Bæjarráð

2582. fundur 10. febrúar 2011 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Guðríður Arnardóttir formaður
  • Hjálmar Hjálmarsson aðalfulltrúi
  • Rannveig H Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ármann Kristinn Ólafsson aðalfulltrúi
  • Ómar Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðný Dóra Gestsdóttir aðalfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
  • Þórður Clausen Þórðarson bæjarlögmaður
  • Gunnar Ingi Birgisson aðalfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þórður Clausen Þórðarson bæjarlögmaður
Dagskrá

1.1009232 - Úttekt á leik- og grunnskólum

Frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 1/2, niðurstöður úttektar á leikskólanum Álfaheiði.

Lagt fram og vísað til leikskólanefndar.

2.1012007 - Fyrirspurn um útboð

Ármann Kr. Ólafsson lagði fram eftirfarndi fyrirspurn:

"Vegna svars bæjarstjóra um kostnað við vinnu KPMG við skipulagsbreytingar á stjórnsýslu bæjarins, þar sem ekki kom fram við hvaða aðra aðila var rætt formlega, er óskað upplýsinga um hvaða aðilar þetta voru, hvaða skýringar eru á því að upphæðin hækkaði úr því að vera kr. 350-600.000 í það að verða kr. 1.119.805?  Hefur þetta fyrirtæki fengið greitt fyrir aðra vinnu eftir kosningar hjá Kópavogsbæ?

Ármann Kr. Ólafsson"

3.1101847 - Fyrirspurn frá Guðnýju Dóru Gestsdóttur

Guðný Dóra Gestsdóttir óskar eftir skriflegu svari frá bæjarstjóra vegna fyrirspurnar sinnar um ferðir Gunnars I. Birgissonar skv. bókun í bæjarráði frá 21. janúar 2011.

Ennfremur er óskað eftir skriflegu svari frá Gunnari sjálfum vegna boðsferða á vegum fyrirtækja sem hann þáði í tíð sinni sem bæjarstjóri og formaður bæjarráðs.

4.1102302 - Fyrirspurn varðandi Dægradvöl

Gunnar Ingi Birgisson óskar upplýsinga um eftifarandi: 

A) Hefur orðið fækkun á börnum í dægradvöl grunnskólanna í Kópavogi á þessu ári, skipt eftir skólum?

B) Hefur orðið merkjanleg breyting á vistunartíma eftir að ný gjaldskrá tók gildi um áramót? 

C)  Hvert er væntanlegt tekjutap bæjarsjóðs vegna þessa?

5.1102301 - Fyrirspurn varðandi Skjólbraut 1a.

Gunnar Ingi Birgisson óskar upplýsinga um eftirfarandi:

A)Hver er heildarkostnaður með áætluðum breytingu á húsnæðinu að Skjólbraut 1a?

B) Hverjar eru áætlaðar leigutekjur bæjarins á ársgrundvelli vegna þeirra 5 einstaklinga sem þar munu kom til með að dvelja?

6.1102298 - Auglýsing fjármálaeftirlits eftir húsnæði.

Auglýsing fjármálaeftirlits eftir húsnæði í 101 til 108.

Bæjarráð Kópavogs lýsir furðu sinni á auglýsingu Ríkiskaupa þar sem auglýst er eftir 2000 fm húsnæði undir starfsemi Fjármálaeftirlitsins.  Skilyrði er að húsnæðið sé staðsett í póstnúmeri 101 - 108. 

 

Það er erfitt að finna rök fyrir því að Fjármálaeftirlitinu séu takmörk sett í starfsemi sinni þótt staðsetning þess sé utan tiltekinna póstnúmera í Reykjavík.

 

Bæjarráð dregur í efa lögmæti slíkrar auglýsingar þar sem slíkar takmarkanir útiloka sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu önnur en Reykjavík. 

 

Bæjarráð felur bæjarlögmanni að kanna lögmæti auglýsingarinnar.

7.1102224 - Örvasalir 7. Lóðarumsókn.

