Bæjarráð

3173. fundur 16. maí 2024 kl. 08:15 - 11:39 í bæjarstjórnarsal, Hábraut 2
Fundinn sátu:
  • Orri Vignir Hlöðversson formaður
  • Hjördís Ýr Johnson varaformaður
  • Andri Steinn Hilmarsson aðalmaður
  • Theódóra S Þorsteinsdóttir aðalmaður
  • Helga Jónsdóttir aðalmaður
  • Bergljót Kristinsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sigurbjörg Erla Egilsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ásdís Kristjánsdóttir bæjarstjóri
Starfsmenn
  • Pálmi Þór Másson bæjarritari
Fundargerð ritaði: Pálmi Þór Másson bæjarritari
Dagskrá

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

1.23042054 - Staða uppbyggingar nýs Kársnesskóla

Frá sviðsstjóra umhverfissviðs, lögð fram mánaðarskýrsla fyrir febrúar og mars 2024.
Kynning og umræður.

Gestir

  • Ármann Halldórasson deildarstjóri framkvæmdadeildar - mæting: 08:20
  • Guðrún Edda Finnbogadóttir, skrifstofustjóri umhverfissviðs - mæting: 08:20
  • Magnús Ingvar Magnússon, lögmaður - mæting: 08:20
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfisviðs - mæting: 08:20

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

2.24051876 - Viðaukar við fjárhagsáætlun 2024

Frá fjármálasviði, lagðir fram viðaukar við fjárhagsáætlun 2024. Viðauki nr. 1 er vegna hækkunar launakostnaður frá maí - desember 2024 vegna afleysinga í veikindaleyfi. Viðauki nr. 2 er vegna kostnaðar við breytingar á húsnæði velferðarsviðs að Vallarkór 4 sem velferðarsvið er að flyta í.
Bæjarráð samþykkir viðaukana fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson deildarstjóri hagdeildar - mæting: 10:00

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

3.2309454 - Starfshópur - heildarsýn fyrir Kópavogsdal

Lagðar fram tillögur starfshóps um heildarsýn fyrir Kópavogsdal.
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

4.23101222 - Spretthópur - rýni mötuneyta

Frá deildarstjóra innkaupadeildar, dags. 08.05.2024, lagt fram minnisblað frá spretthópi um rýni mötuneyta.
Bæjarráð frestar erindinu til næsta fundar.

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

5.24051700 - Úthlutun Vatnsendahvarfs. 2. áfangi

Frá bæjarlögmanni, lögð fram drög að úthlutunarskilmálum vegna úthlutunar lóða í 2. áfanga Vatnsendahvarfs.
Bæjarráð frestar erindinu.

Gestir

  • Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 09:25
  • Ásthildur Helgadóttir sviðsstjóri umhverfissviðs - mæting: 09:25

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

6.2209819 - Fagraþing 2A - Stefna

Frá bæjarlögmanni, lagður fram dómur í máli nr. E-1864/2022.
Lagt fram.

Gestir

  • Ása A. Kristjánsdóttir bæjarlögmaður - mæting: 09:40

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

7.24051697 - Menntasvið-Ráðning skólastjóra samrekins leik- og grunnskóla við Skólagerði

Frá menntasviði, lögð fram tillaga og rökstuðningur vegna ráðningar í stöðu skólastjóra samrekins leik- og grunnskóla við Skólagerði.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að ráða Heimi Eyvindarson í starf skólastjóra samrekins leik- og grunnskóla við Skólagerði.

Gestir

  • Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar - mæting: 10:56
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 10:56

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

8.24031219 - Menntasvið-Ráðning skólastjóra Kóraskóla

Frá menntasviði, lögð fram tillaga og rökstuðningur vegna ráðningar í stöðu skólastjóra Kóraskóla.
Bæjarráð samþykkir með finnm atkvæðum að ráða Ingu Fjólu Sigurðardóttur í starf skólastjóra Kóraskóla.

