Bæjarráð

3205. fundur 20. febrúar 2025 kl. 08:15 - 12:37 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Ásdís Kristjánsdóttir varafulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2502976 - Tillaga frá bæjarfulltrúum minnihluta um frestun á lokun Sorpu við Dalveg

Frá fulltrúum minnihlutans í bæjarstjórn, dags. 11.02.2025, lögð fram tillaga um frestum lokunar Sorpu við Dalveg. Afgreiðslu málsins var frestað á fundi bæjarráðs 13.02.2025 og óskað eftir kynningu frá Sorpu um viðbragðáætlun við fyrirhugaðri lokun stöðvarinnar við Dalveg.
Kynning og umræður.

Fundarhlé hófst kl. 10:00, fundi fram haldið kl. 10:48

Bæjarráð hafnar tillögu um frestun með þremur atkvæðum gegn atkvæðum Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur.

Bókun:
"Undirritaðar harma ákvörðun meirihlutans að hafna tillögunni. Það liggur fyrir að endurvinnslustöð á Glaðheimasvæðinu verður ekki fullbúin fyrr en eftir 2-4 ár. Lokun stöðvarinnar við Dalveg þann 1. september næstkomandi mun valda verulegri skerðingu á þjónustu við bæjarbúa. Ljóst að aðrar stöðvar Sorpu á höfuðborgarsvæðinu eru þegar fullnýttar og ráða illa við aukið álag. Undirritaðar leggja því enn og aftur áherslu á að endurvinnslustöðinni við Dalveg verði ekki lokað fyrr en þörf er á að nýta lóðina undir annað. Jafnvel þótt komið yrði upp móttökustöð til bráðabirgða er ljóst að slík stöð mun aldrei veita sömu þjónustu og núverandi endurvinnslustöð við Dalveg gerir."

Sigurbjörg E. Egilsdóttir
Theódóra S. Þorsteinsdóttir
Helga Jónsdóttir
Bergljót Kristinsdóttir


Bókun:
"Flutningur á endurvinnslustöðinni á Dalvegi yfir í Glaðheima mun tryggja íbúum Kópavogs og nágrannasveitarfélaga betri þjónustu en er í dag enda er núverandi stöð á Dalvegi barn síns tíma og hefur um langt skeið ekki uppfyllt öryggiskröfur.
Óhjákvæmilega fylgir því alltaf rask þegar breytingar verða á starfsemi en þær breytingar sem hér eru til umræðu eru löngu tímabærar að mati meirihlutans, enda var lóðinni á Dalvegi úthlutað tímabundið undir endurvinnslustöð fyrir rúmlega 30 árum, árið 1991. Þessu tímabundna ástandi vegna flutninganna verður mætt með aðgerðaráætlun sem Sorpa hefur kynnt og telur meirihlutinn að sú áætlun muni tryggja fullnægjandi þjónustu við íbúa á meðan breytingarnar ganga yfir. Meðal annars felur aðgerðaráætlunin í sér að komið verði upp bráðabirgða endurvinnslustöð á þeirri lóð sem fyrirhuguð er undir endurvinnslustöðina í Glaðheimum."

Ásdís Kristjánsdóttir
Orri Hlöðversson
Andri Steinn Hilmarsson

Gestir

  • Gunnar Dofri Ólafsson sviðsstjóri þjónustu - og samskiptasviðs Sorpu - mæting: 08:15
  • Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri Sorpu - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.2502881 - Tillaga bæjarstjóra um valnefnd vegna Dalvegar 1

Frá bæjarstjóra, dags. 18.02.2025, lögð fram tillaga um stofnun valnefndar vegna lóðarinnar að Dalvegi 1.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum tillögu um stofnun valnefndar vegna lóðarinnar að Dalvegi 1.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2502881 - Dalvegur 1. Umsögn bæjarlögmanns vegna tillögu að auglýst verði eftir aðilum vegna þróun lóðarinnar.

Frá bæjarlögmanni, dags. 18.02.2025, lagt fram minnisblað varðandi tillögu þess efnis að auglýst verði eftir áhugasömum aðilum um þróun lóðarinnar að Dalvegi 1.
Lagt fram.

Bæjarráð frestar afgreiðslu tillögu um auglýsingu.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.24053362 - Úttekt og skoðun á verklagi og verkferlum við eftirlit bæjarráðs með stjórnsýslu og fjármálastjórn bæjarins

Trúnaðarmál.
Bæjarráð samþykkir tillöguna með fjórum atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar.