Guðmundur Már Guðmundsson og Hólmfríður B. Þorsteinsdóttir sækja um lóðina Örvasalir 7.

Bæjarráð samþykkir að gefa Guðmundi Má Guðmundssyni og Hólmfríði B. Þorsteinsdóttur kost á byggingarrétti lóðarinnar Örvasalir 7.

8.1102217 - Unglingalandsmót UMFÍ 2013 og 2014

Frá UMFÍ, dags. 28/1, auglýst er eftir umsóknum frá sambandsaðilum um að taka að sér undirbúning og framkvæmd 16. og 17. Unglingalandsmóts UMFÍ, sem haldin verða um verslunarmannahelgar 2013 og 2014.

Lagt fram.

9.1102260 - Skipan stjórnar í Lífeyrissjóð starfsmanna Kópavogsbæjar

Frá Lífeyrissjóði starfsmanna sveitarfélaga, dags. 4/2, varðandi skipan stjórnar í Lífeyrissjóð starfsmanna Kópavogsbæjar.

Bæjarráð vísar erindinu til bæjarritara til úrvinnslu.

10.1102258 - Breyting á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001-2024. Vísindagarðar, nemendaíbúðir

Frá Reykjavíkurborg, skipulags- og byggingarsviði, dags. 7/2, tillaga að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2001 - 2024, Vísindagarðar, nemendaíbúðir. Til kynningar sbr. 30. gr. 2. mgr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar.

11.1102206 - Umsókn um styrkveitingu til greiðslu fasteignaskatts

Frá Breiðabliki, dags. 2/2, umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts vegna Dalsmára 5.

Vísað til bæjarritara til umsagnar.

12.1102208 - Beiðni um ferðaþjónustu

Frá Málflutningsstofu Reykjavíkur, dags. 3/2, varðandi ferðaþjónustu íbúa í bænum.

Vísað til félagsmálaráðs til afgreiðslu.

13.1102108 - Arnarsmári 36. Tillaga að deiliskipulagi

Frá KS Verktökum hf. dags. 1/2, varðandi skipulag á Nónhæð.

Bæjarráð vísar erindinu til skipulagsnefndar til úrvinnslu.

14.11011041 - Tilhögun framtíðarmerkinga á siglingaleiðum á Skerjafirði

Frá Siglingastofnun, dags. 27/1, varðandi merkingu og rekstur leiðamerkja á Skerjafirði.

Bæjarráð vísar málinu til hafnarstjórnar og sviðsstjóra umhverfissviðs til umsagnar.

15.1102099 - Gildistaka mannvirkjalaga

Frá umhverfisráðuneyti, dags. 31/1, varðandi gildistöku mannvirkjalaga.

Lagt fram.

16.1101878 - Stjórnar Strætó 4/2

152. fundur

17.1102253 - Uppsögn á leigusamningi milli Kópavogsbæjar og HK

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 9/2, varðandi leigusamning milli Kópavogsbæjar og HK.
Lagt er til við bæjarráð að ofangreindum samningi verði sagt upp. Uppsögnin taki gildi samkvæmt ákvæðum samningsins frá og með 1. júlí 2011.

Bæjarráð frestar afgreiðslu til næsta fundar.

18.1101078 - Upplýsingar um atvinnulausa

Frá sviðsstjóra velferðarsviðs, varðandi atvinnulausa í Kópavogi, mál sem var á dagskrá bæjarráðs 27/1 sl., sbr. lið 13 í fundargerð.

Sviðsstjóri velferðarsviðs mætti á fundinn og gerði grein fyrir málinu og lagði fram drög að reglum um líkamsræktarkort fyrir atvinnulausa. 

19.1102101 - Fyrirspurn um stöðu framkvæmda

Frá lögfræðingi umhverfissviðs, dags. 8/2, svar við fyrirspurn Ómars Stefánssonar á fundi bæjarráðs 3/2 sl.

Lagt fram.

