2813. fundur
17. mars 2016 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
Karen Elísabet Halldórsdóttiraðalfulltrúi
Hjördís Ýr Johnsonaðalfulltrúi
Pétur Hrafn Sigurðssonaðalfulltrúi
Ólafur Þór Gunnarssonáheyrnarfulltrúi
Ármann Kristinn Ólafssonbæjarstjóri
Birkir Jón Jónsson
Páll Magnússon
Sverrir Óskarsson
Fundargerð ritaði:Páll Magnússonbæjarritari
Dagskrá
Sverrir Óskarsson sat fundinn í stað Theódóru Þorsteinsdóttur.
Karen Halldórsdóttir, varaformaður bæjarráðs, stýrði fundi.
1.1602016 - Barnaverndarnefnd, dags. 10. mars 2016.
54. fundur barnaverndarnefndar í 5. liðum.
Lagt fram.
2.1602934 - Ummæli formanns bæjarráðs í fréttum. Fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni.
Ólafur Þór Gunnarsson ítrekar fyrirspurn sína frá fundi þann 25. febrúar sl.
Ármannn Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun: "Ég vek athygli á að formaður bæjarráðs er ekki á fundinum og getur því ekki svarað fyrir sig. Um leið vek ég athygli á að fyrirspurnin hefur ekkert með störf bæjarráðs að gera og ég furða mig á þeirri karlrembu sem birtist í fyrirspurninni. Ármann Kr. Ólafsson"
Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun: "Formaður bæjarráðs hefur haft fjórar vikur til að svara fyrirspurninni. Ólafur Þór Gunnarsson"
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun: "Henni ber engin skylda til að svara pólitískum fyrirspurnum af þessum toga. Ármann Kr. Ólafsson"
3.1411296 - Tillaga um skipun starfshóps vegna fyrirhugaðs öldungaráðs
Pétur Hrafn Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun: "Vel á annað ár er liðið frá því að tillaga um skipan starfshóps um stofnun Öldungaráðs í Kópavogi kom fram í bæjarráði. Tæpt ár er síðan bæjarráð samþykkti að fela bæjarstjóra að skipa starfshópinn. Ekkert hefur gerst í málinu. Hvort um sé að ræða verkkvíða bæjarstjóra eða einhverjar aðrar orsakir veit ég ekki, en ég skora á bæjarstjóra að ganga í málið og skipa starfshópinn ,enda óskiljanlegt það skuli taka bæjarstjórann tæpt ár að koma svo einföldu atriði í verk. Pétur Hrafn Sigurðsson"
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun: "Ég fundaði fyrir stuttu með fulltrúa Félags eldri borgara um málið og komum við okkur saman um að það yrði skipaður starfshópur með fulltrúa meiri- og minnihluta bæjarstjórnar og fulltrúum félagsins. Er hér með óskað eftir tilnefningu frá minnihlutanum í starfshópinn. Ármann Kr. Ólafsson"
Pétur Hrafn Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun: "Ég fagna því að starfshópurinn verði loks skipaður. Pétur Hrafn Sigurðsson"
4.1504501 - Fyrirspurn um innri endurskoðun
Birkir Jón Jónsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn: "Hvað líður innleiðingu innri endurskoðunar hjá Kópavogsbæ? Birkir Jón Jónsson"
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri, lagði fram eftirfarandi bókun: "Unnið er að málinu af fullum krafti og mun greinargerð liggja fyrir á næsta fundi bæjarráðs. Ármann Kr. Ólafsson"
5.16031062 - Framkvæmdir í Fannborg 2. Fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni.
Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn: "Undirritaður fer fram á að á bæjarráðsfundi eftir páska (þann 31. mars) verði lögð fram greinargerð um framkvæmdir og ætlaðan framkvæmdahraða vegna endurbóta á Fannborg 2. Þar verði m.a. tilgreint:
1. Áætlaður upphafstími og lok framkvæmda 2. Ætlað umfang framkvæmda á þessu ári 3. Tímasetningar útboða 4. Fyrirkomulag starfsemi bæjarskrifstofa meðan á framkvæmdum stendur 5. Fyrirkomulag (og staðsetning) bæjarstjórnar- og bæjarráðsfunda meðan á framkvæmdum stendur
Ofangreindar spurningar eru lagðar fram í framhaldi af samþykkt bæjarstjórnar þann 23. febrúar s.l. Mikilvægt er að bæjarbúar og bæjarfulltrúar séu upplýstir um framgang málsins í kjölfar samþykktarinnar. Margsinnis hefur komið fram að núverandi ástand húsnæðis bæjarskrifstofanna er óviðunandi og því ríður á að framkvæmdir hefjist sem fyrst og að óvissu starfsmanna um framvindu sé haldið í lágmarki. Ólafur Þór Gunnarsson"
6.1601347 - Tillaga að Fróðleiksskiltum 2016.
