Bæjarráð

2775. fundur 21. maí 2015 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Sverrir Óskarsson varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1505002 - Skipulagsnefnd, dags. 18. maí 2015.

1259. fundur skipulagsnefndar í 16. liðum.
Lagt fram.

2.1505452 - Úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á ferðaþjónustu fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu.

Frá SSH, dags. 18. maí, lögð fram niðurstaða úttektar innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar á sameiginlegri ferðaþjónustu fyrir fatlað fólk á höfuðborgarsvæðinu.
Lagt fram.

3.1401796 - Ytra mat á grunnskólum - Salaskóli. Umbótaáætlun.

Frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 4. maí, lagt fram bréf þar sem tilkynnt er um að ráðuneytið hafið móttekið umbótaáætlun Salaskóla í framhaldi af skýrslu Námsmatsstofnunar um úttekt á starfsemi skólans og gerir engar athugasemdir við áætlunina.
Lagt fram.

4.1505007 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, dags. 13. maí 2015.

152. fundur afgreiðslna byggingarfulltrúa í 7. liðum.
Lagt fram.

5.1505008 - Félagsmálaráð, dags. 18. maí 2015.

1392. fundur félagsmálaráðs í 4. liðum.
Lagt fram.

6.1505001 - Forvarna- og frístundanefnd, dags. 6. maí 2015.

30. fundur forvarna- og frístundanefndar í 9. liðum.
Lagt fram.

7.1504403 - Forvarnasjóður 2015. Átak gegn heimilisofbeldi.

Frá deildarstjóra frístunda- og forvarnadeildar, dags. 30. apríl, lögð fram umsókn félagsþjónustu Kópavogs um styrk úr forvarnasjóði 2015 vegna verkefnisins "Átak gegn heimilisofbeldi". Forvarna- og frístundanefnd getur ekki orðið við þessari styrkbeiðni en hvetur bæjarstjórn Kópavogs til að beita sér fyrir fjármögnun verkefnisins.
Lagt fram.

8.1004381 - Rannsóknir og greining - ýmis gögn.

Frá deildarstjóra forvarna- og frístundadeildar, dags. 7. maí, lagður fram til afgreiðslu samningur frá Rannsóknum og greiningu ehf. um úrvinnslu rannsókna á högun og líðan ungs fólks í Kópavogi með ákvæðum um gildistíma. Forvarna- og frístundanefnd leggur til við bæjarráð að gengið verði til samninga um samstarf við Rannsókn og greiningu ehf. á grundvelli fyrirliggjandi samningsdraga. Áætlaður kostnaður við samninginn er innan við ramma fjárhagsáætlunar fyrir árið 2015.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við Rannsóknir og greiningu ehf. um úrvinnslu rannsókna á högum og líðan ungs fólks í Kópavogi.

9.1501326 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 27. apríl 2015.

200. fundur heilbrigðiseftirlits í 2. liðum.
Lagt fram.

10.1501326 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Hafnafjarðar- og Kópavogssvæðis, dags. 18. maí 2015.

201. fundur heilbrigðiseftirlits í 54. liðum.
Lagt fram.

11.1505005 - Lista- og menningarráð, dags. 13. maí 2015.

42. fundur lista- og menningarráðs í 4. liðum.
Lagt fram.

12.1505172 - Tillaga til þingsályktunar um undirbúning að gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma, 355. mál.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis, dags. 7. maí, lagt fram bréf þar sem óskað er umsagnar um þingályktunartillögu um undirbúning að gerð þjóðhagsáætlana til langs tíma, 355. mál (þingmannamál).
Lagt fram.

13.1404483 - Arnarnesvegur 2014. Framkvæmdaleyfi.

Frá skipulagsstjóra, dags. 19. maí, lögð fram tillaga að framkvæmdaleyfi fyrir lagningu á nýjum Arnarnesvegi milli Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar. Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

14.1505134 - Austurkór 64. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 19. maí, lagt fram erindi KRark, f.h. lóðarhafa að Austurkór 64, þar sem óskað er eftir breyttu deiliskipulagi Austurkórs 64 sem felst í því að útbygging til vesturs á nyðra parhúsinu færist frá norðurhlið þess inn að miðju hússins.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

15.1411101 - Bakkabraut 3, 5 og 7. Breytt deiliskipulag.

