Bæjarráð

2762. fundur 12. febrúar 2015 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir
  • Hjördís Ýr Johnson
  • Pétur Hrafn Sigurðsson
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Hreiðar Oddsson
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1502302 - Frumvarp til laga um stjórn vatnamála (gjaldtaka fyrir vatnsþjónustu, EES-reglur), 511. mál. Beiðni

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 9. febrúar, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um stjórn vatnamála (gjaldtaka fyrir vatnsþjónustu, EES-reglur), 511. mál.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfissviðs til úrvinnslu.

2.1502380 - Málefni Strætó bs.

Frá Birki Jóni Jónssyni áheyrnafulltrúa, málefni Strætó bs.
Birkir Jón Jónsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurnir:
"Vegna þeirra atburða sem átt hafa sér stað í tengslum við ferðaþjónustu fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu annar staðar en í Kópavogi óska ég eftir svörum við eftirfarandi spurningum:

Fyrirspurn til stjórnar Strætó bs.
Hver ber ábyrgð á störfum Neyðarstjórnar ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó, er það stjórn félagsins eða stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH)? Er neyðarstjórnin að vinna í umboði og á ábyrgð stjórnar Strætó bs. eða stjórnar SSH?

Geta verið tvær stjórnir starfandi yfir Strætó bs.? Er lagagrundvöllur fyrir skipan neyðarstjórnarinnar?

Var stjórn Strætó bs. samþykk því að skipuð yrði neyðarstjórn yfir sig vegna ferðaþjónustu fatlaðra og með hvaða hætti var það samþykkt?

Hver tók ákvörðun um að hrinda nýju fyrirkomulagi í ferðaþjónustu fatlaðra af stað nú í byrjun árs? Hvers vegna var ekki hlustað á aðvörunarorð notenda þjónustunnar og Mannvits hf. sem vann skýrslu árið 2013 þar sem lagt var til að verkefninu yrði frestað?

Stendur til að láta óháðan aðila gera úttekt á aðkomu stjórnar SSH og stjórnar Strætó að ákvörðunum í tengslum við þessa kerfisbreytingu og hvort aðgerðir þessara aðila standist lög og góða stjórnsýslu?

Hversu lengi hafa stofnsamþykktir Strætó bs. verið í endurskoðun? Frá hvaða tíma eru stofnsamþykktir sem eru skráðar í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra? Hver hefur haft umsjón með þeirri vinnu? Hvenær stendur til að ljúka þeirri vinnu?

Fyrispurn til stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu:
Hver ber ábyrgð á störfum Neyðarstjórnar ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó, er það stjórn félagsins eða stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH)? Er neyðarstjórnin að vinna í umboði og á ábyrgð stjórnar Strætó bs. eða stjórnar SHH?

Geta verið tvær stjórnir starfandi yfir Strætó bs.? Er lagagrundvöllur fyrir skipan neyðarstjórnarinnar?

Hver tók ákvörðun um að hrinda nýju fyrirkomulagi í ferðaþjónustu fatlaðra af stað nú í byrjun árs? Hvers vegna var ekki hlustað á aðvörunarorð notenda þjónustunnar og Mannvits hf. sem vann skýrslu árið 2013 þar sem lagt var til að verkefninu yrði frestað?

Stendur til að láta óháðan aðila gera úttekt á aðkomu stjórnar SSH og stjórnar Strætó að ákvörðunum í tengslum við þessa kerfisbreytingu og hvort aðgerðir þessara aðila standist lög og góða stjórnsýslu?

Hversu lengi hafa stofnsamþykktir Strætó bs. verið í endurskoðun? Frá hvaða tíma eru stofnsamþykktir sem eru skráðar í fyrirtækjaskrá Ríkisskattsstjóra? Hver hefur haft umsjón með þeirri vinnu? Hvenær stendur til að ljúka þeirri vinnu?

Fyrirspurn til bæjarlögmanns:
Hver ber ábyrgð á störfum Neyðarstjórnar ferðaþjónustu fatlaðra hjá Strætó, er það stjórn félagsins eða stjórn Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH)? Er neyðarstjórnin að vinna í umboði og á ábyrgð stjórnar Strætó bs. eða stjórnar SHH?

Geta verið tvær stjórnir starfandi yfir Strætó bs. er lagagrundvöllur fyrir skipan neyðarstjórnarinnar, ef svo er hver er lagagrundvöllurinn og hvernig er ábyrgð stjórnarmanna háttað í hvorri stjórn fyrir sig?
Birkir Jón Jónsson"

3.1502379 - Málefni ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi.

Frá Birki Jóni Jónssyni áheyrnarfulltrúa, málefni ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi.
Bæjarráð óskar eftir að sviðsstjóri velferðarsviðs mæti á næsta fund ráðsins og kynni ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi.

4.1502002 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 9. febrúar 2015.

61. fundur í 7. liðum.
Lagt fram.

5.1501351 - Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar hbsv. 2015, dags. 6. janúar 2015.

54. fundur í 6. liðum.
Lagt fram.

6.1501250 - Fundargerðir stjórnar Sorpu 2015, dags. 6. febrúar 2015.

346. fundur í 8. liðum.
Lagt fram.

7.1502004 - Skipulagsnefnd, dags. 9. febrúar 2015.

1253. fundur í 7. liðum.
Lagt fram.

8.1502006 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 6. febrúar 2015.

143. fundur í 7. liðum.
Lagt fram.

9.1401796 - Ytra mat á grunnskólum - Salaskóli valinn.

Frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 4. febrúar, lögð fram skýrsla með niðurstöðum úttektar á starfsemi Salaskóla þar sem óskað er eftir því að Kópavogsbær sendi ráðuneytinu tímasetta áætlun um hvernig brugðist verður við þeim tillögum og ábendingum sem fram koma í skýrslunni.
Lagt fram.

10.1502123 - Ungt fólk 2014 grunnskólar. Samanburður rannsókna árin 2000 til 2014.

Frá mennta- og menningarráðuneytinu, dags. 26. janúar, lagðar fram niðurstöður úr æskulýðsrannsókninni Ungt fólk 2014.
Lagt fram.

11.1502148 - Tilnefning í ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 2. febrúar, lagt fram bréf þar sem tilkynnt er um tilnefningu sex aðalfulltrúa og sex varafulltrúa í ráðgjafanefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Lagt fram.

12.1502213 - Óskað eftir formlegum viðræðum við Kópavogsbæ um framtíðarmál Lækjarbotna. Erindi frá starfsmannaráð

Frá starfsmannaráði Waldorfskólans Lækjarbotnum og Waldorfleikskólans Yls, dags. 2. febrúar, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir því að hafnar verði formlegar viðræður um framtíðarmál Lækjarbotna.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra menntasviðs og sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

13.1502272 - Málefni ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk.

Frá Sjálfsbjörg landssambandi fatlaðra, dags. 30. janúar, lagt fram bréf til borgar- og sveitarstjórna á höfuðborgarsvæðinu um málefni ferðaþjónustu fyrir fatlaða.
Lagt fram.

14.1502303 - Frumvarp til laga um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum g

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 9. febrúar, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum (heildarlög), 427. mál.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfissviðs til úrvinnslu.

15.1401113 - Mánaðarskýrslur 2014.

Frá bæjarritara, mánaðarskýrslur nóvember og desember.
Lagt fram.

Fjármála- og hagsýslusstjóri sat fundinn undir þessum lið.

16.1502286 - Frumvarp til laga um náttúrupassa, 455. mál.

Frá atvinnuveganefnd Alþingis, dags. 6. febrúar, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um náttúrupassa (heildarlög), 455 mál.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfissviðs til úrvinnslu.

17.1502321 - Frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum, 512. mál. Beiðni um umsögn.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 10. febrúar, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um meðferð elds og varnir gegn gróðureldum (heildarlög, strangari reglur), 512. mál.
Bæjarráð vísar erindinu til umhverfissviðs til úrvinnslu.

18.1502194 - Frumvarp til laga um húsaleigubætur (námsmenn), 237. mál. Beiðni um umsögn.

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 5. febrúar, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um húsaleigubætur (námsmenn), 237. mál.
Bæjarráð vísar erindinu til velferðarsviðs til úrvinnslu.

19.1502285 - Frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar), 416. mál. Beiðni um u

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 9. febrúar, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um félagsþjónustu sveitarfélaga (skilyrði fjárhagsaðstoðar), 416. mál.
Bæjarráð vísar erindinu til velferðarsviðs til úrvinnslu.

20.1502288 - Frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks, 454. m

Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 9. febrúar, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum og málefni fatlaðs fólks (aukin vinnuvernd og notendastýrð persónuleg þjónusta), 454. mál.
Bæjarráð vísar erindinu til velferðarsviðs til úrvinnslu.

21.1502142 - Sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2015, 18 ára og eldri.

Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 10. febrúar, þar sem óskað er heimildar bæjarráðs til að auglýsa laus til umsóknar sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2015 fyrir 18 ára og eldri og að vinnureglur við ráðningar sumarstarfsfólks hjá Kópavogsbæ 2015 verði samþykktar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita umbeðna heimild.

22.1502316 - Vesturvör 38a - lóð skilað.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 6. febrúar, umsögn um erindi Hópbíla Kynnisferða ehf. að fá að skila lóðarréttindum. Lagt er til að heimila lóðarskil.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að lóðinni Vesturvör 38a verði skilað inn og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

23.1502222 - Núpalind 1, Snæland. Topp 10 ehf. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi.

Frá lögfræðideild, dags. 10. febrúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 6. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Topp 10 ehf., kt. 450100-3230, um nýtt rekstrarleyfi fyrir veitingastofu og greiðasölu í flokki I, á staðnum Snæland, að Núpalind 1, 201 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

24.1411378 - Hamraborg 11, kæra vegna byggingarleyfi.

Frá lögfræðideild, dags. 6. febrúar, lagt fram bréf fulltrúa lögfræðideildar vegna úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 117/2014.
Lagt fram.

25.1412048 - Fannborg 7-9, kæra vegna framkvæmdaleyfi.

Frá lögfræðideild, dags. 6. febrúar, lagt fram bréf fulltrúa lögfræðideildar vegna úrskurðar úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 121/2014.
Lagt fram.

26.1412478 - Beiðni um að fá íþróttahúsið Digranesi að láni endurgjaldslaust fyrir árshátíðardansleik.

Frá deildarstjóra íþrótta og tómstundamála, dags. 10. febrúar, tillaga um leigu vegna afnota NMK af íþróttahúsinu Digranesi undir árshátíð MK.
Bæjarráð samþykkir tillögu íþróttadeildar um leigu með fimm atkvæðum.

27.1502317 - Álfhólsvegur 27 heimagisting, Heiða Steinsson. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 10. febrúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 10. febrúar, þar sem óskað er eftir umsögn um umsókn Heiðu Steinsson, kt. 310180-4169, um nýtt rekstrarleyfi fyrir heimagistingu í flokki I, á staðnum Álfhólsvegi 27, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

Fundi slitið.