2800. fundur
10. desember 2015 kl. 08:00 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
Theódóra S Þorsteinsdóttirformaður
Karen Elísabet Halldórsdóttiraðalfulltrúi
Hjördís Ýr Johnsonaðalfulltrúi
Pétur Hrafn Sigurðssonaðalfulltrúi
Ólafur Þór Gunnarssonáheyrnarfulltrúi
Birkir Jón Jónssonaðalfulltrúi
Pálmi Þór Mássonbæjarlögmaður
Elísabet Jónína Þórisdóttirstarfsmaður nefndar
Fundargerð ritaði:Elísabet Þórisdóttir
Dagskrá
1.1511678 - Hafraþing 2-8. Framsal lóða.
Frá fjármálastjóra, dags. 24. nóvember, lögð fram beiðni f.h. lóðarhafa North Team Invest ehf. um heimild til að framselja lóðirnar Hafraþing 2-8 til Óshæðar ehf.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umbeðið framsal lóðanna Hafraþing 2-8 til Óshæðar ehf.
2.1512014 - Umsókn um launað námsleyfi.
Frá starfsmannastjóra, dags. 16. nóvember, lögð fram beiðni Árna Sveinssonar um námsleyfi og lagt til að honum verði veitt launað námsleyfi á haustönn 2015 gegn því skilyrði að hann starfi hjá Kópavogsbæ að námi loknu. Er lagt til að veitt verði launað námsleyfi í 1 mánuð á hverjum 20 mánuðum í samræmi við 1. mgr. ákvæðis 10.3.1 kjarasamnings, þannig að Árni eigi inni 2 mánaða rétt og getur skipt honum 2*20 daga árið 2016. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi þann 3.12.2015.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Árna Sveinssyni launað námsleyfi í 2 mánuði á árinu 2016 gegn því skilyrði að hann vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu. Launað námsleyfi er samþykkt í 1 mánuð á hverjum 20 mánuðum í samræmi við 1. mgr. ákvæðis 10.3.1 kjarasamnings hans og getur hann skipt 2 mánaða rétti sínum í 2 * 20 daga árið 2016.
Starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.
3.1507263 - Umsókn um launað námsleyfi á vorönn 2016.
Frá starfsmannastjóra, dags. 16. nóvember, lögð fram beiðni Guðbjargar Gígju Árnadóttur um námsleyfi og lagt til að henni verði veitt launað námsleyfi í 3 mánuði vorið 2016 gegn því skilyrði að hún starfi hjá Kópavogsbæ að námi loknu. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi þann 3.12.2015.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Guðbjörgu Gígju Árnadóttur launað námsleyfi í 3 mánuði vorið 2016 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu.
Starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.
4.1509656 - Umsókn um launað námsleyfi.
Frá starfsmannastjóra, dags. 16. nóvember, lögð fram beiðni Helgu Margrétar Þorsteinsdóttur um námsleyfi og lagt til að henni verði veitt launað námsleyfi í 2 mánuði á árinu 2016 gegn því skilyrði að hún starfi hjá Kópavogsbæ að námi loknu. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi þann 3.12.2015.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Helgu Margréti Þorsteinsdóttur launað námsleyfi í 2 mánuði á árinu 2016 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu.
Starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.
5.1408380 - Umsókn um launað námsleyfi.
Frá starfsmannastjóra, dags. 16. nóvember, lögð fram beiðni Hólmfríðar K. Sigmarsdóttir um námsleyfi og lagt til að henni verði veitt launað námsleyfi í 5 mánuði á árinu 2016 gegn því skilyrði að hún starfi hjá Kópavogsbæ að námi loknu. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi þann 3.12.2015.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Hólmfríði K. Sigmarsdóttur launað námsleyfi í 5 mánuði á árinu 2016 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu.
Starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.
6.1512013 - Umsókn um launað námsleyfi.
Frá starfsmannastjóra, dags. 16. nóvember, lögð fram beiðni Sigríðar Önnu Guðnadóttur um námsleyfi og lagt til að henni verði veitt launað námsleyfi í 6 mánuði á árinu 2016 gegn því skilyrði að hún starfi hjá Kópavogsbæ að námi loknu. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi þann 3.12.2015.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Sigríði Önnu Guðnadóttur launað námsleyfi í 6 mánuði á árinu 2016 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu.
Starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.
7.15081373 - Umsókn um launað námsleyfi á fyrri hluta vorannar 2016.
