Bæjarráð

3184. fundur 29. ágúst 2024 kl. 08:15 - 10:20 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Elísabet Berglind Sveinsdóttir aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir, aðalmaður boðaði forföll og Kolbeinn Reginsson varamaður, sat fundinn í hans stað.
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.24081203 - Tekjuskattsundanþága byggðasamlaga- breytt rekstrarform efnahaglegrar starfsemi Sorpu bs.

Frá SSH, dags. 16.08.2024, lagt fram erindi varðandi tekjuskattsundanþágu byggðasamlaga- breytt rekstrarform efnahaglegrar starfsemi Sorpu bs. Bæjarrráð frestaði málinu þann 22.08.2024 til næsta fundar og óskaði eftir því að fulltrúar Sorpu mæti til fundarins.
Með vísan til niðurstöðu í máli ESA nr. 81738 og fyrirliggjandi tillögu SSH um viðbrög við niðurstöðunni, samþykkir bæjarráð með fimm atkvæðum fyrir sitt leyti að efnahagsleg starfsemi Sorpu bs. verði færð í félag, eða eftir atvikum félög, með takmarkaðri ábyrgð fyrir. Bæjarráð vísar málinu jafnframt til staðfestingar bæjarstjórnar.

Gestir

  • Jón Viggó Gunnarsson framkvæmdastjóri - mæting: 08:15
  • Haraldur Flosi Tryggvason lögmaður - mæting: 08:15

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.24081893 - Útboð - Hugbúnaður fyrir viðhald og viðhaldssögu fasteigna

Frá deildarstjóra innkaupadeildar, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að bjóða út innkaup á hugbúnaði til utanumhalds á viðhaldi og viðhaldssögu allra fasteigna Kópavogsbæjar og leigukerfis fyrir félagslegt húsnæði.
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

Bókun:
"Undirrituð óskar eftir eftirfarandi gögnum:
Útboðsgögnum, þarfagreiningu, markaðskönnun og þeim minnisblöðum sem til eru hjá Kópavogsbæ er tengjast undirbúningi málsins."
Theódóra S. Þorsteinsdóttir

Gestir

  • Alda Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri innkaupadeildar - mæting: 08:50
  • Ari Sigfússon deildarstjóri eignadeildar - mæting: 08:50

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.24081777 - Uppfærsla samgöngusáttmálans

Frá SSH, dags. 21.08.2024, lagður fram uppfærður samgöngusáttmáli. Fyrirligggjandi eru gögn númeruð frá 1-4 sem óskað er eftir að verði rædd og afgreidd í bæjarráði og bæjarstjórn Kópavogs.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Gestir

  • Birgir Björn Sigurjónsson, ráðgjafi - mæting: 09:35
  • Jóhannes S. Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. - mæting: 09:35
  • Þröstur Guðmundsson, Betri samgöngur ohf. - mæting: 09:35
  • Þorsteinn Hermannsson, Betri samgöngur ohf. - mæting: 09:35
  • Páll Björgvin Guðmundsson, framkvæmdastjóri SSH - mæting: 09:35

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.22061270 - Markavegur 7. Beiðni um skil á lóðarréttindum.

Frá bæjarlögmanni. Umsögn vegna beiðni lóðarhafa um að skila hesthúsalóð, Markavegi 7.
Bæjarráð vísar málinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.2408587 - Fyrirspurn frá vara bæjarfulltrúa Pírata, Indriða Inga Stefánssonar um kjörgengi fulltrúa Pírata í Lista- og Menningarráði.

Frá bæjarlögmanni, dags. 19.08.2024, lagt fram svar við fyrirspurn varabæjarfulltrúa Pírata, um kjörgengi fulltrúa Pírata í lista- og menningarráði.
Bæjarráð vísar fyrirspurninni að nýju til frekari skoðunar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.24081781 - Uppsalir 3, Lindakirkja. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tækifærisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 26.08.2024, lögð fram umsögn um umsókn Þjóðkirkjunnar, kt. 460169-6909, um tækifærisleyfi til að mega halda kirkjudaga (hátíð kirkjufólks) þann 31. ágúst 2024, frá kl. 09:00 til kl. 17:00, íLindakirkju, Uppsölum 3, 201 Kópavogi, skv. 17. gr. laga nr. 85/2007 um veitingastaði,gististaði og skemmtanahald og 30. gr. rgl. nr. 1277/2016. Samkvæmt 1. tl. 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007 staðfestir sveitarstjórn sem umsagnaraðili að

staðsetning staðar sem umsókn lýtur að sé innan þeirra marka sem reglur og skipulag

sveitarfélagsins segja til um. Staðsetning er í samræmi við gildandi skipulag og afgreiðslutími er í samræmi við ákvæði 4.

mgr. 25. gr. lögreglusamþykktar fyrir Kópavogsbæ nr. 675/2015
Bæjarráð veitir jákvæða umsögn í samræmi við umsögn lögfræðideildar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.24071143 - Vetrarþjónusta stofnleiðir

