Bæjarráð

2737. fundur 10. júlí 2014 kl. 08:15 - 10:15 í Fannborg 2, Bæjarráðsherbergi
Fundinn sátu:
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir formaður
  • Karen Elísabet Halldórsdóttir aðalfulltrúi
  • Hjördís Ýr Johnson aðalfulltrúi
  • Pétur Hrafn Sigurðsson aðalfulltrúi
  • Ólafur Þór Gunnarsson aðalfulltrúi
  • Birkir Jón Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Páll Magnússon bæjarritari
Fundargerð ritaði: Páll Magnússon bæjarritari
Dagskrá

1.1406017 - Forsætisnefnd, 1. júlí

26. fundargerð í 3 liðum.
Lagt fram.

2.1407196 - Kjarasamningur við Starfsmannafélag Kópavogs

Fyrirspurn frá Ólafi Þór Gunnarssyni um kjaraviðræður.
Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi fyrirspurn:
"Kjarasamningar starfsmannafélags Kópavogs eru nú komnir til sáttasemjara, en undirrituðum er kunnugt um að samningar hafi verið tilbúnir til undirritunar. Því er spurt:
Hverju sætir að samningarnir eru nú komnir í þennan farveg?
Eru ófrágengin mál sem ekki var hægt að ganga frá á lokastigi samninga?
Ólafur Þór Gunnarsson"

3.1407011 - Rekstraryfirlit fyrir janúar-apríl 2014

Frá Stjórn skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins, dags. 26. júní, rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar - apríl 2014.
Lagt fram.

4.1407068 - Rekstarstyrkur skv. samningi, skýrsla stjórnar og ársreikningur 01.06.13-31.05.14

Frá Leikfélagi Kópavogs, dags. 3. júlí, reikningur vegna styrks bæjarins samkvæmt rekstrarsamningi að upphæð kr. 3.109.225,-.
Lagt fram.

5.1402281 - Svar EFS við fyrirspurn

Frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 1. júlí, svar við fyrirspurn varðandi aðlögunaráætlun Kópavogsbæjar og fyrirhugaða fjárfestingu í félagslegu húsnæði og byggingu leiguíbúða. Almennt séð er það afstaða nefndarinnar að sveitarfélögum beri að halda áætlaðan aðlögunartíma, samþykktan af sveitarstjórn og ekki sé heimild í lögum til að víkja frá því ákvæði.
Lagt fram.

6.1312030 - Skil á fjárhagsáætlun 2014

Frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga, dags. 1. júlí, varðandi fjárhagsáætlun 2014-2017, þar sem nefndin telur ekki þörf á frekari upplýsingum.
Lagt fram.

7.1407084 - XXVIII. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2014

Frá Sambandi ísl. sveitarfélaga, dags. 4. júlí, tilkynning um 28. landsþing Sambandsins 24. til 26. september á Akureyri.
Lagt fram.

8.1401098 - Stjórn Sorpu bs., 3. júlí

339. fundargerð í 5 liðum.
Lagt fram.

9.1401109 - Stjórn slökkviliðs hbsv., 30. júní

133. fundargerð í 2 liðum.
Lagt fram.

10.1401106 - Stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga, 27. júní

817. fundargerð í 30 liðum.
Lagt fram.

11.1401094 - Heilbrigðisnefnd, 30. júní

191. fundargerð í 10 liðum.
Lagt fram.

Ólafur Þór Gunnarsson lagði fram eftirfarandi bókun um lið 6:
"Undirritaður harmar þá ákvörðun umhverfis-og auðlindaráðuneytisins að gefa afslátt af reglum vegna mengunar frá Hellisheiðarvirkjun. Skólabörn á svæðinu, nánar tiltekið í Waldorf skólanum í Lækjarbotnum, eru þolendur í málinu og þau og starfsfólk skólans mun áfram þurfa að búa við brennisteinsmengun í lofti, í boði umhverfisráðherra. Ráðherra velur að ganga gegn áliti heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis, þrátt fyrir að gögn í málinu bendi til heilsuspillandi mengunar samkvæmt reglum sem ráðuneytið hefur sett.
Ólafur Þór Gunnarsson"

12.1306180 - Breytingartillaga á bæjarmálasamþykkt

Lögð fram að nýju breytingartillaga á bæjarmálasamþykkt, samkvæmt bókun í bæjarráði þann 24. júní.
Hlé var gert á fundi kl. 8:41. Fundi var fram haldið kl. 9:02.

