Bæjarráð

2515. fundur 03. september 2009 kl. 15:15 - 17:15 Fannborg 2, bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.906162 - SuperSub, Nýbýlavegi 32

Frá Hirti Aðalsteinssyni, dags. 22/8, ítrekun á beiðni um kaup á matarmiðum sem styrk til greiðslu fasteignagjalda eigenda SuperSub af eign þeirra að Birkigrund 46.

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar bæjarritara.

2.703047 - Þjónustusamningur um rekstur mötuneytis í Fannborg 2

Frá skrifstofustjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dags. 3/9, varðandi samning um sölu á mat fyrir mötuneyti starfsmanna. Samkomulag hefur orðið um að falla frá samningi milli Kópavogsbæjar, annars vegar, og Sláturfélags Suðurlands hf., hins vegar, og að Sælkeraveislur ehf. annist mötuneytisþjónustu áfram um sinn.

Lagt fram.

3.908180 - Fjárlaganefnd Alþingis

Frá fjárlaganefnd Alþingis, dags. 28/8, tilkynning um fyrirhugaða fundi fjárlaganefndar Alþingis með fulltrúum sveitarfélaganna haustið 2009.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til úrvinnslu.

4.904223 - Strætó bs. vegna gangbrautar á Dalvegi

Frá sviðsstjóra þjónustusviðs Strætó bs., tölvup. dags. 31/8, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 20/8 um erindi íbúa Skógarhjalla, þar sem óskað var eftir að biðstöð yrði færð til.

Bæjarráð sér sér ekki fært að verða við erindi íbúa við Skógarhjalla og felur bæjarritara að svara erindinu.

5.908151 - Læknafélag Íslands.

Frá Læknafélagi Íslands, boð á Tóbaksvarnarþing, sem haldið verður 11. september nk.

Bæjarráð vísar erindinu til forvarnanefndar til afgreiðslu.

6.909008 - Reykingar nema Menntaskólans í Kópavogi utan skólalóðar MK

Frá íbúum í nágrenni MK, dags. 27/8, óskað eftir lausn vegna slæmrar umgengni reykingafólks við húseign þeirra og nágrenni.

Bæjarráð vísar erindinu til skólanefndar MK til afgreiðslu.

7.908178 - Menntamálaráðuneytið

Frá menntamálaráðuneytinu, dags. 25/8, tilkynning um úttekt á sjálfsmatsaðferðum í grunnskólum haustið 2009.

Lagt fram.

8.902168 - Úttekt á Lindaskóla

Frá Pétri Valdimarssyni, fyrrverandi formanni foreldraráðs Lindaskóla, dags. 26/8, ítrekun á kröfu um lokaúttekt á Lindaskóla, Fífunni og Versölum, þar sem fyrirliggjandi lokaúttektarvottorð er ekki ásættanlegt.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til umsagnar.

9.906291 - Samkeppniseftirlitið

Frá Samkeppniseftirlitinu, dags. 26/8, ítrekuð beiðni um upplýsingar og sjónarmið vegna skipulagsmála og lóðaúthlutana sveitarfélaga.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns, sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs og  sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til afgreiðslu.

10.908148 - Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar.

Frá GKG, dags. 20/7, varðandi leigusamning vegna lands undir golfvelli GKG.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til afgreiðslu.

11.908152 - Tónlistarskóli á Akureyri

Frá Tónlistarskólanum á Akureyri, dags. 19/8, fyrirspurn um niðurgreiðslu kennslukostnaðar nemenda með lögheimili utan bæjarfélagsins.

Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra tómstunda- og menningarsviðs til umsagnar.

12.908134 - Jafnréttishús

Frá Jafnréttishúsinu í Hafnarfirði, dags. 21/8, styrkumsókn vegna fræðslu um fjölmenningu og fordóma.

Bæjarráð vísar erindinu til forvarnanefndar til úrvinnslu.

13.908171 - Styrkbeiðni vegna sjósunds milli þriggja sveitarfélaga

Frá Eygló S. Halldórsdóttur, f.h. þriggja sjósundkvenna, dags. 27/8, óskað eftir framlagi að upphæð kr. 100.000, sem renna myndi til Háskóla Íslands.

Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

14.909004 - Félag eldri borgara í Kópavogi

Frá formanni FEBK, dags. 28/8, beiðni um niðurfellingu fasteignaskatts á húsnæði félagsins að Gullsmára 9 fyrir 2009 og eftirleiðis.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til umsagnar.

15.909006 - Beiðni um launalaust leyfi frá stöðu skólastjóra Smáraskóla

Frá skólastjóra Smáraskóla, dags. 31/8, óskað eftir launalausu leyfi frá störfum frá 15. október 2009 - 1. júní 2010.

Bæjarráð óskar eftir umsögn starfsmannastjóra.

16.908175 - Kópavogsgerði 1, lóðaskil.

Frá Byggingu ehf., dags. 27/8, lóðinni að Kópavogsgerði 1 skilað inn.

Lagt fram.

17.908176 - Kópavogsgerði 7, lóðaskil.

Frá Byggingu ehf., dags. 27/8, lóðinni að Kópavogsgerði 7 skilað inn.

Lagt fram.

18.903092 - Stapaþing 2, lóðaskil.

Frá Nýmótum ehf., dags. 24/8, lóðinni að Stapaþingi 2 skilað inn.

Lagt fram.

19.908177 - Austurkór 55,57,59 og 61. Lóðaskil.

Frá Bergmótum ehf., dags. 27/8, lóðinni að Austurkór 55, 57, 59 og 61 skilað inn.

Lagt fram.

20.901067 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 8. september

I. Fundargerðir nefnda.

II. Skipulagsmál.

III. Kosningar.

21.908146 - Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu

Ársskýrsla 2008

Lagt fram.

22.909016 - Umsögn félagsþjónustu um beiðni frá íbúa í bænum niðurfellingu fasteignagjalda.

Mál nr. 0908021, lagt er til að veittur verði styrkur til niðurgreiðslu fasteignagjalda.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og að greiðslan komi af lið vegna fjárhagsaðstoðar.

23.909017 - Fyrirspurn um afleysingu forvarnafulltrúa.

Hafsteinn Karlsson spurðist fyrir um afleysingu fyrir forvarnafulltrúa, sem er í launalausu leyfi.  Bæjarstjóri svaraði fyrirspurninni á fundinum.

24.909018 - Fyrirspurn um innheimtu og vanskil leikskólagjalda og annarra gjalda skóla.

Ólafur Þór Gunnarsson spurðist fyrir um fyrirkomulag við innheimtu.

Bæjarritari svaraði fyrirspurninni.

25.909019 - Beiðni um útreikning.

Ólafur Þór Gunnarsson óskaði eftir útreikningi á því hver kostnaður bæjarins yrði af því að fella niður gjald af skólamáltíðum það sem eftir lifir árs 2009 og á næsta ári.

Bæjarráð vísar fyrirspurninni til bæjarstjóra.

26.909020 - Fyrirspurn um kostnað Kópavogsbæjar við undirbúning að byggingu Óperuhúss.

Guðríður Arnardóttir óskaði eftir upplýsingum um samanlagðan útlagðan kostnað Kópavogsbæjar við undirbúning að byggingu Óperuhúss. Kostnaður verði sundirliðaður á verkþætti með viðeigandi skýringum.

Bæjarráð vísar fyrirspurninni til bæjarstjóra til úrvinnslu.

27.908112 - Kynning og umræða um rekstur skólamötuneyta.

Fræðslustjóri og rekstrarstjóri fræðslusviðs gerðu grein fyrir reiknilíkani um ólíka rekstrarþætti skólamötuneyta.

Lagt fram.

28.706087 - Álfhólsvegur 53, breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd samþykkir að ekki verði frekar fjallað um erindið, þar sem því hefur ekki verið fylgt eftir af lóðarhafa og vísar afgreiðslunni til bæjarráðs.

Bæjarráð hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.