Frá skipulagsstjóra, dags. 19. maí, lagt fram að nýju tillaga skipulags- og byggingardeildar fyrir hönd lóðarhafa að Bakkabraut 5 og 7 að breyttu deiliskipulagi fyrir Bakkabraut 3, 5 og 7. Skipulagsnefnd hafnar erindinu og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

16.1502232 - Hamraborg 11. Kynning á byggingarleyfi.

Frá skipulagsstjóra, dags. 19. maí, lagt fram að nýju erindi Alark, f.h. lóðarhafa að Hamraborg 11, þar sem óskað er eftir að breyta 2. og 3. hæð hússins í gistiheimili. Skipulagsnefnd samþykkir framlagða tillögu og vísar málinu til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

17.1505006 - Skólanefnd, dags. 18. maí 2015.

87. fundur skólanefndar í 5. liðum.
Lagt fram.

18.1501328 - Fundargerðir skólanefndar MK, dags. 27. apríl 2015.

12. fundur skólanefndar MK í 4. liðum.
Lagt fram.

19.1501345 - Fundargerðir stjórnar Slökkviliðs hbsv. dags. 15. maí 2015.

146. fundur stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í 4. liðum.
Lagt fram.

20.1501341 - Fundargerðir stjórnar SSH, dags. 11. maí 2015.

415. fundur SSH í 5. liðum.
Lagt fram.

21.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó bs. dags. 5. maí 2015.

218. fundur stjórnar Strætó bs. í 5. liðum.
Lagt fram.

22.1501346 - Fundargerðir stjórnar Strætó bs. dags. 15. maí 2015.

219. fundur stjórnar Strætó bs. í 1. lið.
Lagt fram.

23.1505228 - Ögurhvarf 4, Hótel Heiðmörk ehf. Umsókn um nýtt rekstrarleyfi. Beiðni um umsögn.

Frá lögfræðideild, dags. 11. maí, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 8. maí, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Hótel Heiðmörk ehf., kt. 520264-0199, um nýtt rekstrarleyfi fyrir hótel í flokki V að Ögurhvarfi 4, 203 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag skv. 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir. Afgreiðslutími áfengisveitinga er umfram það sem fram kemur í ákvæði 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir en leyfisbeiðandi óskar þess að opnunartími áfengisveitinga hótelsins verði til 01:00 virka daga. Sveitarstjórn hefur heimild skv. 2. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir til þess að samþykkja þessa beiðni.

24.1502317 - Álfhólsvegur 27-heimagisting, Heiða Steinsson. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um nýtt rekstrarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 11. maí, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 26. maí, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Heiðu Steinsson, kt. 310180-4169, um nýtt rekstrarleyfi fyrir heimagistingu í flokki I að Álfhólsvegi 27, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Hvað staðsetningu varðar er ekki gert ráð fyrir atvinnustarfsemi skv. gildandi skipulagi, en í 6.2 gr. skipulagsreglugerð nr. 90/2013 kemur þó fram að minniháttar atvinnustarfsemi, sem samrýmist búsetu eftir því sem nánar er kveðið á um í stefnu skipulagsins, sé heimil. Bæjarráð staðfestir með fimm atkvæðum að afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir og að umfang heimagistingarinnar samrýmist stefnu skipulags.

25.1505247 - Bæjarlind 6, SPOT. Flensborgarskóli. Umsókn um tækifærisleyfi. Beiðni um umsögn.

Frá lögfræðideild, dags. 12 maí, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 11. maí, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Flensborgarskólans í Hafnarfirði, kt. 430985-0789, um tækifærisleyfi í tilefni af lokaballi skólans miðvikudaginn 20. maí 2015 frá kl. 22:00-01:00 á Spot, að Bæjarlind 6, 200 Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 27. gr. rgl. nr. 585/2007. Ábyrgðarmaður er Magnús Þorkelsson, kt. 101057-7719 og um öryggisgæslu annast Go Security. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

26.1504319 - Endurskoðun þjónustusamnings við Fjölsmiðjuna. Samráð um launakjör nema. Umsögn fjármálastjóra.