Gestir

  • Helga Hlín Hákonardóttir ráðgjafi Strategíu - mæting: 09:00
  • Óskar Norðmann - mæting: 09:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.24121901 - Viðaukabeiðni vegna NPA- og notendasamninga 2025

Frá fjármálasviði, lögð fram umsögn vegna viðaukabeiðni velferðarsviðs.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Kristín Þyri Þorsteinsdóttir, skrifstofustjóri velferðarsviði - mæting: 10:33
  • Atli Sturluson, rekstrarstjóri velferðarsviðs - mæting: 10:33
  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri velferðarsviðs - mæting: 10:33
  • Kristín Egilsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs - mæting: 10:33

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.25021861 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2025

Frá fjármálasviði, dags. 18.02.2025, lagður fram viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun 2025.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.25011055 - Lántökur Kópavogsbæjar 2025

Frá fjármálasviði, dags. 18. febrúar 2025, lagt fram erindi varðandi breytingar á lánalínum Kópavogsbæjar 2025.
Bæjarráð vísar málinu með þremur atkvæðum og hjásetu Theódóru S. Þorsteinsdóttur og Helgu Jónsdóttur til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Kristín Egilsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs - mæting: 11:57
  • Ingólfur Arnarson deildarstjóri hagdeildar - mæting: 11:57

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.23032023 - Samræmd móttaka flóttafólks

Lagður fram til kynningar endurnýjaður samningur ásamt tilgreindum fylgiskjölum.

Niðurstaða Velferðar- og mannréttindaráð - 2

Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrir sitt leyti að gerður verði sex mánaða samningur um samræmda móttöku flóttafólks og vísar málinu áfram til afgreiðslu bæjarráðs og staðfestingar í bæjarstjórn. Ráðið leggur áherslu á að ráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga ljúki endurskoðun á ákvæðum samnings um samræmda móttöku með vísan til samráðshóps sem starfandi var á árinu 2024.

Niðurstaða

Bæjarráð frestaði málinu 13.02.2025 og óskar eftir að sviðstjóri velferðarsviðs komi inn á næsta fund bæjarráðs.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Þóra Kemp skrifstofustjóri - mæting: 12:19
  • Jóhanna Lilja Ólafsdóttir verkefnastjóri velferðarsviðs - mæting: 12:19

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.23112060 - Keppnisvöllur við Kórinn. Breytt deiliskipulag.

Lögð fram umsögn sviðsstjóra umhverfisssviðs, fjármálasviðs og menntasviðs.
Frestað til næsta fundar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

10.2409182 - Umsókn um launað námsleyfi

Frá mannauðsdeild, lögð fram umsögn um námsleyfi.
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

Ýmis erindi

11.25021128 - Landsþing sambands íslenskra sveitarfélaga 2025

Til allra sveitarstjórna og landshlutasamtaka sveitarfélaga. Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem verður haldið 20. mars 2025 á Hilton Reykjavík Nordica. Landsþingsfulltrúar sveitarfélaga sem og áheyrnafulltrúar munu fá formlegt boð eftir helgi ásamt drögum að dagskrá þingsins.
Lagt fram.

Ýmis erindi

12.25021365 - Niðurstöður samráðsfundar barna og Strætó

Frá umboðsmanni barna, lagt fram erindi ásamt greinargerð með niðurstöðum frá samráðsfundi barna og Strætó.
Lagt fram.

Ýmis erindi

13.25021616 - Styrkbeiðni vegna 55. umdæmisþings Kiwanis í Kópavogi 2025

Frá Kiwanisklúbbnum Eldey, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir styrk vegna 55. umdæmisþings Kiwanis í Kópavogi 19-21 september 2025.
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.
Fylgiskjöl:

Ýmis erindi

14.25021069 - Gjöf Soroptimistaklúbbs Kópavogs til Kópavogsbúa

Frá Soroptimistaklúbbi Kópavogs, lagt fram erindi þar sem tilkynnt er félagið hyggst gefa Kópavogsbæ bekk sem staðsettur verður við leiksvæðið hjá Gerðarsafni.
Bæjarráð þakkar Soroptimistaklúbbi Kópavogs fyrir kærkomna gjöf.