Gestir

  • Ragnheiður Hermannsdóttir deildarstjóri grunnskóladeildar - mæting: 11:06
  • Anna Birna Snæbjörnsdóttir sviðsstjóri menntasviðs - mæting: 11:06

Erindi og umsagnir frá starfsmönnum

9.24042365 - Borgarholtsbraut 19, Mossley, Kársnes ehf. Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi

Frá lögfræðideild, dags. 13.05.2024, lögð fram umsögn um umsókn Kársnes ehf. (Mossley) um tækifærisleyfi.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðu að veita jákvæða umsögn með vísan í minnisblað lögfræðideildar.

Ýmis erindi

10.24042860 - Beiðni um þátttöku að nágrannagjöf fyrir Grindavík

Frá Garðlist, dags. 29.04.2024, lagt fram erindi þar sem óskað er eftir framlagi frá Kópavogsbæ til gjafar til handa Grindvíkinga.
Bæjarráð frestar erindinu.
Fylgiskjöl:

Ýmis erindi

11.24051734 - Ályktun Félags héraðsskjalavarða á Íslandi

Frá félagi héraðasskjalavarða á Íslandi, dags. 13.05.2024, lögð fram ályktun varðandi ákvörðun Kópavogsbæjar um niðurlagningu starfs héraðsskjalavarðar og lokun Hérðasskjalasafns Kópavogs.
Lagt fram.

Ýmis erindi

12.24051702 - Til umsagnar frumvarp til laga um lögræðislög (nauðungarvistanir, yfirlögráðendur o.fl.), 925. mál

Frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis, lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um lögræðislög (nauðungarvistanir, yfirlögráðendur o.fl.), 925. mál.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum að vísa málinu til umsagnar sviðsstjóra velferðarsviðs.

Ýmis erindi

13.24031772 - Umsókn um stofnframlög vegna íbúðakaupa í Kópavogi 2024-2025

Frá Brynju leigufélagi ses., dags. 12.04.2024, lögð fram umsókn um stofnframlög vegna íbúðakaupa í Kópavogi 2024.
Bæjarráð samþykkir með fimm atkvæðum umsókn um stofnframlag í samræmi við erindi bréfritara.

Gestir

  • Ingólfur Arnarson deildarstjóri hagdeildar - mæting: 10:15

Fundargerðir nefnda

14.2405001F - Afgreiðslur byggingarfulltrúa - 392. fundur frá 03.05.2024

Fundargerð í 10 liðum.
Vísað til staðfestingar bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

15.2405002F - Hafnarstjórn - 135. fundur frá 07.05.2024

Fundargerð í þremur liðum.
Lagt fram.

Bókun:
"Bæjarráð beinir því til bæjarstjóra að fram fari átak í hreinsun á hafnarsvæði Kópavogsbæjar."
  • 15.1 2209827 Gjaldskrá Kópavogshafnar 2024
    Lögð fram gjaldskrá Kópavogshafnar vegna leiðréttra gjalda. Niðurstaða Hafnarstjórn - 135 Hafnarstjórn samþykkir framlagða gjaldskrá með öllum greiddum atkvæðum. Niðurstaða Bæjarráð vísar framlagðri gjaldskrá til staðfestingar bæjarstjórnar.

Fundargerðir nefnda

16.24042861 - Fundargerð 23. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnaness frá 29.04.2024

Fundargerð 23. fundar Heilbrigðisnefndar Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnaness frá 29.04.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

17.2405075 - Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 18.04.2024

Fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs frá 18.04.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

18.2405056 - Fundargerð 391. fundar stjórnar Strætó frá 02.04.2024

Fundargerð 391. fundar stjórnar Strætó frá 02.04.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

19.2405196 - Fundargerð 392. fundar stjórnar Strætó frá 29.04.2024

Fundargerð 392. fundar stjórnar Strætó frá 29.04.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

20.24051260 - Fundargerð 578. fundar stjórnar SSH frá 06.05.2024

Fundargerð 578. fundar stjórnar SSH frá 06.05.2024.
Lagt fram.

Fundargerðir nefnda

21.24051486 - Fundargerð 127. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 03.05.2024

Fundargerð 127. fundar stjórnar Svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins frá 03.05.2024.
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 11:39.