tilraun. Fullyrða má að engin þörf sé fyrir slíka nefnd undir málaflokkinn þótt mikilvægur sé. Fundir hafa verið fáir og dagskráin rýr. Undirritaður óskar eftir greinargerð frá sviðsstjóra menntasviðs þar sem kemur fram fjöldi erinda sem borist hafa og mála sem hafa verið afgreidd, auk fjölda funda.

Pétur Ólafsson"

4.1303229 - Lögfræðiálit vegna Glaðheima. Fyrirspurn frá Pétri Ólafssyni.

Pétur Ólafsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Á bæjarstjórnarfundi þann 12. mars 2013 fullyrti Gunnar I Birgisson að þegar Kópavogsbær keypti upp hesthúsin í Glaðheimum á uppsprengdu verði hefði legið til grundvallar lögfræðiálit  sem hvað á um að Kópavogsbær hefði ekki getað náð eignarhaldi á svæðinu án þess að greiða fyrir húsin og þar með landið þetta háa upphæð.  Nú óskar undirritaður eftir því að núverandi bæjarstjóri leggi fram umrætt lögfræðiálit í bæjarráði eigi síðar en að viku liðinni, enda hafi slíks lögfræðimats verið aflað á sínum tíma hlýtur það að vera aðgengilegt í skjalageymslu bæjarins.

Pétur Ólafsson"

5.1303238 - Eineltisstefna Kópavogsbæjar. Fyrirspurn frá Erlu Karlsdóttur.

Erla Karlsdóttir lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Hefur verið íhugað hvort og þá hvernig á að innleiða eineltisstefnu Kópavogsbæjar sem samþykkt var í tíð fyrri meirihluta á bæjarráðsfundi 12. janúar 2012?

Erla Karlsdóttir"

6.1303230 - Launakönnun. Fyrirspurn frá Erlu Karlsdóttur.

Erla Karlsdóttir lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:

"Hvað líður launakönnun sem áætluð var árið 2012 skv. jafnréttisstefnu Kópavogsbæjar 2010-2014:

 

Verkefni: Gerðar verði kannanir og samanburður á launum tiltekinna launahópa með það að markmiði að jafna launin ef kannanir sýna mismunun. Þá verði borin saman yfirvinna hópa karla og kvenna í sambærilegum störfum. 2012 verði gerð könnun á launamun kynja hjá starfsmönnum Kópavogsbæjar. (Jafnréttisstefna, bls. 9).

Erla Karlsdóttir"

7.1303183 - Málefni barna með alvarlegan geðrænan vanda og þroskaraskanir. Erindi Sambands íslenskra sveitarféla

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, afrit af bréfi til velferðarráðherra, dags. 7. mars, varðandi málefni barna með alvarlegan geðrænan vanda og þroskaraskanir.

Lagt fram.

8.1303191 - Erindi frá foreldraráði Baugs - kvörtun yfir aðstöðuleysi í leikskólanum

Frá foreldraráði leikskólans Baugs, dags. 8. mars, óskað eftir auknum bílastæðum og bættri aðstöðu í eldhúsi leikskólans.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs til umsagnar.

9.1303141 - Viðræður um rekstur Hrafnistu á Boðanum

Frá Hrafnistu, dags. 6. mars, óskað eftir viðræðum um að Hrafnista taki alfarið við rekstri þjónustumiðstöðvarinnar við Boðaþing, þar með talið félagsheimilið Boðann.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

10.1211111 - Markavegur 1. Athugasemdir við efndir Kópavogsbæjar á skuldbindingum vegna lóðarinnar. Beiðni um gög

Frá Rökstólum, dags. 4. mars, athugasemdir varðandi deiliskipulag Markavegar 1 þar sem óskað er frekari upplýsinga og gagna.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

11.1105309 - Kórsalir 5. Stjórnsýslukæra vegna samskipta Kópavogsbæjar og húsfélagsins að Kórsölum 5

Frá innanríkisráðuneytinu, dags. 5. mars, úrskurður í stjórnsýslumáli húsfélagsins Kórsölum 5, þar sem málinu er vísað frá.

Lagt fram.

12.1303011 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 12. mars

75. fundur

Lagt fram.

13.1303218 - Kjóavellir. Verkefnastjórn. Fundargerðir.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 13. mars, lagðar fram fundargerðir verkefnastjórnar vegna framkvæmda á Kjóavöllum frá 20. febrúar og 6. mars.

Lagt fram.

14.1303209 - Bæjarlind 6, SPOT. Beiðni um umsögn vegna umsóknar Skólafélags MS um tækifærisleyfi

Frá bæjarlögmanni, dags. 13. mars, umsögn um umsókn Skólafélags Menntaskólans við Sund, kt. 570489-1199, um tækifærisleyfi til að mega halda menntaskóladansleik fimmtudaginn 14. mars 2013, frá kl. 21:30 ? 1:00, á SPOT, Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og  staðfestir að staðsetningin er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

15.1002277 - Skipting framlags til stjórnmálasamtaka á grundvelli 5. gr. laga nr. 162/2006

Frá bæjarritara, dags. 13. mars, yfirlit yfir framlög til stjórnmálasamtaka skv. fjárhagsáætlun 2013.

Lagt fram.

16.1301050 - Stjórn Sorpu bs., 11. mars

315. fundur

Lagt fram.

17.1301043 - Stjórn SSH, 4. mars

387. fundur

Lagt fram.

18.1301024 - Samvinnunefnd um svæðisskipulag, 8. mars

33. fundur

Lagt fram.

19.1303081 - Sumarnámskeið íþróttafélaga 2013

Tillaga um sumarnámskeið íþróttafélaga 2013, sbr. lið 6 í fundargerð.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

20.1303053 - Sundlaugar 2013 - Opið á "rauðum dögum" og sumaropnun um helgar

Tillaga um opnun sundlauganna á hátíðardögum og yfir sumartímann, sbr. lið 4 í fundargerð.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

21.1303001 - Íþróttaráð, 7. mars

23. fundur

Lagt fram.

22.1303007 - Forvarna- og frístundanefnd, 7. mars

15. fundur

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:15.