Frá lögfræðideild, dags. 2. febrúar, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 28. janúar, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Á-B ehf. kt. 500914-0330, um tímabundið áfengisleyfi vegna beinnar útsendingar á Super Bowl, aðfaranótt mánudagsins, 8. febrúar 2016, til kl. 05:00, á SPOT, að Bæjarlind 6, Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007.
Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfesta sveitarstjórnir sem umsagnaraðilar að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og en afgreiðslutími er lengri en ákvæði 2. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 676/2015 gerir ráð fyrir. Sveitarstjórn hefur heimild til þess að samþykkja lengri opnunartíma.