Bæjarráð

2653. fundur 13. september 2012 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir formaður
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Hjálmar Hjálmarsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Ólafsson aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1208688 - Ný leikklukka í íþróttahúsið Smárann

Lagt fram erindi frá deildarstjóra íþróttadeildar, dags. 23. ágúst, þar sem óskað er eftir heimild til kaupa á leikklukku í Smárann.

Bæjarráð samþykkir erindið.

2.1209202 - Beiðni um styrk til útgáfu bókar um sparnaðarráð heimilanna

Erindi Matarkörfunnar, dags. 9. september, varðandi beiðni um styrk við útgáfu bókarinna "sparnaðarráð".

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindinu.

3.1209095 - Umsókn um styrk vegna keppnisferðar í skák

Erindi Álfhólsskóla, dags. 3. september, þar sem sótt er um styrk vegna keppnisferðar í skák.

Hjálmar Hjálmarsson lagði til að erindinu væri vísað til umsagnar skólanefndar en var það fellt með tveimur atkvæðum. Einn greiddi atkvæði með tillögunni en tveir fulltrúar sátur hjá.

 

Bæjarráð vísar erindinu til íþróttaráðs til umsagnar.

 

Hjálmar Hjálmarsson lagði fram eftirfarandi bókun:

"Hér eru fulltrúar í meirihlutanum að reyna að þagga niður eðlilega umræðu um skólastarf í Kópavogi.

Hjálmar Hjálmarsson"

 

Rannveig Ásgeirsdóttir lagði fram eftirfarandi bókun:

"Umsókn um styrk til keppnisferðar er í sjálfu sér ekki fagleg umræða inni í skólanefnd.   Hins vegar væri það góð umræða að fara yfir verkefni sem nemendur taka þátt í utan skólatíma og almenn áhrif þeirra á skólastarf og viðbót við lærdóm.

Rannveig Ásgeirsdóttir"

4.1111192 - Beiðni um stuðning við Snorraverkefnið sumarið 2012

Erindi verkefnisstjóra Snorraverkefnisins, dags. 4. september, þar sem þakkað er fyrir stuðning við verkefnið.

Lagt fram.

5.1209094 - Ungt fólk 1992-2012 - Æskulýðsrannsóknir í 20 ár.

Erindi mennta- og menningarmálaráðuneytisins, dags. 29. ágúst, varðandi niðurstöður æskulýðsrannsóknar Ungt fólk 2012 í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla.

Lagt fram.

6.1209092 - Óskað eftir umsögn um drög að heildstæðu frumvarpi til náttúruverndarlaga

Erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 3. september, þar sem ráðuneytið óskar eftir umsögn varðandi frumvarp til náttúruverndarlaga, hvítbókin.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

7.1209090 - Framlög vegna nýbúafræðslu 2013

Erindi innanríkisráðuneytisins - jöfnunarsjóð sveitarfélaga, dags. 4. september, varðandi framlög vegna nýbúafræðslu 2013.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs og fjármála- og hagsýslustjóra til úrvinnslu.

8.1209089 - Almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla 2013

Erindi innanríkisráðuneytisins - jöfnunarjóð sveitarfélaga, dags. 4. september, varðandi almenn jöfnunarframlög til reksturs grunnskóla 2013.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs og fjármála- og hagsýslustjóra til úrvinnslu.

9.1209087 - Skólaakstur úr dreifbýli 2013

Erindi innaríkisráðuneytisins - jöfnunarsjóð sveitarfélagana, dags. 4. september, varðandi skólaakstur úr dreifbýli 2012.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs og fjármála- og hagsýslustjóra til úrvinnslu.

10.1209086 - Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2012

Erindi innanríkisráðuneytisins - jöfnunarsjóð sveitarfélaga, dags. 3. september varðandi ársfund jöfnunarsjóðsins 2012.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjóra.

11.1209088 - Framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda 2013. Umsóknareyðublöð, vinnureglur.

Erindi innanríkisráðuneytisins, jöfnunarjóð sveitarfélaga, dags. 4. september, varðandi framlög vegna sérþarfa fatlaðra nemenda 2013.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs og fjármála- og hagsýslustjóra til úrvinnslu.

12.810518 - Samstarfssamningur milli Kópavogsbæjar og Skógræktarfélags Kópavogs.

Frá sviðssjóra umhverfissviðs, drög að samstarfssamningi við Skógræktarfélag Kópavogs.

Bæjarráð vísar afgreiðslu samningsins til bæjarstjórnar.

13.1209008 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 11. september

56. fundur

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa.

14.1207526 - Akrakór 6. Beiðni um samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða (Kópavogsbær) á stoðvegg. Vantaði skv. álit

Umsögn sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 5. september, varðandi Akrakór 6, beiðni um samþykki lóðarhafa aðliggjandi lóða á stoðvegg. Erindinu var vísað til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs þann 20. júlí sl.

Bæjarráð heimilar byggingu stoðveggja þegar fullnægjandi teikningar liggja fyrir og að málinu verði vísað til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

15.1207617 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa varðandi launuð námleyfi

Svar starfsmannastjóra, dags. 11. september, við fyrirspurn bæjarfulltrúa sem var lögð fram á fundi bæjarráðs þann 26. júlí sl.

Lagt fram.

16.1206136 - Umsókn um launað námsleyfi

Erindi Margrétar Magnúsdóttur, dags. 30. ágúst, þar sem hún óskar eftir því að fá að fresta töku á launuðu námsleyfi.
Erindinu var vísað til starfsamannastjóra til umsagnar á fundi bæjarráðs þann 6. september sl. Umsögn starfsmannastjóra, dags. 10. september, er einnig lögð fram.

Bæjarráð samþykkir erindið.

17.1209169 - Beiðni um leyfi til að auglýsa eftir sérfræðingi í fj

Lagt fram erindi frá fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 11. september, þar sem óskað er eftir heimild til að auglýsa eftir sérfræðingi í fjármáladeild.

Bæjarráð veitir umbeðna heimild.

18.1209197 - Tillaga um að bæjarráð verðlauni Jón Margeir Sveinsson Ólympíumeistara

Lögð fram tillaga bæjarstjóra um að bæjarráð styrki Jón Margeir Sverrisson, Ólympíumeistara, viðurkenningu að upphæð 500.000,- kr. fyrir frábæran árangur á Ólympíuleikum fatlaðra sem nýlokið er í London.

Bæjarráð færir Jóni Margeiri hamingjuóskir með árangurinn á Ólympíuleikum fatlaðra og staðfestir tillöguna, sem áður hafði verið samþykkt utan fundar.

19.1201288 - Fundargerð stjórnar Strætó bs. 31. ágúst.

172. fundur

Vegna liðar 5 óskar bæjarráð eftir greinargerð frá Strætó bs. um akstur utan höfuðborgarsvæðisins.

 

Lagt fram.

20.1201281 - Fundargerð skólanefndar MK, 4. september 2012

Lögð fram fundargerð 20. fundar skólanefndar MK.

Lagt fram.

21.1201282 - Fundargerðir stjórnar Héraðsskjalasafns

79. fundur

Vegna liðar 2 vill bæjarráð árétta að engin umræða hefur átt sér stað um fjölgun starfsmanna héraðsskjalasafns.

Vegna liðar 6.c. óskar bæjarráð eftir nánari upplýsingum um kostnað.

22.1208018 - Skipulagsnefnd, 5. september

1215. fundur

Lagt fram.

23.1209005 - Lista- og menningarráð, 6. september

7. fundur

Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 10:15.