Frá skipulagsstjóra, dags. 16. febrúar, lgt fram að nýju erindi Hildar Bjarnadóttur, arkitekts, dags. 25.11.2015 f.h. lóðarhafa þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Hafraþings 9-11. Á fundi skipulagsnefndar 18.1.2016 var málinu frestað og því vísað til úrvinnslu skipulags- og byggingardeildar. Greint frá samráðsfundi sem haldinn var 10.2.2016. Lögð fram breytt tillaga dags. 10.2.2016 þar sem komið er til móts við framkomnar athugasemdir og ábendingar. Uppdráttur er samþykktur af athugasemdaraðlium með undirritun á uppdráttinn. Skipulagsnefnd samþykkti breytta tillögu dags. 10.2.2016 með tilvísan til 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og vísaði málinu til bæjarráðs og bæjarstjórnar.