Dagskrá
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
1.25031710 - Hallahvarf 17-19 og Hallahvarf 21-23
Frá lögfræðideild, dags. 17.03.2025, lögð fram tillaga að úthlutun lóðarinnar Hallahvarfi 17 í öðrum áfanga lóðarúthlutunar í Vatnsendahvarfi. Lagt er til að bæjarráð geri eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: Að lóðinni Hallahvarfi 17, Landnúmer 238648, verði úthlutað til XP7 ehf., kt. 650624-3780.
Gestir
- Ása Arnfríður Kristjánsdóttir, bæjarlögmaður - mæting: 07:35
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
2.25031090 - Hallahvarf 25-27, Hallahvarf 29 og Hallahvarf 31-33
Frá lögfræðideild, dags. 17.03.2025, lögð fram tillaga að úthlutun lóðarinnar Hallarhvarf 25. Lagt er til að bæjarráð geri eftirfarandi tillögu til bæjarstjórnar: Að lóðinni Hallahvarfi 25, Landnúmer 238603 verði úthlutað til MótX ehf., kt. 660505-2100.
Gestir
- Ása Arnfríður Kristjánsdóttir, bæjarlögmaður - mæting: 07:38
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
3.25031088 - Háahvarf 2 og Háahvarf 4
Frá lögfræðideild, dags. 17.03.2025, lögð fram tillaga að úthlutun lóðarinnar Háahvarfi 2 í öðrum áfanga lóðarúthlutunar í Vatnsendahvarfi.
Gestir
- Ása Arnfríður Kristjánsdóttir, bæjarlögmaður - mæting: 07:40
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
4.25031774 - Úthlutun Vatnsendahvarfs 3. áfangi
Frá yfirlögfræðingi. Lögð fram til yfirferðar og samþykktar, drög að úthlutunarskilmálum vegna þriðja áfanga Vatnsendahvarfs.
Gestir
- Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 07:45
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
5.23042054 - Staða uppbyggingar nýs Kársnesskóla
Frá sviðsstjóra umhverfissviðs lögð fram stöðuskýrsla fyrir stöðu uppbyggingar Kársnesskóla.
Gestir
- Ármann Halldórasson deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 08:17
- Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfisviðs - mæting: 08:17
- Jóhannes Karl Sveinsson, lögmaður - mæting: 08:17
Erindi og umsagnir frá starfsmönnum
6.2502476 - Hafnarbraut 14. Tillaga til bæjarráðs vegna umferðarhættu
Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, lögð fram umsögn um Hafnarbraut 14. Tillögu til bæjarráðs vegna umferðarhættu.
Gestir
- Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfisviðs - mæting: 07:58
Ýmis erindi
7.25031383 - Til umsagnar 147. mál - Skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslög
Frá umhverfis- og samgöngunefnd, lagt fram til umsagnar 147. mál - Skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslög.
Ýmis erindi
8.25031962 - Til umsagnar 158. mál - Borgarstefna
Frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, lagt fram til umsagnar,158. mál - Borgarstefna.
Fundargerðir nefnda
9.2503015F - Menntaráð - 141. fundur frá 18.03.2025
Fundargerðir nefnda
10.2503005F - Skipulags- og umhverfisráð - 5. fundur frá 17.03.2025
Fundargerð í níu liðum.
10.5
23111613
Göngu- og hjólastígar um Ásbraut. Deiliskipulag.Forkynning.
Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 5
Samþykkt með vísan til 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga á vinnslustigi verði forkynnt. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
10.6
25021662
Hafnarbraut 14 A-D. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 5
Hafnað með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 5. mars 2025 með fimm atkvæðum Hjördísar Ý. Johnson, Andra S. Hilmarssonar, Leó S. Péturssonar, Helgu Jónsdóttur og Hákonar Gunnarssonar gegn atkvæði Gunnars S. Ragnarssonar. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar. Kristinn D. Gissurarson sat hjá við afgreiðslu málsins.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
10.7
25022006
Smiðjuvegur 7. Breytt deiliskipulag.
Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 5
Samþykkt með vísan til 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð tillaga verði auglýst. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.
Niðurstaða
Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
Gestir
- Ásthildur Helgadóttir, sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:17
Fundargerðir nefnda
11.25031619 - Fundargerð 972. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11.03.2025
Fundargerð 972. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 11.03.2025.
Fundargerðir nefnda
12.25031912 - Fundargerð 512. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 17.02.2025
Fundargerð 512. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 17.02.2025.
Erindi frá bæjarfulltrúum
13.25032173 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa varðandi úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála
Í úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála frá 13. mars sl. er lagt fyrir Kópavogsbæ að taka beiðni fyrirtækis um lokaúttekt byggingarfulltrúa á tiltekinni fasteign til efnislegrar meðferðar. Þar eru alvarlegar athugasemdir við málsmeðferð Kópavogsbæjar sem neitaði í þrjú ár að afgreiða beiðni húsbyggjenda um lokaúttekt. Í ljósi þessa úrskurðar er farið fram á yfirlit um úrskurði nefndarinnar, þar sem fundið hefur verið að málsmeðferð lögfræðinga Kópavogsbæjar og embættis byggingarfulltrúa og á þessu kjörtímabili. Jafnframt er óskað upplýsinga um hvernig lærdómum af einstökum úrskurðum nefndarinnar hefur verið fylgt eftir til umbóta í stjórnsýslu bæjarins.
Helga Jónsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Theodóra S. Þorsteinsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir
Fundi slitið - kl. 09:50.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur að leggja til að lóðinni Hallahvarfi 17, Landnúmer 238648, verði úthlutað til XP7 ehf., kt. 650624-3780 og vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bókun:
"Hér í málum 1 og 2 er verið að samþykkja síðustu úthlutanir fjölbýlishúsa í nýrri byggð í Vatnsendahvarfi. Enn og aftur hefur meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarflokks hafnað því að taka frá lóð til óhagnaðardrifinna byggingarfélaga en selur þess í stað hæstbjóðanda lóðirnar. Engri lóð hefur enn verið úthlutað til óhagnaðardrifinna byggingarfélaga í Kópavogi sem veldur einsleitni í uppbyggingu hverfa og vöntun á húsnæði fyrir ákveðinn hóp íbúa."
Bergljót Kristinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Sigurbjörg Erla Egilsdóttir
Bókun:
"Líkt og meirihlutinn hefur margoft bent á greinir meiri- og minnihluta á um leiðir að því marki hvernig sem flestir geti eignast þak yfir höfuðið. Hér er verið að auka framboð á lóðum í Kópavogi og slíkt framboð kemur öllum húsnæðismarkaðinum til góða. Mikið hefur verið kallað eftir auknu framboði íbúða á almennan markað og hér er er brugðist við því ákalli."
Orri V. Hlöðversson
Ásdís Kristjánsdóttir
Hjördís Ýr Johnson
Andri S. Hilmarsson