Fundargerðir nefnda

15.2502013F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 412. fundur frá 14.02.2025

Fundargerð í sex liðum.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

16.2502011F - Skipulags- og umhverfisráð - 3. fundur frá 17.02.2025

Fundargerð í átta liðum.
Lagt fram.
  • 16.3 2401538 Gunnarshólmi. Breytt svæðisskipulag. Vaxtarmörk.
    Lögð fram að nýju tillaga að skipulagslýsingu fyrir breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, sbr. 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, dags. 21. janúar 2025. Erindið var lagt fram til kynningar á fundi skipulags- og umhverfisráðs dags. 20. janúar 2025.
    Í breytingunni felst stækkun á vaxtarmörkum svæðisskipulags fyrir Geirland og Gunnarshólma norðan Suðurlandsvegar í upplandi Kópavogs, þar sem fyrirhugað er að hefja uppbyggingu lífsgæðakjarna sbr. viljayfirlýsingu Kópavogsbæjar og Aflvaka Þróunarfélags ehf. dags. 14. febrúar 2024.
    Skipulagslýsingin er unnin af VSÓ Ráðgjöf fyrir Kópavogsbæ í samráði við landeiganda í Gunnarshólma. Lagt fram áhættumat vegna vatnsverndar unnið af VSÓ Ráðgjöf dags. í desember 2024 ásamt flóðagreiningu og dreifingareikningum unnum af verkfræðistofunni Vatnaskil dags. í nóvember 2024. Jafnframt er lögð fram greinargerð um ytri rýni áhættumatsins dags. 2. desember 2024. Að auki er lagt fram minnisblað, dags. 4 febrúar 2025, um bakgrunn og meginniðurstöður hættumats Gunnarshólma og kort sem sýnir tillögu að legu fráveitu frá Gunnarshólma að núverandi og fyrirhugaðri framtíðar tengingu fráveitu.
    Sveinn Óli Pálmarsson frá verkfræðistofunni Vatnaskil gerir grein fyrir minnisblaði um bakgrunn og meginniðurstöður hættumats Gunnarshólma.

    Birkir Rútsson deildarstjóri gatnadeildar tók sæti á fundinum undir þessum lið.
    Niðurstaða Skipulags- og umhverfisráð - 3 Samþykkt með tilvísun í 1. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með fjórum atkvæðum Kristins Dags Gissurarsonar, Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, Andra Steins Hilmarssonar og Gunnars Sæs Ragnarssonar gegn atkvæðum Bergljótar Kristinsdóttur, Leós Snæs Péturssonar og Helgu Jónsdóttur. Vísað til afgreiðslu bæjarráðs og bæjarstjórnar.

    Bókun:
    „Meiriháttar breytingar á skipulagi eiga að vera að frumkvæði og á forsendum og ábyrgð Kópavogsbæjar en ekki einstakra fjárfesta eða landeigenda. Verkefnið við Gunnarshólma er nú þegar búið að setja hættulegt fordæmi hvað það varða, fyrirliggjandi áhættuþættir eru greindir á forsendum fjárfesta en ekkert mat liggur fyrir á áhættunni eins og hún blasir við sveitarfélaginu. Án þess að farið verði í grunnvinnu við að greina áhættu sem þessu risaverkefni gæti fylgt fyrir bæjarfélagið er málið ekki tækt til að senda það til svæðisskipulagsnefndar með beiðni um stækkun vaxtarmarka.“
    Indriði Ingi Stefánsson, Helga Jónsdóttir, Bergljót Kristinsdóttir og Leó Snær Pétursson.

    Bókun:
    „Til þess að kalla megi eftir umsögnum hagaðila þarf málið að fara fyrir svæðisskipulagsnefnd og samþykkja þarf að auglýsa skipulagslýsinguna. Aðkoma sérfræðinga, hagaðila og almennings er tryggð í auglýsingaferlinu lögum samkvæmt. Það felur í sér víðtækari og upplýstari umræðu sem styður við vandaða ákvörðunartöku í málinu.“
    Kristinn Dagur Gissurarson, Andri Steinn Hilmarsson, Gunnar Sær Ragnarsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson.
    Niðurstaða Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

17.2502016F - Menntaráð - 139. fundur frá 18.02.2025

Fundargerð í sjö liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.25021116 - Fundargerð 402. fundar stjórnar Strætó frá 31.01.2025

Fundargerð 402. fundar stjórnar Strætó frá 31.01.2025
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.25021162 - Fundargerð 268. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 24.01.2025

Fundargerð 268. fundar stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins frá 24.01.2025.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.2502777 - Fundargerð 597. fundar stjórnar SSH frá dags 03.02.2025

Fundargerð 597. fundar stjórnar SSH frá dags 03.02.2025. Frestað 13.02.2025.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 12:37.