Bæjarráð

3191. fundur 17. október 2024 kl. 08:15 - 12:44 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Theódóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Hákon Gunnarsson vara áheyrnarfulltrúi, sat fundinn í hans stað.
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ása Arnfríður Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Fundargerð ritaði: Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.24101038 - Gervigreindarstefna

Frá forstöðumanni upplýsingatæknideildar, dags. 14.10.2024, lögð fram drög að nýrri stefnu um gervigreind.
Drög að stefnu um gervigreind lögð fram og rædd. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna áfram að stefnumótun. Óskað er eftir ábendingum bæjarráðsfulltrúa við stefnudrögin og skal þeim komið á framfæri við bæjarstjóra.

Gestir

  • Auður Finnbogadóttir stefnustjóri - mæting: 09:40
  • Ingimar Þór Friðriksson forstöðumaður upplýsingatæknideildar - mæting: 09:40

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.24091455 - Drög að uppfærðum lóðarleigusamningum

Frá umhverfissviði, dags. 17.09.2025, lögð fram til samþykktar drög að uppfærðum lóðaleigusamningum. Um er að ræða annars vegar lóðarleigusamningar fyrir óbyggðar lóðir og hins vegar fyrir endurnýjun lóðarleigusamninga á eldri lóðum. Bæjarráð frestaði erindinu 19.09.2024 og þann 26.09.2024 var lögð fram greinargerð. Eru nú lögð fram uppfærð drög að fyrirmynd lóðarleigusamninga.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum framlögð drög fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Helga Jónsdóttir og Theodóra S. Þorsteinsdóttir sitja hjá.

Gestir

  • Guðrún Edda Finnbogadóttir, skrifstofustjóri umhverfissviðs - mæting: 10:30
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri. - mæting: 10:30

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2410416 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa um lántökur bæjarins

Frá deildarstjóra hagdeildar, dags. 14.10.2024, lagt fram svar við fyrirspurn minnihlutans um lántökur.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.24091112 - Ósk bæjarfulltrúa Bergljótar Kristinsdóttur um upplýsingar varðandi gjaldskrárhækkanir 2024

Frá deildarstjóra hagdeildar, dags. 14.10.2024, lagt fram svar við fyrirspurn varðandi gjaldskrárhækkanir.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.24032668 - Fyrirspurn bæjarfulltrúa um þau atriði sem snerta sveitarfélögin í nýgerðum kjarasamningum

Frá bæjarstjóra, lagt fram svar við fyrirspurn bæjarfulltrúa varðandi þau atriði sem snerta sveitarfélögin í nýgerðum kjarasamningum á almennum vinnumarkaði.
Lagt fram.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2406813 - Lionsumdæmið á Íslandi, Hlíðasmára 14.Umsókn um styrkveitingu félaga- og félagasamtaka til greiðslu fasteignaskatts

Frá lögfræðideild, dags. 14.10.2024, lögð fram tillaga að afgreiðslu styrks til greiðslu fasteignaskatts.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að afgreiðslu styrks til greiðslu fasteignaskatts með vísan í minnisblað lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.24101180 - Minnisblað vegna 167. fundar lista- og menningarráðs

Frá lögfræðideild, dags. 14.10.2024, lagt fram minnisblað vegna 167. fundar lista- og menningarráðs þann 2. október 2024.
Lagt fram og rætt.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.2410715 - Hagasmári 1, Bacco, South side ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um veitingarleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 09.10.2024, lögð fram umsögn um umsókn South Side ehf. um veitingaleyfi í flokki ll ? A - veitingahús, fyrir Bacco, Hagasmára 1, Kópavogi,

skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald.

Afgreiðslutími er alla virka daga frá kl. 11:00 ? 20:00 og 11:30-21:00 um helgar.

Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 skal sveitarstjórn staðfesta að staðsetning staðar sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag sveitarfélagsins kveður á um. Það staðfestist að staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4. mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015. Mælt er með við bæjarráð að veita jákvæða umsögn.
Bæjarráð samþykkir að veita jákvæða umsögn með vísan í minnisblað lögfræðideildar.

Ýmis erindi

9.2210308 - Erindi vegna opnunartíma félagsmiðstöðva eldri borgara í Kópavogi

Frá Félagi eldri borgara í Kópavogi, dags. 08.10.2024, lagt fram erindi varðandi opnunartíma félagsmiðstöðva.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til fjárhagsáætlunargerðar.