Frá fjármálastjóra, dags. 13. maí, lögð fram umsögn um endurskoðun þjónustusamnings við Fjölsmiðjuna vegna hækkunar starfslauna hjá nemum í Fjölsmiðjunni.
Bæjarráð vísar málinu til sviðsstjóra velferðarsviðs til afgreiðslu.

27.1504589 - Frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð, 629. mál. Umsögn umhverfissviðs.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 8. maí, lögð fram umsögn um frumvarp til laga um verndarsvæði í byggð.
Bæjarráð staðfestir umsögnina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum.

28.1504767 - Hamraborg 14-38, bílageymsla.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 8. maí, lagt fram erindi þar sem lagt er til að skoðað verði hvort segja eigi upp samningi Kópavogsbæjar og Hamraborgarráðsins frá 7. maí 1993 um rekstur bílageymslu í Hamraborg 14-38, í framhaldi af erindi stjórnar Hamraborgarráðsins dags. 13. apríl.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til umsagnar.

29.1504771 - Hlíðarendi 19, umsókn um hesthúsalóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 7. maí, lögð fram umsókn um lóðina Hlíðarenda 19 frá Leigumönnum ehf., kt. 480114-0430. Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda uppfyllir félagið reglur til úthlutunar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Leigumönnum ehf. kost á byggingarrétti á lóðinni Hlíðarenda 19 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

30.1502142 - Sumarstörf hjá Kópavogsbæ 2015, 18 ára og eldri.

Frá garðyrkjustjóra, dags. 12. maí, lagt fram minnisblað um stöðu mála vegna sumarráðninga 2015, fyrir 18 ára og eldri.
Lagt fram.

31.1505193 - Tröllakór 1-3. Sala íbúðar 0103, fastanúmer 228-6911.

Frá fjármálastjóra, dags. 18. maí, lagt fram erindi vegna sölu á íbúð 0103 í eigu Kópavogsbæjar að Tröllakór 1-3 og óskað eftir að bæjarstjórn veiti fjármálastjóra heimild til að ganga frá sölunni.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar.

32.1410076 - Úthlutunarreglur vegna byggingarréttar.

Frá bæjarlögmanni, dags. 19. maí, lögð fram tillaga um breytingu á úthlutunarreglum vegna byggingarréttar til lögaðila og einstaklinga vegna íbúðarhúsnæðis. Lagt er til að 12. og 16. gr. úthlutunarreglna verði breytt á þann veg að útdráttur í bæjarráði á milli umsækjenda fari fram að viðstöddum "óháðum aðila" í stað "fulltrúa sýslumanns".
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.

33.1503301 - Verkefnisstjórn íþrótta- og félagsaðstöðu GKG, fundargerð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 7. maí, lögð fram fundargerð verkefnisstjórnar um íþrótta- og félagsaðstöðu GKG frá 6. maí 2015.
Lagt fram.

34.1504772 - Austurkór 72, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 19. maí, lögð fram umsókn um lóðina Austurkór 72 frá Pawel Radoslaw Wierzbicki, kt. 020383-2919 og Ewa Wierzbicki, kt. 091283-3799. Lagt er til að bæjarráð mæli með við bæjarstjórn að samþykkja úthlutun lóðarinnar til umsækjanda, enda uppfyllir hann reglur til úthlutunar.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gefa Pawel Radoslaw Wierzbicki og Ewa Wierzbicki kost á byggingarrétti á lóðinni Austurkór 72 og vísar málinu til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

35.1505334 - Aðkallandi viðhaldsaðgerðir Kópavogskirkju - óskað eftir styrk frá Kópavogsbæ.

Frá sóknarnefnd Kársnessóknar, dags. 14. apríl, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir styrk frá Kópavogsbæ vegna viðhaldsviðgerða á Kópavogskirkju.
Vegna sérstöðu kirkjunnar, sem útlistuð er í erindinu, samþykkir bæjarráð erindið með fimm atkvæðum og vísar því til afgreiðslu bæjarstjóra.

