Bæjarráð

2612. fundur 12. október 2011 kl. 16:00 - 18:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá
Í upphafi fundar lagði Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri, til að Hafsteinn Karlsson stýrði fundi í forföllum formanns og varaformanns bæjarráðs. Var það samþykkt.

1.11011089 - Hamraborg 10. Soroptimistasamband Íslands

Frá bæjarritara, tillaga að afgreiðslu styrks til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 120.351,-.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

2.1103080 - Hamraborg 10. Kvenfélag Kópavogs

Frá bæjarritara, tillaga að afgreiðslu styrks til greiðslu fasteignaskatts að upphæð kr. 211.283,-.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

3.1106480 - Digranesvegur 12. Umsögn um framlengingu á húsaleigusamningi

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 3/10, umsögn um erindi AA samtakanna varðandi beiðni um framlengingu á húsaleigusamningi. Lagt er til að húsaleigusamningi vegna Digranesvegar 12 verði sagt upp með árs fyrirvara frá 1. nóvember nk. Samhliða er lagt til að húsaleigusamningur AA-samtakanna við Kópavogsbæ verði framlengdur til eins árs en samið verði um breytt leiguverð. Þá er lagt til að umhverfissvið komi með tillögur að öðru húsnæði í eigu bæjarins sem AA-samtökunum verði boðin afnot af.

Bæjarráð samþykkir tillögurnar.  Tveir fulltrúar sátu hjá.

 

Sviðsstjóri menntasviðs sat fundinn undir þessum lið.

4.1109292 - Fjárhagsstaða íþróttadeildar.

Sviðsstjóri menntasviðs og deildarstjóri íþróttadeildar mættu til fundar og gerðu grein fyrir fjárhagsstöðu íþróttadeildar.

Lagt fram.

5.1110113 - Fundur sveitarstjórnar með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2011

Frá fjárlaganefnd Alþingis, dags. 5/10, upplýsingar um fundi sveitarfélaga í tengslum við fjárlagafrumvarp fyrir árið 2012.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

6.1110126 - Samstarf um rekstur dagvistunar fyrir aldraða í Boðaþingi frá og með 1. janúar 2012

Frá Hrafnistu, dags. 5/10, upplýsingar varðandi fjárheimild til reksturs dagvistunarrýma í Kópavogi. ásamt ósk um heimild til að starfrækja 30 dagvistunarrými í Boðaþingi frá 1. janúar 2012.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til umsagnar.

7.1005063 - Þríhnúkagígur

Frá Skipulagsstofnun, dags. 7/10, afrit af bréfi til VSÓ ráðgjafar varðandi tillögu að matsáætlun um Þríhnúkagíg.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til úrvinnslu.

8.812006 - Uppgræðsla á svæði milli Hengils og Lyklafells.

Frá Landgræðslu ríkisins, dags. 28/9, óskað eftir 200.000 kr. framlagi til áframhaldandi uppgræðsluverkefnis á Mosfellsheiði milli Lyklafells og Hengils á árinu 2012.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

9.1110174 - Fyrirkomulag bæjarráðsfunda. Bókun frá Ármanni Kr. Ólafssyni og Gunnari Inga Birgissyni

Ármann Kr. Ólafsson og Gunnar Ingi Birgisson lögðu fram eftirfarandi bókun:

""Undirritaðir óska eftir því að sviðsstjórar séu til taks á bæjarráðsfundum og geti þar svarað fyrirspurnum bæjarráðsfulltrúa varðandi fundargerðir og fleira.

Ármann Kr. Ólafsson, Gunnar Ingi Birgisson""

Fundi slitið - kl. 18:00.