Frá skipulagsstjóra, dags. 14. mars, lagt fram erindi vegna tillögu að Fróðleiksskiltum fyrir árið 2016. Umhverfis- og samgöngunefnd samþykkti framlagða tillögu og vísaði kostnaðarliðum verkefnisins til bæjarráðs og bæjarstjórnar, enda rúmist það innan fjárhagsáætlunar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða tillögu að Fróðleiksskiltum 2016.
7.1601022 - Umhverfis- og samgöngunefnd, dags. 10. mars 2016.
74. fundur umhverfis- og skipulagsnefndar í 15. liðum.
Lagt fram.
8.16011143 - Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins, dags. 19. febrúar 2016.
65. fundur svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins í 4. liðum.
Lagt fram.
9.16011136 - Fundargerðir stjórnar Strætó, dags. 29. febrúar 2016.
239. fundur stjórnar Strætó í 3. liðum.
Lagt fram.
10.1603007 - Skólanefnd, dags. 14. mars 2016.
100. fundur skólanefndar í 7. liðum.
Lagt fram.
11.1002277 - Skipting framlags til stjórnmálasamtaka á grundvelli 5. gr. laga nr. 162/2006.
Frá fjármálastjóra, dags. 9. mars, lagt fram yfirlit yfir framlög til stjórnmálaflokka 2016.
Lagt fram.
12.1603654 - Tillaga til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun), beiðni um umsögn.
Frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 8. mars, lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun), 354. mál(þingmannamál).
Lagt fram.
13.1603724 - Óskað eftir samstarfssamningi.
Frá Von og Bjargir hjálparsamtökum, dags. 8. mars, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir viðræðum um samstarf vegna reksturs heimilis fyrir skjólstæðinga sem eru húsnæðislausir og glíma við erfiðar aðstæður.
Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra velferðarsviðs og félagsmálaráðs til umsagnar.
14.1603835 - Ársreikningur Sorpu bs, árið 2015.
Frá Sorpu, dags. 9. mars, lagður fram ársreikningur Sorpu fyrir 2015.
Lagt fram.
15.1601361 - Vinnuskóli Kópavogs 2016.
Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 15. mars, lögð fram tillaga um breytingar á vinnufyrirkomulagi í Vinnuskólanum 2016 fyrir unglinga sem eru 15 ára (fædd 2001).
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða tillögu um vinnufyrirkomulag í Vinnuskólanum 2016 fyrir unglinga sem eru 15 ára (fædd 2001).
16.1603645 - Endurgreiðsluhlutfall Kópavogsbæjar vegna lífeyrisskuldbindinga Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæ
Frá lífeyrissjóði starfsmanna Kópavogsbæjar, dags. 4. mars, lagt fram erindi vegna hækkunar á endurgreiðsluhlutfalli launagreiðenda á greiddum lífeyri vegna ársins 2016. Stjórn lífeyrissjóðsins samþykkti fyrir sitt leyti að hækka endurgreiðsluhlutfallið í 59% og vísaði málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að endurgreiðsluhlutfall launagreiðenda á greiddum lífeyri vegna ársins 2016 hækki í 59%.
Hlé var gert á fundi kl. 8.24. Fundi var fram haldið kl. 8.34.
Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.
Frá deildarstjóra framkvæmdadeildar, dags. 14. mars, lagðar fram niðurstöður útboðs í gatnagerð og veitulagnir við Álfhólsveg 81-115. Lagt er til við bæjarráð að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Steingarður ehf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að leitað verði samninga við lægstbjóðanda Steingarður ehf. um gatnagerð og veitulagnir við Álfhólsveg 81-115.
18.1603949 - Naustavör 16-18. Heimild til veðsetningar.
Frá fjármálastjóra, dags. 15. mars, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Naustavarar 16-18 um heimild til að veðsetja lóðina.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veitt verði umbeðið veðleyfi.
Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.
19.1603776 - Hæðarendi 12, framsal lóðaréttinda.
Frá fjármálastjóra, dags. 11. mars, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Hæðarenda 12 um heimild til að framselja lóðina.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum beiðni um að framselja lóðina með því skilyrði að framkvæmdum verði lokið innan árs.
20.1603775 - Hæðarendi 10, framsal lóðaréttinda.
Frá fjármálastjóra, dags. 11. mars, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa Hæðarenda 10 um heimild til að framselja lóðina.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum beiðni um að framselja lóðina með því skilyrði að framkvæmdum verði lokið innan árs.
Karen Halldórsdóttir, varaformaður bæjarráðs, stýrði fundi.