Bæjarráð

3204. fundur 13. febrúar 2025 kl. 08:15 - 10:17 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson, aðalmaður boðaði forföll og Elísabet Berglind Sveinsdóttir , sat fundinn í hans stað.
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2212577 - Vatnsendi. Landsréttardómur 6. febrúar 2025.

Lagður fram dómur Landsréttar í máli nr. 549/2023. Samhliða lagt fram minnisblað Guðjóns Ármannssonar lögmanns.
Lagt fram og kynnt.

Gestir

  • Guðjón Ármannsson lögmaður - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.25012787 - Nónsmári 1-17. breytt deiliskipulag. Beiðni um endurupptöku máls

Frá bæjarlögmanni, dags. 10.02.2025, lögð fram umsögn um beiðni um endurupptöku máls.
Umsögn lögfræðideildar lögð fram. Bæjarráð frestar málinu og áréttar ósk um álit bæjarlögmanns á endurupptöku málsins.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2502881 - Dalvegur 1. Drög að auglýsingu um nýtingu lóðar

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, dags. 10.02.2025, lögð fram drög að auglýsingu um nýtingu lóðar að Dalvegi 1.
Lagt fram og kynnt.
Ásdís Kristjánsdóttir vék af fundi kl. 9:30

Gestir

  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfisviðs - mæting: 09:12
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir - mæting: 09:12

Ýmis erindi

4.2502476 - Hafnarbraut 14. Tillaga til bæjarráðs vegna umferðarhættu

Frá stjórn húsfélags Hafnarbrautar 14, dags.05.02.2025, lagt fram erindi varðandi umferðarhættu við Hafnarbraut ásamt skýrslu umferðardeildar LRH.
Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra umhverfissviðs.

Fundargerðir nefnda

5.2501001F - Menningar- og mannlífsnefnd - 1. fundur frá 05.02.2025

Fundargerð í einum lið.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

6.2502001F - Velferðar- og mannréttindaráð - 2. fundur frá 10.02.2025

Fundargerð í átta liðum.
Frestað.
  • 6.3 23032023 Samræmd móttaka flóttafólks
    Lagður fram til kynningar endurnýjaður samningur ásamt tilgreindum fylgiskjölum. Niðurstaða Velferðar- og mannréttindaráð - 2 Velferðar- og mannréttindaráð samþykkir fyrir sitt leyti að gerður verði sex mánaða samningur um samræmda móttöku flóttafólks og vísar málinu áfram til afgreiðslu bæjarráðs og staðfestingar í bæjarstjórn. Ráðið leggur áherslu á að ráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga ljúki endurskoðun á ákvæðum samnings um samræmda móttöku með vísan til samráðshóps sem starfandi var á árinu 2024. Niðurstaða Bæjarráð frestar málinu og óskar eftir að sviðstjóri velferðarsvið komi inn á næsta fund bæjarráðs.

Fundargerðir nefnda

7.2502927 - Fundargerð 963. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31.01.2025

Fundargerð 963. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 31.01.2025.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.2502776 - Fundargerð 596. fundar stjórnar SSH frá 27.01.2025

Fundargerð 596. fundar stjórnar SSH frá 27.01.2025.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2502777 - Fundargerð 597. fundar stjórnar SSH frá dags 03.02.2025

Fundargerð 597. fundar stjórnar SSH frá dags 03.02.2025.
Frestað.

Fundargerðir nefnda

10.2502804 - Fundargerð 134. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar frá 06.02.2025

Fundargerð 134. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar frá 06.02.2025.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

11.2502805 - Fundargerð 511. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 05.02.2025

Fundargerð 511. fundar stjórnar Sorpu bs. frá 05.02.2025.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

12.2502976 - Tillaga frá bæjarfulltrúum minnihluta um frestun á lokun Sorpu við Dalveg

Frá fulltrúum minnihlutans í bæjarstjórn, dags. 11.02.2025, lögð fram tillaga um frestum lokunar Sorpu við Dalveg.
Afrgreiðslu frestað. Bæjarráð óskar eftir kynningu frá Sorpu um viðbragðáætlun við fyrirhugaðri lokun stöðvarinnar við Dalveg.

Fundi slitið - kl. 10:17.