Frá starfsmannastjóra, dags. 16. nóvember, lögð fram beiðni Sólveigar Sigurvinsdóttur um námsleyfi og lagt til að henni verði veitt launað námsleyfi í 3 mánuði á árinu 2016 gegn því skilyrði að hún starfi hjá Kópavogsbæ að námi loknu. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi þann 3.12.2015.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Önnu Sólveigu Sigurvinsdóttur launað námsleyfi í 3 mánuði á árinu 2016 gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu.
Starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.
8.1502726 - Beiðni um launað námsleyfi.
Frá starfsmannastjóra, dags. 16. nóvember, lögð fram beiðni Steinunnar Erlu Sigurgeirsdóttur um námsleyfi og lagt til að henni verði veitt launað námsleyfi í 3 mánuði (jan.,feb. og mars) á árinu 2016 gegn því skilyrði að hún starfi hjá Kópavogsbæ að námi loknu. Bæjarráð frestaði afgreiðslu málsins á fundi þann 3.12.2015.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að veita Steinunni Erlu Sigurgeirsdóttur launað námsleyfi í 3 mánuði á árinu 2016 (janúar, febrúar og mars) gegn því skilyrði að hún vinni áfram hjá Kópavogsbæ að námi loknu.
Starfsmannastjóri sat fundinn undir þessum lið.
9.1507357 - Starfshópur um húsnæðismál stjórnsýslu Kópavogsbæjar.
Frá starfshópi um húsnæðismál stjórnsýslu Kópavogsbæjar sem skipaður var þann 21. júlí sl., lögð fram tillaga að því er varðar húsnæði undir bæjarskrifstofur Kópavogs.
Lagt fram.
Hlé var gert á fundinum kl. 08:39, hélt fundur áfram 08:48.
10.1511271 - Málefni Tónlistarsafns Íslands. Tillaga frá Ólafi Þór Gunnarssyni. Svar mennta- og menningarmálaráðu
Frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, dags. 30. nóvember, lagt fram svar við fyrirspurn úr bæjarráði um sýn ráðuneytisins á framtíð Tónlistarsafns Íslands í ljósi þess að dregið verður úr framlagi til reksturs safnins skv. fjárhagsáætlun næsta árs.
Bæjarráð vísar málinu til lista- og menningarráðs.
11.1512108 - Sótt um leyfi til flugeldasýninga í Kópavogsdal og Fossvogsdal.
Frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, dags. 2. desember, lagt fram erindi þar sem óskað er umsagnar bæjaryfirvalda vegna flugeldasýningar á svæði fótboltavallar HK við Furulund þann 6. janúar 2016 milli kl. 18-18:30
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.
12.1512108 - Sótt um leyfi til flugeldasýninga í Kópavogsdal og Fossvogsdal.
Frá Hjálparsveit skáta í Kópavogi, dags. 2. desember, lagt fram erindi þar sem sótt er um leyfi til að halda flugeldasýningu á svæði fótboltavallar Breiðabliks í Kópavogsdal þann 31. desember 2015 milli kl. 21-21:30.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.
13.1512125 - Sótt um leyfi fyrir áramótabrennu í Smárahvammi.
Frá framkvæmdastjóra Breiðabliks, dags. 7. desember, lagt fram erindi þar sem sótt er um leyfi fyrir árlegri áramótabrennu félagsins í Smárahvammi þann 31. desember 2015 kl. 20:30.
Bæjarráð vísar málinu til bæjarlögmanns til afgreiðslu.
Bæjarráð óskar eftir að samtal og samstarf eigi sér stað milli Kópavogsbæjar og Breiðabliks um skipulagningu bílastæða sem staðsett eru í kringum umrædda brennu. Undanfarin ár hefur rútuferðum erlendra ferðamanna fjölgað mjög á þennan viðburð sem hefur orðið til mikillar aukningar á umferð og bílastæðafærðar á þessu kvöldi.
14.1512009 - Meint brot Strætó bs. á rammasamningi um akstur fyrir fatlaða.
Frá Reykjavík Lawyers, dags. 30. nóvember, lagt fram erindi f.h. Efsta hóls ehf., All Iceland Tours ehf., Aldeyjar ehf., Ferðaglaðs ehf. og Björns Páls Angantýsskonar, vegna meintra brota Strætó bs. á rammasamningi um akstur fyrir fatlaða í ljósi úrskurðar Kærunefndar útboðsmála.
Lagt fram.
15.1501351 - Fundargerðir svæðisskipulagsnefndar hbsv., dags. 27. nóvember 2015.
62. fundur svæðisskipulagsnefndar hbsv. í 6. liðum.