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 26.08.2024, lagðar fram niðurstöður útboðs á vetrarþjónustu stofnleiða í Kópavogi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda Gröfu og grjót ehf.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.24071142 - Vetrarþjónusta göngu- og hjólaleiðir

Frá deildarstjóra gatnadeildar, dags. 26.08.2024, lagðar fram niðurstöður útboðs á vetrarþjónustu göngu- og hjólaleiða í Kópavogi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að gengið verði til samninga við lægstbjóðanda í samræmi við niðurstöðu útboðsins.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.24082522 - Sorphirða í Kópavogi - staða mála

Deildarstjóri gatnadeildar fer yfir stöðuna í sorphirðu í Kópavogi eftir að nýr aðili tók verkið að sér. Erindi að beiðni formanns bæjarráðs.
Umræður.

Gestir

  • Karen Jónasardóttir verkefnastjóri - mæting: 09:27
  • Birkir Rútsson, deildarstjóri gatnadeildar - mæting: 09:27

Ýmis erindi

10.24081657 - Viðfangsefni stýrihóps um framtíðarstaðsetningu íþróttamiðstöðvar skotíþrótta

Frá SSH, dags. 14.08.2024, lagt fram erindi varðandi framtíðarstaðsetningu íþróttamiðstöðvar skotíþrótta. Óskað er eftir að hagaðilar sendi inn ábendingar eigi síðar en 4. september nk.
Bæjarráð vísar erindinu til afgreiðslu sviðsstjóra umhverfissviðs.

Fundargerðir nefnda

11.2408006F - Velferðarráð - 135. fundur frá 26.08.2024

Fundargerð í fjórum liðum.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

12.24081871 - Fundargerð 582. fundar stjórnar SSH frá 21.08.2024

Fundargerð 582. fundar stjórnar SSH frá 21.08.2024.
Lagt fram.

Erindi frá bæjarfulltrúum

13.2203504 - Innkaupastefna og innkaupareglur - ósk um upplýsingar

Frá bæjarfulltrúa Pírata og Viðreisnar, lagt fram svohljóðandi erindi:

"Innkaupareglur Kópavogsbæjar voru samþykktar á fundi bæjarstjórnar þann 22.mars 2022. Reglurnar kveða á um að öll innkaup yfir 500 þúsund kr. án gildandi samnings skuli fara í formlegt innkaupaferli í samráði við innkaupadeild sem metur viðeigandi innkaupaleið. Undirritaðar óska eftir upplýsingum um þau innkaup á vörum og þjónustu yfir 500 þúsund kr. sem kunna að hafa verið gerð án aðkomu innkaupadeildar, ástæðu þess að ekki var farið að innkaupareglum bæjarins í þeim tilfellum og hvar slík undanþáguheimild er tilgreind.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir

Theodóra S. Þorsteinsdóttir

Bæjarráð vísar erindinu til umsagnar sviðsstjóra fjármálasviðs.

Fundargerð

14.2408007F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 400. fundur frá 23.08.2024

Lagt fram.
  • 14.1 24062738 Birkigrund 28 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Steinn Thoroddsen Halldórsson, Birkigrund 28, Kópavogi sækir um leyfi fyrir að byggja bílskúr að Birkigrund 28.
    Teikning: Haraldur Ingvarssson.
    Niðurstaða Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 400 Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 23. ágúst 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010 Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 14.2 2209943 Boðaþing 11-13 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Framkvæmdasýslan - Ríkiseignir, Katrínartú 6, Reykjavík sækir um leyfi fyrir að fá samþykktar reyndarteikningar að Boðaþingi 11-13.
    Teikning: Oddur Kr. Finnbjarnarson.
    Niðurstaða Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 400 Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 23. ágúst 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010 Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 14.3 24072241 Dalsmári 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Kópavogsbær, Digranesvegur 1, Kópavogi sækir um leyfi fyrir að byggja tæknihús að Dalsmári 5.
    Teikning: Helgi Már Halldórsson.
    Niðurstaða Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 400 Byggingarfulltrúi samþykkir erindið 23. ágúst 2024. Samrýmist lögum nr. 160/2010 Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 14.4 2408705 Lyngbrekka 20 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Guðbjörg Andrésdóttir, Lyngbrekka 20, Kópavogi sækir um leyfi fyrir að setja svalir á bílskúr að Lyngbrekku 20.
    Teikning: Mardís Malla Andersen.
    Niðurstaða Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 400 Byggingarfulltrúi vísar umsókninni 23. ágúst 2024 til skipulagsráðs með tilvísun í 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.
  • 14.5 24053534 Landsendi 31 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
    Kópavogsbær, Digranesvegur 1, Kópavogi sækir um leyfi fyrir að byggja miðlunartank.
    Teikning: Andri Martin Sigurðsson.
    Niðurstaða Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 400 Niðurstaða Bæjarráð vísar afgreiðslu málsins til bæjarstjórnar.

Fundi slitið - kl. 10:20.