20.1011374 - Vatnsendi - Mjódd - Vatnsendi leið 29. Tilboð varðandi akstur

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 7/2, umsögn sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 1/12 sl., um erindi Teits Jónassonar varðandi hugmyndir um strætóþjónustu milli Vatnsenda og Mjóddar ásamt kostnaðartilboði.
Þar sem bæjarráð hefur ákveðið að fela Strætó bs. að annast akstur milli Vatnsenda og Mjóddar er lagt til að erindinu verði hafnað.

Bæjarráð hafnar erindinu.

21.1101179 - Almannakór 8.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, umsögn dags. 7/2, um erindi lóðarhafa Almannakórs 8, varðandi beiðni um afslátt af lóðargjöldum.
Á grundvelli umsagnarinnar er lagt til að erindinu verði hafnað.

Bæjarráð hafnar erindinu.

22.11011092 - Frumvarp til laga um fjöleignahús. Óskað umsagnar

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 7/2, umsögn sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 3/2, um frumvarp til laga um fjöleignahús (dýrahald) mál nr. 377. Ekki er lagt til að Kópavogsbær geri athugasemdir við frumvarpið.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

23.1101657 - Vatnsendablettur 412. Samkomulag/afsal

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, drög að samkomulagi Kópavogsbæjar annars vegar og Helgu Kristinsdóttur hins vegar, vegna yfirtöku Kópavogsbæjar á leiguréttindum að Vatnsendabletti 412, Kópavogi.

Samþykkt.

24.1101970 - Gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

Frá bæjarlögmanni, umsögn dags. 9/2, sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 3/2 sl., um gjaldskrá Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Á grundvelli umsagnar bæjarlögmanns vísar bæjarráð 3. gr. gjaldskrárinnar aftur til stjórnar SHS til frekari skoðunar. 

25.1101726 - Nýtt skipurit.

Frá starfsmannastjóra, dags. 9/2, svar við fyrirspurn um sparnað vegna uppsagna.

Lagt fram.

26.1006231 - Starfsmannamál Félagsþjónustu Kópavogsbæjar

Lagður fram starfslokasamningur og samningur við Líf- og sál um greiningu á starfsumhverfi Félagsþjónustu Kópavogsbæjar.

Samþykkt.

27.1102244 - Heimild til ráðningar í 100% starf mannauðsfulltrúa í starfsmannadeild

Frá starfsmannastjóra, dags. 8/2, óskað er heimildar bæjarráðs til að auglýsa eftir mannauðsfulltrúa í starfsmannadeild í 100% starf.

Bæjarráð samþykkir að auglýst verði eftir mannauðsfulltrúa í starfsmannadeild í 100% starf.

28.1102018 - Austurkór 97, beiðni um afslátt af fasteignagjöldum

Frá bæjarritara, umsögn dags. 8/2, sem bæjarráð óskaði eftir á fundi sínum 3/2 sl., varðandi beiðni um afslátt af fasteignagjöldum.
Á grundvelli umsagnarinnar er lagt til að erindinu verði hafnað.

Bæjarráð hafnar erindinu.

29.909258 - Framkvæmdir við félags-, fræðslu- og þjónustuhús í Guðmundarlundi.

Frá bæjarritara, mál sem frestað var á fundi bæjarráðs 27/1 sl., sbr. lið 10 í fundargerð, umsögn sviðsstjóra umhverfissviðs varðandi styrkbeiðni Skógræktarfélags Kópavogs.

Bæjarráð frestar málinu til 3. mars nk.  

30.1101098 - Fyrirspurn til bæjarstjóra um húsnæði sem bæjarsjóður leigir að Hamraborg 14a

Frá bæjarritara, mál sem frestað var á fundi bæjarráðs 3/2 sl., sbr. lið 18 í fundargerð, varðandi húsnæðið Hamraborg 14a.

Bæjarráð samþykkir að segja upp samningi um húsnæðið að Hamraborg 14a.

Fundi slitið - kl. 10:15.