Ýmis erindi

10.2410723 - Boccia Gjábakka óskar eftir styrk til keppnisferða innanlands 2025

Frá Boccia liði FEBK Gjábakka, dags. 16.09.2024, lögð fram umsókn um styrk til keppnisferðar innanlands í Boccia.
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til afgreiðslu bæjarritara.

Ýmis erindi

11.2402732 - Þjóðlendumál - Eyjar og sker

Frá Óbyggðanefnd, dags. 10.10.2024, lögð fram tilkynning varðandi Þjóðlendumál,-eyjar og sker.
Lagt fram.

Ýmis erindi

12.24101097 - Bókun 586. fundar SSH. Þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2024

Frá SSH, dags. 14.10.2024, lögð fram til kynningar þróunaráætlun höfuðborgarsvæðisins 2024.
Lagt fram og rætt.

Undirrituð gera alvarlegar athugasemdir um forsendur sem hér liggja til grundvallar.
Í fyrsta lagi er ekki tekið tillit til þess að samfara öldrunar þjóðar mun fjöldi íbúa í hverri íbúð lækka. Í skýrslunni er gert ráð fyrir 2,46 þegar húsnæðisáætlun sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu miðar við 1,69. Í öðru lagi er ekki tekið tillit til að þess að uppsöfnuð íbúðaþörf er til staðar í dag, forsendur í skýrslunni gera ráð fyrir að húsnæðismarkaðurinn sé í jafnvægi sem blasir við að svo sé ekki ef horft er til hækkunar íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu

Ásdís Kristjánsdóttir, Hjördís Johnson, Elísabet Sveinsdóttir, Hákon Gunnarsson og Orri Hlöðversson.

Tafla 4.5 í þróunaráætluninni sýnir núverandi og fyrirhugaðan fjölda íbúða í eigu óhagnaðardrifinna íbúðarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Undirrituð óska eftir samskonar sundurliðun fyrir Kópavogsbæ.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Theodóra S. Þorsteinsdóttir, Helga Jónsdóttir og Hákon Gunnarsson


Fundargerðir nefnda

13.2410003F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 403. fundur frá 04.10.2024

Fundargerð í sjö liðum.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

14.2408014F - Lista- og menningarráð - 167. fundur frá 02.10.2024

Fundargerð í fjórum liðum.
Afgreiðslu frestað og óskað eftir áliti bæjarlögmanns.

Fundargerðir nefnda

15.2410009F - Menntaráð - 133. fundur frá 15.10.2024

Fundargerð í fimm liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

16.2409023F - Íþróttaráð - 144. fundur frá 10.10.2024

Fundargerð í einum lið.
Frestað og óskað eftir minnisblaði frá bæjarritara.

Fundargerðir nefnda

17.2410008F - Velferðarráð - 138. fundur frá 14.10.2024

Fundargerð í sex liðum.
  • 17.1 24051201 Roðasalir
    Fært í trúnaðarbók. Niðurstaða Velferðarráð - 138 Fært í trúnaðarbók. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir með þrem atkvæðum að vísa erindinu með umbeðnum gögnum til afgreiðslu bæjarstjórnar.

    Theodóra S. Þorsteinsdóttir og Helga Jónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.
  • 17.5 23111597 Lengri opnun á kaffistofu Samhjálpar
    Lögð fram tillaga velferðarsviðs dags. 10.10.2024, um þátttöku í lengri opnun kaffistofu Samhjálpar, ásamt tilgreindu fylgiskjali. Niðurstaða Velferðarráð - 138 Velferðarráð samþykkir tillögu velferðarsviðs um þátttöku í lengri opnun kaffistofu Samhjálpar fyrir sitt leyti og vísar málinu til afgreiðslu í bæjarráði og bæjarstjórn. Niðurstaða Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum framlagða tillögu velferðarsviðs um þátttöku í lengri opnun kaffistofu Samhjálpar og vísar erindinu til afgreislu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Atli Sturluson rekstarstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:15
  • Þóranna Hrönn Þórsdóttir, mannauðsráðgjafi - mæting: 08:15
  • Jón Kristján Rögnvaldsson, skrifstofustjóri - mæting: 08:15
  • Sigrún Þórarinssdóttir sviðsstjóri velferðarsviðs - mæting: 08:15

Fundargerðir nefnda

18.2410711 - Fundargerð 397. fundar stjórnar Strætó frá 13.09.2024

Fundargerð 397. fundar stjórnar Strætó frá 13.09.2024.
Lagt fram.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að reglulegur fundur falli niður þann 24. október vegna vetrarfría í Kópavogi.

Fundi slitið - kl. 12:44.