Bæjarráð

2770. fundur 09. apríl 2015 kl. 08:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri
  • Margrét Friðriksdóttir varafulltrúi
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1503133 - KOP15. Skuldabréfaútboð. Fjármögnun.

Frá fjármálastjóra, dags. 7. apríl, lögð fram eftirfarandi tillaga til bæjarstjórnar um lántöku:
Bæjarstjórn samþykkir að gefinn verði út nýr skuldabréfaflokkur Kópavogsbæjar, KOP 15-1 sem er opinn og með engri hámarksstærð. Flokkurinn verði til 25 ára, með 4 gjalddaga á ári. Vextir taki mið af markaðsaðstæðum þegar flokkurinn er stofnaður.
Bæjarstjórn samþykkir einnig að á árinu 2015 verði gefin út skuldabréf í þessum flokki að nafnvirði allt að kr. 3,0 milljarðar. Frekari stækkun skuldabréfaflokksins fer eftir ákvörðun bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Bæjarráð vísar tillögunni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

2.1504018 - Skjólbraut 6, heimagisting. Þórunn R.Jónsdóttir. Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi.

Frá lögfræðideild, dags. 7. apríl, lagt fram bréf Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, dags. 1. apríl, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Þórunnar R. Jónsdóttur, kt. 070561-4419 um nýtt rekstrarleyfi fyrir gististað í flokki I að Skjólbraut 6, 200 Kópavogi, skv. 10. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald og 23. gr. rgl. nr. 585/2007.
Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að afgreiðslutími og staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins segja til um.
Bæjarráð samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti með fimm atkvæðum og staðfestir að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 1. mgr. 25. gr. reglugerðar nr. 1127/2007 um lögreglusamþykktir.

3.1502144 - Vinnuskóli Kópavogs 2015.

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 30. mars, tillögur um laun og vinnutíma í Vinnuskóla Kópavogs árið 2015, sem afgreiddar voru í bæjarráði á síðasta fundi.
Deildarstjóri gatnadeildar og garðyrkjustjóri sátu fundinn undir þessum lið.

Lagt fram.

4.1502055 - Óskað eftir samstarfi um Sumarstarf ungra tónlistarmanna 2015.

Erindi frá Maximus Musicus ehf. þar sem óskað er eftir samstarfi um sérhæfða sumarvinnu við tónlist fyrir unga tónlistarnema á höfuðborgarsvæðinu.
Bæjarráð vísar erindinu til menntasviðs til umsagnar.

5.1504056 - Upplýsingabeiðni vegna markaðsrannsóknar á eldsneytismarkaði. Skipulags- og lóðarúthlutanir sveitarf

Frá Samkeppniseftirlitinu, dags. 30. mars, óskað eftir upplýsingum um skipulags- og lóðaúthlutanir sveitarfélagsins vegna markaðsrannsóknar á eldsneytismarkaði.
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarlögmanns til úrvinnslu.

6.1501326 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits, dags. 30. mars 2015.

199. fundur heilbrigðisnefndar í 57. liðum.
Lagt fram.

7.1504066 - Fundargerðir stjórnar Reykjanesfólksvangs, dags. 11. mars 2015.

Fundur stjórnar Reykjanesfólksvangs frá 11. mars 2015.
Lagt fram.

8.1501339 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 27. febrúar 2015.

826. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í 25. liðum.
Lagt fram.

Ólafur Þór Gunnarsson og Pétur Hrafn Sigurðsson taka undir bókun í lið 16 í fundargerðinni.

9.1501339 - Fundargerðir stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga, dags. 27. mars 2015.

827. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga í 15. liðum.
Lagt fram.

10.1411296 - Tillaga um skipun starfshóps vegna fyrirhugaðs öldungaráðs.

Pétur Hrafn Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaður ítrekar óskir sínar um að bæjarstjóri skili áliti um tillögu Samfylkingar, Framsóknarflokks og Vinstri grænna um skipan starfshóps sem hafi það að markmiði að stofna Öldungaráð í Kópavogi. Tillagan kom fyrst fram í bæjarráði 20. nóvember 2014 og nú 140 dögum seinna hefur bæjarstjóra ekki enn unnist ráðrúm til að klára málið. Vinnubrögð sem þessi eru ekki til fyrirmyndar. Vonast undirritaður eftir svari frá bæjarstjóra áður en hann sjálfur verður kominn í flokk eldri borgara.
Pétur Hrafn Sigurðsson"

Birkir Jón Jónsson tekur undir bókunina.

11.1504099 - Leikskólagjöld einstæðra foreldra. Fyrirspurn frá Pétri Hrafni Sigurðssyni.

Pétur Hrafn Sigurðsson lagði fram eftirfarandi bókun:
"Í ljósi umræðu um leikskólagjöld einstæðra foreldra, óskar undirritaður eftir upplýsingum um hver kostnaður Kópavogsbæjar verði á ársgrundvelli ef systkinaafsláttur verði látinn gilda fyrir börn foreldra sem greiða lægra gjald. Óskað er eftir sundurliðun eftir:
a) Einstæðum foreldrum
b) Námsmönnum í fullu námi
c) Öryrkjar með 75% örorku eða meira
Pétur Hrafn Sigurðsson"

Fundi slitið.