Fulltrúar minnihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Undirritaðir telja þörf á að endurskoða skipurit bæjarins. Vinna er þegar hafin í forsætisnefnd vegna þess og því skýtur skökku við að nú eigi að gera breytingar í fljótræði án samráðs við fulltrúa minnihlutans. Þessi vinnubrögð eru ekki í anda þess sem meirihlutinn hefur boðað um samvinnu og samstarf.
Pétur Hrafn Sigurðsson, Birkir Jón Jónsson, Ólafur Þór Gunnarsson"

Áshildur Bragadóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Kópavogs, sat fundinn undir þessum lið að hluta.

Bæjarráð vísar afgreiðslu tillagnanna til bæjarstjórnar.

13.1406015 - Félagsmálaráð, 30. júní

1373. fundargerð í 9 liðum.
Lagt fram.

14.1407001 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 2. júlí

120. fundargerð í 7 liðum.
Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar.

15.1406012 - Afgreiðslur byggingarfulltrúa, 18. júní

119. fundargerð í 7 liðum.
Bæjarráð vísar afgreiðslum byggingarfulltrúa til bæjarstjórnar.

16.1405106 - Umsögn um styrkumsókn til kennslu í jóga og hugleiðslu í grunnskólum landsins

Frá sviðsstjóra menntasviðs, dags. 7. júlí, umsagnir menntasviðs og skólanefndar varðandi styrkbeiðni til kennslu í jóga og hugleiðslu. Skólanefnd taldi sig ekki geta orðið við erindinu, en menntasvið telur æskilegast að skólarnir fjármagni sjálfir verkefni af þessum toga.
Bæjarráð hafnar erindinu.

17.1406495 - Almannakór 7. Umsókn um lóð

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 7. júlí, lögð fram umsókn Exero ehf., kt. 711012-0280 um lóðina Almannakór 7. Lagt er til að gerð verði tillaga til bæjarstjórnar um úthlutun lóðarinnar til umsækjanda.
Bæjarráð leggur til að umsókn Exero ehf. um lóðina Almannakór 7 verði samþykkt og vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

18.1406462 - Almannakór 7, umsókn um lóð.

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 7. júlí, lögð fram umsókn um lóðina Almannakór 7, en vegna þess að áskilin gögn liggja ekki fyrir hefur ekki verið hægt að taka afstöðu til umsóknarinnar.
Bæjarráð leggur til að umsókninni verði hafnað og vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar.

19.1405668 - Pylsuvagn. Umsókn um leyfi

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 25. júní, umsögn um umsókn um leyfi til að reka pylsuvagn við Salalaug. Ekki er mælt með því að bæjarráð verði við erindinu.
Bæjarráð hafnar erindinu.

Fulltrúar meirihlutans lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Á undanförnum árum hafa nokkrar umsóknir um veitingasölu hjá Versalalaug borist til Kópavogsbæjar.
Undirritaðar telja að hefja beri heildarstefnumótunarvinnu um hvort og þá hvernig veitingasala við Versalalaug sé hentug fyrir þetta svæði. Rétt sé að stefna Kópavogsbæjar sé öllum skýr hvað þetta varðar. Vega og meta þarf kosti og galla veitingasölu við sundlaugina eða inn í anddyri laugarinnar í samræmi við lýðheilsustefnu sem bærinn mun í framtíðinni setja sér.
Theódóra Þorsteinsdóttir, Karen Halldórsdóttir, Hjördís Ýr Johnson"

20.1406553 - Fyrirspurn frá Birki Jóni Jónssyni um eyðingu vargfugls í Kópavogi

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 1. júlí, svar við fyrirspurn um stöðu eyðingu vargfugls.
Bæjarráð felur umhverfissviði að vinna áfram að málinu í samráði við Kirkjugarða Reykjavíkur.

21.1403643 - Umsögn um beiðni um aðstoð bæjarstjórnar við öflun upplýsinga frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga

Frá bæjarritara, dags. 7. júlí, umsögn um beiðni um aðstoð bæjarstjórnar við öflun upplýsinga. Lagt er til að bæjarráð feli undirrituðum að svara bréfritara á grundvelli umsagnarinnar.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarritara að svara bréfritara á grundvelli umsagnarinnar.

22.1401113 - Mánaðarskýrslur 2014

Frá bæjarritara, mánaðarskýrsla í júní yfir starfsemi Kópavogs í maí 2014.
Lagt fram.

Fjármála- og hagsýslustjóri sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 10:15.