29.901212 - Fundargerð atvinnu- og upplýsinganefndar 27/8

317. fundur

30.908008 - Fundargerð félagsmálaráðs 25/8

1266. fundur

31.908012 - Fundargerð félagsmálaráðs 1/9

1267. fundur

32.901074 - Fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs 26/8

236. fundur

33.901305 - Fundargerð leikskólanefndar 1/9

7. fundur

Liður 1. Bæjarráð staðfestir afgreiðslu leikskólanefndar.

34.901390 - Fundargerð lista- og menningarráðs 27/8

343. fundur

35.908005 - Fundargerð skipulagsnefndar 26/8

1169. fundur

36.903113 - Glaðheimar, breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna ásamt umsögn, dags. 26. ágúst 2009 og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

37.810496 - Óveruleg breyting á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2001-2024. Græni trefillinn. Breytt skilgre

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

38.701193 - Háspennulínur frá Hellisheiði út á Reykjanes, breytt Aðalskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið ásamt umhverfisskýrslu og umsögn bæjarskipulags dags. 26. ágúst 2009 og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar erindinu ásamt umhverfisskýrslu og umsögn bæjarskipulags, dags. 26. ágúst 2009 og til afgreiðslu bæjarstjórnar.

39.902153 - Hlíðarvegur 29, kynning sbr.7.mgr.43.gr.laga 73/97.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir erindið.

40.903073 - Auðbrekka 16 - 32, breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu með breytingum og umsögn, dags. 26. ágúst 2009 og vísar henni til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð vísar tillögunni með breytingum, dags. 26. ágúst 2009 og umsögn, dags. 26. ágúst 2009 til afgreiðslu bæjarstjórnar.

41.901212 - Fundargerð atvinnu- og upplýsinganefndar 20/8

316. fundur

Liður 1. Guðríður Arnardóttir fagnar niðurstöðu atvinnu- og upplýsinganefndar um stefnumótun nefnda vegna málefna atvinnulausra.

42.905148 - Ástún 6, breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu.

Bæjarráð hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.

43.902197 - Kópavogsbrún 1, breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

Bæjarráð hafnar erindinu og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.

44.905149 - Gulaþing 15, breytt deiliskipulag.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagt erindi og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir erindið.

45.906001 - Auðnukór 5, breytt deiliskipulag

Skipulagsnefnd samþykkir framlagt erindi og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir erindið.

46.904140 - Álaþing 5, stækkun lóðar.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagt erindi og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir erindið með þeim fyrirvara að lóðarhafi gangi frá greiðslu lóðagjalda vegna stækkunar lóðar.

47.905234 - Gulaþing 66, tröppur.

Skipulagsnefnd samþykkir framlagt erindi og vísar því til afgreiðslu bæjarráðs.

Bæjarráð samþykkir erindið.

48.908006 - Fundargerð skólanefndar 24/8

13. fundur

49.901307 - Fundargerð stjórnar SSH 17/8

338. fundur

50.908009 - Fundargerð umhverfisráðs 20/8

480. fundur

51.908104 - Þrúðsalir 2 - Leiðrétting á fyrri umsókn vegna misritunar

Frá fjármála- og hagsýslustjóra, dags. 26/8, tillaga um að bæjarráð bjóði lóðarhöfum að láta skilin á Þrúðsölum 2 ganga til baka, en felli niður úthlutunina á Þrúðsölum 1.

Bæjarráð samþykkir tillöguna.

52.909015 - Sex mánaða uppgjör 2009.

Ingólfur Arnarson, fjármála- og hagsýslustjóri kynnti rekstraryfirlit Kópavogsbæjar janúar til júní 2009.

Lagt fram.

53.908167 - Saffran, Shiraz ehf. Beiðni um umsögn.

Frá bæjarlögmanni, dags. 2/9, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 26. ágúst 2009, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Shiraz ehf., kt. 441108-1170, Álfheimum 74, Reykjavík, um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Saffran að Dalvegi 4, 200 Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk II, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar er innan þeirra marka, sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

Fundi slitið - kl. 17:15.