Bæjarráð

3186. fundur 12. september 2024 kl. 08:15 - 09:59 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Theódóra Sigurlaug Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.2312032 - Kársnesskóli

Lagðar fram mánaðarskýrslur fyrir júlí og ágúst 2024.
Kynning og umræður.

Gestir

  • Ármann Halldórasson deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 08:15
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfisviðs - mæting: 08:15
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir, skrifstofustjóri umhverfissviðs - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.24081893 - Útboð - Hugbúnaður fyrir viðhald og viðhaldssögu fasteigna

Frá deildarstjóra innkaupadeildar, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að bjóða út innkaup á hugbúnaði til utanumhalds á viðhaldi og viðhaldssögu allra fasteigna Kópavogsbæjar og leigukerfis fyrir félagslegt húsnæði. Hugbúnaðurinn sem óskað er eftir er viðhaldsforrit/-kerfi með öflugu þjónustuborði í veflausn ásamt farsímalausn sem tekur við óskum um verk sem fara í rýni og skoðun áður en verkbeiðni er útbúin. Boðinn er út samningur til fjögurra ára með framlengingarákvæðum til samtals tveggja ára.



Bæjarráð frestaði erindinu 29/8 og 5/9.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum og hjásetu Helgu Jónsdóttur að veita heimild til að bjóða út innkaup á hugbúnaði til utanumhalds á viðhaldi og viðhaldssögu allra fasteigna Kópavogsbæjar og leigukerfis fyrir félagslegt húsnæði.

Gestir

  • Steinn Sigríðar finnbogason, lögmaður - mæting: 09:06
  • Alda Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri innkaupadeildar - mæting: 09:06
  • Ari Sigfússon deildarstjóri eignadeildar - mæting: 09:06

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2407218 - Tjón sunddeildar Breiðabliks vegna lokunar Salalaugar

Frá sviðstjóra menntasviðs og sviðsstjóra umhverfissviðs, lögð fram umsögn vegna tjóns sunddeildar Breiðabliks vegna lokunar Salalaugar.
Bæjarráð synjar erindinu með vísan til fyrirliggjandi umsagnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.2405161 - Aðstoð við Grindvíkinga - körfubolti meistaraflokks

Lagður fram leigusamningur milli Kópavogsbæjar og Grindavíkurbæjar vegna aðstöðu UMFG.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl:

Ýmis erindi

5.2409746 - Menntaþing 2024

Frá mennta- og barnamálaráðuneyti, dags. 6. september 2024, lagt fram erindi varðandi menntaþing 2024 sem haldið verður 30. september á Hilton Reykjavík Nordica.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

6.2409004F - Velferðarráð - 136. fundur frá 09.09.2024

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

7.2409583 - Fundargerð 583. fundar stjórnar SSH frá 02.09.2024

Fundargerð 583. fundar stjórnar SSH frá 02.09.2024
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

8.2409519 - Fundargerð 49. eigendafundar Sorpu bs. frá 02.09.2024

Fundargerð 49. eigendafundar Sorpu bs. frá 02.09.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

9.2409522 - Fundargerð 396.fundar stjórnar Strætó frá 16.08.2024

Fundargerð 396.fundar stjórnar Strætó frá 16.08.2024.
Lagt fram.

Önnur mál

10.2409523 - Bókun 583.fundar stjórnar SSH. Samhæfð svæðisskipan í málefnum barna.

Bókun 583.fundar stjórnar SSH. Samhæfð svæðisskipan í málefnum barna.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

11.24091112 - Ósk bæjarfulltrúa Bergljótar Kristinsdóttur um upplýsingar varðandi gjaldskrárhækkanir 2024

Frá bæjarfulltrúa Bergljótu Kristinsdóttur, lagt fram það svohljóðandi fyrirspurn:

Óskað er upplýsinga um þær gjaldskrárhækkanir sem gerðar hafa verið á árinu 2024 hjá Kópavogsbæ ásamt þeirri hækkun sem átti sér stað í lok árs 2023. Til samanburðar er óskað eftir upplýsingum um sambærilegar gjaldskrárhækkanir sveitarfélaganna Reykjavíkur, Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Akureyrar.





Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa erindinu til sviðsstjóra fjármálasviðs.

Fundi slitið - kl. 09:59.