36.1503062 - Álalind 2 og 4-8, umsókn um lóð. Athugasemdir vegna úthlutunar.

Frá Dverghömrum ehf., dags. 8. maí, lagt fram bréf þar sem gerðar eru athugasemdir við að úthlutun byggingarréttar á lóðinni Álalind 4-8 hafi verið dregin til baka þar sem ársreikningur félagsins fyrir síðasta ár hafi ekki verið áritaður af löggiltum endurskoðanda.
Bæjarráð vísar erindinu til sviðsstjóra umhverfissviðs og bæjarlögmanns til umsagnar.

37.1505171 - Frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli, 361. mál. Beiðni um umsögn.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 6. maí, lagt fram bréf þar sem óskað er umsagnar um frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli, 361. mál (þingmannamál).
Lagt fram.

38.1501415 - Innleiðing spjaldtölva í grunnskólum Kópavogsbæjar.

Frá Rannís, dags. 15. maí, lagt fram erindi vegna umsóknar Kópavogsbæjar um styrk fyrir verkefnið Spjaldtölvur við kennslu, þar sem tilkynnt er um að umsóknin hafi verið samþykkt.
Lagt fram.

39.1503290 - Kvörtun vegna uppsagnar á starfi. Niðurstaða umboðsmanns Alþingis.

Frá umboðsmanni Alþingis, dags. 4. maí, lagt fram bréf þar sem tilkynnt er um málalok vegna könnunar umboðsmanns á kvörtun vegna uppsagnar á starfi hjá Kópavogsbæ.
Lagt fram.

40.1307418 - Merkingar reiðstíga í Garðabæ og Kópavogi.

Frá hestamannafélaginu Spretti, dags. 10. maí, lagt fram erindi þar sem gerð er grein fyrir fjármunum og stuðningi Kópavogsbæjar við gerð og uppsetningu reiðstíga á svæði félagsins.
Lagt fram.

41.1404085 - Ný lögreglusamþykkt Kópavogs 2014.

Frá innanríkisráðuneyti, dags. 12. maí, lögð fram umsögn vegna lögreglusamþykktar Kópavogs þar sem lagt er til að samþykktinni verði breytt í samræmi við athugasemdir ráðuneytisins.
Bæjarráð gerir eftirfarandi bókun:
Drög að lögreglusamþykkt voru send ráðuneytinu til yfirferðar í maí 2014. Með bréfi dags. 12. maí 2015 skilaði ráðuneytið inn umsögn þar sem þrjár athugasemdir voru gerðar við lögreglusamþykktina.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum athugasemdir ráðuneytisins hvað varðar lið 1. og 2. þar sem lagt er til að í stað þess að tala um "sveitarstjórn" sé talað um "bæjarstjórn". Að því er varðar lið 3. samþykkir bæjarráð með fimm atkvæðum eftirfarandi breytingu á ákvæðinu: "Börn yngri en fimmtán, sem fara um á reiðhjólum, hjólabrettum, hjólaskautum, renna sér á skíðum, sleðum, skíðabrettum o.þ.h. skulu almennt nota hlífðarhjálma og viðeigandi hlífðarbúnað".

42.1505124 - Styrkumsókn vegna Olympíuleika í eðlisfræði.

Frá Gunnlaugi H. Stefánssyni, dags. 5. maí, lagt fram bréf þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku á Ólympíuleikum í eðlisfræði á Indlandi 2015.
Bæjarráð samþykkir erindið með fimm atkvæðum og vísar því til afgreiðslu starfsmannastjóra til afgreiðslu.

43.1505449 - Tillaga bílastæðasjóðs um samræmingu á gjaldskrám sveitarfélaga vegna stöðubrota.

Frá SSH, dags. 17. maí, lagt fram erindi vegna samræmingar á gjaldskrám sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu vegna stöðubrota. Mælst er til þess að gjald vegna stöðubrota verði hækkað í 10.000 kr. til samræmis við hækkun gjaldskrár hjá Bílastæðasjóði Reykjavíkurborgar.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til umsagnar og jafnframt verði skoðaður möguleiki á stofnun bílastæðasjóðs í Kópavogi.

Fundi slitið.