Bæjarráð

2553. fundur 10. júní 2010 kl. 15:15 - 17:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari og Þórður Clausen Þórðarson, bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1005171 - Hafnarfjarðarvegur. Athugasemd vegna göngubrautar

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 9/6, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 27/5. Lagt er til að mönin verði lækkun á umræddum stað nú þegar.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og vísar henni til sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs til afgreiðslu.  

2.1001158 - Dagskrá bæjarstjórnarfundar 15. júní

I.   Skýrsla formanns kjörstjórnar

II.  Málefnasamningur

III. Kosningar

IV. Fundargerðir nefnda

3.1006158 - Kjör fulltrúa á landsþing Samband íslenskra sveitarfélaga

Frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 2/6, upplýsingar um að Kópavogsbær á rétt á að kjósa 7 fulltrúa og 7 til vara á landsþingið á kjörtímabilinu, og skal tilkynna nöfn aðalmanna og varamanna til Sambandsins eigi síðar en 1. ágúst nk.

Lagt fram.

4.1006156 - Styrkbeiðni vegna móttöku og undirbúnings fyrir unglingamót milli landa

Frá Lionsklúbbnum Ýr, dags. 8/6, óskað eftir styrk vegna kostnaðar við gistingu meðan á unglingamóti stendur, að upphæð kr. 30.000,-.

Bæjarráð samþykkir að veita styrk að upphæð kr. 30.000.

5.1006155 - Átaksverkefni fyrir námsmenn án bótaréttar og atvinnuleitendur

Frá Vinnumálastofnun, tölvupóstur með upplýsingum um átaksverkefnið og þakkir til bæjarins fyrir þátttöku í verkefninu.

Lagt fram.

6.1005170 - Túlkun kjarasamninga

Frá starfsmannastjóra, dags. 8/6, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 27/5, varðandi túlkun ákvæðis í kjarasamningum um akstursgreiðslur.

Bæjarráð felur starfsmannastjóra að svara erindinu á grundvelli umsagnarinnar.

7.1006142 - Umsókn um launað námsleyfi

Frá starfsmannastjóra, dags. 8/6, umsögn um ósk starfsmanns um launað námsleyfi, þar sem lagt er til að beiðninni verði hafnað.

Bæjarráð synjar að veita Ingu Láru Helgadóttur launað námsleyfi til framhaldsnáms við KÍ á næsta skólaári.

8.1005092 - Tillaga um úthlutun kennslutímamagns.

Frá sviðsstjóra fræðslusviðs, dags. 3/6, umsögn varðandi fyrirhugaða úthlutun kennslutímamagns, þar sem fram kemur að ekki verði mögulegt að veita sama þjónustustig og áður vegna aðhaldsaðgerða í útgjöldum bæjarins.

Bæjarráð óskar eftir að sviðsstjóri fræðslusviðs mæti til næsta fundar bæjarráðs vegna málsins.

9.1002273 - Sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2010 ætluð ungmennum 17 ára og eldri.

Frá yfirmanni ráðgjafa- og íbúðadeildar, dags. 7/6, varðandi ráðningu sumarstarfsmanna.

Bæjarráð samþykkir tillögu um ráðningu í sumarstörf.

10.707069 - Hörðuvallaskóli. Tilboð í frágang lóðar

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 8/6, opnuð tilboð í verkið "Hörðuvallaskóli - frágangur lóðar, 3. áfangi". Eftirfarandi tilboð bárust:

Röð - - Verktaki - - - - Tilbðsupphæð - - %
1. - BJ-verktakar ehf.- 14.477.100 kr.
- 76,1
2. - Borgargarðar ehf.- 15.690.300 kr.
- 82,5
3. - Bjössi ehf.- - - - - - 15.939.814 kr.
- 83,8
Kostnaðaráætlun
- - - - -19.012.400 kr.
- 100,0

Lagt er til að leitað verð samninga við lægstbjóðanda, BJ-verktakar ehf.

Bæjarráð samþykkir að leitað verði samninga við BJ-verktaka ehf. um verkið "Hörðuvallaskóli - frágangur lóðar, 3. áfangi".

11.909160 - Krókaþing 14, ósk um bætur vegna tafa á afhendingu lóðar.

Frá sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs, dags. 9/6, umsögn sem óskað var eftir í bæjarráði 12/5 varðandi kröfur lóðarhafa um bætur vegna gengisbreytinga á lánum sínum.

Á grundvelli umsagnarinnar hafnar bæjarráð erindinu og felur sviðsstjóra framkvæmda- og tæknisviðs að svara bréfritara.

12.1006005 - Íþrótta- og tómstundaráð 7/6

251. fundur

 

13.1006087 - Mömmukaffi, Búðarkór 1. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi

Frá bæjarlögmanni, dags. 8/6, lagt fram bréf sýslumannsins í Kópavogi, dags. 2. júní 2010, þar sem hann óskar eftir umsögn bæjarráðs vegna umsóknar Lystauka veisluþjónustu ehf., kt. 621208-0470, um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Mömmukaffi að Búðakór 1 í Kópavogi, en umsóknin fellur undir flokk II, sbr. 4. gr. laga nr. 85/2007.

Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti og staðfestir að afgreiðslutími og staðsetning staðar eru innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.

14.1005103 - Urðarhvarf 6, fasteignagjöld

Bæjarlögmaður og fjármála- og hagsýslustjóri mættu til fundar og gerðu grein fyrir málinu.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns og fjármála- og hagsýslustjóra til afgreiðslu.

15.1005014 - Stjórn tónlistarsafns Íslands 3/6

5. fundur

16.1001157 - Stjórn Strætó bs. 3/6

142. fundur

17.1001156 - Stjórn Sorpu bs. 31/5

274. fundur

18.1006007 - Skólanefnd 7/6

12. fundur

19.1005013 - Lista- og menningarráð 3/6

359. fundur

20.1006086 - Starfsmannamál - Leikskólanefnd 08.06.2010

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu leikskólanefndar.

21.1006006 - Leikskólanefnd 8/6

7. fundur

22.1003126 - Liður 3 - Umsögn um styrkbeiðni

Frá íþróttafulltrúa, dags. 10/6, umsögn ÍTK, sem óskað var eftir í bæjarráði 20/5 vegna erindis skíðadeildar Breiðabliks, þar sem ráðið leggur til að veittur verði styrkur að upphæð kr. 200.000,-.

Bæjarráð samþykkir tillögu ÍTK um styrk að upphæð 200.000 kr. og að fjárveiting verði tekin af fjárhagslið ÍTK.

Í lok fundar þakkaði formaður bæjarráðs ráðsmönnum samstarfið á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka.

Fundi slitið - kl. 17:15.